Er betra fyrir neytendur að telja allt gagnamagn?

Játvarður J. Ingvarsson, forstjóri Hringdu.
smartphones.jpg
Auglýsing

Net­notkun Íslend­inga er sú hæsta í Evr­ópu en 97% íbúa lands­ins telj­ast reglu­legir net­not­end­ur. Telja má lík­legt að á næstu árum muni net­notkun aukast enn frekar enda er mikið af þjón­ustu og afþr­ey­ingu að fær­ast yfir á net­ið. Síð­ustu ár hafa Íslend­ingar van­ist því að kaupa gagna­magn í stað hraða á netteng­ingum sín­um. Ef net­notkun heldur áfram að aukast munu not­endur þurfa á meira gagna­magni að halda sem gæti leitt til hærri kostn­aðar fyrir þá. Hvernig eru fjar­skipta­fyr­ir­tækin að bregð­ast við þess­ari þróun og eru hags­munir neyt­enda hafðir að leið­ar­ljósi?

Mæl­ingar á inter­net­notkunÁ síð­asta ári hóf Sím­inn að mæla alla net­um­ferð við­skipta­vina sinna. Fyrr á þessu ári réðst 365 (ný­sam­einað við TAL) í sams­konar mæl­ing­ar. Þegar öll net­um­ferð er mæld gildir einu hvaðan gögnin eru sótt eða send.

Fram að þess­ari breyt­ingu hafði ein­ungis nið­ur­hal frá útlöndum verið mælt og voru þá helstu rökin fyrir þeirri mæl­ingu að gagna­sam­band um sæstreng við útlönd væri aðkeypt og kostn­að­ar­samt. Skyndi­lega áttu þau rök ekki lengur við heldur var neyt­endum tjáð að breyt­ingin væri gerð til þess að ein­falda þeim skiln­ing á net­notkun sinni. For­sendan var sú að neyt­endur ættu í vand­ræðum með að greina hvaða efni væri erlent og hvað íslenskt, en með því að mæla alla net­um­ferð væru þeir erf­ið­leikar úr sög­unni. For­stjóri 365 vildi jafn­vel meina að ákveðnir við­skipta­vinir hefðu óskað eftir því að öll net­um­ferð væri mæld og hér væri því verið að svara þörfum við­skipta­vina.

Nýtt tekju­mód­el?Hafa neyt­endur í raun og veru óskað eftir þess­ari breyt­ingu? Eiga þeir erfitt með aðgreina hvaðan efnið kemur eða gæti hugs­ast að aðrir þættir hafi áhrif? Eins og fyr­ir­séð tekju­tap af sjón­varps- og fjar­skipta­þjón­ustu ásamt tæki­færi til að fá inn nýjar tekjur með því að mæla upp­hal? Skoðum málið bet­ur."

Sjón­varps­þjón­ustaNýj­ustu fjöl­miðla­mæl­ingar Capacent leiða í ljós að áhorf á íslenskar sjón­varps­stöðvar hefur dreg­ist saman um 38% frá árinu 2008. Sam­kvæmt könnun á vegum MMR kom í ljós að hátt í 20.000 heim­ili kaupi áskrift að sjón­varps­ og kvik­mynda­veit­unni Net­fl­ix.  Þessar tölur eru skýrt merki um að sjón­varps­venjur Íslend­inga eru að breyt­ast. Hefð­bundið áskrift­ar­sjón­varp með línu­legri dag­skrá líkt og það sem 365 og Skjár­inn (syst­ur­fé­lag Sím­ans) bjóða upp á í formi Stöðvar 2 og Skjá­sEins er á und­an­haldi enda vill fólk í auknum mæli stjórna sinni dag­skrá sjálft. Í takt við þessar breyt­ingar hefur Sím­inn til að mynda rekið efn­isveit­una Skjár­Bíó sem býður fólki að leigja sjón­varps­þætti og kvik­myndir í gegnum mynd­lykla þess.

­Með auk­inni sam­keppni frá erlendum efn­isveitum líkt og Net­flix og Google Play Movies má hins vegar vænta að sam­keppni við inn­lendar efn­isveitur auk­ist og tekjur jafn­vel minnki.

Auglýsing

Með auk­inni sam­keppni frá erlendum efn­isveitum líkt og Net­flix og Google Play Movies má hins vegar vænta að sam­keppni við inn­lendar efn­isveitur auk­ist og tekjur jafn­vel minnki. Þá er einnig lík­legt að tölu­verður hluti af því efni sem þessar erlendu efn­isveitur bjóða upp á verði speglað (vi­stað inn­an­lands) á inn­lenda þjóna til að minnka álag á sam­band við útlönd og auka gæði til not­enda. Þegar sótt eru gögn sem búið er að spegla telst það sem inn­lend notk­un. Þegar notk­unin er inn­lend er hún ekki mæld, þ.e. hún dregst ekki af inni­földu gagna­magni áskrift­ar­leið­ar, þar til núna.

Upp­halRétt eins og með inn­lendu notk­un­ina hefur upp­hal, þ.e. gögn sem við sendum frá okk­ur, ekki verið talið. Helsta ástæða þess er að upp­hals­hraði teng­inga hefur í gegnum tíð­ina verið afar tak­mark­að­ur. Með til­komu háhraða­teng­inga sem bjóða upp á sam­hverfan hraða (ljós­leið­ara­teng­ing­ar) er mun auð­veld­ara fyrir neyt­endur að senda frá sér stór gögn á skömmum tíma.

Þetta hafa neyt­endur nýtt sér, t.d. með afritun gagna af tölvum í svokölluð ský (iCloud, Drop­box o.fl.). Þar fyrir utan eru ein­stak­lingar í miklu meira mæli að senda frá sér gögn en þeir gerðu áður þökk sé snjall­sím­um. Allar stöðu­upp­færslur á Face­book, upp­hal á Instagram eða mynd­skeið send með Snapchat eru gögn sem not­endur senda frá sér. Í fljótu bragði verður að telj­ast lík­legra að minnk­andi tekjur af áskrift­ar­sjón­varpi, veru­lega aukin sam­keppni við inn­lendar efn­isveit­ur, hlut­falls­lega minnk­andi notkun á erlendu gagna­magni og tæki­færi til að fá inn tekjur af upp­hali sé helsti drif­kraftur þess­ara breyt­inga. Frekar en að neyt­endur skilji ekki net­notkun sína.

Sam­an­burðurTil að gæta sann­girni er rétt að geta þess að sum erlend fjar­skipta­fyr­ir­tæki mæla alla net­um­ferð. Hitt er þó öllu algeng­ara að þessi erlendu fjar­skipta­fyr­ir­tæki selji hraða en ekki gagna­magn eins og fram kemur í úttekt Neyt­enda­sam­tak­anna frá því í sumar. Slíkt tíðkast t.a.m. á öllum Norð­ur­lönd­unum og í helstu ríkjum Vest­ur­­-­Evr­ópu. Með mæl­ingu á gagna­magni er því ekki verið að fylgja for­dæmi grann­ríkja okk­ar, sem við svo oft miðum okkur við, heldur virð­ist um ákveðna aft­ur­för að ræða.

Er mögu­legt að bjóða aðrar lausnir?Eru neyt­endur færir um að aðgreina efnið sem þeir sækja eða þarf að hafa vit fyrir þeim á þann hátt að rukka þá sér­stak­lega fyrir allt efni svo þeir ruglist ekki? Önnur fær leið er sú að bjóða neyt­endum að rukka þá ein­fald­lega alls ekki háð upp­runa efnis eða gagna­magni, heldur aðeins um flatt gjald fyrir ótak­markað aðgengi. Neyt­endur geta þannig keypt sjón­varps­efni og hlustað á tón­list af veitu­miðl­um, inn­lendum sem erlendum eins og þá lystir án þess að hafa áhyggjur af því hvort það skapi þeim óvænt og ófyr­ir­séð útgjöld ­ gjaldið sem þeir greiða fyrir alla þjón­ustu er föst upp­hæð. Hvor leiðin skyldi vera hag­kvæm­ari og ein­fald­ari fyrir neyt­and­ann?

Í upphafi árs 2020

Við á Kjarnanum göngum bjartsýn og einbeitt inn í nýtt ár og þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ólafur Örn Nielsen ráðinn aðstoðarforstjóri Opinna kerfa
Nýir fjárfestar komu að Opnum kerfum í fyrra og hana nú ráðið bæði nýjan forstjóra og aðstoðarforstjóra.
Kjarninn 21. janúar 2020
Auður ríkustu konu Afríku byggður á arðráni fátækrar þjóðar
Frá Angóla og víða um Afríku, Evrópu og Mið-Austurlönd, liggur flókið net fjárfestinga í bönkum, olíu, sementi, fjarskiptum, fjölmiðlum og demöntum. Ríkasta kona Afríku segist hafa byggt þetta ævintýralega viðskiptaveldi sitt upp á eigin verðleikum.
Kjarninn 21. janúar 2020
Kvikan
Kvikan
#Megxit, peningaþvætti, spilling og brot Seðlabankans
Kjarninn 21. janúar 2020
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir er formaður Viðreisnar. Hún er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins.
Mælt fyrir frumvarpi sem kúvendir fiskveiðistjórnunarkerfinu
Frumvarp þriggja stjórnarandstöðuflokka um eðlisbreytingu á því umhverfi sem sjávarútvegsfyrirtæki starfa í hérlendis, verður tekið til umræðu á þingi í dag samkvæmt fyrirliggjandi dagskrá.
Kjarninn 21. janúar 2020
Stuðningskonur leikskólanna
Kynjað verðmætamat og leikskólinn
Kjarninn 21. janúar 2020
Þröngar skorður í hálaunalandi
Á að fella gengið til að örva efnahagslífið? Er aukin sjálfvirkni að fara eyða störfum hraðar en almenningur átta sig á? Gylfi Zoega hagfræðiprófessor skrifaði ítarlega grein í Vísbendingu þar sem þessi mál eru til umræðu.
Kjarninn 20. janúar 2020
Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar.
Segir kominn tíma á stjórn án Sjálfstæðisflokks
Formaður Samfylkingarinnar segir tími til komin að hætta að láta Sjálfstæðisflokkinn velja sér dansfélaga og stjórna á eigin forsendum.
Kjarninn 20. janúar 2020
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna og forsætisráðherra.
Katrín: Kólnun en ekki skyndileg djúpfrysting
Heilbrigðismál, atvinnuleysi, kaupmáttur, náttúruöfl og innviðafjárfestingar eru meðal þess sem forsætisráðherra ræddi um í ræðu sinni við upphaf þings í dag.
Kjarninn 20. janúar 2020
Meira úr sama flokkiÁlit
None