Flækjur, jaðarskattur og vinnuhvöt

fjarmala-1.jpg
Auglýsing

Á Skatta­degi Deloitte ræddi fjár­mála­ráð­herra um end­ur­skoðun á tekju­skatts­kerf­inu og lætur að því liggja að fækkun skatt­þrepa (les­ist afnám hátekju­þreps­ins) sé nauð­syn­leg af þremur ástæðum hel­st; að ein­falda kerf­ið, að lækka jað­ar­skatta og að hvetja menn til vinnu. Þessi rök stand­ast ekki. En fyrst er rétt að spyrja hvort þörf sé á all­herj­ar­skoðun tekju­skatts­kerfis ein­stak­linga. Í úttekt skatta­sér­fræð­inga AGS fyrir fáum árum fær það háa ein­kunn og fáar ábend­ingar eru um úrbætur og engar í þá veru sem fjár­mála­ráð­herra íar að.

Ein­földun ein­feldni vegnaindridithorlaks Ind­riði Þor­láks­son.

Ein­földun er sölu­merki sem oft­lega er klínt á skatta­breyt­ingar til að draga athygl­ina frá kjarna þeirra. Þannig er því farið í þessu til­viki. Tekju­skatts­kerfi ein­stak­linga er ekki flókið og þær flækjur sem þó eru í því eru ekki of mörg skatt­þrep. Nær öll skatt­kerfi heims eru með mörg skatt­þrep og oft fleiri en hér á landi. Hvernig kemur meint flækja af skatt­þrep­unum fram? Yfir 99% fram­tala er skilað raf­rænt og flest þeirra eftir að fram­telj­endur þurfa aðeins að stað­festa for­skráðar upp­lýs­ingar frá launa­greið­endum og öðr­um. Breyt­ingar og við­bætur sem gerðar eru stafa ekki af fjölda skatt­þrepa. Hafa menn áhyggjur af því að tölvur RSK, sem nýverið hafa lokið við heims­ins flókn­ustu “skulda­leið­rétt­ingu” ráði ekki við að reikna álagn­ingu í þrepa­skiptu kerfi? Tal um nauð­syn á ein­földun af þessu ástæðum er ein­fald­lega stað­leysa. Flækjur í tekju­skatts­kerf­inu fel­ast í ýmsum sér­reglum sem fyrst og fremst snúa að rekstr­ar­tekj­u­m,  fjár­magnstekjum og fjár­mála­gjörn­ing­um. Ef raun­veru­legur vilji er til ein­föld­unar ætti að end­ur­skoða þær regl­ur. Ekki þarf annað en að líta á úrskurði yfir­skatta­nefndar og skatta­dóma til að sjá að upp­spretta ágrein­ings er ekki fjöldi skatt­þrepa.

Lækkun jað­ar­skattaÞað er göf­ugt mark­mið að lækka jað­ar­skatta, þ.e. þar sem það á við. Af orð­ræð­unni má ráða að afnám hátekju­þreps­ins sé leið til að draga úr jað­ar­sköttum þegar tekju­tengdar bætur eru til staðar og í því efni er nefnd fátækra­gildra með þeirri nýstár­legri skil­grein­ingu að hún sé það að jað­ar­skattar fara yfir 50%. Hvernig afnám hátekju­þreps­ins teng­ist því að lækka jað­ar­skatta vegna skerð­ingar bóta er ráð­gáta. Þriðja þrep tekju­skatt­ska­l­ans byrjar við um 836 þús. kr. laun á mán­uði. Skyldu margir bóta­þegar vera með þær tekjur eða hærri og sæta skerð­ingu bóta þess vegna? Ef svo er þarf að end­ur­skoða bóta­kerfin en ekki að rugla í skatt­kerf­inu.

Vinnu­hvatiSú kenn­ing að háir skattar dragi úr vilja til vinnu á að vissu marki rétt á sér en er ekki algild. Áhrif skatta í þessu efni fara eftir aðstæðum á vinnu­mark­aði og hjá ein­stak­ling­um. Um þessar mundir er nokkuð atvinnu­leysi, þ.e. fram­boð af vinnu er meiri en eft­ir­spurn eftir henni. Þörf á lækkun skatta til að auka fram­boð vinnu eru því lang­sótt rök. Vinnu­mark­aður á Íslandi ein­kenn­ist m.a. af löngum vinnu­tíma og tæp­lega er ástæða til að lengja hann enn frek­ar. Hátekju­þrepið nær til tak­mark­aðs hóps laun­þega, stjórn­enda og sér­fræð­inga þar sem ekki er hörgull á vinnu­fram­boði. Afnám þess hefði því tak­mörkuð áhrif á vinnu­fram­lag. Allt þetta segir að þörf á skatta­legum vinnu­hvata er ekki til staðar en væri svo er afnám hátekju­þreps­ins ekki rétti hvat­inn þar sem hann snertir aðeins lít­inn hluta vinnu­mark­að­ar­ins.

Til­gangur tekju­skatt­lagn­ingarMarg­skiptur tekju­skatts­stigi eykur stíg­anda skatt­lagn­ingar í þeim til­gangi að tekju­háir greiði hlut­falls­lega hærri tekju­skatta en tekju­lág­ir. Þessi stíg­andi nær þó aðeins til tekju­skatts en nægir ekki til þess að heild­ar­skatt­byrði tekju­hárra sé meiri en tekju­lægri hópa. Hér á landi hvílir mesta skatt­byrðin að öllu með­töldu á fólki með lágar miðl­ungs­tekj­ur. Það borgar hærra hlut­fall tekna sinna til sam­fé­lags­ins en hinir tekju­háu. Ein ástæðan er sú að tekju­háir eyða hlut­falls­lega minna af tekjum sínum í skatt­skyldar vörur og þjón­ustu og greiða því minni hluta tekna sinna í óbeina skatta en tekju­lág­ir. Önnur ástæða er að mæl­ing tekna hjá eigna­miklum ein­stak­lingum er ófull­komin því aðeins hluti tekn­anna er skatt­skyldur hverju sinni. Stór hluti raun­veru­legra tekna þeirra felst í eigna­upp­söfnun sem ekki mælist í skatt­skyldum tekjum eða nýtur við­var­andi frest­unar á skatt­lagn­ingu. Af þeim ástæðum m.a. eru skattar á miklar eignir nauð­syn­legur þáttur í því að ná fram sann­gjarn­ari dreif­ingu skatt­byrði.

Tekju­skatt­ar, eign­ar­skattar og fáeinir aðrir skattar eru eini hluti skatt­kerf­is­ins þar sem skattar stíga m.t.t. tekna. Aðrir skattar þ.m.t. stóru skatt­arn­ir, virð­is­auka­skattur og trygg­inga­gjöld eru fallandi m.t.t. tekna og vega þeir í heild þyngra en beinu skatt­arn­ir. Af þeim sökum er skatt­byrði nú mis­skipt tekju­háum í hag og þeim því meir í hag sem tekj­urnar eru hærri. (Þeim sem áhuga hafa á upp­lýs­ingum um dreif­ingu skatt­byrði skal bent á grein mína í Vefriti stjórn­mála og stjórn­sýslu frá árinu 2007: Eina virka leiðin til að beita skatt­kerf­inu til tekju­jöfn­unar er að hafa stíg­andi tekju­skatt með þrepa­skiptum skatt­stiga og að leggja skatta á miklar eignir m.a. til að ná til þeirra tekju­mynd­unar sem tekju­skatt­ur­inn nær ekki til.

Auglýsing

Auð­söfnun og skatt­heimtaSöfnun auðs á fáar hendur hefur verið mikil og vax­andi á síð­ustu ára­tug­um. Eitt af því sem stuðlað hefur að því er auð­dekur í skatt­lagn­ingu og það er svo áber­andi að sumir vel stæðir ein­stak­lingar kvarta nú undan því að borga of litla skatta. En dekr­inu er samt haldið áfram fyrir til­stilli hinna gráð­ugu í þeim hópi og þjóna þeirra í valda­sæt­um. Það virð­ist vera línan sem leggja á hér á landi. Fræði­menn t.d. hag­fræð­ing­arnir Tomas Pikkety og Jos­eph Stigl­itz hafa varað við alvar­legum sið­ferði­leg­um, félags­legum og efna­hags­legum afleið­ingar þess að auður safn­ast á fáar hendur og hafa m.a. bent á skatta­legar aðgerðir til að vinna á móti því og jafna tekju­dreif­ingu. Skattar á miklar eignir og hæstu tekjur eru meðal þeirra úrræða sem grípa má til auk þess að beina auk­inni skatt­heimtu að rentu hvort sem hún stafar af ein­okun eða aðgangi að auð­lindum en hvort tveggja er meðal skýr­inga á auð­söfnun og misskipt­ingu eigna og tekna og eins og glöggt má sjá hér á landi.

Blekk­ing­ar­tal eða mál­efna­leg umræðaTal um ein­földun tekju­skatts­kerf­is­ins, lækkun jað­ar­skatta og vinnu­hvata hefur þann til­gang að und­ir­búa afnám þrepa­skipt­ingar skatt­stig­ans. Það þýðir að lækka skatta á þeirra sem hafa háar tekjur og færa skatt­byrð­ina yfir á miðl­ungs­tekjur og lægri tekj­ur. Þetta tal er ein­ungis yfir­klór til að kom­ast hjá því að ræða málin á réttum for­sendum þess þ.e. að ræða þátt tekju­skatts og ann­arra beinna skatta í því að jafna skatt­byrð­ina og koma á sann­gjarn­ara skatt­kerfi.

Vel má vera að ein­hverjir vilji ekki jafna skatt­byrð­ina vegna eigin hags­muna eða séu áhan­gendur þeirrar hentifræði í skatta­málum sem teboðs­hreyf­ingin og með­reið­ar­sveinar boða. Sé svo ættu þeir að sýna þá djörf­ung að koma til dyr­anna eins og þeir eru klædd­ir, verja þann mál­stað með rökum í stað þess að hafa eitt­hvað annað að yfir­varpi.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Stíflurnar loka fyrir flæði sjávar úr Adríahafi inn í Feneyjalónið.
Feneyingar prófa flóðavarnir sem beðið hefur verið eftir
Framkvæmdir við flóðavarnakerfi Feneyinga hafa staðið yfir frá því 2003. Verkefnið er langt á eftir áætlun og kostnaður við það hefur margfaldast.
Kjarninn 12. júlí 2020
Meiri áhugi virðist vera á íbúðum utan höfuðborgarsvæðisins.
Fleiri kaupa utan Reykjavíkur
Talið er að vaxtalækkanir Seðlabankans hafi komið í veg fyrir mikla niðursveiflu á íbúðamarkaðnum, sem tekið hefur við sér að nokkru leyti á síðustu mánuðum. Fleiri kjósa þó að kaupa íbúð utan höfuðborgarsvæðisins heldur en innan þess.
Kjarninn 12. júlí 2020
Trump stígur í vænginn við Færeyinga
Bandaríkjamenn hafa mikinn áhuga á aukinni samvinnu við Færeyinga. Þótt í orði kveðnu snúist sá áhugi ekki um hernaðarsamvinnu dylst engum hvað að baki býr.
Kjarninn 12. júlí 2020
Fé á leið til slátrunar.
Bændum á Íslandi heimilt að aflífa dýr utan sláturhúsa með ýmsum aðferðum
Yrði sláturhús á Íslandi óstarfhæft vegna hópsmits yrði fyrsti kosturinn sá að senda dýr til slátrunar í annað sláturhús. Ef aflífa þarf dýr utan sláturhúsa mega bændur beita til þess ýmsum aðferðum, m.a. gösun, höfuðhöggi og pinnabyssu.
Kjarninn 12. júlí 2020
Þriðjungsfjölgun í Siðmennt á rúmu einu og hálfu ári
Af trúfélögum bætti Stofnun múslima á Íslandi við sig hlutfallslega flestum meðlimum á síðustu mánuðum. Meðlimum þjóðkirkjunnar heldur áfram að fækka en hlutfallslega var mesta fækkunin hjá Zúistum.
Kjarninn 11. júlí 2020
Aldís Hafsteinsdóttir, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga og bæjarstjóri Hveragerðis.
„Við þurfum fleiri ferðamenn“
Formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga telur nauðsynlegt að fleiri ferðamenn komi til Íslands sem fyrst og vill breytingar á fyrirkomulagi skimana á Keflavíkurflugvelli.
Kjarninn 11. júlí 2020
Gunnar Hólmsteinn Ársælsson
Frekju og yfirgangi Ísraels engin takmörk sett
Kjarninn 11. júlí 2020
Sjávarútvegurinn hefur bætt við sig störfum á meðan hart hefur verið í ári hjá ferðaþjónustunni.
Ferðaþjónustan skreppur saman en sjávarútvegurinn er í sókn
Rúmlega helmingi færri störfuðu í ferðaþjónustu á síðasta ársfjórðungi miðað við árið á undan. Störfum í sjávarútvegi hefur hins vegar fjölgað um helming.
Kjarninn 11. júlí 2020
Meira úr sama flokkiÁlit
None