Guðmundur Gunnarsson
Við Helena keyptum hálfklárað lítið timburhús í Grafarvoginum árið 1988. Við lentum eins og aðrar fjölskyldur í heilmiklum hremmingum sem þáverandi ríkisstjórnir höfðu skapað með glæfralegri efnahagstjórn og verðbólgu sem fór upp í 120%. Lánin okkar þrefölduðust og allar áætlanir sem við höfðum gert fuku út um gluggann. Við fengum engar leiðréttingar urðum bara að vinna lengri vinnudag og spara til þess geta klárað afborganirnar.
Borðuðum Orafiskibollur í öll mál og ókum um á 20 ára gömlum bílum sem maður gerði við á kvöldin á gangstéttinni fyrir framan húsið og veittum okkur þann munað að fara stundum í útilegur en höfðum ekki efni á því að fara til Spánar.
Við margskuldbreytum lánum okkar og bjuggum í hálfkláruðu húsinu. Borðuðum Orafiskibollur í öll mál og ókum um á 20 ára gömlum bílum sem maður gerði við á kvöldin á gangstéttinni fyrir framan húsið og veittum okkur þann munað að fara stundum í útilegur en höfðum ekki efni á því að fara til Spánar.
En þetta tókst og 2007 ævintýrið okkar var að klára baðherbergið og þvottahúsið og endurnýja fjölskyldubílinn, en við héldum áfram að nýta allan aukaaur til þess að minnka lánin okkar vegna þess að allir sem við trúðum spáðu því að það myndi verða niðursveifla þegar framkvæmdunum miklu fyrir austan myndi ljúka.
Svo kom Hrunið
Svo kom Hrunið og við fórum niður á Austurvöll mótmæltum því hversu lélegir íslenskir þingmenn væru í efnahagsstjórn og hvernig þeim hefði tekist að setja Seðlabankann á hausinn. Ég hélt ræður hjá Herði Torfa bekkjarbróðir mínum og vini okkar og skrifaði allskonar greinar á Eyjuna.
Nú okkur tókst að hrekja þessa lélegu ríkisstjórn út úr Alþingishúsinu og Seðlabankanum. Steingrímur og Jóhanna tóku við og lofuðu að gera einhverjar leiðréttingar og skoðuðu allskonar formúlur til þess að finna út hverjir hefðu orðið fyrir barðinu á Hruninu.
Þjóðin fékk að skrifa nýja Stjórnarskrá og samin var 1000 blaðsíðna skýrsla yfir hverjir hefðu valdið þjóðinni þessum skaða.
Þjóðin fékk að skrifa nýja Stjórnarskrá og samin var 1000 blaðsíðna skýrsla yfir hverjir hefðu valdið þjóðinni þessum skaða. 67% þjóðarinnar sögðust vilja fá nýju Stjórnarskránna og mikill meirihluti vildi skoða hvort ekki væri ástæða til þess að tengjast betur hinum Evrópuþjóðunum. Þannig mætti verjast betur slökum stjórnmálamönum, óvandaðri efnahagsstjórn og reglubundnum kollsteypum.
Steingrímur lét búa til formúla sem hét 110% leiðrétting og það var fundin út gengistryggð leiðrétting og fleira. Við Helena fengum smá aur sendan vegna þess að menn áttuðu sig á því að það hefði ekki verið staðið rétt að samningum við bílakaup okkar.
Hvorki Jóhanna eða Steingrímur sáu ástæðu til þess að landsmenn þyrftu að senda til þeirra beiðni um viðurkenningu á því að hafa orðið fyrir óréttlæti. Formúlurnar reiknuðu það bara út og kerfið sá um að koma því til skila.
Svo kom nýr Framsóknarflokkur
Svo kom nýr Framsóknarflokkur sem sagði að ekkert hefði verið gert fyrir heimilin og ef hann fengi völdin myndi hann sjá um að afnema verðtrygginguna og senda öllum sem hefðu orðið fyrir forsendubresti 250 milljarða. Þessa aura ætlaði Sigmundur Davíð að taka af útlenskum hrægömmum.
Og við skrifuðum nýja Stjórnarkrá sem var upp á punkt og prik eins og Framsókn hafði lofað fólkinu.
Fólkið kaus Sigmundi Davíð og honum var gefin sjéns á að standa við loforðin sín. Hann lét búa til heilmiklar formúlur sem allar voru stórkostlegar og hann ætlaði að setja heimsmet í réttlæti.
En þá fannst Sigmundi Davíð nýja Stjórnarskráin minnka of mikið völd ráðherra og færa þau til fólksins í landinu. Auk þess kæmi ekki til greina að bera það undir fólkið í landinu hvort að hann ætti að fá yfir sig eitthvað eftirlit á stjórnarðagerðum frá Brussel.
Sigmundi Davíð fannst ástæða til að fólk þyrfti að sækja um syndakvittun til þess að fá réttlæti. Við Helena föttuðum ekki hvers vegna, hingað til hafði stjórnmálamönnum tekist að búa til reikniverk sem reiknaði út það óréttlæti sem heimilin hefði orðið fyrir, svona svipað og þeir reiknuðu út skattinn.
Vitanlega vildu allir fá réttlæti og þá kom Sigmundur Davíð í sjónvarpið sagðist vera glaður yfir því hversu margir væru aðdáendur hans.
Sigmundur Davíð fékk Tryggva Þór til þess að sjá um að senda fólki Leiðréttingu á þeim afleiðingum sem gamli Framsóknarflokkurinn hefði valdið fólkinu í landinu, en hann setti það skilyrði að allir yrðu að kvitta fyrir móttöku á réttlætinu.
Vanþakklátur og púkalegur
Af hverju?
Við Helena fengum lækkun sem svaraði til einum mánaðarlaunum á þeim lánum sem við vorum ekki búinn að borga upp.
Núna er Sigmundur Davíð í sjónvarpinu og segir að allir sem ætli að taka við Leiðréttingunni hans á forsendubrestinum verði að lýsa því yfir að hann sé bestur, annars sé maður vanþakklátur og púkalegur.
Æi þetta er allt eitthvað svo mikið Framsóknarlegt og ógeðfellt.