Stjórnvöld líti í eigin barm

rikisstjorn-1.jpg
Auglýsing

Flestir eru sam­mála um að agi, ráð­deild og vönduð vinnu­brögð eigi að ein­kenna rík­is­fjár­mál­in. Fjár­mála­ráð­herra er á sama máli og hefur komið sjón­ar­miðum sínum um hinn mik­il­væga aga vel á fram­færi. Það sama má segja um for­mann og vara­for­mann fjár­laga­nefnd­ar, auk fleiri stjórn­ar­liða. Oft finnst mér þessi áhersla þó meira í orði en á borði. Útgjalda­þróun á fjár­laga­liðnum „Rík­is­stjórn“ er ágætis dæmi um það.

Brynhildur Pétursdóttir, þingkona Bjartrar framtíðar. Bryn­hildur Pét­urs­dótt­ir, þing­kona Bjartrar fram­tíð­ar­.

Hækkun um 34% á þremur árumKostn­aður við rík­is­stjórn­ina var 253 m.kr. á árinu 2012. Árið 2013 voru kosn­ingar sem kalla á aukin útgjöld vegna bið­launa ráð­herra og aðstoð­ar­manna. Það ár fór kostn­að­ur­inn í 337,6 m. kr. Í fjár­lögum fyrir árið 2014 er gert ráð fyrir 311 m. kr. og í frum­varp­inu fyrir árið 2015 tæpum 340 m. kr. Hækk­unin nemur því 34% frá árinu 2012 til 2015. Þetta er tölu­verð aukn­ing og á eflaust að mestu rætur sínar að rekja til mik­ils fjölda aðstoð­ar­manna ráð­herra sem eng­inn hefur lengur tölu á.

Aga­leysi víðaÞetta er þó ekki eina dæmið um aga­leysi stjórn­valda. For­sæt­is­ráð­herra stóð t.d. í afar hæpnum styrk­veit­ingum fljót­lega eftir að hann tók við emb­ætti og sá Rík­is­end­ur­skoðun ástæðu til að gagn­rýna fram­ferð­ið. Þá hefur meiri­hluti fjár­laga­nefndar end­ur­vakið vinnu­brögð sem seint telj­ast vönd­uð. Þannig er að lengi vel tíðk­að­ist að ein­stak­lingar og sam­tök kæmu fyrir fjár­laga­nefnd til að rök­styðja umsóknir sínar um fjár­fram­lög. Þá gátu per­sónu­leg tengsl við nefnd­ar­menn skipt miklu máli. Þessu verk­lagi var breytt til hins betra á síð­asta kjör­tíma­bili, í þverpóli­tískri sátt, og umsækj­endum vísað á ráðu­neytin til að tryggja betur jafn­ræði þeirra á milli. Meiri­hlut­inn ákvað hins vegar að sam­þykkja fjöl­margar slíkar beiðnir nú fyrir jól án þess að umsókn­irnar hefðu verið svo mikið sem ræddar í fjár­laga­nefnd.

Í ljósi þessa tel ég eðli­legt að stjórn­ar­liðar og sjálf­skip­aðir tals­menn aga í rík­is­fjár­málum líti í eigin barm og láti vera að predika yfir okkur hin­um.

Auglýsing

Libra skjálfti hjá seðlabönkum
Áform Facebook um að setja í loftið Libra rafmyntina á næsta ári hafa valdið miklum titringi hjá seðlabönkum. Hver verða áhrifin? Þegar stórt er spurt, er fátt um svör og óvissan virðist valda áhyggjum hjá seðlabönkum heimsins.
Kjarninn 24. júní 2019
Lögfræðikostnaður vegna orkupakkans rúmlega 16 milljónir
Lögfræðiráðgjafar var aflað frá sex aðilum.
Kjarninn 24. júní 2019
Helga Dögg Sverrisdóttir
Þörf á rannsóknum á ofbeldi í garð kennara hér á landi
Kjarninn 24. júní 2019
Stuðningur við þriðja orkupakkan eykst mest meðal kjósenda Vinstri grænna
90 prósent kjósenda Miðflokksins eru mjög eða frekar andvíg innleiðingu þriðja orkupakkans.
Kjarninn 24. júní 2019
Vilja koma böndum á óhóflega sykurneyslu landsmanna
Skipaður hefur starfshópur til að innleiða aðgerðaáætlun Embættis landlæknis til að draga úr sykurneyslu landsmanna. Landlæknir telur að vörugjöld og skattlagning á sykruð matvæli sé sú aðgerð sem beri hvað mestan árangur þegar draga á úr sykurneyslu.
Kjarninn 24. júní 2019
Kjósendur Miðflokks, Flokks fólksins og Framsóknar helst á móti Borgarlínu
Kjósendur Samfylkingar, Viðreisnar og Pírata eru hlynntastir Borgarlínu.
Kjarninn 24. júní 2019
Snæbjörn Guðmundsson
Hvalárvirkjun í óþökk landeigenda
Leslistinn 24. júní 2019
Borgarlínan
Stuðningur við Borgarlínu aldrei mælst meiri
54 prósent Íslendinga eru hlynnt Borgarlínunni en um 22 prósent andvíg.
Kjarninn 24. júní 2019
Meira úr sama flokkiÁlit
None