Tillaga Sigmundar Davíðs um tillögu Guðjóns Samúelssonar

Hjörleifur Stefánsson
gu--jon.jpg
Auglýsing

Jónas frá Hriflu segir að Guð­jón Sam­ú­els­son hafi gert til­lögu að við­bygg­ingu við Alþing­is­húsið árið 1916 sem átti að hýsa Háskóla Íslands. Í bók sinni um ævi­starf Guð­jóns birti hann teikn­ingu að stóru húsi sem virð­ist hafa átt að standa sunnan og vestan við Alþing­is­hús­ið. Ekki kemur bein­línis fram af teikn­ing­unni að hér hafi verið um við­bygg­ingu við sjálft Alþing­is­húsið að ræða, þó það kunni vel að hafa verið ætl­un­in. Teikn­ingin sýnir hús sem er bæði stærra að grunn­fleti og hærra en Alþing­is­hús­ið, en með svipað þak­form. Norður úr því gengur lægri bygg­ing með flötu þaki og teng­ist hún öðru húsi sem er jafn­hátt Alþing­is­hús­in­u. Ekki kemur fram hvort sú bygg­ing teng­ist Alþing­is­hús­inu, en af frá­sögn Jónasar liggur nærri að ætla að svo hafi átt að vera.

Á teikn­ing­unni sést aðeins lít­ill hluti Alþing­is­húss­ins. Það var byggt eftir teikn­ingu danska arki­tekts­ins Ferdin­and Meldals árið 1881. Teikn­ingin sýnir að húsið er úr grjóti og með stein­skífum á þak­inu og við­bygg­ing­in, kringlan, sem byggð var 1909 eftir teikn­ingum danska arki­tekts­ins Fred­rik Kjör­boe, er einnig úr höggnu grjóti en með kop­ar­þynnum á þak­inu.

Miðað við önnur þau hús sem Guð­jón teikn­aði um svipað leyti virð­ist nokkuð aug­ljóst að hann gerir ráð fyrir því að við­bygg­ingin verði úr stein­steypu en báru­járn verði á þak­inu. Múr­húð jarð­hæð­ar­innar er mótuð til að líkja á ein­faldan hátt eftir hús­vegg sem hlað­inn er úr grjóti. Útlit bygg­ing­anna er í anda klass­ískrar bygg­ing­ar­listar með róm­an­tísku ívafi eins og flestar þær bygg­ingar sem Guð­jón teikn­aði á fyrsta skeiði starfsævi sinn­ar. Teikn­ing­una gerði Guð­jón áður en íslensk þjóð­ern­is­hyggja tók að móta bygg­ingar hans.

Auglýsing

Eftir bæj­ar­brun­ann í Reykja­vík 1914 teikn­aði Guð­jón stór­hýsi Nathans og Olsens á horni Aust­ur­strætis og Póst­hús­strætis sem byggt var 1917. Húsið fellur að danskri þjóð­legri róm­an­tík þessa tíma og sver sig að ýmsu leyti í ætt við þekktar bygg­ingar finnska arki­tekts­ins Eliel Saar­inen sem var frum­kvöð­ull í þjóð­legri finnskri róm­an­tík í bygg­ing­ar­list með jugendívafi. Skömmu síðar teikn­aði Guð­jón end­ur­bygg­ingu og stækkun Lands­bank­ans við Aust­ur­stræti sem brann árið 1914.  Upp­haf­lega húsið var hlaðið úr höggnu grá­grýti en við­bygg­ing og stækkun Guð­jóns var gerð úr stein­steypu, en mótuð þannig að ekki sáust skil milli þess upp­haf­lega og stækk­un­ar­inn­ar.

Landsbankahúsið í Austurstræti. Lands­banka­húsið í Aust­ur­stræt­i.

Upp úr þessu breytt­ust við­fangs­efni Guð­jóns og hann tók að glíma við form og hefðir íslenska bursta­bæj­ar­ins sem hann vildi yfir­færa og móta í þeim nýju húsum sem honum var falið að teikna. Um tveimur ára­tugum seinna voru þær til­raunir að baki og eftir það mót­aði hann hús sín að miklu leyti í anda módern­isma en þó með ívafi af klass­ískum til­vís­unum og þjóð­ern­is­róm­an­tískum hug­mynd­um.

Bygg­ing­ar­list Guð­jóns, eins og flestra ef ekki allra arki­tekta, þró­að­ist sem sagt á starfsævi hans og end­ur­spegl­aði sam­fé­lagið á hverjum tíma. Bygg­ing­ar­tækni fleygði fram, ný bygg­ing­ar­efni komu til sög­unnar og sam­fé­lags­þarfir sem köll­uðu á ný hús voru síbreyti­leg­ar.

Til­laga um að leggja umrædda teikn­ingu Guð­jóns til grund­vallar sam­keppni milli arki­tekta um við­bygg­ingu við Alþing­is­húsið er ekki góð ef taka á hana bók­staf­lega. Engum væri greiði gerður með því að reyna að hrinda hug­mynd­inni í fram­kvæmd.

Teikn­ing Guð­jóns end­ur­speglar tíð­ar­anda í byrjun 20. aldar og kann að hafa verið góð hug­mynd sem þó kom ekki til fram­kvæmda. Ekki er frá­leitt að ætla að ef Guð­jón hefði gert aðra til­lögu um tíu árum seinna, þá hefði hann reynt að móta við­bygg­ingu í formi bursta­bæjar og enn tíu árum seinna hefði hann ef til vill gert teikn­ingu af húsi sem bar keim af módern­isma en þó með klass­ískum mónúm­ental­isma í anda Sund­hallar Reykja­vík­ur.

Í umræðu sem átt hefur sér stað um hug­mynd for­sæt­is­ráð­herra und­an­farna daga hefur verið vísað til þess að for­dæmi séu um að gömul hús í miðbæ Reykja­víkur hafi verið end­ur­reist með góðum árangri og bent hefur verið á end­ur­bygg­ingu húsa við Aðal­stræti og á horni Lækj­ar­götu og Aust­ur­stræti í því sam­hengi.

­Til­laga um að leggja umrædda teikn­ingu Guð­jóns til grund­vallar sam­keppni milli arki­tekta um við­bygg­ingu við Alþing­is­húsið er ekki góð ef taka á hana bók­staf­lega. Engum væri greiði gerður með því að reyna að hrinda hug­mynd­inni í framkvæmd.

 

Þarna er um alvar­legan rugl­ing eða mis­skiln­ing að ræða. Hér er vísað í dæmi þar sem gömul hús sem ýmist hafa verið van­rækt í langan tíma eða skemmst í bruna eru end­ur­byggð til þess að glata ekki sögu­legum þáttum í umhverfi borg­ar­inn­ar. Nú til dags er flestum ljóst að sögu­leg vídd byggð­ar­innar í mið­borg­inni er mik­il­væg­asti eig­in­leiki henn­ar. Hvert gam­alt hús sem hverfur af sjón­ar­svið­inu rýrir umhverfið og jafn­vel þótt vel tak­ist til um bygg­ingu nýs húss í stað gam­als, þá er eft­ir­sjá af því. Nýtt hús öðl­ast auð­vitað sögu­lega vídd eftir því sem tímar líða en nær aldrei sömu dýpt og húsið sem hvarf hefði haft. Hefð er fyrir því að gömul hús séu end­ur­bætt og stækkuð þegar aðstæður leyfa og þannig getur gamla byggðin aðlag­ast nýjum þörfum en haldið sögu­legu gildi sínu. Bruna­skemmdir og tíma­bundin van­ræksla gam­alla húsa eiga alls ekki að geta rétt­lætt nið­ur­rif þeirra.

Til­laga Guð­jóns er auð­vitað af allt öðrum toga. Hún var aðeins hug­mynd sem aldrei varð að veru­leika. Hún hefur þannig ekk­ert umhverf­is­legt gildi. Slíkt hús, ef byggt yrði nú, myndi villa um fyrir fólki. Þeir sem ekki þekktu til bak­grunns­ins myndu vafa­lítið ætla að þetta væri hús frá upp­hafi 20. aldar sem það svo sann­ar­lega væri ekki. Jafn­vel þótt for­sæt­is­ráð­herra segði: „Við erum ekki að villa um fyrir fólki. Við ætlum bara að byggja eftir teikn­ingu frá 1916 og þess vegna erum við ekki að falsa neitt“ þá yrði útkoman engu að síður hið gagn­stæða. Orð hans myndu ná eyrum fárra og gleym­ast fljótt en bygg­ing­arnar myndu segja sína sögu og leiða menn á villi­göt­ur.

Vert er að vekja athygli á því að tvær við­bygg­ingar hafa þegar verið reistar við Alþing­is­hús­ið. Kringlan sem reist var 1909 hefur þegar verið nefnd. Árið 1986 var efnt til sam­keppni um nýbygg­ingu fyrir skrif­stofur Alþing­is. Þá voru menn þeirrar skoð­unar að ekki væri við hæfi að byggja bein­línis við Alþing­is­hús­ið. Sú til­laga sem fékk fyrstu verð­laun gerði ráð fyrir því að húsa­röðin við Kirkju­stræti, vestan við Alþing­is­húsið yrði rifin og þar risi stórt, nýtt hús sem tengd­ist Alþing­is­hús­inu neð­an­jarð­ar­. Um þessar mundir voru við­horft til gömlu byggð­ar­innar í mið­bænum að breyt­ast og þessi til­laga kom því aldrei til fram­kvæmda. Í stað­inn voru gömlu húsin gerð upp og tekin í notkun sem skrif­stofur fyrir Alþingi.

Arki­tekt­unum sem unnu sam­keppn­ina 1986 var síðar falið að teikna miklu minna hús, svo­kall­aðan þjón­ustu­skála, sem við­bygg­ingu við Alþing­is­húsið og var hann tek­inn í notkun árið 2002. Um er að ræða nútíma­lega, vand­aða bygg­ingu, sem sýnir Alþing­is­hús­inu fulla virð­ingu og fellur áæt­lega að henni.

Við­bygg­ingar Alþing­is­húss­ins eru báðar með ágæt­um, hvor með sínum hætti og end­ur­spegla hvor sinn tíð­ar­anda.

Umræðan um til­lögu for­sæt­is­ráð­herra um til­lögu Guð­jóns frá 1916 gæti hins vegar orðið til þess að leiða athygl­ina að því hve mik­il­væg bygg­ing Alþing­is­húsið er og að tákn­rænt gildi þess er meira en flestra ann­arra húsa borg­ar­inn­ar.

Við eigum að ljúka upp­bygg­ingu á Alþing­is­reitnum í sam­ræmi við mik­il­vægi stað­ar­ins. Þær bygg­ingar sem þarna rísa þurfa að falla að sögu­legu mik­il­vægi stað­ar­ins og sam­hengi byggð­ar­innar sem fyrir er.  Ný hús þurfa að lúta ásýnd byggð­ar­innar sem fyrir er á svæð­inu og bæta jafn­framt við hana í anda okkar tíma án þess að sýna sögu­legu yfir­bragði stað­ar­ins hroka eða yfir­gang.

Höf­undur er arki­tekt. 

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sonja Ýr Þorbergsdóttir
Lengd vinnuvikunnar er ekki náttúrulögmál
Kjarninn 29. september 2022
Orri Páll Jóhannsson, þingflokksformaður Vinstri grænna.
Óeðlilegt að formaður starfshóps um stöðu orkumála tali fyrir öfgafyllstu sviðsmyndinni
Þingflokksformaður Vinstri grænna segir að það geti ekki talist eðlilegt að formaður grænbókarnefndarinnar tali fyrir öfgafyllstu sviðsmyndinni úr skýrslunni. Og starfi nú fyrir fyrirtæki sem hyggja á vindvirkjanir á Vesturlandi.
Kjarninn 29. september 2022
Guðlaugur Þór Þórðarson er ráðherra loftslagsmála.
Ekki enn ljóst hvort 800 milljónirnar dekki Kýótó-uppgjörið
Í fjárlagafrumvarpinu er gert ráð fyrir 800 milljóna útgjöldum vegna uppgjörs Kýótó-bókunarinnar, sem talað hefur verið töluvert um síðustu misseri. Ekki liggur þó enn fyrir hvaða losunareiningar verða keyptar, eða hvað það mun á endanum kosta ríkissjóð.
Kjarninn 29. september 2022
Fylgi Framsóknarflokksins hreyfist um fjögur prósent á milli mánaða í nýjustu mælingu Maskínu.
Fylgi Framsóknar dregst saman um fjögur prósentustig á milli mánaða
Samkvæmt nýjustu könnun Maskínu nartar Samfylkingin nú í hæla Framsóknar hvað fylgi á landsvísu varðar. Píratar dala ögn en Viðreisn og Vinstri græn mælast með meira fylgi en í ágústmánuði.
Kjarninn 29. september 2022
Freyja Vilborg Þórarinsdóttir
Fjárhagslegur ávinningur af fjárfestingum í jafnrétti
Kjarninn 29. september 2022
Engin starfsemi hefur verið í kísilverinu í Helguvík í fimm ár.
Ekkert fast í hendi en „samtalið er enn í gangi“
Viðræður Arion banka og PCC um möguleg kaup á kísilverksmiðjunni í Helguvík hafa nú staðið í rúmlega átta mánuði. „Samtalið er enn í gangi og ekki ljóst hvenær eða hvernig það endar,“ segir forstöðumaður samskiptasviðs bankans.
Kjarninn 29. september 2022
Gríðarlegt uppstreymi í Eystrasalti yfir einu gati á gasleiðslunni.
Hafa uppgötvað fjórða lekann í Eystrasalti
Gasleiðslurnar Nord Stream 1 og 2 í Eystrasalti leka á fjórum stöðum. Fjórði lekinn uppgötvaðist á þriðjudag en sænska strandgæslan staðfesti tilvist hans í morgun.
Kjarninn 29. september 2022
Fyrir stóran hluta íslenskra heimila er húsnæðislánið stærsti einstaki útgjaldaliðurinn í hverjum mánuði. Lágt vaxtastig kom heimilunum til góða, en sendi húsnæðisverðið á sama tíma í hæstu hæðir. Senn breytist greiðslubyrði fjölmargra heimila.
„Nýja snjóhengjan“: Hundruð milljarða skuldir færast senn af sögulega lágum vöxtum
Margir íslenskir lántakendur nýttu sér fordæmalausar vaxtalækkanir Seðlabankans í faraldrinum til að taka óverðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum. Stóraukin greiðslubyrði bíður þeirra, að öllu óbreyttu.
Kjarninn 28. september 2022
Meira úr sama flokkiÁlit
None