Stjórnvöld líti í eigin barm

rikisstjorn-1.jpg
Auglýsing

Flestir eru sam­mála um að agi, ráð­deild og vönduð vinnu­brögð eigi að ein­kenna rík­is­fjár­mál­in. Fjár­mála­ráð­herra er á sama máli og hefur komið sjón­ar­miðum sínum um hinn mik­il­væga aga vel á fram­færi. Það sama má segja um for­mann og vara­for­mann fjár­laga­nefnd­ar, auk fleiri stjórn­ar­liða. Oft finnst mér þessi áhersla þó meira í orði en á borði. Útgjalda­þróun á fjár­laga­liðnum „Rík­is­stjórn“ er ágætis dæmi um það.

Brynhildur Pétursdóttir, þingkona Bjartrar framtíðar. Bryn­hildur Pét­urs­dótt­ir, þing­kona Bjartrar fram­tíð­ar­.

Hækkun um 34% á þremur árumKostn­aður við rík­is­stjórn­ina var 253 m.kr. á árinu 2012. Árið 2013 voru kosn­ingar sem kalla á aukin útgjöld vegna bið­launa ráð­herra og aðstoð­ar­manna. Það ár fór kostn­að­ur­inn í 337,6 m. kr. Í fjár­lögum fyrir árið 2014 er gert ráð fyrir 311 m. kr. og í frum­varp­inu fyrir árið 2015 tæpum 340 m. kr. Hækk­unin nemur því 34% frá árinu 2012 til 2015. Þetta er tölu­verð aukn­ing og á eflaust að mestu rætur sínar að rekja til mik­ils fjölda aðstoð­ar­manna ráð­herra sem eng­inn hefur lengur tölu á.

Aga­leysi víðaÞetta er þó ekki eina dæmið um aga­leysi stjórn­valda. For­sæt­is­ráð­herra stóð t.d. í afar hæpnum styrk­veit­ingum fljót­lega eftir að hann tók við emb­ætti og sá Rík­is­end­ur­skoðun ástæðu til að gagn­rýna fram­ferð­ið. Þá hefur meiri­hluti fjár­laga­nefndar end­ur­vakið vinnu­brögð sem seint telj­ast vönd­uð. Þannig er að lengi vel tíðk­að­ist að ein­stak­lingar og sam­tök kæmu fyrir fjár­laga­nefnd til að rök­styðja umsóknir sínar um fjár­fram­lög. Þá gátu per­sónu­leg tengsl við nefnd­ar­menn skipt miklu máli. Þessu verk­lagi var breytt til hins betra á síð­asta kjör­tíma­bili, í þverpóli­tískri sátt, og umsækj­endum vísað á ráðu­neytin til að tryggja betur jafn­ræði þeirra á milli. Meiri­hlut­inn ákvað hins vegar að sam­þykkja fjöl­margar slíkar beiðnir nú fyrir jól án þess að umsókn­irnar hefðu verið svo mikið sem ræddar í fjár­laga­nefnd.

Í ljósi þessa tel ég eðli­legt að stjórn­ar­liðar og sjálf­skip­aðir tals­menn aga í rík­is­fjár­málum líti í eigin barm og láti vera að predika yfir okkur hin­um.

Auglýsing

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira úr sama flokkiÁlit
None