Stjórnvöld líti í eigin barm

rikisstjorn-1.jpg
Auglýsing

Flestir eru sam­mála um að agi, ráð­deild og vönduð vinnu­brögð eigi að ein­kenna rík­is­fjár­mál­in. Fjár­mála­ráð­herra er á sama máli og hefur komið sjón­ar­miðum sínum um hinn mik­il­væga aga vel á fram­færi. Það sama má segja um for­mann og vara­for­mann fjár­laga­nefnd­ar, auk fleiri stjórn­ar­liða. Oft finnst mér þessi áhersla þó meira í orði en á borði. Útgjalda­þróun á fjár­laga­liðnum „Rík­is­stjórn“ er ágætis dæmi um það.

Brynhildur Pétursdóttir, þingkona Bjartrar framtíðar. Bryn­hildur Pét­urs­dótt­ir, þing­kona Bjartrar fram­tíð­ar­.

Hækkun um 34% á þremur árumKostn­aður við rík­is­stjórn­ina var 253 m.kr. á árinu 2012. Árið 2013 voru kosn­ingar sem kalla á aukin útgjöld vegna bið­launa ráð­herra og aðstoð­ar­manna. Það ár fór kostn­að­ur­inn í 337,6 m. kr. Í fjár­lögum fyrir árið 2014 er gert ráð fyrir 311 m. kr. og í frum­varp­inu fyrir árið 2015 tæpum 340 m. kr. Hækk­unin nemur því 34% frá árinu 2012 til 2015. Þetta er tölu­verð aukn­ing og á eflaust að mestu rætur sínar að rekja til mik­ils fjölda aðstoð­ar­manna ráð­herra sem eng­inn hefur lengur tölu á.

Aga­leysi víðaÞetta er þó ekki eina dæmið um aga­leysi stjórn­valda. For­sæt­is­ráð­herra stóð t.d. í afar hæpnum styrk­veit­ingum fljót­lega eftir að hann tók við emb­ætti og sá Rík­is­end­ur­skoðun ástæðu til að gagn­rýna fram­ferð­ið. Þá hefur meiri­hluti fjár­laga­nefndar end­ur­vakið vinnu­brögð sem seint telj­ast vönd­uð. Þannig er að lengi vel tíðk­að­ist að ein­stak­lingar og sam­tök kæmu fyrir fjár­laga­nefnd til að rök­styðja umsóknir sínar um fjár­fram­lög. Þá gátu per­sónu­leg tengsl við nefnd­ar­menn skipt miklu máli. Þessu verk­lagi var breytt til hins betra á síð­asta kjör­tíma­bili, í þverpóli­tískri sátt, og umsækj­endum vísað á ráðu­neytin til að tryggja betur jafn­ræði þeirra á milli. Meiri­hlut­inn ákvað hins vegar að sam­þykkja fjöl­margar slíkar beiðnir nú fyrir jól án þess að umsókn­irnar hefðu verið svo mikið sem ræddar í fjár­laga­nefnd.

Í ljósi þessa tel ég eðli­legt að stjórn­ar­liðar og sjálf­skip­aðir tals­menn aga í rík­is­fjár­málum líti í eigin barm og láti vera að predika yfir okkur hin­um.

Auglýsing

Hitamet í heiminum í júlí – enn á ný
Júlímánuður var sá heitasti frá því að mælingar hófust, fyrir 140 árum. Því fylgja fleiri jakkalausir dagar fyrir Íslendinga, en líka sýnilegar hamfarir víða um heim.
Kjarninn 24. ágúst 2019
Gunnar Hólmsteinn Ársælsson
Út fer Boris með Breta – hvað sem það kostar!
Kjarninn 24. ágúst 2019
Kristbjörn Árnason
Gleðidagur
Leslistinn 24. ágúst 2019
Vonast enn til að selja vörumerkið WOW air
Skiptastjórar WOW air segja að viðræður um að selja vörumerki, lén og bókunarvél félagsins gangi ágætlega.
Kjarninn 24. ágúst 2019
Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri.
„Ég þekki nú fullvel þau víti sem þarf að varast“
Ásgeir Jónsson, nýskipaður seðlabankastjóri, segist hafa verið frekar bláeygður á stöðu bankanna fyrir hrun. Hann álítur þó að sú reynsla sé verðmæt fyrir hann sem seðlabankastjóra þar sem hann þekki nú vel þau víti sem þarf að varast.
Kjarninn 24. ágúst 2019
Netógnir nýrrar aldar: Árásir á lýðræðið
Það er ekki lengur tekist á um það af neinni alvöru að netárásir eru notaðar til að hafa áhrif á hið lýðræðislega ferli og til að grafa undan lýðræðislegum stofnunum. Það hefur gerst í hverju landinu á eftir öðru.
Kjarninn 24. ágúst 2019
Svona geta stjórnvöld orsakað nýtt fjármálaáfall
Gylfi Zoega, prófessor í hagfræði, hefur búið til lista yfir átta aðgerðir sem ríkisstjórn og Seðlabanki gætu gripið til sem gætu leitt að sér nýtt hrun. Hann biður fólk um að krossa við ef aðgerðirnar verði að veruleika.
Kjarninn 24. ágúst 2019
Ná sáttum um stjórnarmenn Lífeyrissjóðs verzlunarmanna
VR hefur náð samkomulagi við Lífeyrissjóð verzlunarmanna um að þeir stjórnarmenn sem nú sitja í stjórninni í nafni VR munu láta af störfum og í stað þeirra munu þeir stjórnarmenn sem VR skipaði í síðustu viku taka sæti í stjórninni.
Kjarninn 23. ágúst 2019
Meira úr sama flokkiÁlit
None