Flækjur, jaðarskattur og vinnuhvöt

fjarmala-1.jpg
Auglýsing

Á Skattadegi Deloitte ræddi fjármálaráðherra um endurskoðun á tekjuskattskerfinu og lætur að því liggja að fækkun skattþrepa (lesist afnám hátekjuþrepsins) sé nauðsynleg af þremur ástæðum helst; að einfalda kerfið, að lækka jaðarskatta og að hvetja menn til vinnu. Þessi rök standast ekki. En fyrst er rétt að spyrja hvort þörf sé á allherjarskoðun tekjuskattskerfis einstaklinga. Í úttekt skattasérfræðinga AGS fyrir fáum árum fær það háa einkunn og fáar ábendingar eru um úrbætur og engar í þá veru sem fjármálaráðherra íar að.

Einföldun einfeldni vegna


indridithorlaks Indriði Þorláksson.

Einföldun er sölumerki sem oftlega er klínt á skattabreytingar til að draga athyglina frá kjarna þeirra. Þannig er því farið í þessu tilviki. Tekjuskattskerfi einstaklinga er ekki flókið og þær flækjur sem þó eru í því eru ekki of mörg skattþrep. Nær öll skattkerfi heims eru með mörg skattþrep og oft fleiri en hér á landi. Hvernig kemur meint flækja af skattþrepunum fram? Yfir 99% framtala er skilað rafrænt og flest þeirra eftir að framteljendur þurfa aðeins að staðfesta forskráðar upplýsingar frá launagreiðendum og öðrum. Breytingar og viðbætur sem gerðar eru stafa ekki af fjölda skattþrepa. Hafa menn áhyggjur af því að tölvur RSK, sem nýverið hafa lokið við heimsins flóknustu “skuldaleiðréttingu” ráði ekki við að reikna álagningu í þrepaskiptu kerfi? Tal um nauðsyn á einföldun af þessu ástæðum er einfaldlega staðleysa. Flækjur í tekjuskattskerfinu felast í ýmsum sérreglum sem fyrst og fremst snúa að rekstrartekjum,  fjármagnstekjum og fjármálagjörningum. Ef raunverulegur vilji er til einföldunar ætti að endurskoða þær reglur. Ekki þarf annað en að líta á úrskurði yfirskattanefndar og skattadóma til að sjá að uppspretta ágreinings er ekki fjöldi skattþrepa.

Lækkun jaðarskatta


Það er göfugt markmið að lækka jaðarskatta, þ.e. þar sem það á við. Af orðræðunni má ráða að afnám hátekjuþrepsins sé leið til að draga úr jaðarsköttum þegar tekjutengdar bætur eru til staðar og í því efni er nefnd fátækragildra með þeirri nýstárlegri skilgreiningu að hún sé það að jaðarskattar fara yfir 50%. Hvernig afnám hátekjuþrepsins tengist því að lækka jaðarskatta vegna skerðingar bóta er ráðgáta. Þriðja þrep tekjuskattskalans byrjar við um 836 þús. kr. laun á mánuði. Skyldu margir bótaþegar vera með þær tekjur eða hærri og sæta skerðingu bóta þess vegna? Ef svo er þarf að endurskoða bótakerfin en ekki að rugla í skattkerfinu.

Vinnuhvati


Sú kenning að háir skattar dragi úr vilja til vinnu á að vissu marki rétt á sér en er ekki algild. Áhrif skatta í þessu efni fara eftir aðstæðum á vinnumarkaði og hjá einstaklingum. Um þessar mundir er nokkuð atvinnuleysi, þ.e. framboð af vinnu er meiri en eftirspurn eftir henni. Þörf á lækkun skatta til að auka framboð vinnu eru því langsótt rök. Vinnumarkaður á Íslandi einkennist m.a. af löngum vinnutíma og tæplega er ástæða til að lengja hann enn frekar. Hátekjuþrepið nær til takmarkaðs hóps launþega, stjórnenda og sérfræðinga þar sem ekki er hörgull á vinnuframboði. Afnám þess hefði því takmörkuð áhrif á vinnuframlag. Allt þetta segir að þörf á skattalegum vinnuhvata er ekki til staðar en væri svo er afnám hátekjuþrepsins ekki rétti hvatinn þar sem hann snertir aðeins lítinn hluta vinnumarkaðarins.

Tilgangur tekjuskattlagningar


Margskiptur tekjuskattsstigi eykur stíganda skattlagningar í þeim tilgangi að tekjuháir greiði hlutfallslega hærri tekjuskatta en tekjulágir. Þessi stígandi nær þó aðeins til tekjuskatts en nægir ekki til þess að heildarskattbyrði tekjuhárra sé meiri en tekjulægri hópa. Hér á landi hvílir mesta skattbyrðin að öllu meðtöldu á fólki með lágar miðlungstekjur. Það borgar hærra hlutfall tekna sinna til samfélagsins en hinir tekjuháu. Ein ástæðan er sú að tekjuháir eyða hlutfallslega minna af tekjum sínum í skattskyldar vörur og þjónustu og greiða því minni hluta tekna sinna í óbeina skatta en tekjulágir. Önnur ástæða er að mæling tekna hjá eignamiklum einstaklingum er ófullkomin því aðeins hluti teknanna er skattskyldur hverju sinni. Stór hluti raunverulegra tekna þeirra felst í eignauppsöfnun sem ekki mælist í skattskyldum tekjum eða nýtur viðvarandi frestunar á skattlagningu. Af þeim ástæðum m.a. eru skattar á miklar eignir nauðsynlegur þáttur í því að ná fram sanngjarnari dreifingu skattbyrði.

Tekjuskattar, eignarskattar og fáeinir aðrir skattar eru eini hluti skattkerfisins þar sem skattar stíga m.t.t. tekna. Aðrir skattar þ.m.t. stóru skattarnir, virðisaukaskattur og tryggingagjöld eru fallandi m.t.t. tekna og vega þeir í heild þyngra en beinu skattarnir. Af þeim sökum er skattbyrði nú misskipt tekjuháum í hag og þeim því meir í hag sem tekjurnar eru hærri. (Þeim sem áhuga hafa á upplýsingum um dreifingu skattbyrði skal bent á grein mína í Vefriti stjórnmála og stjórnsýslu frá árinu 2007: Eina virka leiðin til að beita skattkerfinu til tekjujöfnunar er að hafa stígandi tekjuskatt með þrepaskiptum skattstiga og að leggja skatta á miklar eignir m.a. til að ná til þeirra tekjumyndunar sem tekjuskatturinn nær ekki til.

Auðsöfnun og skattheimta


Söfnun auðs á fáar hendur hefur verið mikil og vaxandi á síðustu áratugum. Eitt af því sem stuðlað hefur að því er auðdekur í skattlagningu og það er svo áberandi að sumir vel stæðir einstaklingar kvarta nú undan því að borga of litla skatta. En dekrinu er samt haldið áfram fyrir tilstilli hinna gráðugu í þeim hópi og þjóna þeirra í valdasætum. Það virðist vera línan sem leggja á hér á landi. Fræðimenn t.d. hagfræðingarnir Tomas Pikkety og Joseph Stiglitz hafa varað við alvarlegum siðferðilegum, félagslegum og efnahagslegum afleiðingar þess að auður safnast á fáar hendur og hafa m.a. bent á skattalegar aðgerðir til að vinna á móti því og jafna tekjudreifingu. Skattar á miklar eignir og hæstu tekjur eru meðal þeirra úrræða sem grípa má til auk þess að beina aukinni skattheimtu að rentu hvort sem hún stafar af einokun eða aðgangi að auðlindum en hvort tveggja er meðal skýringa á auðsöfnun og misskiptingu eigna og tekna og eins og glöggt má sjá hér á landi.

Blekkingartal eða málefnaleg umræða


Tal um einföldun tekjuskattskerfisins, lækkun jaðarskatta og vinnuhvata hefur þann tilgang að undirbúa afnám þrepaskiptingar skattstigans. Það þýðir að lækka skatta á þeirra sem hafa háar tekjur og færa skattbyrðina yfir á miðlungstekjur og lægri tekjur. Þetta tal er einungis yfirklór til að komast hjá því að ræða málin á réttum forsendum þess þ.e. að ræða þátt tekjuskatts og annarra beinna skatta í því að jafna skattbyrðina og koma á sanngjarnara skattkerfi.

Auglýsing

Vel má vera að einhverjir vilji ekki jafna skattbyrðina vegna eigin hagsmuna eða séu áhangendur þeirrar hentifræði í skattamálum sem teboðshreyfingin og meðreiðarsveinar boða. Sé svo ættu þeir að sýna þá djörfung að koma til dyranna eins og þeir eru klæddir, verja þann málstað með rökum í stað þess að hafa eitthvað annað að yfirvarpi.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Svona mun Sigurboginn líta út fram til 3. október
Sigurboginn klæddur í 25 þúsund fermetra plastklæði
Fyrsta stóra verkefni Christo og Jeanne-Claude hefur litið dagsins ljós eftir andlát Christo. Það hefur verið lengi í undirbúningi en um þúsund manns koma að uppsetningunni og kostnaður nemur rúmum tveimur milljörðum króna.
Kjarninn 18. september 2021
Ragnar Þór Ingólfsson
Land tækifæranna, fyrir útvalda!
Kjarninn 18. september 2021
Líkurnar á að ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur haldi velli komnar niður í 38 prósent
Í lok ágúst voru líkurnar á því að sitjandi ríkisstjórn myndi halda 60 prósent. Þær hafa minnkað hratt en á sama tíma hafa líkurnar á myndun fjögurra flokka stjórnar án Sjálfstæðisflokks aukist umtalsvert.
Kjarninn 18. september 2021
Sólveig Anna Jónsdóttir
Sjálfsvirðing
Kjarninn 18. september 2021
Bára Huld Beck
Trúir einhver þessari konu?
Kjarninn 18. september 2021
Stefán Ólafsson
Rangfærslur Áslaugar Örnu um skatta
Kjarninn 18. september 2021
Utanríkisráðuneytið afturkallaði einungis eitt liprunarbréf af öllum þeim sem gefin voru út eftir að faraldur COVID-19 skall á.
Einungis eitt liprunarbréf afturkallað af fleiri en tvö þúsund slíkum
Liprunarbréfið sem Jakob Frímann Magnússon óskaði eftir fyrir barn vinar síns í mars í fyrra er það eina sem utanríkisráðuneytið hefur þurft að afturkalla af fleiri en tvö þúsund slíkum sem gefin voru út eftir að faraldur COVID-19 hófst.
Kjarninn 18. september 2021
Steinar Frímannsson
Óvissuferð án fyrirheits – Umhverfisstefna Framsóknarflokks
Kjarninn 17. september 2021
Meira úr sama flokkiÁlit
None