Fjórar spurningar um loftslagsmál sem kjósendur þurfa að fá svar við

Núverandi aðgerðaáætlun stjórnvalda í loftslagsmálum er í „besta falli ágæt byrjun“ til að uppfylla skilyrði Parísarsamningsins, skrifar Eyþór Eðvarðsson, frambjóðandi Viðreisnar. Áætlunin sé engan veginn fullnægjandi og taka verði miklu stærri skref.

Auglýsing

Það þarf ekki að fjöl­yrða um mik­il­vægi þess að stöðva hlýnun jarðar en sam­kvæmt vís­inda­mönnum heims blasir mjög alvar­leg staða við okkur jarð­ar­búum ef ekki tekst að halda hlýn­un­inni undir 1.5°C. Við erum nú þegar komin upp fyrir 1°C og að óbreyttu mun hit­inn fara yfir 1.5° innan 10 ára. Þetta þýðir að hnatt­rænt verður að draga úr losun gróð­ur­húsa­loft­teg­unda (GHL) um helm­ing á næstu 10 árum og það er risa­vaxið verk­efni stjórn­mála­manna í dag.

Við Íslend­ingar erum ekki und­an­skildir þeirri áskorun enda erum við með lang­mestu losun GHL í Evr­ópu á ári eða um 44 tonn á mann á meðan Lúx­em­borg vermir annað sætið með 18 tonn. Með­al­l­osun á mann í heim­inum er rúm 4 tonn. Á heims­vísu erum við í flokki mestu umhverf­is­sóða heims og ein­ungis Qatar með meiri los­un, miðað við höfða­tölu.

Heild­ar­losun Íslands er tæp 14 millj­ónir tonna. Ef illa farið land er talið með er los­unin tæp 18 millj­ónir tonna en til sam­an­burðar er losun GHL í Nor­egi 55 millj­ónir tonna.

Auglýsing

Núver­andi aðgerða­á­ætlun stjórn­valda miðar að sam­drætti upp á 1,5-2 millj­ónir tonna árið 2030 (af 18 millj­ón­um) sem er besta falli ágæt byrjun til að upp­fylla skil­yrði Par­ís­ar­samn­ings­ins, en minnsti hluti los­unar GHL Íslands fellur þar und­ir. Aðgerða­á­ætl­unin er því engan veg­inn full­nægj­andi, taka verður miklu stærri skref.

Það stytt­ist í kosn­ingar og stefnur stjórn­mála­flokk­anna eru að líta dags­ins ljós. Ekki munu allar aðgerðir skila árangri í lofts­lags­málum en til að ná stórum skrefum strax þarf að ein­blína á nokkur atriði. Gagn­legt væri því að kjós­endur myndu krefja stjórn­mála­menn svara við nokkrum mik­il­vægum spurn­ingum þegar kemur að aðgerðum í lofts­lags­mál­um.

Fyrsta spurn­ingin til stjórn­mála­manna er: Hvernig á að fá land­eig­endur fram­ræsts vot­lendis til að end­ur­heimta það?

Heimild: Umhverfisstofnun

Líkt og sjá má á mynd­inni frá Umhverf­is­stofnun er heild­ar­los­unin (án illa far­ins lands sem nemur 4 millj­ónum tonna) tæp 14 millj­ónir tonna. Sjá má að flokk­ur­inn Land­notkun og skóg­rækt er langstærsti los­un­ar­þátt­ur­inn en hann sam­anstendur af fram­ræstu vot­lendi upp á 9,5 millj­ónir tonna og bind­ingu frá skóg­rækt upp á 446 þús­und tonn.

Líkt og sjá má eru land­eig­endur fram­ræsts vot­lendis almennt ekki að taka ábyrgð á losun GHL frá sínu landi, meira þarf til.

Raun­hæft er að stöðva losun frá fram­ræstu landi eða um 6,6 millj­ónum tonna og án þess að ganga á land­bún­að­ar­land í ræktun en vel innan við 15% af fram­ræstu vot­lendi er í rækt­un.

Önnur spurn­ing til stjórn­mála­manna er: Hvernig á að stöðva losun frá illa förnu landi þ.e. stöðva land­eyð­ingu?

Næst­mesta los­unin er frá illa förnu landi sem að stórum hluta má rekja til langvar­andi ofbeitar sauð­fjár á við­kvæmum gróð­ur­svæð­um. Svæðið sem um ræðir er stórt og krefst sam­starfs margra aðila.

Þriðja spurn­ingin til stjórn­mála­manna er: Hvernig á að stór­auka bind­ingu GHL?

Magn GHL í and­rúms­loft­inu er allt of mikið og ljóst að það verður að reyna að ná því eins mikið niður og hægt er sem fyrst. Við höfum tvær leiðir til þess, ann­ars vegar með gróðri og hins vegar með tækni eins og að binda í berg líkt og Car­bFix er að gera og lofar mjög góðu. Bind­ing GHL í skóg­rækt er 446 þús­und tonn á ári og með lít­illi fyr­ir­höfn mætti marg­falda hana.

Fjórða spurn­ingin til stjórn­mála­manna er: Hvernig inn­leiðum við hringrás­ar­hag­kerfi hratt og örugg­lega?

Dagur auð­linda jarð­ar­innar (Earth Overs­hoot Day) er í ár 29. júlí en það er sá dagur árs­ins sem auð­lindir jarð­ar­innar duga í sjálf­bærri nýt­ingu. Rest­ina af árinu, þ.e. ágúst, sept­em­ber, októ­ber, nóv­em­ber og des­em­ber, erum við að ganga á auð­lindir jarð­ar­inn­ar. Miðað við vist­spor okkar jarð­ar­búa þyrftum við 1,7 jarðir til að standa undir núver­andi nýt­ingu auð­linda. Vist­spor Íslands er langt yfir heims­með­al­tal­inu og ekki hollt fyrir nokkur mann að reikna út hvað við þyrftum margar jarðir ef allir væru eins og við.

Við eigum bara eina jörð og því verðum því að aðlaga og breyta okkar hegð­un. Þetta snýst um hvað við veljum að kaupa, hvernig við ferð­um­st, hvaða mat við veljum að borða, hvaða vörur við fram­leiðum og hvaða efni við not­um. Við verðum að hætta að sóa og henda hlutum og nýta þá aftur og aft­ur. Breyta þarf kerf­inu og við­horfum almenn­ings.

Fleiri spurn­ingar ættu heima hér en mik­il­vægt er að kjósa stjórn­mála­flokk sem hefur sann­fær­andi stefnu um hvernig eigi að takast á við þetta stærsta mál sam­tím­ans. Það er mikið í húfi.

Höf­undur er á fram­boðs­lista Við­reisnar í Krag­an­um.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar