Penninn eða sverðið?: Hugleiðing um tjáningarfrelsið í kjölfar voðaverkanna í París  

h_51741443.jpg
Auglýsing

Yfir­lýs­ingin „Je suis Charlie“ eða „Ég er Charlie“ hefur hljó­mað í fjöl­miðlum og á öllum sam­skipta­miðl­unum síðan ráð­ist var inn á rit­stjórn­ar­skrif­stofu Charlie Hebdo í París þann 7. jan­úar sl. og fjöldi blaða­manna drep­inn.

Þegar við lýsum því yfir að við séum Charlie er afar mik­il­vægt að við gerum okkur grein fyrir því að við erum ekki með því að lýsa því yfir að við séum sam­mála öllum þeim skoð­unum og sjón­ar­miðum sem fram koma. Yfir­lýs­ing okkar gefur til kynna að við séum hlynnt mál­frelsi og rétt­inum til tján­ing­ar, jafn­vel þó að við séum algjör­lega ósam­mála því sem sagt er. Við viljum með því leggja áherslu á frelsi, lýð­ræði og mik­il­væg

Elfa Ýr Gylfadóttir, framkvæmdastjóri fjölmiðlanefndar. Elfa Ýr Gylfa­dótt­ir, fram­kvæmda­stjóri fjöl­miðla­nefnd­ar.

Auglýsing

mann­rétt­indi og standa vörð um það sam­fé­lag sem við búum í. Með því að segja „Ég er Charlie“ erum við einnig að verja þá tján­ingu sem móðgar, hneykslar og raskar hug­arró fólks af því að fjöl­miðlar þurfa stundum að gera það líka.

Það er þó jafn­framt mik­il­vægt að halda því til haga að tján­ing­ar­frelsið á sér mörk og því er hvergi í hinum vest­ræna heimi heim­ilt að segja hvað sem er. Sá sem við­hefur ummæli ber jafn­framt á þeim ábyrgð fyrir dómi. Þannig eru skorður settar tján­ing­ar­frels­inu t.d. til varnar frið­helgi einka­lífs, hat­urs­orð­ræðu, meið­yrð­um, lýð­heilsu­sjón­ar­miðum og alls­herj­ar­reglu.

Penn­inn mátt­ugri en sverð­ið?Því hefur verið haldið fram að penn­inn sé mátt­ugri en sverð­ið. Í okkar vest­ræna sam­fé­lagi er enn sam­fé­lags­legur sátt­máli um að sverði verði ekki beitt gegn penna. Þessi sam­fé­lags­sátt­máli var rof­inn í París í byrjun jan­úar og við erum öll slegin yfir þeim voða­verkum sem þar voru fram­in.

En við þurfum einnig að velta því vel fyrir okkur hvaða áhrif þessi atburður mun hafa á tján­ing­ar­frelsið og önnur borg­ar­leg rétt­indi okk­ar. Við vorum enn sem oftar minnt á að til eru ein­stak­lingar sem eru svo upp­fullir af hatri og sjálf­hverfri stær­i­sýki að þeir eru til­búnir að drepa sak­laust fólk sem hefur gert það eitt að teikna og skrifa það sem sumum finnst móðg­andi og ósmekk­legt en öðrum finnst rétt­læt­an­leg ádeila í formi háðs.

Höfum í huga að tján­ing­ar­frelsi er ekki all­staðar sjálf­sögð mann­rétt­indi. Meiri­hluti mann­kyns býr við skert tján­ing­ar­frelsi og þar með mann­rétt­indi.

Höfum í huga að tján­ing­ar­frelsi er ekki all­staðar sjálf­sögð mann­rétt­indi. Meiri­hluti mann­kyns býr við skert tján­ing­ar­frelsi og þar með mann­rétt­indi. Það tók hund­ruð ára að ná fram þeim rétt­indum sem við nú njótum á Vest­ur­löndum og sem þykja svo sjálf­sögð. Almenn­ingur í Evr­ópu þurfti lengi að berj­ast við stjórn­völd, for­rétt­inda­stéttir og kirkju til að öðl­ast þau rétt­indi til frjálsra skoð­ana og tján­ingar sem nú eru varin í stjórn­ar­skrám vest­rænna ríkja, í 10. gr. Mann­rétt­inda­sátt­mála Evr­ópu og í 19. gr. Mann­rétt­inda­yf­ir­lýs­ingar Sam­ein­uðu þjóð­anna.

En tökum við tján­ing­ar­frelsi og öðrum mann­rétt­indum sem of sjálf­sögðum hlut? Þegar málið er ígrund­að, þá hafa þau mann­rétt­indi sem okkur þykja svo sjálf­sögð á Vest­ur­löndum aðeins verið til í rúma öld, eða eitt and­ar­tak af mann­kyns­sög­unni. Og slík mann­rétt­indi eru langt frá því að hafa náð til alls heims­ins.

Hvað ber að varast?Þó að heims­byggðin standi nú upp og segi „Ég er Charlie“ í kjöl­far voða­verk­anna í París er þó hætta á að þrengt verði að tján­ing­ar­frelsi og þar með mann­rétt­indum í vest­rænum sam­fé­lögum vegna ört vax­andi styrks sér­hags­muna­hópa, örrar tækni­þró­unar og nýrra ógna við sam­fé­lögin utan­frá og inn­an. Þessi þróun er svo hröð að við höfum ekki tíma né getu til að aðlaga hana að mann­rétt­indum og gæta að frelsi ein­stak­linga og þannig við­halda þeim grund­vallar rétt­indum sem við höfum öðl­ast.

Rík­is­stjórnir í hinum vest­ræna heimi hafa gripið til varn­ar­að­gerða til að stemma stigu við öfga­hópum sem virð­ast svífast einskis til að ógna sam­fé­lagi Vest­ur­landa. En einmitt þessar varn­ar­að­gerðir virð­ast leiða til sífellt auk­ins eft­ir­lits og tak­mark­ana á því sama tján­ing­ar­frelsi og mann­rétt­indum sem aðgerð­unum er ætlað að verja. Ýmsir hafa því spurt hvort með­alið sé hugs­an­lega verra en sjúk­dóm­ur­inn.

charlie-hebdo

Þeir sem ekki hugn­ast hið opna vest­ræna sam­fé­lag mann­rétt­inda gera sér mjög vel grein fyrir því hvað sam­fé­lag okkar er í raun brot­hætt. Þeir hafa það því bein­línis á stefnu­skrá sinni að nýta óhefta grimmd, voða­verk og hræðslu­á­róður til að veikja örygg­is­kennd Vest­ur­landa­búa með það að mark­miði að búa til trú­verð­uga ógn við öryggi hins almenna borg­ara. Með því skapa þeir hræðslu sem síðan eykur for­dóma og öfgar í sam­skiptum hinna mörgu sam­fé­lags­hópa fjöl­menn­ing­ar­sam­fé­laga Vest­ur­landa og þar með upp­lausn, sem er gróðr­ar­stía til­veru þess­ara sömu öfga­hópa.

Það má spyrja hvort tak­markið með árásinni hafi einmitt verið að skapa tor­tryggni í garð múslima í Evr­ópu til að fjölga þeim ein­stak­lingum innan sam­fé­lags múslima sem verða gin­keypt­ari fyrir áróðri öfga­mann­anna. Í and­rúms­lofti hræðslu og hat­urs er ein­stak­ling­ur­inn frekar til­bú­inn til að gefa eftir mann­rétt­indi og tján­ing­ar­frelsi gegn lof­orðum um aukna vernd og öryggi. Því má spyrja hvort meintar móðg­anir gagn­vart Múhameð spá­manni sé hugs­an­lega aðeins hag­kvæm ástæða frekar en orsaka­valdur árásar og því auka­at­riði í stóra sam­heng­inu.

Sterkasta vopn öfga­manna er þannig að skapa mik­inn hryll­ing og beina aðgerðum að almenn­ingi til að hann lifi sig inn í skelf­ingu fórn­ar­lambanna. Þannig skapar hann upp­lausn með litlum fórn­ar­kostn­aði. Hryðju­verk eru því miður gam­alt og marg­reynt her­bragð til að skapa ótta og sundr­ung í sam­fé­lög­um.

Í stóra sam­heng­inu eru hryðju­verk hvorki stór hern­að­ar­leg ógn í hinum vest­rænu sam­fé­lög­um, né eru þau nýj­ung. Í mann­kyns­sög­unni hefur slíku bragði marg­sinnis verið beitt og þá oft leitt af sér meiri harð­stjórn og mann­rétt­inda­brot sem síðan vekja borg­ara til and­stöðu við ríkj­andi stjórn­völd.

Það deyja marg­falt fleiri af völdum umferða­slysa, reyk­inga eða vel­meg­un­ar­sjúk­dóma á Vest­ur­löndum en af völdum hryðju­verka. Það er ótt­inn sem grimmdin skapar sem er hættu­leg okkar vest­ræna sam­fé­lagi. Fólk lifir sig inn í til­finn­inga­ríkan frétta­flutn­ing og á auð­velt með að setja sig í spor fórn­ar­lamba og ýkir hætt­una fyrir sig sjálft. Hryðju­verk geta því breytt sam­fé­lög­um. Við slíkar aðstæður þurfa fjöl­miðlar sér­stak­lega að gera sér grein fyrir ábyrgð sinni.

Tján­ing­ar­frelsi eru mann­rétt­indi sem þarf að hlúa að og við­haldaVið þurfum að minna okkur á að tján­ing­ar­frelsi eru ekki sjálf­sögð borg­ara­leg rétt­indi í flestum ríkjum heims. Rit­skoðun er stunduð að hálfu hins opin­bera víða um lönd. Þannig á sér stað mjög umfangs­mikil rit­skoðun í ríkjum eins og Kína. Frétta­menn eru ofsóttir í mörgum ríkjum heims, fang­els­aðir og teknir af lífi. Sam­tökin Blaða­menn án landamæra, sem hafa aðsetur í Par­ís, hafa t.d. ítrekað bent á stöðu blaða­manna í Rúss­landi. Þar var 21 blaða­maður myrtur í land­inu á sjö ára tíma­bili, dauðs­föll eru ekki rann­sök­uð, en blaða­menn­irnir eiga það sam­eig­in­legt að hafa verið gagn­rýnir á stjórn­völd í Moskvu. Svona mætti lengi telja.

Ef við lítum okkur nær þá kemur reglu­lega upp sú umræða hér á landi og í þeim nágranna­ríkjum okkar sem við berum okkur saman við hvort tján­ing­ar­frelsi sé sann­an­lega virt og hvort fjöl­miðlar séu í raun frjáls­ir. Spurt er hvort eig­endur reyni stundum að hafa óeðli­leg afskipti af fréttum á rit­stjórnum þeirra fjöl­miðla sem þeir eiga. Rann­sókn­ar­blaða­menn stíga fram og segja frá því að umfjöllun um mál er varða almanna­hags­muni hafi ekki verið miðl­að, þar sem umfjöll­unin komi sér illa fyrir stóra aug­lýsend­ur, eig­endur miðl­anna eða fjár­hags­legan grund­völl fjöl­mið­ils­ins með öðrum hætti. Umræður eiga sér stað um það hvort ein­stak­lingar eða fyr­ir­tæki með djúpa vasa geti keypt sig frá erf­iðri umfjöllun í fjöl­miðl­um. Jafn­framt velta menn fyrir sér stöðu blaða­manna í litlu sam­fé­lagi þar sem sömu aðilar eru kaup­endur aug­lýs­inga og and­lag fréttaum­fjöll­unar í fjöl­miðl­inum sjálf­um.

Francois Hollande Frakklandsforseti ásamt ýmsum þjóðarleiðtogum í samtöðugöngunni eftir voðaverkin í París. Francois Hollande Frakk­lands­for­seti ásamt ýmsum þjóð­ar­leið­togum í samtöðu­göng­unni eftir voða­verkin í Par­ís.

Við­skipta­módel hefð­bund­inna fjöl­miðla eru að hrynja þar sem almenn­ingur er ekki til­bú­inn að greiða fyrir fjöl­miðla­efni með sama hætti og áður. Á sama tíma búa margir rík­is­fjöl­miðlar við mik­inn nið­ur­skurð. Þetta gerir að verkum að blaða­menn búa margir hverjir við svo mikla óvissu í starfi sínu að þeir eiga það á hættu að vera sagt upp hvenær sem er. Við slíkar aðstæður er hætta á sjálfs­rit­skoð­un. Jafn­framt getur verið erfitt fyrir fjöl­miðla að sinna því mik­il­væga hlut­verki sem þeim er ætlað í sér­hverju lýð­ræð­is­ríki. Þessar aðstæður hafa áhrif á allt sam­fé­lag okk­ar. Þær hafa áhrif á lýð­ræðið og við getum spurt okkur hvaða blaða­menn verði eftir til að vinna úr gríð­ar­legu magni upp­lýs­inga og mat­reiða fréttir úr þeim upp­lýs­ingum með vönd­uðum hætti þannig að mörg sjón­ar­mið komi fram sam­tím­is. Blaða­menn sem segja okkur frá þáttum sem varða okkur öll, en sem ef til vill er haldið leyndu að hálfu hins opin­bera, fyr­ir­tækja eða ann­arra sem eiga hag­muna að gæta.

Sann­leik­ur­inn er sá að við stöndum reglu­lega frammi fyrir stærri eða minni hindr­unum sem geta haft áhrif á tján­ing­ar­frelsið og frelsi fjöl­miðla. Við þessar aðstæður stöndum við sjaldn­ast upp og segjum „Ég er Charlie“ til verndar frjálsum fjöl­miðlum og tján­ing­ar­frels­inu. Við heyrum af litlum eða stærri atvikum hér á Íslandi eða í nágranna­ríkjum okkar sem ef til vill valda okkur stund­ar­á­hyggj­um, án þess að gripið sé til sér­stakra aðgerða til að verja tján­ing­ar­frelsið eða frelsi fjöl­miðla.

Við getum einnig sett atburð­ina í París í alþjóð­legt sam­hengi og minnt okkur á það þegar okkur er mis­boðið vegna voða­verk­anna á rit­stjórn skop­tíma­rits­ins Charlie Hebdo, að við á Vest­ur­löndum erum ekki alltaf sjálfum okkur sam­kvæm. Við teljum okkur trú um að aldrei megi beita sverði að vopni gegn penna. Það eru þó ekki nema 16 ár siðan Nató sprengdi serbneska rík­is­út­varpið þar sem 16 starfs­menn fjöl­mið­ils­ins létu lífið og fjöldi manna var fastur inn í bygg­ing­unni svo dögum skipti. Nató taldi árás­ina rétt­læt­an­lega þar sem fjöl­mið­ill­inn gegndi mik­il­vægu hlut­verki í áróðri gegn íbúum Kosovo.

„Ég er Charlie“Við þurfum öll að vera Charlie. Tján­ing­ar­frelsið er ekki, frekar en frelsi fjöl­miðla, sjálf­sagður hlutur í sér­hverju sam­fé­lagi. Tján­ing­ar­frelsi og frelsi fjöl­miðla eru rétt­indi sem þarf að hlúa að og við­halda og við erum öll sam­á­byrg fyrir því að það sé gert. Yfir­lýs­ingin „Ég er Charlie“ á því ekki aðeins við þegar voða­verk eru framin eins og sá hryll­ingur sem átti sér stað í Par­ís. Við þurfum að vera Charlie í hvert sinn sem við heyrum af því að blaða­menn eru teknir af lífi fyrir það eitt að upp­lýsa almenn­ing um það sem skiptir hann máli og þegar gagn­rýnendur hafa sagt skoð­anir sínar opin­ber­lega á stjórn­völdum og eru fang­els­aðir í kjöl­farið eða hverfa spor­laust.

Við þurfum að vera Charlie þegar ráða­menn reyna að hafa áhrif á gagn­rýna umfjöllun í fjöl­miðl­um, þegar fjöl­miðlar eru aðeins að sinna hlut­verki sínu sem fjórða vald­ið.

En við þurfum líka að vera Charlie þegar eig­endur skipta sér með óeðli­legum hætti af umfjöllun um ein­stök mál í fjöl­miðl­um, þegar aug­lýsendur hóta að segja upp aug­lýs­inga­samn­ingum til að þagga niður í óþægi­legum frétta­flutn­ingi sem varðar þá sjálfa, eða þegar upp­lýst er að ein­stak­lingar eða fyr­ir­tæki séu að kaupa sig frá umfjöllun í fjöl­miðl­um. Við þurfum að vera Charlie þegar ráða­menn reyna að hafa áhrif á gagn­rýna umfjöllun í fjöl­miðl­um, þegar fjöl­miðlar eru aðeins að sinna hlut­verki sínu sem fjórða vald­ið. Við þurfum að segja „Ég er Charlie“ alla daga til að tryggja tján­ing­ar­frelsi og frelsi fjöl­miðla í sam­fé­lagi okkar ef við ætlum að við­halda þeim rétt­indum sem við höfum aflað okkur á löngum tíma. Við þurfum að gera okkur grein fyrir að tján­ing­ar­frelsi og önnur mann­rétt­indi eru dýr­mætur en for­geng­legur fjár­sjóður sem okkur ber að verja og vernda með öllum ráð­um.

Við verðum sam­eig­in­lega að tryggja að penn­inn verði áfram mátt­ugri en sverð­ið. Þess vegna þurfum við að segja alla daga „Ég er Charlie“.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira úr sama flokkiÁlit
None