Auglýsing

Þetta hljóm­aði allt svo ein­falt. Sýnum sam­stöðu, komumst í gegnum bylgj­urnar með því að sætta okkur við stór­kost­legar tak­mark­anir í dag­legu lífi, látum svo bólu­setja alla og ferða­þjón­ustan mun koma okkur aftur á sama efna­hags­lega ról og áður. Treystið rík­is­stjórn stjórn­mála­legs stöð­ug­leika til að eyða hund­ruð millj­arða króna í þessa áætlun og kjósið hana aftur þegar áætl­unin hefur gengið upp korteri fyrir kosn­ing­ar.

En nú er þetta allt í einu ekk­ert svona ein­falt leng­ur. Innan við mán­uði eftir að end­ur­koma eðli­legs lífs var boðuð og hætt var að skima bólu­setta, börn og þá sem voru með vott­orð um fyrri sýk­ingar á landa­mærum er bólu­sett fólk að sýkj­ast. Til við­bótar er grunur um að fólk sem var einu sinni búið að fá COVID-19 sé að fá sjúk­dóm­inn aftur. Og far­ald­ur­inn er í veld­is­vexti. Eftir að landa­mærin voru galopnuð þá hefur nýtt afbrigði veirunnar borist hingað til lands og grass­erar nú alls stað­ar. Metsmit­fjöldi er að grein­ast og Ísland stefnir hrað­byri í að verða rautt sam­kvæmt lita­kóð­un­ar­kerfi stærstu við­skipta­landa okk­ar. Þá verður talið hættu­legt að ferð­ast til Íslands, mörg ríki munu vara við ferðum hingað til lands og sum munu banna slík­ar. Ferða­þjón­ustu­end­ur­koman mun deyja út vegna ákvörð­un­ar­innar sem átti að tryggja henni líf­væn­leika.

Allt þetta átti auð­vitað að blasa við. Líkt og Arnar Páls­son erfða­fræð­ingur benti á í við­tali í Kjarn­anum fyrir nokkrum dögum þá var fyr­ir­séð að full­bólu­sett fólk myndi smita aðra, „sér­stak­lega í ljósi þess hvernig hegðun fólks úti í sam­fé­lag­inu hefur verið upp á síðkast­ið.“ Ávinn­ingi af bólu­setn­ingu væri hægt að tapa með því að sleppa öllum smit­vörn­um, vera sífellt í marg­menni og „knúsa alla sem koma með flug­vélum til lands­ins“.

Ein­ungis til plan A

Almenn sam­staða hefur ríkt um aðgerðir til að verja heil­brigð­is­kerfið og við­kvæm­ustu hópa sam­fé­lags­ins gegn smiti hingað til. Annað er uppi á ten­ingnum þegar kemur að efna­hags­legum aðgerðum vegna far­ald­urs­ins og þeim þáttum þegar heil­brigði og pen­ingar bland­ast sam­an, eða veg­ast á.

Auglýsing
Enginn þarf að efast um að eina efna­hags­lega plan rík­is­stjórn­ar­innar var það að ferða­þjón­ustan myndi draga Ísland út úr því ástandi sem hefur ríkt frá því í fyrra­vor. Nær allar efna­hags­að­gerðir hennar hafa beinst að þeirri atvinnu­grein og kostn­aður lands­manna við að halda henni á lífi, án telj­andi áhrifa á hlutafé eig­enda fyr­ir­tækja innan henn­ar, hleypur á tugum millj­arða króna hið minnsta.

Ákvörðun stjórn­valda, sem kynnt var á sér­kenni­legum blaða­manna­fundi með heilum sex ráð­herrum 12. maí í fyrra, um að opna landa­mærin frá miðjum júní og hleypa ferða­mönnum inn var tekin ein­ungis tveimur mán­uðum eftir að heims­far­aldur kór­ónu­veiru skall á. Og mörgum mán­uðum áður en búið var að þróa bólu­efni við fyrstu afbrigðum henn­ar. Sam­hliða fjár­magn­aði rík­is­stjórnin millj­arða króna mark­aðsá­tak til að hvetja fólk til að koma til Íslands. Allt þetta til að keyra af stað atvinnu­grein sem var átta pró­sent af vergri lands­fram­leiðslu árið 2019. Grein sem fékk ferða­menn til að eyða 370 millj­örðum króna hér­lendis á því ári á sama tíma og Íslend­ingar eyddu 200 millj­örðum króna á ferða­lögum erlend­is, sem þeir eyða nú að mestu inn­an­lands.

Fyrsta til­raun til opn­unar landamæra klikk­aði illa

Áður en þessi ákvörðun var tekin fór ekki fram neitt almenni­legt mat á þeim efna­hags­lega fórn­ar­kostn­aði á aðra fleti kerf­is­ins ef ákvörðun rík­is­stjórn­ar­innar myndi leiða til þess að far­ald­ur­inn tæki sig upp að nýju. Ákvörð­unin virt­ist að uppi­stöðu byggð á átta blað­síðna minn­is­blaði stýri­hóps þar sem sjö og hálfri blað­síðu var eytt í hag­ræn áhrif á ferða­þjón­ustu en sex línum í efna­hags­leg áhrif á allt hitt ef ákvörð­unin um að opna myndi skila annarri nið­ur­stöðu en lagt var upp með. Stýri­hóp­ur­inn tal­aði að uppi­stöðu við full­trúa ferða­þjón­ustu­fyr­ir­tækja og lobbý­ista þess iðn­aðar á meðan að hann vann minn­is­blað­ið. Við und­ir­bún­ing ákvörð­un­ar­innar ​​voru engir málsvarar ann­arra greina eða hópa sem töp­uðu á því ef veiran færi að dreifa sér um sam­fé­lagið að nýju kall­aðir til álits­gjaf­ar, enda hefð fyrir því að hags­munir einnar ráð­andi atvinnu­greinar stýri póli­tískri ákvörðunar­töku á Íslandi. Fyrst var það sjáv­ar­út­veg­ur, svo orka, þá banka­starf­semi og nú ferða­þjón­usta.

Áður en júlí­mán­uður árs­ins 2020 var úti hafði ný bylgja far­ald­urs haf­ist vegna smita sem bár­ust í gegnum landa­mærin og hertar aðgerðir sem skertu frelsi fólks og fyr­ir­tækja veru­lega verið settar á. Þegar það var loks ákveðið eftir á að meta hag­ræn áhrif af því að forð­ast harðar sótt­varn­ar­að­gerðir inn­an­lands kom í ljós að mögu­legur ávinn­ingur af því gæti hlaupið á hund­ruðum millj­arða.

Ákvörðun stjórn­valda, sem var illa und­ir­byggð og fram­kvæmd undir pressu frá einni atvinnu­grein, reynd­ist afleit. Og hafði miklar afleið­ing­ar. En stjórn­völd gátu staðið hana af sér, aðal­lega vegna þess að miklar vonir voru bundnar við að bólu­efni sem myndi leysa öll veiru­tengd vanda­mál væri handan við horn­ið. Þá má ekki van­meta að þeir sem gagn­rýndu ákvörð­un­ina opin­ber­lega, eins og Gylfi Zoega, fengu á sig harða gagn­rýni í stærstu einka­reknu fjöl­miðl­un­um, sem styðja rík­is­stjórn­ina. Gylfi kall­aði þetta „bun­ur“ í við­tali í maí sem væru við­búnar þegar „þessir hags­muna­að­ilar eiga dag­blöð­in.“

Knús­ist í eðli­lega líf­inu

Spólum áfram um eitt ár. Stjórn­völd taka ákvörðun um að galopna landa­mæri lands­ins fyrir ferða­mönnum í and­stöðu við vilja þorra þjóð­ar­inn­ar. Í könnun sem birt var í apríl kom fram að 92 pró­sent lands­manna vildu frekar harð­ari aðgerðir á landa­mærum en frek­ari tak­mark­anir inn­an­lands. Samt tók rík­is­stjórnin ákvörðun um gera til­raun á þjóð­inni í þeirri von að hátt hlut­fall bólu­settra myndi tryggja að þetta yrði vinn­ings­for­múla í kosn­ing­unum í haust.

Allar tak­mark­anir á lands­menn voru afnumdar í kjöl­farið og ráð­herra hvatti fólk til þess að knús­ast á sig­ur­há­tíð sem rík­is­stjórnin hélt fyrir sig sjálfa í Safna­hús­inu. Engin alvöru áhersla var lögð á að við­halda ein­stak­lings­bundnum smit­vörnum til að forð­ast frek­ari útbreiðslu. Það var erfitt að skilja ráð­herr­anna öðru­vísi en að þetta væri ein­fald­lega búið.

Spuna­tími keyptur

29 dögum síðar var búið að hefta líf almenn­ings á Íslandi á ný vegna þess að bólu­setn­ingin reynd­ist ekki sú töfra­lausn sem stjórn­völd – þau sem eiga að hafa bestu upp­lýs­ing­arnar – höfðu selt okkur að hún væri og Ísland að stefna inn í sína stærstu bylgju til þessa frá því að far­ald­ur­inn hófst. Fréttir frá Ísr­ael, þar sem hlut­fall bólu­settra er afar hátt, benda til þess að fólk sé samt að veikj­ast alvar­lega af veirunni. Þegar Ísland verður „rautt“ lok­ast að mestu sjálf­krafa fyrir komu ferða­manna til lands­ins.

Þar með er eina plan rík­is­stjórn­ar­innar farið fyrir bí. Enda ákvað hún að kynna ákvörð­un­ina um nýjar aðgerðir á föstu­dags­kvöldi á Egils­stöð­um. Það er vel þekkt aðferð að opin­bera vondar fréttir eða erfið mál á þeim tíma, sem er oft kenndur við Bermúda þrí­hyrn­ing­inn þar sem hlutir hafa til­hneig­ingu til að hverfa spor­laust. Það er gert í þeirri von að land­inn sé með hug­ann við annað í lok vinnu­viku og að helg­ar­vaktir fjársveltra fjöl­miðla séu und­ir­mann­aðar af reynslu­litlu fólki. Þannig sé hægt að ná frum­kvæði í umræð­unni. Kaupa sér spuna­tíma.

Mál sem skil­greinir allt okkar líf

Helgin var svo notuð til þess að reyna að selja þá hug­mynd að aðrir stjórn­mála­flokkar ættu ekki að gera sótt­varnir að póli­tísku bit­beini. Nú þegar sig­urplan rík­is­stjórn­ar­innar var farið út um þúfur níu vikum fyrir kosn­ingar þá eigi aðrir að sleppa því að bjóða upp á val­kosti í þessum far­aldri sem litar líf lands­manna meira en nokkuð ann­að. Og styðja bara við næstu stefnu­mark­andi skref þeirra sem voru að verða upp­vísir af því að vera ekki með neina aðra áætlun en þá sem var að fara út um þúf­ur.

Áætlun sem hefur meira og minna kraf­ist þess að lands­menn gefi eftir grund­vall­ar­mann­rétt­indi og per­sónu­frelsi vegna kröfu um sam­taka­mátt til að end­ur­heimta ein­hvers­konar eðli­leg­heit, sem við þurfum nú enn og aftur að skila aftur til baka.

Auglýsing
Ef stjórn­mála­menn ætla ekki að hafa skoðun á þeim mis­tökum sem sitj­andi rík­is­stjórn hefur gert með ákvörð­unum sínum um opnun landamæra, eða áætlun um hvernig þeir sjá fyrir sér fyr­ir­komu­lag veiru­mála til nán­ustu fram­tíð­ar, þá eiga þeir ekk­ert erindi í stjórn­mál. Stjórn­mála­öflum ber að leggja fram skýrar áætl­anir sem setja hags­muni flestra í for­grunn. Þar sem frelsi lands­manna til athafna og lífs­gæða er ekki bara sam­samað hags­munum fyr­ir­tækja í ferða­þjón­ustu. Og þeim ber að setja fram efna­hags­lega áætlun um það hvernig Ísland ætlar að byggja upp efna­hags­líf sitt í veru­leika þar sem veru­legur vafi leikur á að óbreytt ferða­þjón­usta sem grunn­stoð sé raun­hæfur mögu­leiki. Okkur tókst það vel eftir banka­hrun­ið, þegar fjár­mála­þjón­usta hvarf sem efna­hags­stoð yfir nóttu, og okkur tekst það aft­ur. Til þess höfum við alla inn­viði, efna­hags­legan grund­völl og fram­úr­skar­andi mannauð. Það eina sem skortir er for­ysta.

Skortur á aðhaldi hluti af vanda­mál­inu

Stjórn­ar­and­staðan er sann­ar­lega ekki stikk­frí. Til­gangur hennar getur ekki ein­vörð­ungu verið að bíða eftir því að kom­ast að völd­um. Hún hefur gríð­ar­lega mik­il­vægu aðhalds­hlut­verki að gegna. Því hlut­verki er hægt að sinna jafn­vel þótt að stutt sé við helstu áherslur fag­manna í sótt­vörn­um, enda ákvarð­anir rík­is­stjórn­ar­innar vegna far­ald­urs­ins mun víð­tæk­ari en svo.

Í þessum far­aldri hefur stjórn­ar­and­staðan heilt yfir ekki staðið sig í stykk­inu. Hún virkar á stundum óákveð­in. Hug­laus. Jafn­vel löt. Það sést á fylgis­tölum sem sýna að mis­tök rík­is­stjórn­ar­innar – þar sem ráð­herrar hafa orðið upp­vísir af því að fylgja ekki reglum sem þeir kröfð­ust þess að aðrir fylgdu og sífelldar til­raunir til að keyra ferða­þjón­ust­una í gang hafa bitnað á öðrum atvinnu­greinum og stefnt heil­brigði lands­manna í hættu – hafa ekki skilað and­stöð­unni neinni styrk­ingu. Þvert á móti.

Þess í stað hefur stjórn­ar­and­staðan eft­ir­látið rík­is­stjórn­inni að túlka afleið­ingar eigin ákvarð­ana í umræð­unni, sem fyrir vikið hafa eðli­lega alltaf verið túlk­aðar henni í hag.

Það þarf skýra og hug­aða val­kosti

Nú stöndum við frammi fyrir algjöru end­ur­mati á því hvernig við ætlum að takast á við veiruna. Ætlum við að halda áfram að vera með það sem meg­in­mark­mið að keyra ferða­þjón­ustu aftur í gang, og láta þjóð­ina – óbólu­sett börn, óléttar konur og við­kvæma hópa þar með talin – verða fyrir veirunni? Ætlum við að ráð­ast aftur í harðar tak­mark­anir á frelsi og lífs­gæðum lands­manna til að verja að minnsta kosti við­kvæm­ustu hópana fyrir henni?

Eða ætlum við að hugsa þetta allt upp á nýtt og velja til dæmis þá leið sem mik­ill meiri­hluti þjóð­ar­innar virð­ist kjósa? Að ákveða að halda veirunni úti eftir næsta átak með því að herða mjög aðgerðir á landa­mærum í skiptum fyrir tak­marka- og veiru­laust líf inn­an­lands?

Nú þarf skýra og hug­aða val­kosti og lang­tíma­á­ætl­un. Þeir val­kost­ir, sem verða bæði efna­hags­legir og með heil­brigði þjóðar að leið­ar­ljósi, verða svo lagðir í dóm kjós­enda 25. sept­em­ber næst­kom­andi. Annað er ekki í boði.

Yfir til ykkar stjórn­mála­menn. Svarið við ákalli um raun­hæfa og hug­aða áætlun mun lík­lega skil­greina póli­tíska arf­leið ykkar meira en nokkuð annað sem þið hafið komið nálægt, og munið koma nálægt í fram­tíð­inni.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiLeiðari