Er betra fyrir neytendur að telja allt gagnamagn?

Játvarður J. Ingvarsson, forstjóri Hringdu.
smartphones.jpg
Auglýsing

Netnotkun Íslendinga er sú hæsta í Evrópu en 97% íbúa landsins teljast reglulegir netnotendur. Telja má líklegt að á næstu árum muni netnotkun aukast enn frekar enda er mikið af þjónustu og afþreyingu að færast yfir á netið. Síðustu ár hafa Íslendingar vanist því að kaupa gagnamagn í stað hraða á nettengingum sínum. Ef netnotkun heldur áfram að aukast munu notendur þurfa á meira gagnamagni að halda sem gæti leitt til hærri kostnaðar fyrir þá. Hvernig eru fjarskiptafyrirtækin að bregðast við þessari þróun og eru hagsmunir neytenda hafðir að leiðarljósi?

Mælingar á internetnotkun


Á síðasta ári hóf Síminn að mæla alla netumferð viðskiptavina sinna. Fyrr á þessu ári réðst 365 (nýsameinað við TAL) í samskonar mælingar. Þegar öll netumferð er mæld gildir einu hvaðan gögnin eru sótt eða send.

Fram að þessari breytingu hafði einungis niðurhal frá útlöndum verið mælt og voru þá helstu rökin fyrir þeirri mælingu að gagnasamband um sæstreng við útlönd væri aðkeypt og kostnaðarsamt. Skyndilega áttu þau rök ekki lengur við heldur var neytendum tjáð að breytingin væri gerð til þess að einfalda þeim skilning á netnotkun sinni. Forsendan var sú að neytendur ættu í vandræðum með að greina hvaða efni væri erlent og hvað íslenskt, en með því að mæla alla netumferð væru þeir erfiðleikar úr sögunni. Forstjóri 365 vildi jafnvel meina að ákveðnir viðskiptavinir hefðu óskað eftir því að öll netumferð væri mæld og hér væri því verið að svara þörfum viðskiptavina.

Nýtt tekjumódel?


Hafa neytendur í raun og veru óskað eftir þessari breytingu? Eiga þeir erfitt með aðgreina hvaðan efnið kemur eða gæti hugsast að aðrir þættir hafi áhrif? Eins og fyrirséð tekjutap af sjónvarps- og fjarskiptaþjónustu ásamt tækifæri til að fá inn nýjar tekjur með því að mæla upphal? Skoðum málið betur."

Sjónvarpsþjónusta


Nýjustu fjölmiðlamælingar Capacent leiða í ljós að áhorf á íslenskar sjónvarpsstöðvar hefur dregist saman um 38% frá árinu 2008. Samkvæmt könnun á vegum MMR kom í ljós að hátt í 20.000 heimili kaupi áskrift að sjónvarps­ og kvikmyndaveitunni Netflix.  Þessar tölur eru skýrt merki um að sjónvarpsvenjur Íslendinga eru að breytast. Hefðbundið áskriftarsjónvarp með línulegri dagskrá líkt og það sem 365 og Skjárinn (systurfélag Símans) bjóða upp á í formi Stöðvar 2 og SkjásEins er á undanhaldi enda vill fólk í auknum mæli stjórna sinni dagskrá sjálft. Í takt við þessar breytingar hefur Síminn til að mynda rekið efnisveituna SkjárBíó sem býður fólki að leigja sjónvarpsþætti og kvikmyndir í gegnum myndlykla þess.

Með aukinni samkeppni frá erlendum efnisveitum líkt og Netflix og Google Play Movies má hins vegar vænta að samkeppni við innlendar efnisveitur aukist og tekjur jafnvel minnki.

Auglýsing

Með aukinni samkeppni frá erlendum efnisveitum líkt og Netflix og Google Play Movies má hins vegar vænta að samkeppni við innlendar efnisveitur aukist og tekjur jafnvel minnki. Þá er einnig líklegt að töluverður hluti af því efni sem þessar erlendu efnisveitur bjóða upp á verði speglað (vistað innanlands) á innlenda þjóna til að minnka álag á samband við útlönd og auka gæði til notenda. Þegar sótt eru gögn sem búið er að spegla telst það sem innlend notkun. Þegar notkunin er innlend er hún ekki mæld, þ.e. hún dregst ekki af inniföldu gagnamagni áskriftarleiðar, þar til núna.

Upphal


Rétt eins og með innlendu notkunina hefur upphal, þ.e. gögn sem við sendum frá okkur, ekki verið talið. Helsta ástæða þess er að upphalshraði tenginga hefur í gegnum tíðina verið afar takmarkaður. Með tilkomu háhraðatenginga sem bjóða upp á samhverfan hraða (ljósleiðaratengingar) er mun auðveldara fyrir neytendur að senda frá sér stór gögn á skömmum tíma.

Þetta hafa neytendur nýtt sér, t.d. með afritun gagna af tölvum í svokölluð ský (iCloud, Dropbox o.fl.). Þar fyrir utan eru einstaklingar í miklu meira mæli að senda frá sér gögn en þeir gerðu áður þökk sé snjallsímum. Allar stöðuuppfærslur á Facebook, upphal á Instagram eða myndskeið send með Snapchat eru gögn sem notendur senda frá sér. Í fljótu bragði verður að teljast líklegra að minnkandi tekjur af áskriftarsjónvarpi, verulega aukin samkeppni við innlendar efnisveitur, hlutfallslega minnkandi notkun á erlendu gagnamagni og tækifæri til að fá inn tekjur af upphali sé helsti drifkraftur þessara breytinga. Frekar en að neytendur skilji ekki netnotkun sína.

Samanburður


Til að gæta sanngirni er rétt að geta þess að sum erlend fjarskiptafyrirtæki mæla alla netumferð. Hitt er þó öllu algengara að þessi erlendu fjarskiptafyrirtæki selji hraða en ekki gagnamagn eins og fram kemur í úttekt Neytendasamtakanna frá því í sumar. Slíkt tíðkast t.a.m. á öllum Norðurlöndunum og í helstu ríkjum Vestur­-Evrópu. Með mælingu á gagnamagni er því ekki verið að fylgja fordæmi grannríkja okkar, sem við svo oft miðum okkur við, heldur virðist um ákveðna afturför að ræða.

Er mögulegt að bjóða aðrar lausnir?


Eru neytendur færir um að aðgreina efnið sem þeir sækja eða þarf að hafa vit fyrir þeim á þann hátt að rukka þá sérstaklega fyrir allt efni svo þeir ruglist ekki? Önnur fær leið er sú að bjóða neytendum að rukka þá einfaldlega alls ekki háð uppruna efnis eða gagnamagni, heldur aðeins um flatt gjald fyrir ótakmarkað aðgengi. Neytendur geta þannig keypt sjónvarpsefni og hlustað á tónlist af veitumiðlum, innlendum sem erlendum eins og þá lystir án þess að hafa áhyggjur af því hvort það skapi þeim óvænt og ófyrirséð útgjöld ­ gjaldið sem þeir greiða fyrir alla þjónustu er föst upphæð. Hvor leiðin skyldi vera hagkvæmari og einfaldari fyrir neytandann?

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir ríkisstjórnina ræða málin í þaula og hafa verið í meginatriðum samstíga um aðgerðir í faraldrinum hingað til.
Stjórnmálin falli ekki í þá freistni að gera sóttvarnir að „pólitísku bitbeini“
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir samstöðu í ríkisstjórn um þær hertu aðgerðir sem tóku gildi í dag. Hún segist vilja forðast að sóttvarnir verði að pólitísku bitbeini fyrir kosningar og telur að það muni reyna á stjórnmálin á næstu vikum.
Kjarninn 25. júlí 2021
Steypiregnið ógurlega
Steypiregn er klárlega orðið tíðara og umfangsmeira en áður var. Öll rök hníga að tengingu við hlýnun lofthjúps jarðar. Í tilviki flóðanna í Þýskalandi og víðar hefur landmótun, aukið þéttbýli og minni skilningur samfélaga á eðli vatnsfalla áhrif.
Kjarninn 25. júlí 2021
Ísraelsk stjórnvöld sömdu við lyfjafyrirtækið Pfizer um bóluefni og rannsóknir samhliða bólusetningum.
Alvarlega veikum fjölgar í Ísrael
Það er gjá á milli fjölda smita og fjölda alvarlegra veikra í Ísrael nú miðað við fyrstu bylgju faraldursins. Engu að síður hafa sérfræðingar áhyggjur af þróuninni. Um 60 prósent þjóðarinnar er bólusett.
Kjarninn 25. júlí 2021
Danska smurbrauðið nýtur nú aukinna vinsælda meðal matgæðinga í heimalandinu.
Endurkoma smurbrauðsins
Flestir Íslendingar kannast við danska smurbrauðið, smørrebrød. Eftir að alls kyns skyndibitar komu til sögunnar döluðu vinsældirnar en nú nýtur smurbrauðið sívaxandi vinsælda. Nýir staðir skjóta upp kollinum og þeir gömlu upplifa sannkallaða endurreisn.
Kjarninn 25. júlí 2021
Fjallahjólabrautin við Austurkór var eitt verkefna sem valið var til framkvæmda af íbúum í íbúðalýðræðisverkefninu Okkar Kópavogur í fyrra.
Kópavogsbær skoðar flötu fjallahjólabrautina betur eftir holskeflu athugasemda
Kópavogsbær hefur boðað að fjallahjólabraut við Austurkór í Kópavogi verði tekin til nánari skoðunar, eftir fjölda athugasemda frá svekktum íbúum þess efnis að brautin gagnist lítið við fjallahjólreiðar.
Kjarninn 24. júlí 2021
Með stafrænum kórónuveirupassa fæst QR kóði sem sýna þarf á hinum ýmsu stöðum.
Munu þurfa að framvísa kórónuveirupassa til að fara út að borða
Evrópska bólusetningarvottorðið hefur verið notað vegna ferðalaga innan álfunnar síðan í upphafi mánaðar. Í Danmörku hefur fólk þurft að sýna sambærilegt vottorð til að sækja samkomustaði og svipað er nú uppi á teningnum á Ítalíu og í Frakklandi.
Kjarninn 24. júlí 2021
Eldgosið í Geldingadölum hefur verið mikið sjónarspil. Nú virðist það í rénun.
Ráðherra veitir nafni nýja hraunsins formlega blessun sína
Eins og lög gera ráð fyrir hefur Lilja Dögg Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra staðfest nafngift nýja hraunsins í landi Grindavíkurbæjar. Fagradalshraun mun það heita um ókomna framtíð.
Kjarninn 24. júlí 2021
Ferðamenn við Skógafoss.
Lágur smitfjöldi talinn mikilvægur fyrir heilsu og hagsmuni ferðaþjónustu
Ótti við að lenda á rauðum listum sóttvarnayfirvalda í Evrópu og Bandaríkjunum var tekinn inn í heildarhagsmunamat ríkisstjórnarinnar varðandi nýjar sóttvarnaráðstafanir innanlands. Á morgun verður mannlífið heft á ný vegna veirunnar.
Kjarninn 24. júlí 2021
Meira úr sama flokkiÁlit
None