Er nútíminn trunta?

Birna Gunnlaugsdóttir grunnskólakennari og formannsframbjóðandi í Kennararafélagi Reykjavíkur skrifar um samtímann og nám.

Auglýsing

Það eru tvær hliðar á hverjum pen­ingi

Sam­tími okkar er ógn­vekj­andi og sam­tími og okkar er fal­leg­ur, það fer eftir því hvernig við horfum á hann. Á síð­ustu 45 árum hafa meðal lífslíkur manns­ins auk­ist um a.m.k. 25 ár, sem er álíka hröð þróun og var frá stein­öld til þess tíma. Þrátt fyrir mikla mann­fjölgun hafa með­al­tekjur manna auk­ist og ólæsi minnkað frá því að eiga við um helm­ing mann­kyns til þess að fjórð­ungur manna er ólæs.

Lengri með­al­ævi manns­ins er almenn og fæð­ing­ar­tölur halda áfram að lækka.

Aft­ur­förin í sam­fé­lögum manna er að efna­hags­legur munur er meiri en um ald­ir, en ekki aðal­lega á milli þess sem eitt sinn var kallað þriðji heim­ur­inn og Vest­ur­landa, því þær línur hafa færst veru­lega til. Hlut­falls­lega fleiri ein­stak­lingar sitja engu að síður eftir í sam­fé­lagi vax­andi neyslu­getu.

Hætt er við að reiði sé fylgi­fiskur þess að vera ekki full­gildir þátt­tak­endur í efna­hags- og tækni­undr­inu. Sam­fé­lag manna er sömu­leiðis brot­hætt­ara en nokkurn tíma fyrr vegna örra og mik­illa sam­skipta heims­hluta. Það sem ger­ist á einum stað hefur áhrif víða um jarð­kringl­una, svo sem sjá má á útbreiðslu kór­ónu­veiru­far­ald­urs­ins og ekki síður afleið­ingum stríðs­ins í Úkra­ínu.

Mat­ar­venjur og menn­ing í fjar­lægum löndum kemur þeim víð­reistu ekki lengur á óvart, en jafn­framt glíma menn og menn­ing­ar­heildir enn við til­tölu­lega fast mót­aðar hug­myndir hvor um aðra. Þekk­ing­ar- og skiln­ings­leysi á aðstæðum ann­arra er útbreytt. Fólks­flutn­ingar fara vax­andi, bæði vegna stríða og nátt­úru­ham­fara og líka vegna þess að það vantar fólk til ólíkra starfa. Þörfin fyrir vinnu­afl getur verið í annarri heims­álfu en fyr­ir­tæk­ið, vegna alþjóða­væð­ingar hag­kerfa.

Ógnir

Umhverf­is­spjöll og mengun eiga sér veik­burða landa­mæri og ber þar hæst aukna losun kolefna­ríkra gróð­ur­húsa­loft­teg­unda, ofnýt­ingu trjáa og vax­andi notkun meng­andi efna við jarð­rækt og dýra­eldi. Meng­un­ar­slys á einum stað geta orðið til þess að íbúar fjar­lægra landa þurfa að bregð­ast við á heima­slóð­um, eins og gildir t.d. um mengun hafs­ins. Það sama á við um flest stríð og efna­hag­skreppa í einu ríki dreif­ist eins og kór­ónu­veira víða um lönd.

Auglýsing

Svo er komið í líf­tækni­iðn­að­inum að líf­færi má búa til með og auka má líf­fræði­lega hæfni ein­stak­ling­anna með ýmsum hætti. Ein­angrun stofn­fruma og með­ferð er dag­legur veru­leiki á rann­sókn­ar­stofum víða um heimi. Spurn­ingin er þó hverjir munu njóta góðs af. Er ávinn­ing­ur­inn aðeins mögu­legur fyrir allra efn­uð­ustu ein­stak­ling­ana? Hraði nýj­unga í tækni eykst og hægt er að kaupa öfl­uga tölvu­tækni fyrir sífellt lægra verð. Gervi­greind í hug­bún­aði stendur framar hugsun manns­ins á vissan hátt, því gagna­magn og vinnslu­hrað­inn er meiri en manns­heil­ans.

Reiði

Í mörgu ofan­greindu er falin hætta, sem er ekki ósvipuð ógn­inni sem hefur stafað af kjarn­orku og kjarn­orku­vopnum í 77 ár. Því miður eru meiri líkur á slysi nú en þá og ekki síður virð­ast mögu­leiki á að reiðir ein­stak­lingar ýti á takk­ann. Mis­tök við vinnslu í tölvu­tækni, sem er öfl­ugri en manns­heil­inn, og ýmis konar efna- og orku­iðn­aður að kjarn­orku með­tal­inni, geta verið afdrifa­rík. Í því til­liti má horfa til fjölg­unar til­efn­is­lausra skotárása á almennra borg­ara og árásir hryðju­verka­sam­taka. Fyrstu tvær kjarn­orku­spreng­ing­arnar sem voru í Hiros­hima og Naga­saki voru von­andi þær einu. Engu að síður ráða að lág­marki níu rík­is­stjórnir yfir kjarn­orku­vopnum árið 2022 og eru vopnin öfl­ugri en nokkurn tíma áður.

Mönnum hefur tek­ist að koma í veg fyrir frek­ari morð og hörm­ungar af völdum kjarn­orku­vopna, bæði fyrir frum­kvæði ein­stak­linga og sam­taka­máttar margra.

Tveir eðl­is­fræð­ingar voru þar í fremstu röð, Jos­eph Rot­blat (1908-2005), nóbels­verð­launa­hafi og bar­áttu­maður gegn kjarn­orku­vopnum og Albert Ein­stein (1879-1955), höf­undur afstæð­is­kenn­ing­ar­innar og áhrifa­mesti eðl­is­fræð­ingur 20. ald­ar­inn­ar. Þeir voru Pól­verji og Þjóð­verji. Fjöl­þjóð­legur samn­ingur um að hefta útbreiðslu kjarn­orku­vopna frekar en orðið var, var und­ir­rit­aður að fimm helstu stór­veldum jarðar árið 1968. Síðan hafa fjöl­mörg alþjóð­leg sam­tök, sem berj­ast gegn algerri afvopnum kjarn­orku­vopna, bæst við.

Hnatt­væð­ingin er tví­eggjað sverð

Þetta getur verið síð­asta öldin okkar og þetta getur orðið stór­kost­leg öld. Hafa núver­andi fjöl­þjóð­legar stofn­anir getu til að taka á afar erf­iðum mál­efnum sam­tím­ans? Ráða Sam­ein­uðu þjóð­irn­ar, Alþjóða­bank­inn, Alþjóða­gjald­eyr­is­sjóð­ur­inn, G9-hópur níu helstu iðn­ríkja heims, Atlands­hafs­banda­lagið og Alþjóða­við­skipta­stofn­unin við það verk­efni? Eða eru þær stofn­an­ir, sem eru ein­göngu byggðar út frá vest­rænum hags­mun­um, gildum og stjórn­málum fremur en að end­ur­spegla alþjóða­væð­ingu mann­legrar til­veru? Til­veru, sem verður sífellt flókn­ari.

Það er von­andi óþarfi að örvænta. Við getum til dæmis horft til árs­ins 1993 og sig­urs yfir aðskiln­að­ar­stef­unni í Suð­ur­-Afr­íku, sem margir töldu von­laus­an. Hann varð þegar saman komu hæfleikar leið­tog­ans Nel­sons Mand­ela (1918-2013) og sam­taka­máttur fólks, innan lands sem og á heims­vísu. Fjöl­mörg frið­ar­sam­tök eru til í henni ver­öld og nátt­úr­vernd­ar- og umhverf­is­sam­tök sömu­leið­is. Auð­velt er að skipu­leggja fjöl­þjóð­leg sam­stöðu um ýmis mál­efni.

Sam­fé­lags­miðlar

Snjall­símar hafa nú meiri vinnslu­hraða og minni en öfl­ug­ustu tölvur fyrir um þrjá­tíu árum síð­an. Þessar nýj­ungar breyttu sam­skipta­háttum manna og auka upp­lýs­inga­flæði, flæði frétta­miðl­un­ar, þekk­ingar sem og popp­menn­ing­ar. Það er til góðs og það getur verið til ills. Sá veldur er á held­ur. Kunna menn að fara með verk­færið og eru læsir í víðum skiln­ingi þess orðs, eða er ein­falt mynd­mál árang­urs­rík­ast, eins og í bókum fyrir yngstu börn­in?

Hörmu­legt stríð geisar nú í Úkra­ínu og það er nálægt okk­ur. Annað stríð hefur geisað í Sýr­landi í ell­efu ár, en helstu fréttir af því í hinum vest­ræna heimi voru vegna ljós­myndar af drukkn­uðu barni á strönd. Ljós­myndar sem höfð­aði til mynda­smiðs­ins, því þetta hefði getað verið hans eigin barn, en for­eldrar barns­ins voru ekki sátt við mynd­birt­ing­una.

Kyn­slóða­bil í hugsun og hegðun hefur þekkst á öllum tím­um, en mis­jafn­lega mik­ið. Í nútím­an­um, tíma breyt­inga sem eru hrað­ari en þorri mann­kyns fylgist með, eykst þetta bil hrað­fara og því hraðar ef ekki er vel af gáð. Við megum varla nokkurn tíma missa.

Ungt fólk í sam­tím­anum hefur alist upp í tækni­ver­öld og öfl­ugri fjöl­miðlun dæg­ur­menn­ing­ar, þekk­ingar og þekk­ing­ar­leys­is. Þau þekkja reyndar ekki annað en hraða þess tíma sem við lifum á. Hann er hluti af veru­leika þeirra og því okkar þeirra full­orðnu um leið. Fyrir for­ráða­menn ung­menna og kenn­ara getur því hik í eigin símenntun verði nán­ast það sama og að tapa for­ystu­hlut­verk­inu.

Það er alltaf von

Ung­mennin vita oft­ast meira en við höld­um, og reyndar oft­ast meira en þau sjálf halda. Hvernig búum við unga fólkið sem best undir jarð­lífið öðru­vísi en með því að reyna að fylgj­ast með nýj­ungum sjálf? Hægt er að telja upp það sem heims­borg­ar­inn þarf helst að til­einka sér við fyrstu sýn, s.s. tækni- og vís­inda­þekk­ingu, að nokkru leyti í tengslum við nýsköpun og því skap­andi hugs­un. Góð tök á a.m.k. tveimur tungu­mál­um, en góð kunn­átta í móð­ur­mál­inu er reyndar for­senda ann­ars tungu­mála­náms. Menn­ing­ar­læs viljum við vera, hafa þekk­ingu á helstu stofn­unum sam­fé­lags­ins og ákvarð­ana­tök­um. Þekkja heims­þorp­ið, ef það þá stendur undir nafni. Þekk­ingu í hag­fræði þarf að vera til stað­ar, á eigin fjár­mál­um, umhverf­is­vernd og loks starfstengda þekk­ingu og færni.

Fólk þarf líka að vera sam­skipta­hæft, sjálf­stætt, geta starfað í teymi, verið gagn­rýnið og valið sér nám- og starf við hæfi. Enn fremur þarf að gefa svig­rúm til að fræð­ast um það óvænta hvort heldur það eru staf­rænt ofbeldi, kyn­rænt sjálf­stæði, eit­ur­lyf, ein­elti, kyn­þátta­for­dómar eða kyn­líf. Og heil­brigður lífs­stíll er nauð­syn. Segjum þetta gott í bili. Höfum samt líka í huga hvað er gott að kenna í ljósi fjöl­greind­ar­kenn­ingar Howards Gar­dner og að skap­andi hugs­un, sem vinstra heila­hverlið hýs­ir, hefur örvandi áhrif á rök­hugsun hægra heila­hvelis­ins. List-, verk og skap­andi náms­greinar eru því ekki síður nauð­syn­leg­ar.

Hver ætli sé svo heppi­leg­asta umgjörðin um þetta nám? - Það mætti ætla að „nú­tím­inn sé trunta, með tóman graut­ar­haus, hjartað sé hrímað og heil­inn gangi laus“, eins og segir í söng­texta Egils Ólafs­sonar frá því fyrir hátt í hálfri öld síð­an. Er text­inn e.t.v. orð­inn of gam­all til að eiga enn þá við? Ég held það, því sem mann­kyn virð­umst við alltaf finna nýjar og upp­byggi­legar leið­ir.

Höf­undur er grunn­skóla­kenn­ari og fram­bjóð­andi til for­mennsku í Kenn­ara­fé­lagi Reykja­vík­ur.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar