Hamfarakynslóðin

Eggert Gunnarsson, fæddur 1966, fer yfir það sem fólk af hans kynslóð hefur upplifað á lífsleiðinni til þessa og veltir fyrir sér framtíðinni.

Auglýsing

Kyn­slóðir og kyn­slóða­bil eru hug­tök sem mér hefur þótt erfitt að ná utan um. Þar sem ég er stöðugt að velta hinu og þessu í ver­öld­inni fyrir mér er til­gangur þess­arar greinar að skoða hvað það þýðir að til­heyra ákveð­inni kyn­slóð og hvað það hefur haft í för með sér að til­heyra minni. Ég er fæddur 1966 og vel því að skil­greina kyn­slóð mína sem þau sem fædd­ust á ára­bil­inu 1955 til 1975. Þetta tutt­ugu ára skeið er nokkuð fjörugt og það tíma­bil sem við höfum lifað fram til dags­ins í dag er áhuga­vert fyrir margar sak­ir. Fyrstu ein­stak­ling­arnir sem ég kýs að telja að til­heyri Ham­fara­kyn­slóð­inni komu í heim­inn rúmum 10 árum eftir að Íslend­ingar stofn­uðu lýð­veldi. Danir voru að vonum ekki kátir með tíma­setn­ingu ákvörð­un­ar­innar sem byggði á sam­bands­laga­samn­ingi ríkj­anna frá árinu 1918. Hann var upp­segj­an­legur af beggja hálfu 25 árum síð­ar. Danir voru enn undir járn­hæl þriðja rík­is­ins þann 17. júní 1944.

Hver erum við?

Við erum kyn­slóðin sem upp­lifði ógnir í stærra veldi en nokkurn tíma hafði þekkst í sögu manns­ins. Við ótt­uð­umst kjarn­orku­stríð sem ógn­aði til­vist mann­kyns og líf­ríki jarð­ar. Heim­ur­inn var á helj­ar­þröm. Banda­ríkin og banda­lags­ríki þeirra háðu það sem kallað var kalt stríð við Sov­ét­ríkin og þeirra fylgj­end­ur. Árum og ára­tugum saman ríkti óvissa um hvað kynni að ger­ast næsta dag. Fáir vissu hvað raun­veru­lega var að ger­ast á þessum árum. En í dag hefur margt sem áður var hulið komið í ljós.

Auð­vitað upp­lifði þessi kyn­slóð margt annað og ýmis­legt jákvætt og gott. Bylt­ing varð í tón­list, kvik­myndum og ljós­vaka­miðl­um. Tækni­fram­farir sem engan óraði litu dags­ins ljós. Heim­il­is­tæki sem auð­velda lífið urðu almanna­eign á vest­ur­löndum og jafn­vel víð­ar, tölvur urðu hvers mann eign og inter­netið breytti öllu okkar lífi. Ungt fólk fann sína rödd sem aldrei fyrr. Heil­brigði og lang­lífi óx, að minnsta kosti á vest­ur­löndum og jafn­vel víð­ar.

Hér verður stiklað á stóru á ýmsu því sem átti sér stað á þeim árum sem Ham­fara­kyn­slóðin hefur verið til, á hví­líkum blá­þræði kyn­slóðin hékk og hangir að mörgu leyti enn­þá.

Örstutt for­saga

Seinni heim­styrj­öld­inni lauk 1945. Eldri stór­veldi Evr­ópu stóðu á brauð­fótum eftir hild­ar­leik­inn mikla og ver­öldin skipt­ist skyndi­lega í tvennt milli ríkj­anna sem áður höfðu barist við sam­eig­in­lega óvini, Banda­ríkj­anna og Sov­ét­ríkj­anna. Gríð­ar­legar and­stæður á hug­mynda­fræði og stjórn­ar­formi hinna nýju stór­velda hlutu að kalla á ger­breyttan heim. Kalda stríðið sem geis­aði milli hug­mynda­fræði kap­ít­al­isma og komm­ún­isma varð fljót­lega í algleym­ingi. Seinna kom í ljós að gríð­ar­legar brotala­mir voru á fram­kvæmd komm­ún­ism­ans og millj­ónir Sov­ét­manna voru líf­látnir í mis­kunn­ar­lausum „hreins­un­um” vald­haf­anna á árunum 1936 til 1938, hung­ursneyðir felldu aðra og frelsi og mann­rétt­indi voru fótum troð­in. Þetta átti einnig við eftir að síð­ari heims­styrj­öld lauk, bæði í Sov­ét­ríkj­unum sjálfum og í fylgispökum ríkjum þeirra. Kín­verjar, undir stjórn Maó for­manns, fóru svo sann­ar­lega ekki var­hluta af hörm­ung­unum sem dundu á þjóð­inni í boði komm­ún­ista­flokks­ins.

Auglýsing

Þessu fylgdi mikið kapp­hlaup til að hafa á öfl­ugum her að skipa sem hafði það hlut­verk að verja og útvíkka það áhrifa­svæði sem heims­veldin töldu sig eiga til­kall til. Banda­ríkja­menn einir bjuggu í upp­hafi yfir stríðstól­inu ógur­lega, kjarn­orku­sprengj­unni. Með til­komu kjarn­orku­vopna hefði það fljót­lega getað orðið leikur einn fyrir kjarn­orku­veldin að drepa allt kvikt á plánet­unni Jörð nokkrum sinn­um. Svo öflug eru þessi skelfi­legu vopn. Ógn­ar­jafn­vægi varð til þess að koma í veg fyrir að allt færi á allra versta veg og að þriðja heims­styrj­öldin bryt­ist út.

Þið munuð öll deyja!

Hér heima tók þetta ógn­ar­jafn­vægi snemma að hafa sín áhrif. Nokkrum ára­tugum eftir að kalda stríðið skall á kyrj­aði hljóm­sveitin Utan­garðs­menn með Bubbi Morthens í broddi fylk­ingar varn­að­ar­orð um enda­lok heims­ins á plötu sinni Geisla­virk­ir. Hún kom út árið 1980 og var unnin í skugga kjarn­orku­vopna, kalda stríðs­ins, ótt­ans við þriðja alheims­stríðið og veru Banda­ríkja­hers á Mið­nes­heiði. Mörgum þótti þeir félagar ganga of langt í texta­smíðum sínum en þótt þriðja heims­styrj­öldin skylli ekki á má hugs­an­lega þakka það heppni. Fræði­menn telja að á meðan Ham­fara­kyn­slóðin lifði sinn gríð­ar­lega ótta hafi legið við beit­ingu kjarn­orku­vopna í að minnsta kosti sex skipti og lík­lega oft­ar. Förum aðeins í saumana á þeim ógn­væn­legu til­vik­um:

Heimsmynd Kalda stríðsins á æskuárum Hamfarakynslóðarinnar.

Kúbu­deilan snérist um það að Sov­ét­ríkin höfðu samið við Castro Kúbu­for­seta um að koma fyrir eld­flaugum búnum kjarna­vopnum á eyj­unni. Banda­ríkja­stjórn vildi auð­vitað ekki sjá að óvin­ur­inn sjálfur væri kom­inn í bak­garð­inn hjá henni. Hann gæti skotið kjarnaflaugum frá Kúbu sem innan nokk­urra mín­útna gætu gjör­eytt heilu borg­unum í Banda­ríkj­un­um. Deilan stóð frá árinu 1961 og þar til Sov­ét­ríkin undir for­ystu Nikita Khrus­hchevs aðal­rit­ara Komm­ún­ista­flokks­ins ákváðu að hætta við allt saman og John F. Kenn­edy Banda­ríkja­for­seti gat andað létt­ar. Sov­ét­menn höfðu fjar­lægt allar flaugar sínar frá Kúbu í nóv­em­ber 1962. Banda­ríkja­menn og Sov­ét­menn und­ir­rit­uðu samn­ing ásamt Bretum í ágúst árið eftir um að hætta kjarn­orku­vopna­til­raun­um. Kenn­edy for­seti var svo myrtur í nóv­em­ber sama ár.

Fidel Castro.

Fyrstu ár sjö­unda ára­tug­ar­ins lá hins­vegar nokkrum sinnum við að kjarn­orku­vopnum yrði beitt. Naprir vindar kalda stríðs­ins höfðu blásið í nokkur ár og áður en Kúbu­deilan hófst varð atvik sem hefði getað komið af stað kjarn­orku­styrj­öld. Það var þann 24. nóv­em­ber 1961 að sam­skipti rofn­uðu milli SAC (Stra­tegic Air Comm­and, þann hluta varn­ar­kerfis Banda­ríkj­anna sem ann­að­ist kjarn­orku­vopna­flug­flota og eld­flaugar á jörðu niðri) og NORAD (North Amer­ican Aer­ospace Defense Comm­and, sem ann­ast eft­ir­lit með loft­helgi Banda­ríkj­anna og Kana­da). Kerfið var sagt svo vel byggt að slík atburða­rás var talin óhugs­andi og því var dregin sú ályktun að kjarn­orku­árás væri haf­in. Allt gang­verk SAC stöðv­anna var sett í gang og B-52 sprengju­vélar voru settar í við­bragðs­stöðu. Atburða­rásin var hröð og gekk svo langt að vél­arnar fóru út á flug­brautir þar sem áhafnir þeirra biðu skip­unar um gagnárás. Sem betur fer var sú skipun aldrei gefin þar sem tækni­menn komust að því að bilun hefði orðið í sam­skipta­bún­aði í Colora­do­r­íki í Banda­ríkj­un­um. Þarna mun­aði aðeins hárs­breidd að almanna­varn­ar­lúðr­arnir væru þeyttir í Reykja­vík.

Skammt var stórra högga á milli seinni hluta októ­ber 1962 meðan heims­byggðin hélt niðri í sér and­anum og ótt­að­ist útkomu Kúbu­deil­unn­ar. Dag­arnir voru þrungnir spennu og það er í raun magnað að ekki skyldi fara verr. Þann 25. októ­ber gerð­ist atburður sem hefði getað endað göngu Ham­fara­kyn­slóð­ar­innar og allra ann­arra hér á jörðu. Að kvöldi dags sá örygg­is­vörður á her­flug­velli í hafn­ar­borg­inni Duluth í Minnesota­ríki skugga­lega veru klifra yfir öryggis girð­ingu. Verð­inum brá heldur í brún, skaut á hinn óboðna gest og við það fór við­vör­unnar kerfi í gang. Á öðrum her­flug­velli fór sams konar kerfi í gang þar sem ein­hverjir vírar voru ekki rétt lóð­aðir saman og sendi orr­ustuflug­menn úr kojum sín­um. Til allrar ham­ingju var þessi hel­för stöðvuð áður en hún hófst og þeir í Duluth komust að því að það var aðeins bjarn­dýr sem hafði farið yfir girð­ing­una.

Þann 26. októ­ber var banda­rískri njósn­a­flug­vél flogið yfir norð­ur­hluta Síberíu í Sov­ét­ríkj­un­um. Flug­mað­ur­inn hafði villst af leið vegna þess að hann náði ekki að gera nákvæmar mæl­ingar vegna áhrifa frá norð­ur­ljós­um. Þegar Sov­éther varð vél­ar­innar var sendi hann orr­ustu­þotur af stað til að skjóta hana nið­ur. Við­brögð Banda­ríkja­manna voru þau að senda F-102A orr­ustu­þotur á loft, búnar kjarna­vopn­um, til að vernda njósn­a­flug­vél­ina og fylgja henni til baka inn í banda­ríska loft­helgi. Þetta var annað til­vikið sem hefði getað komið kjarn­orku­styrj­öld af stað. En Sov­ét­menn hættu eft­ir­för og hættan leið hjá.

Enn hélt sagan áfram og þann 27. októ­ber upp­götv­aði banda­ríski sjó­her­inn að sov­éskur B-59 kaf­bátur var í felum í Karí­ba­haf­inu. Þeir vissu ekki að kaf­bát­ur­inn, sem hafði misst sam­band við Moskvu, var hlað­inn kjarn­orku­vopn­um. Áhöfnin á kaf­bátnum ótt­að­ist að styrj­öld hefði brot­ist út og gerði allt klárt til að skjóta upp kjarnaflaug. Tveir af þremur yfir­mönnum voru þessu sam­þykkir en sá þriðji, Vasili Ark­hipov, neit­aði að veita sam­þykki sitt. Það þurfti sam­þykki allra þriggja til þess að skjóta flug­skeyt­inu. Vasili Ark­hipov fékk vilja sínum fram­gengt og þetta atvik end­aði með því að kaf­bát­ur­inn kom upp á yfir­borð­ið. Málin leyst­ust og kaf­báts­menn héldu heim.

Boeing B-52 sprengjuflugvél

Þetta eru ekki síð­ustu atvikin sem hefðu getað endað með kjarn­orku­styrj­öld því þann 21, jan­úar 1968 kvikn­aði í banda­rískri B-52 flug­vél sem var búin kjarn­orku­vopnum nálægt Græn­landi. Áhöfnin stökk frá borði og vélin brot­lenti skammt frá rad­ar­stöð Banda­ríkja­hers á Græn­landi og sprakk í loft upp. Um leið sprungu sprengjur sem voru tengdar kjarn­orku­sprengj­un­um. Þeim sprengjum var ætlað að koma kjarna­sam­runa af stað. Til allrar ham­ingju heppn­að­ist það ekki. Ef það hefði gerst væri lík­legt að nið­ur­staða þeirra sem sáu um eft­ir­lit að Sov­ét­ríkin hefðu gert árás og svarað í sömu mynt. Og herrar mínir og frúr, Græn­land er ekki svo ýkja langt frá Íslandi. Enn slapp Ham­fara­kyn­slóðin með skrekk­inn.

Þann 9. nóv­em­ber 1979 birt­ust merki þess að Sov­ét­ríkin hefðu skotið flug­skeytum í átt að Banda­ríkj­un­um. Öll við­vör­un­ar­kerfi fóru af stað og í sex mín­útur ríkti upp­lausn eða þangað til til­kynn­ingar frá gervi­tunglum og rad­ar­stöðvum stað­festu að engar sprengjur væru á leið­inni. Ástæða þessa var bilun í hug­bún­aði sem var not­aður til æfinga. Æfinga sem áttu að und­ir­búa þá sem manna eft­ir­lits­stöðv­arnar fyrir verstu hugs­an­legu aðstæð­ur. Þær sex mín­útur sem ástandið varði ríkti mikil geðs­hrær­ing í stjórn­stöðv­un­um.

Þetta var ekki í síð­asta skipti sem Ham­fara­kyn­slóðin hefði getað þurrkast út, því að þann 3. júní 1979 birt­ist talan tveir á skjá sem undir venju­legum kring­um­stæðum sýndi 0. Það var talan sem allir vildu sjá og þýddi að engar eld­flaugar væru á ferð en allt í einu var sem tvær flaugar væru á lofti. Enn og aftur fór allt varn­ar­kerfið í gang en kom­ist var fyrir vand­ann að því er virt­ist og ósköpum afstýrt. Allir önd­uðu léttar í um þrjá daga þegar sama atburða­rásin end­ur­tók sig. Aftur fór allt kerfið af stað og heim­ur­inn var á helj­ar­þröm í nokkrar mín­út­ur. Loks eftir ítar­legar rann­sóknir fannst bil­unin sem reynd­ist vera í vél­bún­aði einnar tölvu.

Stan­islav Petr­ov, und­ir­ofursti í sov­éska hern­um, var einn á næt­ur­vakt í stjórn­stöð hers­ins þann 26. sept­em­ber 1983 þegar við­vör­un­ar­kerfið gaf merki um að kjarn­orku­árás væri hafin með mörgum eld­flaug­um. Petrov bar að láta yfir­menn sína vita en sem betur fer gerði hann það ekki. Hann ákvað að kanna málið nán­ar. Um 23 mín­útum síðar hafði hann full­vissað sig um að um mis­tök og ranga við­vörun væri að ræða. Mikil gæfa fyrir mann­kynið að sá maður var á vakt­inni þessa nótt.

Auglýsing

Það eru hugs­an­lega fleiri atvik sem hefðu getað endað með kjarn­orku­styrj­öld og þó að Sov­ét­ríkin heyri sög­unni til eiga Rússar ara­grúa kjarn­orku­vopna og sömu­leiðis Banda­ríkja­menn. Þessi ríki eru fjarri því vin­veitt. Ind­land og Pakistan eru grann­ríki sem eiga iðu­lega í erjum og hafa yfir slíkum vopnum að ráða. Evr­ópu­ríki sömu­leiðis og Ísr­ael eru stoltir eig­endur gjör­eyð­ing­ar­vopna. Kína á sitt kjarn­orku­vopna­búr og Írans­stjórn hefur verið að vinna að kjarn­orku­á­ætlun um hríð en hefur ekki komið sér upp sprengju, svo vitað sé, enn sem komið er. Íranir hafa ítrekað brotið á kjarn­orku­sátt­mála rík­is­ins við stór­veldin frá árinu 2015 eftir að Banda­ríkin drógu sig ein­hliða út úr samn­ingnum og hófu við­skipta­þving­anir að nýju. Stjórn­völd í Norð­ur­-Kóreu hafa reynt að koma sér upp þessum skelfi­legu vopnum og hafa sprengt kjarn­orku­sprengjur í til­rauna­skyni en ekki tek­ist að setja þær í virkar eld­flaug­ar. Ástandið er sem sagt ekki stöðugt og enn er mögu­leiki á að Ham­fara­kyn­slóðin endi veg­ferð sína hér á jörðu í geisla­virkri hel­för.

Ótt­inn við kjarn­orku­styrj­öld var mik­ill og við munum flest eftir æfingum almanna­varna þegar lúðrar voru þeyttir og taktur hljóð­merkj­anna sagði til um hvers­konar skelf­ing væri í þann mund að skella á. Allar upp­lýs­ingar um merk­ingu hljóð­merkj­anna mátti finna á síðum síma­skrár­innar sem kom út árlega.

Kalda stríð­inu lauk ekki fyrr en seint á tutt­ug­ustu öld með falli Sov­ét­ríkj­anna. Enn í dag hefur ísinn ekki alveg þiðnað eftir þann fimb­ul­vet­ur.

Umhverf­isvá

Þegar líða tók á átt­unda ára­tug­inn kom í ljós að það voru ekki bara kjarn­orku­vopn sem gátu grandað Ham­fara­kyn­slóð­inni. Nýjar ógnir birt­ust henni við sjón­deild­ar­hring­inn. Váleg tíð­indi voru boðuð en þó ekki ný sann­indi. Vís­inda­menn átt­uðu sig á að alls ekki er snjallt að blanda blýi í bens­ín.

Það var gert í upp­hafi til þess að vélar og mót­orar slægju mjúk­lega. Sá sem fyrstur bland­aði blýi í bensín hét Thomas Midgley yngri. Hann lifði og dó fyrir tíma Ham­fara­kyn­slóð­ar­inn­ar, hann var fæddur 18. maí 1889 og lést 2. nóv­em­ber 1944. Midgley var efna­verk­fræð­ingur að mennt og fann upp blý­efna­sam­bandið Tetra­et­hyl. Seinna kom í ljós að þessi blanda var mjög hættu­leg fyrir fólk og umhverf­ið, en svo snemma sem um 1924 dó starfs­fólk verk­smiðju sem fram­leiddi efnið hræði­legum dauð­daga.

Ekk­ert var gert í því og enn hélt sagan áfram og Midgley þró­aði einnig klór­flú­or­kolefn­is­gas (CFC), þekkt sem Fre­on. Freon var efni sem notað var í kæli­kerfi og allir ísskápar heims­ins inni­héldu. Freon var efnið sem eyddi óson­lag­inu, varn­ar­skildi jarð­ar­innar fyrir útfjólu­blá­um, mjög svo skað­leg­um, geislum sól­ar­inn­ar.

Bæði Freon og Tetra­et­hyl blý hafa nú verið bönnuð en það er enn gat á óson­lag­inu yfir suð­ur­skaut­inu. Þó er huggun harmi gegn að ástand þess er að lag­ast. Hins­vegar getur eng­inn sagt með vissu hversu margir dóu ótíma­bærum dauð­daga vegna blý­meng­un­ar­inn­ar.

Hamfarakynslóðin tekst nú á við umhverfisvána.

Á átt­unda ára­tugnum lögðu vís­inda­menn til að farið yrði að skoða það að minnka brennslu á kol­um, olíu og gasi. Það sem þeir sáu var að hita­stig var tekið að hækka mikið og ástæða þess varað þeirra mati upp­söfnun koltví­sýr­ings í and­rúms­loft­inu. Kenn­ingar og til­gátur af þessu tagi höfðu heyrst áður en þegar þarna var komið sögu var hægt að færa sönnur á þær. Núna eru flestir á einu máli um það að gróð­ur­húsa­á­hrifin eru að setja allt loft­lags- og nátt­úru­jafn­vægi jarð­ar­innar úr skorð­um, en þegar Ham­fara­kyn­slóðin var að slíta barnskónum var þetta sem geim­vís­indi fyrir fólki.

Nátt­úru­váin varð ein helsta ógnin við mann­kynið þegar leið á tutt­ug­ustu öld. Nú hækkar hita­stig hratt, skógar brenna, ár vaxa í áður óþekktu úrhelli og flæða um stræti og yfir hús, ofur­stormar æða yfir byggð ból, jöklar bráðna og svo fram­veg­is. Orð Utan­garðs­manna er hugs­an­lega hægt að heim­færa upp á það ástand sem nú rík­ir. Þið munið öll ...

Orku­gjafar sem kosta

Auð­vitað hefur ganga Ham­fara­kyn­slóð­ar­innar líka verið til góðs. Hún hefur pælt í því að laga það sem miður hefur farið en árang­ur­inn er tak­mark­aður að því er best fæst séð. Tækn­inni hefur fleygt fram og nú er svo komið að við sitjum með tölvur í kjöltum og berum með okkur far­síma sem eru jafn öfl­ugir og jafn­vel öfl­ugri en ofur­tölvur for­tíð­ar­innar voru. Á hverju heim­ili í vel­meg­andi hluta heims­ins eru tæki og tól sem talið er að ekki sé hægt að lifa án.

Öll þurfa þessi tæki orku sem fæst með ýmsum hætti. Auð­vitað brennir mann­kynið reið­innar býsnum af olíu, gasi og kolum til að upp­fylla orku­þörf­ina sem hefur síður en svo góð áhrif á stöðu lofts­lags­mála. Að auki er kjarn­orka notuð við orku­fram­leiðslu. Það eru ekki allir sam­mála því að nýt­ing kjarn­orku sé það rétta í stöð­unni. Geisla­virkur úrgangur er mikið vanda­mál því að afgangs­efni verður að geyma um hund­ruð eða þús­undir ára uns það verður hættu­laust. Það er áfram geisla­virkt og skað­legt mönn­um, dýrum og allri nátt­úr­unni.

Ekk­ert er full­komið og það á við um kjarn­orku­ver jafnt sem ann­að. Við könn­umst öll við nöfn eft­ir­tal­inna kjarn­orku­vera. Dag­setn­ing­arnar segja til um hræði­leg skakka­föll sem þar urðu; Fukus­hima Dai­ichi, Fukus­hima í Jap­an, 11. mars 2011; Cherno­byl í Úkra­ínu (áður hluti Sov­ét­ríkj­anna), 26. apríl 1986; Three Mile Island í Midd­letown Penn­syl­vaníu í Banda­ríkj­un­um, 28. mars 1978; Enrico Fermi, Frenchtown Charter Towns­hip, Michigan í Banda­ríkj­unum 5. októ­ber 1966 og SL-1, Idaho Falls í Ida­ho, Banda­ríkj­unum 3. jan­úar 1961.

Þetta eru allt kjarn­orku­ver þar sem bilun hefur orðið eða nátt­úru­ham­farir hafa skapað hættu. Cherno­byl og Fukus­hiima standa okkur næst í tíma og slysin þar höfðu mikil áhrif á skoðun almenn­ings á þessum orku­gjafa. Það má velta því fyrir sér hvort annað hefði verið upp á ten­ingnum ef kjarn­orkan hefði verið þróuð sem orku­gjafi en ekki sem vopn.

Ísland og ham­fara kyn­slóðin

Ísland komst undir vernd­ar­væng Banda­ríkj­anna í síð­ari heims­styrj­öld, eða árið 1942. Margt gott gerð­ist á Íslandi á stríðs­ár­unum þó hörm­ung­arnar í Evr­ópu séu ólýs­an­leg­ar. Mik­ill upp­gangur varð í sam­fé­lag­inu og efna­hag­ur­inn dafn­aði. Eftir að styrj­öld­inni lauk gerð­ist Ísland aðili að Sam­ein­uðu þjóð­unum og eftir miklar deilur inn­an­lands gekk Ísland í Atl­ants­hafs­banda­lagið NATO þann 10. mars 1949. Eftir 1952 byggðu Banda­ríkja­menn her­stöð og flug­völl á Mið­nes­heiði og settu upp rad­ar­stöðvar á nokkrum stöð­um. Ísland var orðið hlekkur í vörnum Banda­ríkj­anna og NATO gegn hern­að­ar­við­bún­aði Sov­ét­ríkj­anna og Var­sjár­banda­lags­ins.

Lúðrar almanna­varna voru þeyttir reglu­lega í æfinga­skyni sem stöðug áminn­ing til Ham­fara­kyn­slóð­ar­innar um hugs­an­lega yfir­vof­andi vá. Svo gaus og Surtsey varð til árið 1963. Á Heimaey hófst gos þann 23. jan­úar 1973 og því lauk 3. júlí sama ár. Þegar gosið hófst voru eyj­ar­skeggjar fluttir á brott með hraði og sumir snéru ekki aft­ur. Þeir sem vildu koma aftur brettu upp ermarnar og hreins­un­ar­starf hófst og íbúar tóku að flytja til baka í ágúst.

Og svo sveifl­ast efna­hag­ur­inn

Frá 1958 til 1976 deildu Íslend­ingar við Breta og önnur ríki um yfir­ráð yfir land­helg­inni. Á þessum tíma var hún færð úr 12 mílum í 200 míl­ur. Þetta var mjög mik­il­vægt fyrir Ísland þar sem nú var hægt að stjórna nýt­ingu auð­lind­ar­innar sem átti að heita sam­eign Íslend­inga. Það átti þó eftir að breyt­ast með til­komu kvóta­kerf­is­ins sem virð­ist hafa fært eigna­rétt á auð­lind­inni í hendur örfárra stór­eigna­manna og fjöl­skyldna þeirra.

Landhelgin.

Árið 1983 var ár verð­bólg­unn­ar. Á síð­ari hluta árs­ins 1982 fór verð­bólgan úr bönd­unum og frá jan­úar 1983 til jan­úar 1984, mæld­ist hún rúm 70%. Þetta hafði mikil áhrif á efna­hag lands­ins og verð á vörum og þjón­ustu snar­hækk­aði. Efna­hagur lands­ins stjórn­að­ist af sveiflum í sjáv­ar­út­vegi sem á milli ára voru æði miklar oft og tíð­um. Þegar leið á öld­ina og Ham­fara­kyn­slóðin hafði slitið barns­skón­um, vænk­að­ist hag­ur­inn tölu­vert og með breyt­ingu á reglum um lán og lána­starf­semi komst banka­kerfið á flug. Nýfrjáls­hyggjan varð að nýjum „trú­ar­brögð­um“ hér­lendis og enn eru þau það afl sem sem mörgu stjórn­ar.

Íslenskir bankar virt­ust vera óskeik­ulir á fjár­mála­mörk­uðum og nýríkir banka­menn í alltof þröngum bux­um, laxa­bleikum skyrt­um, knoll­uðum jökkum og támjóum skóm óku um göt­urnar í rán­dýrum öku­tækjum og ferð­uð­ust á milli heims­álfa í einka­þotum og á snekkj­um. En einn góðan veð­ur­dag haustið 2008, eftir nokkuð langan aðdrag­anda, var ævin­týrið úti og það komst upp að inni­stæðan á banka­reikn­ingnum var harla fátæk­leg og ríki­dæmið byggt á blekk­ingu einni. Nýju fötin keis­ar­ans. Hrunið hófst og afleið­ingar þess voru hrika­legar og grass­era enn.

Ham­fara­kyn­slóðin hafði orðið fyrir skakka­föllum áður og séð ýmis­legt, en Hrunið kom heldur betur við kaun­inn á henni. Þarna hafði heims­myndin skekkst all veru­lega og Ísland var ekki lengur bestasta land í heimi. Upp­bygg­ing­ar­starfið hófst og reynt var að greiða til baka það sem greiða þurfti eins fljótt og auðið var. Rík­is­út­gjöld voru skorin niður og margir áttu um sárt að binda. „Bankster­arn­ir” voru teknir til rann­sóknar og sumir þurftu að afplána fang­els­is­dóma. Eignir í skatta­skjólum komu í ljós og Alþjóða­gjald­eyr­is­sjóð­ur­inn mætti til lands­ins og hafði eft­ir­lit með aðgerð­um. Lán varð að taka til að greiða niður lán og mögur ár gengu í garð þar sem sjálfs­á­lit Íslend­inga beið mikla hnekki.

Svo vænk­að­ist hag­ur­inn aft­ur. Það má segja að þrjú eld­gos hafi komið Íslandi á kort ferða­manna sem flykkt­ust unn­vörpum til lands­ins, sem hjálp­aði við end­ur­reisn efna­hags­ins. Það gaus í Eyja­fjalla­jökli, fyrst á Fimm­vörðu­hálsi 20. mars 2010 og svo í jökl­inum sjálfum 14. apríl sama ár. Það gos hafði mikil áhrif á flug­um­ferð í Evr­ópu og Amer­íku og frétta­veitur fjöll­uðu mikið um það. Um ári seinna eða 21. maí 2011 gaus svo í Grím­svötn­um. Ferða­manna­straum­ur­inn var haf­inn af fullum þunga. Með ferða­mönn­unum komu aðrir gest­ir. Það var kvik­mynda­gerð­ar­fólk sem not­aði íslenska nátt­úru sem bak­grunn fyrir margs­konar sög­ur.

Eftir Hrunið

Ný stjórn­ar­skrá var rituð og þjóðin sam­þykkti að hafa drög stjórn­laga­ráðs til hlið­sjónar við end­ur­bætur hinnar gömlu. Stjórn­mála­menn eru þó ekki allir á sama máli og almenn­ing­ur. Það mál hefur verið svæft til að nátt­úru­auð­lindir þjóð­ar­innar verði ekki skil­greindar sem sam­eign heldur sér­eign auð­manna. Stjórn­ar­skráin sem tók gildi við lýð­veld­is­stofn­un­ina 1944 átti alltaf að sæta end­ur­skoðun en svo leið tím­inn og hver rík­is­stjórn á fætur ann­ari lét hjá líða að end­ur­skoða hana. Þó hafa nokkrar breyt­ingar verið gerðar á henni, einkum hvað varðar kjör­dæma­skip­un, fjölda alþing­is­manna auk þess sem mann­rétt­inda­kafla var bætt við um miðjan tíunda ára­tug 20. ald­ar. Gunnar Thorodd­sen for­sæt­is­ráð­herra lagði fram drög að stjórn­ar­skrá 1983 og fleiri til­lögur mætti nefna sem ekki hafa hlotið hljóm­grunn.

Hvar er nýja stjórnarskráin?

Og spurt er; hvað á sót­svartur almúg­inn að gera við slíkt þegar þeir, sem telja sig rétt­mæta eig­endur auð­lind­anna, maka krók­inn og passa að sem fæstir brauð­molar falli af borð­inu?

Auð­vitað var Hrunið ekki sér­ís­lenskt fyr­ir­brigði. Það byrj­aði í Banda­ríkj­unum þegar fjár­mála­kerfið fór á hlið­ina vegna þess að bankar höfðu lánað fé og vafðar höfðu verið miklar fléttur til að leyna því að oft voru þeir sem tóku lánin ekki borg­un­ar­menn fyrir þeim. Hitt er svo annað mál að Íslend­ingar og íslensk stjórn­völd gerðu fátt til að afstýra Hrun­inu í und­an­fara þess. Keyptum bara dýr­ari bíla, vold­ugri hús og fórum í flott­ari utan­lands­ferð­ir. Við skráðum okkur flest í trú­fé­lag nýfrjáls­hyggj­unn­ar.

Aftur út í heim

Áður en þetta allt átti sér stað hafði ýmis­legt gerst. Banda­ríkin töp­uðu Víetnam­stríð­inu en héldu áfram að skipta sér af stjórn­málum út um allan heim. Það gerðu Sov­ét­ríkin einnig og þó að ekki væru háðar styrj­aldir þar sem stór­veldin berð­ust opin­skátt hvort við annað þá var ekki friður í ver­öld Ham­fara­kyn­slóð­ar­inn­ar. Hung­ursneyðir voru algengar víða um heim og í mið­aust­ur­löndum var ekki frið­væn­legt. Ísra­elar háðu hið svo­kall­aða Yom Kippur stríð sem er líka nefnt Rama­dan stríðið við Sýr­land, Egypta­land og banda­menn þeirra í Sínæ eyði­mörk­inni og á Gólan hæðum frá 6. til 25. októ­ber 1973. Átökin ollu mik­illi spennu á milli Sov­ét­ríkj­anna og Banda­ríkj­anna og eftir að vopna­hléi hafði verið komið á 25. októ­ber var ekki búið að leysa nein deilu­mál hinna stríð­andi fylk­inga. OECD, sam­tök olíu­fram­leiðslu­ríkja, settu á við­skipta­bann á olíu við banda­menn Ísr­a­el. Þetta varð til þess að eldsneytiskortur varð í Banda­ríkj­unum og víða ann­ars stað­ar. Sov­ét­ríkin háðu sitt von­lausa stríð í Afganist­an. Íran og Írak bár­ust á bana­spjótum í nokkur ár og mikil átök voru í Afr­íku. Suð­ur­-Am­er­íka var ekki frið­söm álfa held­ur. Þó að Ham­fara­kyn­slóðin okkar Íslend­inga hafi ekki orðið vitni að eða þátt­tak­andi í heims­styrj­öld þá hefur eng­inn friður ríkt.

Stór­veldi hrynur

Fundur Ron­alds Reagan for­seta Banda­ríkj­anna og Mik­hails Gor­bachev aðal­rit­ara sov­éska Komm­ún­ista­flokks­ins fór fram í Reykja­vík 11. og 12. októ­ber 1986. Efni fund­ar­ins var að ná stjórn á kjarn­orku­vopna­eign stór­veld­anna. Ekki náð­ist sam­komu­lag á fund­inum en þó náð­ist tölu­verður árangur og árið eftir skrif­uðu stór­veldin undir sam­komu­lag. Þegar þarna var komið var stjórn­skipu­lag Sov­ét­ríkj­anna komið í öng­stræti og kostn­að­ar­samt stríð þeirra í Afganistan hjálp­aði ekki til. Gor­bachev komst til valda í mars 1985 og reyndi að koma af stað umbótum og opn­un­ar- og end­ur­skoð­un­ar­stefn­urnar Glasnost og Per­stroika litu dags­ins ljós.

En það sem hann hafði ætlað sér fór ekki eins og lagt var upp með. Sov­ét­ríkin rið­uðu til falls og eft­ir­mál­inn varð sá, að ríkja­sam­bandið lið­að­ist í sund­ur. Vegg­ur­inn, sem reistur hafði verið árið 1961 milli Aust­ur- og Vestur Berlínar og hafði verið ein af tákn­myndum Járn­tjalds­ins, aðskiln­aðar aust­urs og vest­urs, var rif­inn niður í nóv­em­ber 1989. Sama ár brutu kín­versk stjórn­völd upp­reisn­ar­til­raun á bak aft­ur. Íbúar ríkj­anna sem höfðu til­heyrt áhrifa­svæði Sov­ét­ríkj­anna reyndu að breyta stjórn­ar­fari sínu og koma á lýð­ræði. Eystra­salts­ríkin sem lengi höfðu þráð sjálf­stæði brut­ust undan valdi Sov­ét­ríkj­anna, Júgóslavía gliðn­aði í sundur og á eftir fylgdu blóðug átök. Hraði atburða­rás­ar­innar var mik­ill og að end­ingu var Gor­bachev settur til hliðar og Boris Yeltsin tók við stjórn­ar­taumunum í aust­ur­vegi. Mikið upp­lausn­ar­á­stand varð og ekki var auð­velt að sjá hver loka­nið­ur­staðan yrði. Hættan á átökum var alltaf til staðar og utan­rík­is­stefna George W. Bush, Banda­ríkja­for­seta var ekki ein­dreg­in. Reynt var að haga seglum eftir vindi.

Meiri ósköp í aust­ur­löndum

Árið 1990 réð­ust Írakar inn í smá­ríkið Kúvæt og her­námu það. Þeir vildu kom­ast yfir olíu­lindir rík­is­ins og voru líka að reyna að finna leið til að sleppa við að greiða skuld sína sem hafði orðið til á meðan á stríð­inu við Íran stóð.

Sam­ein­uðu þjóð­irnar for­dæmdu inn­rás­ina og í jan­úar 1991 réð­ist her undir stjórn Banda­ríkj­anna inn í landið og rak Íraka á flótta. Myndir frá þessum atburðum voru skelfi­leg­ar. Sjón­varps­stöðvum var leyft að sýna mynd­skeið tekin á mynda­vélar í her­þotum sem vörp­uðu sprengjum á skot­mörk á jörðu niðri. Frétta­menn fylgdu hernum og frétta­flutn­ing­ur­inn var frekar eins­leit­ur. Her Íraks beið mikið afhroð en áður en hann yfir­gaf landið var kveikt í um 600 olíu­lindum og bor­hol­um. Saddam Hussein ein­ræð­is­herra hafði þarna ætlað sér um of, en hann var lát­inn í friði um nokk­urt skeið eftir þetta.

Auglýsing

Enn hélt Ham­fara­kyn­slóðin áfram að upp­lifa sína tíma. Vís­inda­menn vör­uðu enn við að hnatt­ræn hlýnun væri aðkallandi vanda­mál og að mengun héldi áfram að aukast. Far­símar urðu almanna­eign, inter­netið kom til að vera og heims­myndin breytt­ist er tækn­inni fleygði fram. Kín­verski komm­ún­ista­flokk­ur­inn vildi ekki gefa eftir alræð­is­vald sitt en ákvað að lyfta höftum af frjálsu fram­taki. Efna­hagur þessa gríð­ar­lega víð­feðma og fjöl­menna lands fór á flug. Ind­land og fleiri ríki nýttu sér óspart tæki­færin sem þessi nýja heims­mynd hafði skap­að.

Tækni­fram­farir voru miklar en það urðu einnig eft­ir­tekt­ar­verð slys og bakslög. Geimsku­tlur voru hann­aðar og voru miklar vonir bundnar við það fram­fara­skref að geta notað sama far­ar­tækið aftur og aftur til að kom­ast út í geim í stað einnota eld­flauga. Þetta gekk þó ekki áfalla­laust. Geimsku­tlan Chal­len­ger sprakk í loft upp í flug­taki 1986 og allir sem um borð voru lét­ust. Fjöldi fólks sá ósköpin eiga sér stað í beinni útsend­ingu sjón­varps. Þetta var mikið áfall fyrir Banda­rísku geim­ferða­stofn­un­ina NASA og eins og seinna kom í ljós var þraut­ar­göng­unni ekki lok­ið.

Mikið var rætt um það að er 21. öldin gengi í garð þá færu tölvu­kerfi heims­ins í hnút er 1999 breytt­ist í 2000. Þær ham­farir sem margir höfðu spáð fyrir um áttu sér þó ekki stað. Þess í stað urðu önnur ósköp til þess að skekja heim­inn og Ham­fara­kyn­slóð­ina mína snemma á nýju öld­inni.

Þriðju­dagur til þrautar

Á ósköp venju­legum þriðju­degi þann 11. sept­em­ber 2001 gerð­ust skelfi­legir atburðir sem áttu eftir að hafa áhrif um allan heim. Fjórum far­þega flug­vélum var rænt af skæru­liðum öfga­sam­tak­anna Al-Qa­eda undir stjórn Osama bin Laden frá Saudi-­Ar­ab­íu. Vél­arnar voru á leið til Kali­forníu en þess í stað var Amer­ican Air­lines flugi 11 og United Air­lines flugi 175 flogið á turna World Trade Center í New York. Turn­arnir hrundu og þús­undir týndu lífi.

Árásin á World Trade Center í New York 11. september 2001.

Þriðju far­þega­flug­vél­inni, Amer­ican Air­lines flugi 77, var flogið frá Dul­les flug­vell­inum í Texas og brot­lent á vest­ur­hlið Penta­gon, höf­uð­stöðvum Banda­ríkja­hers í Virg­in­íu.

Fjórðu vél­inni var flogið í átt að höf­uð­borg­inni Was­hington en hún brot­lenti nálægt Shanksville í Penn­syl­van­íu. Lík­legt er talið að far­þegar vél­ar­innar hafi náð að yfir­buga flug­ræn­ingj­ana og brot­lenda þarna til að afstýra frek­ari hörm­ung­um. Það er ekki vitað fyrir víst en til­gátur eru um það að ætlun hryðju­verka­mann­anna hafi verið sú að brot­lenda vél­inni á Hvíta hús­inu eða á þing­hús­inu sjálfu.

Þetta var að vonum mikið áfall fyrir Banda­ríkja­stjórn, stuttu eftir þessa atburði féll grunur á Al-Qa­eda og var stríði gegn hryðju­verkum ýtt úr vör og heims­veldið réð­ist inn í Afganistan þaðan sem Sov­ét­menn urðu að hverfa með skottið á milli lapp­anna eftir næstum tíu ára stríð nokkru fyrr. En nú átti að ganga á milli bols og höf­uðs á Talí­bönum sem höfðu engu svarað óskum Banda­ríkja­manna að setja Al-Qa­eda út í kuld­ann og fram­selja Osama bin Laden leið­toga þeirra. Mörg lönd efldu laga­setn­ingu varð­andi bar­áttu gegn hryðju­verk­um. Laga­breyt­ingar snér­ust iðu­lega um það að leyni­þjón­ustur og lag­anna verðir fengu mun frjáls­ari hendur til eft­ir­lits, njósna og hand­töku grun­aðra.

Osama bin Laden neit­aði sök til að byrja með en 2004 við­ur­kenndi hann að hafa lagt á ráðin um árás­irnar og ástæður hans voru þær að hann vildi ekki sjá banda­rískan her í Saudi-­Ar­abíu og mót­mæli vegna efna­hags­þving­ana sem höfðu verið settar á Írak. Hann var hund­eltur næstu árin og fannst loks í Pakistan árið 2011 þar sem hann var drep­inn í árás sér­sveitar banda­ríska sjó­hers­ins.

Árásin á Tví­bura­t­urn­ana hafði gríð­ar­leg áhrif á efna­hag New York borgar og ver­öldin öll upp­lifði efna­hag­skreppu í kjöl­far­ið. Mann­fallið var mikið og það mesta sem nokkru sinni hefur orðið í hryðju­verka­árás.

Auglýsing

Enn er ástandið í Aust­ur­löndum skelfi­legt. Sýr­land er í rúst, Ísr­ael á í stöð­ugum erjum við nágranna sína og í skjóli stuðn­ings Banda­ríkja­manna og mik­illa hern­að­ar- og efna­hags­legra yfir­burða hafa þeir framið mörg voða­verk­in.

Evr­ópu­búar hafa einnig fengið að kenna á hryðju­verk­um. Nú eru tíu ár síðan norskur öfga hægri-­maður sprengdi bíla­sprengju í mið­borg Osló og fór þaðan til eyj­unnar Úteyjar og skaut þar fjölda ung­menna sem voru að gera sér glaðan dag á vegum Norska Jafn­að­ar­manna­flokks­ins. Hver man ekki eftir árásinni á skrif­stofur skop­mynda­tíma­rits­ins Charlie Hebdo í París þann 7. jan­úar 2017, árásinni í Kaup­manna­höfn 14. febr­úar 2015, árásinni á Bataclan tón­list­ar­höll­ina í París 13. nóv­em­ber 2015, sprengju­árásir á flug­velli og lest­ar­stöð í Brus­sel 22. mars 2016 og svo mætti lengi telja.

Hryðju­verkaógnin er enn til staðar og á meðan ekki ríkir friður eru borg­arar taldir vera rétt­mæt skot­mörk öfga­manna af öllu tagi. Hat­urs­orð­ræða gegn ýmsum hópum í okkar nærum­hverfi er að aukast og með til­komu nets­ins og sam­fé­lags­miðl­anna er það orð­inn leikur einn að senda vafasöm skila­boð sem sjást í vöfrum millj­óna.

Og hvað svo?

Ham­fara­kyn­slóðin er nú komin vel á legg og við erum nú á bil­inu 46 til 66 ára að aldri. Enn eru þónokkur ár þangað til að þau sem til­heyra henni hverfa öll yfir móð­una miklu. Það verður að segj­ast að þessi kyn­slóð lifði og lifir gríð­ar­lega umbrota­tíma. COVID-19 heims­far­ald­ur­inn skall á um og eftir ára­mótin 2019-2020. Nýj­ustu tölur um and­lát af völdum hans eru fjórar millj­ónir manna. Þetta eru mjög óáreið­an­legar tölur þar sem mörg lönd geta ekki metið hve margir hafa dáið vegna þessa skelfi­lega sjúk­dóms.

Enn er ekki ró í heim­inum og það má segja að Don­ald Trump fyrr­ver­andi Banda­ríkja­for­seti hafi sett allt á annan end­ann. Hann trúir því enn að Joe Biden, núver­andi for­seti, hafi ekki sigrað í kosn­ing­unum í nóv­em­ber 2020 á lög­legan hátt. Hér verður látið kjurt liggja að ræða það en heim­ur­inn getur andað ögn léttar nú þegar Trump er horf­inn af sjón­ar­svið­inu í bili að minnsta kosti.

Það er þó ekki svo að Ham­fara­kyn­slóðin geti sest róleg í helgan stein. Langt í frá. Upp­gjör Banda­ríkj­anna, Rúss­lands og Kína á eftir að eiga sér stað. Nú ríkir eins­konar milli­bils­á­stand en slíkt ástand er alltaf hættu­legt, vel er hugs­an­legt að allt fari í bál og brand og að þriðja heim­styrj­öldin skelli á.

Ógnin vegna lofts­lags­breyt­inga og gríð­ar­legrar meng­unar varir enn. Mann­kyn­inu fjölgar gríð­ar­lega og þó að mikil hag­sæld virð­ist ríkja víða, þá eru þeir sem ekki eiga neitt og geta litla björg sér veitt óhugn­an­lega stór hluti mann­kyns. Það er aug­ljóst að stefnu­breyt­ing þarf að verða og sú breyt­ing þarf að eiga sér stað á heims­vísu.

Millj­arða­mær­ingar kepp­ast nú við að kom­ast út í geim. Það er í fínu lagi í sjálfu sér en spurn­ingin er hvort þetta er á nokkurn hátt nauð­syn­legt og hvort að rétt­læt­an­legt sé að örfáir eigi megnið af auð­æfum heims­ins. Ég vil í það minnsta vekja athygli á þessu og vona að vit­ræn umræða skap­ist um það sem að okkur öllum snýr.

Megi Ham­fara­kyn­slóðin lifa lengi og við batn­andi aðstæð­ur. Og von­andi tekst henni að skila af sér betri heimi til afkom­and­anna en hún tók við. Enn virð­ist tími til að laga það sem þarf nauð­syn­lega að laga. Það er ein­fald­lega lífs­spurs­mál fyrir okkur öll.

Höf­undur er kenn­ari/­kvik­mynd­ar­gerð­ar­maður

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir er ritstjóri Stundarinnar, en Jón Trausti Reynisson er framkvæmdastjóri útgáfufélagsins auk þess að vera blaðamaður á miðlinum.
Útgáfufélag Stundarinnar tapaði rúmlega milljón krónum á síðasta ári
Tekjur útgáfufélags Stundarinnar námu 233,9 milljónum króna á síðasta ári og jukust þær um fjögur prósent á milli ára. Tapið af rekstrinum nam 1,2 milljónum króna í fyrra, samanborið við rúmlega sjö milljóna hagnað árið 2020.
Kjarninn 12. ágúst 2022
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir er utanríkisráðherra.
Inga Hrefna nýr aðstoðarmaður Þórdísar Kolbrúnar
Utanríkisráðherra er nú komin með tvo aðstoðarmenn. Alls má ríkisstjórnin ráða 27 aðstoðarmenn. Laun og starfs­­kjör aðstoð­­ar­­manna ráð­herra mið­­ast við kjör skrif­­stofu­­stjóra í ráðu­­neytum sam­­kvæmt ákvörð­unum kjara­ráðs.
Kjarninn 12. ágúst 2022
Jón Gunnarsson er dómsmálaráðherra.
Leggur til að sameina héraðsdómstóla landsins í eina stofnun
Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra er með áform um að sameina þá átta héraðsdómstóla sem eru í landinu í eina stofnun. Forsenda sameiningarinnar er að sameinaður dómstóll hafi starfsstöðvar á landsbyggðinni.
Kjarninn 12. ágúst 2022
Kolafarmi frá Suður-Afríku skipað upp í pólskri höfn í sumar.
Pólverjum er vandi á höndum
Stærsti framleiðandi kola í Evrópu utan Rússlands er í vanda staddur eftir að hafa bannað innflutning á rússneskum kolum vegna innrásarinnar í Úkraínu.
Kjarninn 12. ágúst 2022
Kristján Loftsson forstjóri Hvals hf. virðir hér fyrir sér dauðan hval í Hvalfirði í júlímánuði.
Lögregla væntir þess að Hvalur hf. skili dróna svissneska ríkisútvarpsins í dag
Teymi frá svissneska ríkisfjölmiðlafyrirtækinu SRG SSR flaug dróna yfir hvalstöð Hvals hf. fyrr í vikunni. Starfsmenn Hvals hf. hirtu af þeim drónann og lögreglan á Akranesi hefur krafið fyrirtækið um að skila dróna Svisslendinganna.
Kjarninn 12. ágúst 2022
Hildur Björnsdóttir oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.
Hildur varði 9,3 milljónum í prófkjörsslaginn og átti eina og hálfa milljón afgangs
Hildur Björnsdóttir oddviti Sjálfstæðisflokksins átti 1,5 milljónir eftir í kosningasjóði sínum þegar prófkjör Sjálfstæðisflokksins í borginni var um garð gengið. Það fé ætlar hún að færa félagi sem hún sjálf stjórnar, en það heitir Frelsisborgin.
Kjarninn 12. ágúst 2022
Skúli Mogensen hefur byggt upp mikla ferðaþjónustu í Hvammsvík i Hvalfirði.
Áformin einkennist af „einhvers konar firringu“
Zephyr Iceland, sem áformar vindorkuver í Hvalfirði, „forðast að snerta á kjarna málsins“ í matsáætlun á framkvæmdinni. Kjarninn er sá að mati Skúla Mogensen, eiganda sjóbaðanna í Hvammsvík, að áformin einkennast af „einhvers konar firringu“.
Kjarninn 12. ágúst 2022
Vatnsyfirborð Rínarfljóts hefur lækkað stöðugt síðustu vikur.
Hættuástand að skapast í Rínarfljóti – Munu skipin geta siglt?
Vatnsyfirborð Rínarfljóts gæti á næstu dögum orðið hættulega lágt að mati þýskra yfirvalda. Sífellt erfiðara er að flytja vörur um ána, m.a. kol og bensín. Gríðarmiklir þurrkar hafa geisað víða í Evrópu með margvíslegum afleiðingum.
Kjarninn 11. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar