Haftalausa tímabilið var rosalegt síðast - er hægt að fleyta krónunni?

Auglýsing

Fátt er meira hamlandi fyrir frjáls við­skipti en fjár­magns­höft í alþjóða­væddum við­skipta­heimi. Frá því Ísland varð full­valda ríki árið 1918 hefur Ísland búið við fjár­magns­höft, lengst af mjög ströng. Utan sjö ára tíma­bils, frá 2001 og fram í nóv­em­ber 2008.

Það þarf ekki að hafa mörg orð um hvernig það gekk, að halda krón­unni á floti þá, í ljósi sögu­legra atburða, en samt er ekki hægt að skauta fram­hjá því sem gekk á. Árið 2001 var krónan sett á flott, og stýrð­ist gengi krón­unnar alfarið af frjálsum fjár­magns­hreyf­ingum í alþjóð­legum við­skiptum fram í nóv­em­ber 2008. Allt tíma­bil­ið, fyrir utan skamman tíma árið 2004, var verð­bólga langtum hærri en 2,5 pró­sent verð­bólgu­mark­mið, og eigna­verð í hag­kerf­inu rauk upp með for­dæma­lausum hraða.

Ekki eitt heldur alltStjórn­völd ákváðu að einka­væða fjár­mála­kerfið á árunum 2002 og 2003, ofan í það að vera með krón­una nýfljót­andi um alþjóð­lega fjár­magns­mark­aði. Í ofaná­lag var svo ákveðið að ráð­ast í bygg­ingu Kára­hnjúka­virkj­un­ar, lang­sam­lega umfangs­mestu fram­kvæmd Íslands­sög­unnar sem fjár­mögnuð var með erlendu lánsfé með rík­is­á­byrgð að öllu leyti.

Allt gerð­ist þetta á átján til 24 mán­aða tíma­bili, á árunum 2001 til og með 2003.

Auglýsing

Svo má ekki gleyma einu: Að baki einka­væð­ingu fjár­mála­kerf­is­ins alls lá póli­tísk hvatn­ing um mikla og hraða útþenslu inn á erlenda mark­aði. Stjórn­völd marg­ít­rek­uðu mik­il­vægi þess að halda útþensl­unni áfram, þegar bólu­ein­kennin voru farin að mynd­ast og blasa við erlendum fræði­mönn­um, og nokkrum gagn­rýn­is­röddum hér á landi, en alltaf var passað upp á að þagga niður í þeim eða bara bein­línis hundsa þær.

Á með­an, út í hinum stóra heimi, voru seðla­bankar heims­ins, einkum sá banda­ríski, að dæla ókeypis fjár­magni út á mark­aði, eftir árás­ina á tví­bura­t­urn­anna  í sept­em­ber 2001, með það að mark­miði að örva heims­bú­skap­inn eftir tíma­bundna nið­ur­sveiflu (Kann­ast ein­hver við þær aðstæður núna? Getur verið að sam­bæri­leg staða sé upp­i­?).

Björgun af strand­staðNúna stendur Íslandi frammi fyrir því að greiða úr þeim miklu erf­ið­leikum sem blöstu við þegar floti krón­unnar lauk síð­ast. Þá þurftu stjórn­mála­menn að beita neyð­ar­rétti til að vernda efna­hags­legt sjálf­stæði lands­ins, end­ur­reisa banka­kerfi sem hrundi allt til grunna á þremur dögum og síðan að lög­festa ströng fjár­magns­höft, í sam­ráði við Alþjóða­gjald­eyr­is­sjóð­inn.

Stjórn­mála­menn, sem tala fyrir nauð­syn þess að vinna að losun hafta með leynd undir þeirra stjórn, verða að horfa í eigin barm og spyrja sig að því, hvort þeim sé treystandi eftir það sem undan er geng­ið. Er það svo?

Þeir skulda líka almenn­ingi betri rök­semdir en hafa komið fram til þessa, um hvort sé hægt að halda út í sjálf­stæðri pen­inga­stefnu með íslensku krón­una, án hafta­bú­skapar og til­heyr­andi frels­is­skerð­ingu og sam­keppn­is­hömlun sem honum fylg­ir. Ef mið er tekið af sög­unni þá er svarið nei, það er ekki hægt.

Það er hægt að losa um höft, bless­un­ar­lega, en stjórn­mála­menn verða að skýra það út fyrir almenn­ingi, helst með ítar­legum hætti, hvernig þeir ætla að leggja lín­urnar fyrir okkur til fram­tíðar í þessum efn­um. Er verið að fara afnema fjár­magns­höftin eða er verið að fara rýmka þau aðeins? Það skiptir máli að það sé rætt um þessi mál með réttum orð­um. Afnám er ekki það sama og rýmkun eða los­un. Höft eru hins vegar alltaf höft.

Gengið ekki stillt af fyrir útgerð­ina til lengdarAl­þjóða­væð­ingin ristir dýpra nú en fyrir nokkrum ára­tug­um, þegar fjár­magns­höft þóttu svo til sjálf­sagður hlut­ur. Í dag er þetta veru­leiki sem þekk­ist nán­ast hvergi, og það er ekk­ert sjálf­sagt mál að almenn­ingur á Íslandi muni sam­þykkja það að stilla gengið af við hags­muni útgerð­ar­innar til lengd­ar.

Hvernig ætla stjórn­mála­menn að leysa þetta? Þeir skulda almenn­ingi betri skýr­ingar á því hvernig hlut­irnir eiga að virka, og hvernig stendur raun­veru­lega til að gera hlut­ina. Eng­inn færði stjórn­mála­mönnum umboð til þess að sitja í reyk­fylltum bak­her­bergum og makka um grund­vall­ar­breyt­ingar á fjár­mála­merk­finu og fjár­magns­bú­skapn­um. Það tókst ekki vel síð­ast.

Þá mistókst stjórn­mála­mönnum og seðla­bank­anum gjör­sam­lega að við­halda stöð­ug­leika þegar krónan var án hafta, á minnsta mynt­svæði heims­ins. Af hverju ætti þetta að ganga betur núna? Eru stjórn­mála­menn að fara afnema fjár­magns­höftin sem þeir komu á með lögum eða ekki?

Þetta hljóma kannski ein­feldn­ings­legar spurn­ing­ar, en þær eru samt aðkallandi. Vegna þess að afleið­ing­arnar eru ófyr­ir­séðar og geta orðið bæði góðar og eða slæmar, og það er mik­il­vægt að stjórn­mála­menn ­leggi spilin á borðið og segi hvert sé stefnt, hvert planið sé.

 

 

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiLeiðari
None