Fjárhagslegur ávinningur af fjárfestingum í jafnrétti

Freyja Vilborg Þórarinsdóttir rýnir í ávöxtun af fjárfestingum í svokölluðum kynjagleraugnasjóðum og bendir á að jákvæð fylgni sé á milli fjölbreytni í forystusveitum fyrirtækja á markaði og hlutabréfaverðs.

Auglýsing

Mark­aðs­að­ilar eru almennt að átta sig á því að það er ekki aðeins mik­il­vægt að horfa til kynja­hlut­falla meðal stjórn­enda út frá rétt­læt­is- og mann­rétt­inda­sjón­ar­mið­um, heldur einnig út frá fjár­hags- og efna­hags­legu mik­il­vægi. Þá jafn­framt að hafa kynja­jafn­vægi í æðsta lagi fyr­ir­tækja, í stjórn og fram­kvæmda­stjórn, sem og fjöl­breyti­leika að leið­ar­ljósi við ráðn­ingu nýrra starfs­manna, sam­setn­ingu teyma og stjórn­enda. Með fjöl­breyti­leika (e. diversity) er átt við mis­mun­andi eig­in­leika og bak­grunn fólks, m.a. hvað varðar kyn­vit­und, kyn­þátt, þjóð­ern­is­upp­runa, ald­ur, kyn­hneigð, fötl­un, lífs­skoðun og reynslu.

Fjöl­breyti­leiki og fjár­hags­legur árangur

Fjöl­margar rann­sóknir hafa sýnt að fyr­ir­tæki með jafn­ari kynja­hlut­föll meðal stjórn­enda skila almennt meiri hagn­aði heldur en fyr­ir­tæki þar sem ekki er gætt að kynja­jafn­vægi. Credit Suisse gerði athugun á tvö þús­und fyr­ir­tækjum á heims­vísu á árunum 2006 til 2012 sem benti til þess að fyr­ir­tæki með að lág­marki eina konu í stjórn náðu meiri árangri með til­liti til nokk­urra lykil fjár­hags­legra mæli­kvarða, þar á meðal gengi hluta­bréfa. Þær rann­sóknir sem hafa náð hvað mestri útbreiðslu og vakið athygli á mörk­uðum um heim eru þrjár rann­sóknir McK­insey frá árunum 2015, 2018 og 2020 sem ná til þús­und fyr­ir­tækja í 15 lönd­um. Segir í þeim að fjöl­breytt­ustu fyr­ir­tækin séu almennt lík­legri til að skila meiri hagn­aði en þau eins­leitn­ustu. Sömu sögu er að segja hvað varðar fjöl­breyti­leika meðal fram­kvæmda­stjórn­ar.

Sýna rann­sóknir McK­insey að fyr­ir­tæki sem hafa hvað jöfn­ust kynja­hlut­föll meðal ein­stak­linga í fram­kvæmda­stjórn séu 25% lík­legri en til að skila meiri hagn­aði en önn­ur. MSCI bendir á hið sama í skýrslu frá árinu 2017 á banda­rískum fyr­ir­tækjum yfir fimm ára tíma­bil, frá 2011 til árs­ins 2016, að fyr­ir­tæki með þrjá eða fleiri kven­kyns stjórn­endur skil­uðu að með­al­tali 45% hærri hagn­aði á hvern hlut heldur en þau fyr­ir­tæki sem höfðu engan kven­kyns stjórn­anda í upp­hafi tíma­bils­ins. Rann­sóknir á tæp­lega 22 þús­und skráðum fyr­ir­tækjum um heim­inn sýnt fram á jákvæð tengsl milli þess að hafa konur í for­ystu­störf­um, stjórn og fram­kvæmda­stjórn, og hagn­aðar fyr­ir­tæk­is. Þá hafa rann­sóknir á 3.000 banda­rískum fyr­ir­tækjum yfir sjö ára tíma­bil sýnt jákvæða fylgni milli þess að hafa konur í stjórnum og arð­semi heild­ar­eigna (e. Return on assets, ROA).

Auglýsing

Ein­hverjir innan fræða­sam­fé­lags­ins hafa þó bent á að jafn­vel þótt hægt sé að sýna fram á jákvæða fylgni (e. correlation) milli jafn­ari kynja­hlut­falla í stjórnum skráðra fyr­ir­tækja og fjár­hags­legs árang­urs þeirra, þá er ekki hægt að segja að orsaka­sam­band (e. causation) sé þar á milli. Það að hafa konur í stjórn fyr­ir­tækis leiðir ekki eitt og sér til þess að fyr­ir­tæki skili hagn­aði. Til að sýna fram á það þurfi frek­ari rann­sóknir á við­fangs­efn­inu.

Fyr­ir­tæki aðlaga sig að mark­aðnum

Það sem er þó áhuga­vert er að meiri­hluti fyr­ir­tækja á Banda­ríkja­mark­aði (80%) eru sögð rétt­læta ákvarð­anir sínar og stefnu­breyt­ingar í átt að auknum fjöl­breyti­leika starfs­fólks og stjórn­enda með vísun í þann fjár­hags­legan árangur sem það getur haft í för með sér. Frekar en að það sé hið rétta að gera út frá jafn­rétt­is- og sam­fé­lags­legum sjón­ar­mið­um. Til að mynda vísa Bank of Amer­ica og Gold­man Sachs sér­stak­lega til þess í jafn­rétt­is- og fjöl­breyti­leika stefnu sinni að fyr­ir­tæki með fjöl­breytt stjórn­enda­teymi, og jöfn kynja­hlut­föll, nái meiri fjár­hags­legum árangri en önnur - og séu því skuld­bundin að ná meiri árangri í jafna kynja­hlut­föllin og fjöl­breyti­leika. Önnur fyr­ir­tæki eins og PepsiCo, sem stýrt var af Indra Nooyi (hún) í 12 ár, hafa hins vegar verið óhrædd að benda á að með áherslu á fjöl­breyti­leika þá séu fyr­ir­tæki ein­fald­lega að ráða besta og hæf­asta fólkið til starfa. Indra Nooyi var fyrsta konan til að stýra Fortune 50 fyr­ir­tæki í Banda­ríkj­unum og stýrði hún PepsiCo frá 2006 til 2018. Þá hefur hún bent á að tíma­bært sé að valda­miklir karl­menn við stjórn taki mark­visst ákvörðun um að jafna stöðu kynj­anna – ein­fald­lega þar sem skortur sé á hæfu fólki við stjórn­völ­in.

Líf­eyr­is­sjóðir fjár­festa beint í jafn­rétti fyrir líf­eyr­is­þega

Það ætti því ekki að koma á óvart að fjár­fest­ingar með s.k. kynja­gler­augum hafa vaxið gíf­ur­lega á síð­ustu árum. Fjár­festar láta þessi mál sig varða, hvort sem er fjár­festar meðal yngri kyn­slóða eða stofn­ana­fjár­festar á borð við líf­eyr­is­sjóði. Stærstu líf­eyr­is­sjóðir Banda­ríkj­anna, sem eru líf­eyr­is­sjóður kenn­ara í Kali­forníu ríki (Cal­STRS) og líf­eyr­is­sjóður opin­berra starfs­manna í Kali­forníu ríki (CalPERS), með sam­tals um 550 millj­arða Banda­ríkja­dali í stýr­ingu, hafa lagt áherslu á fjár­fest­ingar með kynja­gler­aug­um. Hafa líf­eyr­is­sjóð­irnir verið virkir þátt­tak­endur í umræðum um jafn­rétt­is­mál í Banda­ríkj­unum og kosið gegn til­nefn­ingu karla í stjórnir fyr­ir­tækja þar sem sem hallar á hlut kvenna. Kaus CalPERS líf­eyr­is­sjóð­ur­inn gegn rúm­lega 1000 til­nefn­ingum og fram­boðum til stjórna, þar sem líf­eyr­is­sjóð­ur­inn er stór hlut­hafi, frá 2018 til 2021.

Til að mynda sendi CalPERS líf­eyr­is­sjóð­ur­inn hlut­höfum Ebix og Casi Pharmaceut­icals bréf fyrir aðal­fundi félag­anna 2020 og 2021 að sjóð­ur­inn myndi kjósa gegn áfram­hald­andi setu til­tek­inna karl­kyns stjórn­ar­manna. Vís­aði líf­eyr­is­sjóð­ur­inn til þess, sem lang­tíma fjár­festir og stór hlut­hafi í fyr­ir­tækj­un­um, að hann teldi stjórn­ar­menn­ina ekki hafa brugð­ist við ábend­ingum sjóðs­ins um að horfa til fjöl­breyti­leika við sam­setn­ingu stjórn­ar. Benti sjóð­ur­inn á mik­il­vægi þess að horfa til fjöl­breyti­leika í víðri merk­ingu, þ.á.m. til kyns, kyn­vit­und­ar, kyn­þátt­ar, þjóð­ern­is, kyn­hneigð­ar, ald­urs og minni­hluta­hópa. Þá jafn­framt að líta til reynslu, bak­grunns, skoð­ana og hæfi­leika fólks til að stuðla frekar að árang­urs­ríkri stjórnun fyr­ir­tæk­is.

Laga­breyt­ingar um kynja­kvóta fyrir til­stuðlan líf­eyr­is­sjóða

Þá hafa líf­eyr­is­sjóðir opin­berra starfs­manna og kenn­ara í Kali­forníu (Cal­STRS og CalPERS) hvatt til laga­breyt­inga á borð við kynja­kvóta í stjórnum fyr­ir­tækja sem voru inn­leidd í Kali­forníu ríki (Senate Bill No. 826). Í lög­skýr­ing­ar­gögnum er vísað sér­stak­lega til þess að laga­breyt­ingin sé gerð til að efla hag­kerfi Kali­forníu og tæki­færi kvenna, vernda skatt­borg­ara, hlut­hafa og líf­eyr­is­þega, þar á meðal kenn­ara og opin­bera starfs­menn á eft­ir­launum sem höfðu greitt sinn líf­eyri til CalPERS og Cal­STRS. Kali­fornía var fyrsta ríkið innan Banda­ríkj­anna til að lög­festa kynja­kvóta á stjórnir með lögum sem tóku gildi 2018. Hins vegar ber að nefna að reynt hefur verið á lög­mæti lag­anna, en í júní s.l. var nið­ur­staða dóm­stóls í Kali­forníu (til upp­lýs­inga þá var dóm­ar­inn kven­kyns) að lögin stæð­ust ekki stjórn­ar­skrá rík­is­ins. Hefur dóm­inum verið áfrýjað til æðri dóm­stóls innan Kali­forn­íu.

En þrátt fyrir þessa nið­ur­stöðu, þá hafa 13 önnur ríki Banda­ríkj­anna inn­leitt lög, eða eru að laga­frum­vörp til með­ferð­ar, sem setja skil­yrði eða við­mið um fjöl­breyti­leika í stjórn­ir, eða gera kröfu um gagn­sæi upp­lýs­inga um sam­setn­ingu stjórna.

Ávöxtun eigna í „kynja­gler­augna“-­sjóðum í sam­an­burði við aðrar vísi­tölur

Frá 2014 hafa eignir í stýr­ingu s.k. kynja­gler­augna­sjóða á skráðum mark­aði auk­ist frá því að vera vera 900 milljón Banda­ríkja­dalir á árinu 2017 í það að vera um 11 millj­arðar Banda­ríkja­dalir í byrjun árs 2021, og áætlað að verði um 20 millj­arðar Banda­ríkja­dalir í skráðum kynja­gler­augna­sjóðum við lok árs 2022. Þá eru að lág­marki ein billjón (e. trillion) Banda­ríkja­dalir í eigu stofn­ana­fjár­festa í stýr­ingu um heim þar sem kynja­gler­augu voru sett upp við mat á fjár­fest­ing­unni.

Neð­an­verð gröf sýna til­búin dæmi um fjár­fest­ingu að fjár­hæð $1M (tæp­lega 146 m.kr. m.v. gengið í dag) í vísi­tölu­sjóði S&P 500 (sem fylgir vísi­tölu S&P 500) og nokkrum kven­kyns vísi­tölum sem eru ólíkt sam­sett­ar, á mis­mun­andi tíma­punktum (2012, 2017, 2018) og ávöxtun fram til dags­ins í dag (eða lok árs 2021). Rétt er að benda á að umfjöll­unin er aðeins birt í upp­lýs­inga- og dæma­skyni og felur ekki í sér ráð­legg­ingu eða ráð­gjöf um til­tekna fjár­fest­ingu eða gera til­boð um að kaupa, selja eða skrá sig fyrir til­teknum fjár­mála­gern­ing­um. Þá gefur árangur fyr­ir­tækja í for­tíð ekki áreið­an­lega vís­bend­ingu um árangur í fram­tíð. Upp­lýs­ingar sem hér koma fram byggja á heim­ildum sem taldar eru áreið­an­legar en ekki hægt að ábyrgj­ast að þær séu rétt­ar, og áskil­inn réttur til leið­rétt­inga.

Hér má sjá vísi­tölu­sjóð S&P 500, á vegum State Street, sem fylgir vísi­tölu S&P 500 frá 2012 og fram til lok árs 2021. Þá sýnir grafið til­búna vísi­tölu undir heit­inu S&P Women CEOs, sem inni­heldur þau 32 fyr­ir­tæki meðal fyr­ir­tækja í hópi S&P 500 vísi­töl­unnar sem hafa kven­kyns for­stjóra á árinu 2022. Rétt er að taka fram að vægi fyr­ir­tækj­anna í kven­kyns vísi­töl­unni er nokkuð jafnt, ólíkt S&P 500 vísi­töl­unni. Þá er hér sýnd GemmaQ vísi­tala sem sam­anstendur af 50 fyr­ir­tækjum á Banda­ríkja­mark­aði, meðal S&P 500 fyr­ir­tækj­anna frá 2017, sem hafa verið með hvað jöfn­ust kynja­hlut­föll í stjórnum og fram­kvæmda­stjórnum frá árinu 2017 og hæstu GemmaQ ein­kunn­ina á mark­aðn­um.

Rétt að taka fram að þau fyr­ir­tæki í S&P 500 vísi­töl­unni sem eru með kven­kyns for­stjóra í dag hafa ekki öll haft kven­kyns for­stjóra á öllu tíma­bil­inu. Um helm­ingur þess­ara kven­kyns for­stjóra réðu sig til starfa á árinu 2020 eða síð­ar. Í öllum til­fellum tóku þær við for­stjóra­stólnum af karl­manni. Ofan­verð mynd sýnir stærri vísi­töl­una (e. S&P Women CEOs 2022) sem horfir til allra þeirra 32 fyr­ir­tækja sem hafa kven­kyns for­stjóra á árinu 2022, til sam­an­burðar við þau fyr­ir­tæki sem hafa haft kven­kyns for­stjóra yfir allt tíma­bil­ið. Áhuga­vert er að bera árangur þeirra sam­an, en væru þetta raun­veru­legar vísi­tölur sem ég hefði fjár­fest í, hefði ég grætt örlítið meira, og tapað minna það sem af er þessu ári. Meðal minni vísi­töl­unnar má m.a. finna trygg­inga­fé­lög, örygg­is­bún­aðar fyr­ir­tæki og súkkulaði ris­ann Hers­hey - sem hafa náð að verj­ast vel verð­bólgu draugnum á þessu ári. Fólk leitar kannski meira í sæt­indi í súru ástandi á mörk­uð­um.

Vísi­tölu­sjóður State Street um kynja­jafn­rétti, SPDR SSGA Gender Diversity ETF, var tek­inn til við­skipta í Kaup­höll á árinu 2017 - þegar brons­styttan af ótta­lausu stúlkunni var sett fyrir framan nautið á Wall Street. Sem liður í mark­aðs­her­ferð State Street fyrir sjóð­inn. Ein­stak­lingur sem fjár­festi $1 milljón í vísi­tölu­sjóð­inum á þeim degi, ætti í dag rúm­lega $1,5 millj­ón. Til sam­an­burðar þá hefði $1 milljón ein­stak­lings sem fjár­fest hefði í til­bú­inni vísi­tölu GemmaQ á sama degi ávaxt­ast í um $2,7 millj­ónir í dag.

Hvort það sé orsaka­sam­band milli jafn­ari kynja­hlut­falla og fjöl­breyti­leika í stjórnum og fram­kvæmda­stjórnum skráðra fyr­ir­tækja og fjár­hags­legs árang­urs þeirra, skiptir ekki öllu máli. Það er jákvæð fylgni. Fyr­ir­tæki geta vísað til þess að breyt­ingar í átt að auknu jafn­vægi og fjöl­breyti­leika í stjórn og fram­kvæmda­stjórn séu gerðar með hlið­sjón af sam­fé­lags­leg­um, rétt­læt­is, mark­aðs­leg­um, laga­leg­um, fjár­hags­legum eða efna­hags­legum sjón­ar­mið­um. En það sem knýr þær áfram, er ekki síst vax­andi krafa frá almenn­ingi og fjár­festum - þar með talið líf­eyr­is­sjóðum - um að stjórnun fyr­ir­tækja end­ur­spegli fjöl­breyti­leika sam­fé­lags­ins.

Höf­undur er stofn­andi og fram­­­kvæmda­­­stjóri GemmaQ.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar