dagbl...nota_.jpg
Auglýsing

Í Kjarn­anum í dag er sagt frá því að heild­ar­kostn­aður við urðun á dag­blaða- og tíma­rita­pappír á höf­uð­borg­ar­svæð­inu er 40 til 45 millj­ónir króna á ári. Þetta er kostn­aður sem lendir á SORPU þrátt fyrir blát­unnu, grennd­ar­gáma og end­ur­vinnslu­stöðv­ar. Hann lendir beint á skatt­greið­endum á höf­uð­borg­ar­svæð­inu sem eiga og reka SORPU. Sveita­fé­lögin nið­ur­greiða því útgáfu dag­blaða og tíma­rita um þessa upp­hæð á ári hverju.

almennt_20_03_2014

Uppi­stað­an=frí­blöð

Auglýsing

Uppi­staðan í papp­írs­rusl­inu sem þarf að urða eru frí­blöð. Um það er eng­inn vafi. Vegna þessa kostn­aðar greiða skatt­greið­endur því óbeint, og án vals, nokk­urs konar áskrift að þessum blöð­um. Þeir borga fyrir að fá þau í póst­kass­ann á hverjum morgni þótt þeir hafi ekki beðið um það.

Frétta­blað­inu, langstærsta frí­blaði lands­ins, er dreift í 90 þús­und ein­tökum sex daga vik­unn­ar. Í krafti þess­arar miklu útbreiðslu er blaðið með yfir­burð­ar­stöðu á aug­lýs­inga­mark­aði. Það má vel færa rök fyrir því að hið opin­bera sé að nið­ur­greiða útgáfu blaðs­ins til að stuðla að þess­ari sterku stöðu. Með öðrum orðum er tug­millj­óna kostn­aði sem hlýst af dreif­ingu blaðs sem fólk hefur ekki val um hvort það fær árlega velt yfir á almenn­ing með vit­und og vilja hins opin­bera.

Það er full­kom­lega eðli­legt, út frá mörgum mis­mun­andi sjón­ar­horn­um, að velta því fyrir sér hvort þetta sé í lagi. Út frá sam­keppn­is­legu sjón­ar­horni verður að telj­ast að nið­ur­greiðsla á einum einka­fjöl­miðli, ein­vörð­ungu vegna þess, og þrátt fyrir að, af honum hlýst umhverf­is­legur skaði, sé í besta falli fárán­leg­ur. Betur færi á því að fjöl­miðlum myndu bjóð­ast fjár­hags­legir hvatar til að draga úr slíkum skaða. Að þeir fjöl­miðlar sem eru „græn­ir“ myndu hafa hag af því. Staðan í dag er þver­öf­ug.

Notkun hefð­bund­inna fjöl­miðla á und­an­haldi

Þess utan fer lestur frí­blaðs­ins hríð­lækk­andi. Í ald­urs­hópnum 18-49 ára á höf­uð­borg­ar­svæð­inu hefur lestur Frétta­blaðs­ins farið úr 77,48 pró­sent í apríl 2010 í 61,68 pró­sent í febr­úar síð­ast­liðn­um. Lest­ur­inn í hópnum hefur minnkað um tæp 16 pró­sentu­stig!

Heild­ar­lestur Frétta­blaðs­ins hefur á sama tíma­bili minnkað um átta pró­sentu­stig og stendur í 55,93 pró­sent­um. Flestir aðrir prent­miðlar glíma einnig við mark­vissa hnignun í lestri og hún hefur auk­ist hratt á und­an­förum miss­erum, meðal ann­ars vegna almenn­ari eign og notkun snjall­tækja við fjöl­miðla­notk­un.

Prent­miðlar eru líka með um helm­ing aug­lýs­inga­mark­að­ar­ins á Íslandi. Það er hlut­fall sem er ein­stakt í heim­in­um. Í Evr­ópu er hlut­fall þeirra af kök­unni til dæmis komið undir 20 pró­sent. Ástæðan er auð­vitað sterk staða frí­miðla hér­lend­is. Frétta­blaðið og Frétta­tím­inn, sem kemur út einu sinni í viku, voru til að mynda með 65 til 75 pró­sent hlut­deild í aug­lýs­inga­sölu prent­miðla á árinu 2011, sam­kvæmt tölum frá Sam­keppn­is­eft­ir­lit­inu.

Mark­aðs­ráð­andi staða í lagi

Frétta­blaðið er auk þess hluti af 365 miðl­um, langstærsta einka­rekna fjöl­miðla­fyr­ir­tæki lands­ins. Það rekur einnig einn stærsta frétta­vef lands­ins, sjón­varps- og útvarps­stöðv­ar. Sam­kvæmt nið­ur­stöðu Sam­keppn­is­eft­ir­lits­ins eru „tals­verðar lík­ur“ á að fyr­ir­tækið sé í mark­aðs­ráð­andi stöðu á mark­aði fyrir aug­lýs­ingar á Íslandi. Í krafti þeirrar sterku stöðu sem 365 hefur á öllum mörk­uðum fjöl­miðl­unar og afþrey­ingar náði fyr­ir­tækið í 50-55 pró­sent allra aug­lýs­inga­tekna á Íslandi árið 2011. Sú hlut­deild hlýtur reyndar að minnka í ljósi þess hríð­minnk­andi lestrar sem Frétta­blaðið glímir við og vegna þess að sjón­varps­á­skriftum af flagg­skip­inu Stöð 2 hefur fækkað stór­kost­lega á und­an­förnum árum.

Árið 2007 voru 45,1 pró­sent heim­ila með slíka áskrift. Í lok síð­asta árs var það hlut­fall komið niður í 29,4 pró­sent. Þessi þróun er afleið­ing af nýrri neyslu­hegð­un. Sam­kvæmt Neyslu og lífstíl­skönnun Capacent sækja eða skoða 82 pró­sent þjóð­ar­innar sjón­varp eða mynd­bönd á net­inu og 54 pró­sent hennar sækir sér kvik­myndir og/eða sjón­varps­þætti þang­að.

RÚV fær að tapa milljón á dag þrátt fyrir millj­arða­aug­lýs­inga­tekjur

Ofan á allt þetta eru lands­menn líka rukk­aðir um tæpar 20 þús­und krónur á ári í skatt til að starf­rækja RÚV. Fyrir utan þá með­gjöf er RÚV á aug­lýs­inga­mark­aði og tekur til sín 20 til 25 pró­sent af þeim tekjum sem hann skapar árlega. Samt tapar RÚV milljón krónum á dag sam­kvæmt nýj­ustu upp­lýs­ing­um. Og hver borgar það tap? Jú, það gera eig­endur RÚV, skatt­greið­end­ur. Það er vert að taka fram að ég er þeirrar skoð­unar að RÚV eigi að vera til. Fyr­ir­tækið á hins vegar að sníða sér stakk eftir vexti og vera ein­fald­lega í þeirri stærð sem fjár­fram­lög rík­is­ins heim­ila því. RÚV á ekk­ert erindi á aug­lýs­inga­mark­að. Á meðan að svo er þá skap­ast bara enn ein hindrun fyrir frjálsa fjöl­miðla til að þríf­ast í örsam­fé­lag­inu okk­ar.

Og því spyr ég aft­ur...er þetta í lagi? Er í lagi að hið opin­bera nið­ur­greiði stóra fjöl­miðla með þeim afleið­ingum að kostn­aður skatt­greið­enda vegna þeirra hleypur á tugum millj­óna króna og mark­aðs­ráð­andi staða þeirra styrk­ist sam­hliða ár frá ári? Er í lagi að ríkið stuðli að því að fjöl­miðla­fyr­ir­tæki í þess eigu taki til sín aug­lýs­inga­tekjur sem gætu nýst öllum hinum fjöl­miðla­fyr­ir­tækjum lands­ins við að skapa sér til­veru­grund­völl?

Mitt svar er nei. Mér finnst þetta út í hött. Hvað finnst þér?

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiÁlit
None