Stjórnvöld líti í eigin barm

rikisstjorn-1.jpg
Auglýsing

Flestir eru sam­mála um að agi, ráð­deild og vönduð vinnu­brögð eigi að ein­kenna rík­is­fjár­mál­in. Fjár­mála­ráð­herra er á sama máli og hefur komið sjón­ar­miðum sínum um hinn mik­il­væga aga vel á fram­færi. Það sama má segja um for­mann og vara­for­mann fjár­laga­nefnd­ar, auk fleiri stjórn­ar­liða. Oft finnst mér þessi áhersla þó meira í orði en á borði. Útgjalda­þróun á fjár­laga­liðnum „Rík­is­stjórn“ er ágætis dæmi um það.

Brynhildur Pétursdóttir, þingkona Bjartrar framtíðar. Bryn­hildur Pét­urs­dótt­ir, þing­kona Bjartrar fram­tíð­ar­.

Hækkun um 34% á þremur árumKostn­aður við rík­is­stjórn­ina var 253 m.kr. á árinu 2012. Árið 2013 voru kosn­ingar sem kalla á aukin útgjöld vegna bið­launa ráð­herra og aðstoð­ar­manna. Það ár fór kostn­að­ur­inn í 337,6 m. kr. Í fjár­lögum fyrir árið 2014 er gert ráð fyrir 311 m. kr. og í frum­varp­inu fyrir árið 2015 tæpum 340 m. kr. Hækk­unin nemur því 34% frá árinu 2012 til 2015. Þetta er tölu­verð aukn­ing og á eflaust að mestu rætur sínar að rekja til mik­ils fjölda aðstoð­ar­manna ráð­herra sem eng­inn hefur lengur tölu á.

Aga­leysi víðaÞetta er þó ekki eina dæmið um aga­leysi stjórn­valda. For­sæt­is­ráð­herra stóð t.d. í afar hæpnum styrk­veit­ingum fljót­lega eftir að hann tók við emb­ætti og sá Rík­is­end­ur­skoðun ástæðu til að gagn­rýna fram­ferð­ið. Þá hefur meiri­hluti fjár­laga­nefndar end­ur­vakið vinnu­brögð sem seint telj­ast vönd­uð. Þannig er að lengi vel tíðk­að­ist að ein­stak­lingar og sam­tök kæmu fyrir fjár­laga­nefnd til að rök­styðja umsóknir sínar um fjár­fram­lög. Þá gátu per­sónu­leg tengsl við nefnd­ar­menn skipt miklu máli. Þessu verk­lagi var breytt til hins betra á síð­asta kjör­tíma­bili, í þverpóli­tískri sátt, og umsækj­endum vísað á ráðu­neytin til að tryggja betur jafn­ræði þeirra á milli. Meiri­hlut­inn ákvað hins vegar að sam­þykkja fjöl­margar slíkar beiðnir nú fyrir jól án þess að umsókn­irnar hefðu verið svo mikið sem ræddar í fjár­laga­nefnd.

Í ljósi þessa tel ég eðli­legt að stjórn­ar­liðar og sjálf­skip­aðir tals­menn aga í rík­is­fjár­málum líti í eigin barm og láti vera að predika yfir okkur hin­um.

Auglýsing

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Boris Johnson var í kvöld lagður inn á spítala í London.
Boris Johnson lagður inn á spítala
Boris Johnson forsætisráðherra Bretlands hefur verið lagður inn á spítala í London til skoðunar, en hann hefur verið með „þrálát einkenni“ COVID-19 sýkingar allt frá því að hann greindist með veiruna fyrir tíu dögum síðan.
Kjarninn 5. apríl 2020
Virði veðsettra bréfa dróst saman um 30 milljarða í mars
Heildarvirði allra félaga sem skráð eru á aðallista Kauphallar Íslands og First North markaðinn dróst saman um 184 milljarða króna á fyrstu þremur mánuðum ársins 2020.
Kjarninn 5. apríl 2020
Söngvaskáld gefur út Skrifstofuplöntu
Söngvaskáldið Sveinn Guðmundsson safnar fyrir útgáfu nýrrar plötu á Karolina Fund.
Kjarninn 5. apríl 2020
Frá Ísafirði. Þar og í Bolungarvík eru hertar sóttvarnaráðstafanir einnig áfram í gildi.
Hertar aðgerðir á Suðureyri, Flateyri, Þingeyri og í Súðavík
Rétt eins og á Ísafirði og í Bolungarvík hefur nú verið ákveðið að loka leik- og grunnskólum í minni bæjum á norðanverðum Vestfjörðum á meðan smitrakning nýrra smita á svæðinu stendur yfir.
Kjarninn 5. apríl 2020
Einar Helgason
Gömlum frethólki svarað
Kjarninn 5. apríl 2020
Ellefu sjúklingar liggja nú á gjörgæsludeild vegna COVID-19
Fólki í sóttkví fjölgar á ný
Í dag eru 1.054 einstaklingar með virk COVID-19 smit en í gær voru þeir 1.017. Alls er 428 manns batnað.
Kjarninn 5. apríl 2020
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar.
„Við þurfum að skuldsetja ríkissjóð verulega“
Fulltrúar stjórnarandstöðuflokkanna kvörtuðu undan samráðsleysi af hálfu ríkisstjórnarinnar í Silfrinu í morgun og sögðust telja að stjórnvöld þyrftu að bæta verulega í hvað varðar efnahagsleg viðbrögð við heimsfaraldrinum.
Kjarninn 5. apríl 2020
Hugfangin af jöklum og kvikunni sem kraumar undir
Hún gekk í geimbúningi á Vatnajökli og er með gasgrímu og öryggishjálm til taks í vinnunni. Hún heldur sig þó heima þessa dagana enda „verður maður að hugsa um landlækni,“ segir eldfjallafræðingurinn Helga Kristín Torfadóttir, dóttir Ölmu Möller.
Kjarninn 5. apríl 2020
Meira úr sama flokkiÁlit
None