Er það réttarmorð að dæma bankamenn í fangelsi?

365
Auglýsing

Leið­ari Krist­ínar Þor­steins­dótt­ur, aðal­rit­stjóra 365 miðla, í páska­út­gáfu blaðs­ins vakti tölu­verða athygli. Þar fjall­aði Kristín um Aur­um-­málið svo­kall­aða og sagði nauð­syn­legt að upp­lýsa hvort sér­stakur sak­sókn­ari hafi logið þegar hann sagð­ist ekki hafa vitað um tengsl Sverris Ólafs­son­ar, eins dóm­ara máls­ins, og Ólafs Ólafs­son­ar, sem var dæmdur í fjög­urra og hálfs árs fang­elsi í Al Than­i-­mál­inu svo­kall­aða. Leiðar­ann end­aði hún með þeim orðum að þetta megi ekki „vera enda­hnútur þessa máls. Nú taka fjöl­miðl­arnir við“.

Loka­orðin þóttu áhuga­verð, sér­stak­lega í ljósi þess að ómerk­ing­ar­krafa sér­staks sak­sókn­ara í Aur­um-­mál­inu á grund­velli ofan­greindra vensla verður tekin fyrir í Hæsta­rétti í næstu viku. Einn sak­born­inga í mál­inu er Jón Ásgeir Jóhann­es­son, eig­in­maður Ingi­bjargar Pálma­dóttur stærsta eig­anda 365 miðla, og náinnar vin­konu Krist­ín­ar. Þeir sem til þekkja vita líka að Jón Ásgeir ræður því sem hann vill ráða innan 365 miðla.

Í gær birt­ist síðan for­síðu­frétt í Frétta­blað­inu þar sem fjallað er um grein sem Ingi­björg Krist­jáns­dótt­ir, eig­in­kona Ólafs Ólafs­sonar segir að eig­in­maður hennar hafi verið dæmdur í fang­elsi á grund­velli mis­skiln­ings. Í frétt Frétta­blaðs­ins er hinn ætl­aði mis­skiln­ingur ekk­ert skoð­að­ur, ekk­ert vitnað í Hæsta­rétt­ar­dóm­inn eða sú full­yrð­ing hennar krufin að bæði ákæru­valdið og hér­aðs­dómur hafi þegar áttað sig á því ekki var verið að ræða um „Óla“ henn­ar. Ein­ungis var sagt frá túlkun Ingi­bjargar á mál­inu og rætt við lög­mann Ólafs. Sak­sókn­ari máls­ins benti skömmu síðar á það í öðrum fjöl­miðlum að það væri mis­skiln­ingur að um mis­skiln­ing væri að ræða.

Auglýsing

Í bak­her­berg­inu hefur verið rifjað upp að áður en Kristín var gerð að útgef­anda, og síðar að aðal­rit­stjóra 365 miðla, sat hún í stjórn fyr­ir­tæk­is­ins og skrif­aði endrum og sinnum greinar í Frétta­blað­ið. Tvær þeirra vöktu mikla athygli. Sú fyrri var skrifuð í febr­úar 2012 og fjall­aði um meintar ofsóknir sér­staks sak­sókn­ara á hendur banka­mönn­um. Þar sagði m.a.: „Drögum úr lög­reglu­rann­sókn­ar- og dóm­stóla­þrasi, sem er allt að drepa úr heift og leið­ind­um. Verjum kröft­unum þess í stað í að átta okkur á hvað fór úrskeiðis í raun og veru og fáum til þess fólk sem er sér­hæft í að kryfja sam­fé­lagið og mann­lega hegð­un. Vinna sak­sókn­ar­ans getur orðið hluti af þessu verk­efni. Það getur ekki verið að allt í einu hafi fjöldi glæpa­manna á Íslandi marg­fald­ast og lausnin felist í að dæma sem flesta til tugt­hús­vist­ar.“

Hún skrif­aði síðar aðra grein sem birt­ist 3. jan­úar 2013 um sömu mál. Þar sagði Kristín að sér sýnd­ist sem bæta ætti fyrir ósómann sem átt hefði sér stað fyrir hrun „með því að ákæra sem flesta og setja þá bak við lás og slá. Engin ástæða er til þess að ætla að góðir sak­sókn­arar verði hristir fram úr erminni frekar en góðir banka­menn. Það á örugg­lega eftir að koma í ljós – von­andi áður en of mörg rétt­ar­morð verða fram­in.“

Í bak­her­berg­inu eru margir hugsi yfir þessu, sér­stak­lega þegar greinar Krist­ínar eru settar í sam­hengi við áherslur Frétta­blaðs­ins und­an­farna daga. Sú yfir­lýs­ing Krist­ín­ar, sem rit­stýrir stærsta fjöl­miðla­fyr­ir­tækis lands­ins í einka­eigu, um að „nú taka fjöl­mið­arnir við“, og margir túlka á þann veg að miðlar undir hennar stjórn muni nú leggja áherslu á að halda uppi mál­stað þeirra sem emb­ætti sér­staks sak­sókn­ara er að sak­sækja og dóm­stólar hafa þegar dæmt, er mjög baga­leg fyrir margt það stór­góða fólk sem starfar að heil­indum á frétta­stofu 365. Það þarf, og hefur lengi þurft, að ósekju að sitja stans­laust og rang­lega undir ásök­unum um að ganga erinda Jóns Ásgeirs Jóhann­es­son­ar, sem sjálfur er and­lag margra frétta vegna rann­sókna á hendur hon­um.

Í bak­her­berg­inu eru menn þeirrar skoð­unar að eitt eigi yfir alla að ganga, brjóti þeir lög. Það sé vissu­lega alltaf harm­leikur þegar menn eru dæmdir í fang­elsi, óháð því hvort þeir klæð­ist jakka­fötum eða hettu­peys­um. Margir þeirra sem þurfa að sitja inni eru ósáttir við dóma sína og allir eiga þeir fjöl­skyld­ur. Kom­ist rétt­ar­kerfið hins vegar að því að þeir hafi brotið lög þá hljóta þeir refs­ingu sem þeir verða að una, sama hversu mikið þeir eiga af pen­ing­um.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiBakherbergið
None