Forsendur fyrir þungri Borgarlínu eru brostnar

Þórarinn Hjaltason skrifar um umferðarspár, áhrif bílaeignar á samkeppnishæfni almenningssamgangna og áróður fyrir þungu Borgarlínunni.

Auglýsing

Í jan­úar s.l. skrif­aði ég grein­ina „Góðar sam­göngur eru fyrir alla“ hér í Kjarn­ann, en hana má lesa hér. Í grein­inni gagn­rýni ég það sem við hjá sam­tök­unum Sam­göngur fyrir alla (SFA) köllum þunga Borg­ar­línu. Helstu rök aðstand­enda þungu lín­unnar eru hrakin lið fyrir lið. Jafn­framt geri ég grein fyrir til­lögu SFA um svo­kall­aða létta Borg­ar­línu (BRT-Lite) sem er marg­falt ódýr­ari en þunga línan og mun hag­kvæm­ari kost­ur. Til­lögur SFA má finna á vef­síð­unni https://­sam­gong­ur­fyr­ir­alla.com/

Hér á eftir verður gerð nán­ari grein fyrir umferð­ar­spám í nýju sam­göngu­lík­ani fyrir höf­uð­borg­ar­svæð­ið. Þar á eftir verður fjallað um áhrif bíla­eignar á sam­keppn­is­hæfni almenn­ings­sam­gangna. En fyrst nokkur orð um áróður fyrir þungu Borg­ar­lín­unn­i. 

Blekk­ingar í áróðri fyrir þungu Borg­ar­lín­unni

Fyrir rúmum þremur árum skrif­aði ég grein­ina „Ein­hliða áróður í sam­göngu­skipu­lagi höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins“ hér í Kjarn­ann, en hana má lesa hér. Þar rök­styð ég þá skoðun mína að áróður fyrir (þungu) Borg­ar­lín­unni hafi gengið út í hreinar öfg­ar. Áróð­urs­brögðin ganga út á tak­mark­aðar upp­lýs­ing­ar, hálf­sann­leik, vill­andi upp­lýs­ingar eða jafn­vel hreinar rang­færsl­ur. Slík áróð­urs­brögð eru þekkt í heimi stjórn­mál­anna og munum við eflaust fá vænan skammt af þeim núna á loka­metr­unum fyrir sveit­ar­stjórn­ar­kosn­ing­arn­ar. Við erum vön slíku og flest okkar tökum póli­tískum áróðri með hæfi­legum fyr­ir­vara. Hins vegar erum við ekki vön áróðri af þessu tagi af hálfu skipu­lags- og sam­göngu­yf­ir­valda. Þess vegna hafa margir látið blekkj­ast. Á þeim þrem árum sem liðin eru frá því að ég skrif­aði umrædda grein í Kjarn­ann hefur áróður af þessum toga haldið áfram og mun ég víkja að því nánar hér á eft­ir.

Umferð­ar­spár í nýju sam­göngu­lík­ani

Í ofan­greindri grein minni í Kjarn­anum frá því í mars 2019 rök­styð ég þá skoðun mína að (þunga) Borg­ar­línan muni í besta falli leiða til þess að bíla­um­ferð árið 2040 verði 4 - 5 % minni en ella. Í svæð­is­skipu­lagi 2015-2040 er sett fram mark­mið um að ferðir með almenn­ings­sam­göngum auk­ist úr 4 % upp í 12 % af öllum ferð­um, ferðir gang­andi og hjólandi auk­ist úr 20 % upp í 30 % af öllum ferðum og ferðum með einka­bíl fækki úr 76 % niður í 58 % af öllum ferð­um. Elías B. Elí­as­son verk­fræð­ingur sýnir fram á það í grein sinni í Kjarn­anum 3. maí s.l. að félags­leg ábata­grein­ing sem gerð var á árinu 2014 á þremur sam­göngu­sviðs­mynd­um, þar sem þessi mark­mið voru ein sviðs­mynd­in, stenst engan veg­inn. Ef rétt hefði verið reiknað þá hefðu nið­ur­stöð­urnar orðið þær, að hvorki þung Borg­ar­lína (BRT-­Gold) né létt­lest (LRT) myndu verða nægi­lega hag­kvæm.

Auglýsing
Í sam­ræmi við þessi mark­mið var klifað á því að ef ferða­venjur yrðu óbreyttar þá myndi bíla­um­ferð verða 20 % meiri en miðað við breyttar ferða­venj­ur. Sög­unni fylgdi að Borg­ar­línan væri hryggjar­stykkið í breyttum ferða­venj­um. Þetta var lævís áróð­ur. Margir túlk­uðu þetta þannig að ef (þunga) Borg­ar­línan kæmi ekki yrði bíla­um­ferð 20 % meiri en ella. 

Í sept­em­ber 2020 gaf Vega­gerðin út skýrsl­una „Tran­sport Model for the capi­tal area of Iceland – SLH“, sem verk­fræði­stof­urnar Mann­vit og Cowi (M & C) unnu. Þar er gerð grein fyrir gerð nýs sam­göngu­lík­ans fyrir höf­uð­borg­ar­svæðið og birtar umferð­ar­spár fyrir árin 2024, 2029 og 2034. Nýja líkanið getur spáð fyrir um umferð bíla, fjölda far­þega í almenn­ings­vögnum og fjölda hjólandi. Hins vegar eru ferðir gang­andi ekki með í reikni­lík­an­inu. Eldra reikni­líkan gat aðeins spáð fyrir um bíla­um­ferð. Í erindi sem ég helt á mál­stofu Vega­gerð­ar­innar í októ­ber s.l. benti ég á það að best hefði farið á því ef nýja líkanið hefði verið til­búið áður en ofan­greind mark­mið voru sett í svæð­is­skipu­lagi höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins 2015-2040. Þá hefði komið í ljós að mark­miðin voru ekki raun­sæ. Umferð­ar­spá 2034 gaf eft­ir­far­andi nið­ur­stöður (bls. 90 í fyrr­greindri skýrslu Vega­gerð­ar­inn­ar): 

Þarna kemur fram að því er spáð að bíla­um­ferð auk­ist um 41 % á tíma­bil­inu 2019 – 2034, þrátt fyrir for­sendu um að upp­bygg­ing Borg­ar­línu og hjóla­stíga verði skv. sam­göngusátt­mála. Rétt er að benda á að ferðir með bílum eiga við alla bíla, ekki aðeins einka­bíla, heldur einnig sendi­bíla (Deli­very Trucks, DT) og vöru­bíla (Heavy Goods Vehicles, HGV). Skoðum nú hvernig hlutur ofan­greindra ferða­máta breyt­ist á tíma­bil­inu 2019 – 2034 miðað við spána:

Skv. spánni minnkar hlutur ferða með bíl um 1,6 pró­sentu­stig á tíma­bil­inu 2019 – 2034. Ferðir með almenn­ings­vögnum aukast um 1,4 pró­sentu­stig og ferðir hjólandi um 0,2 pró­sentu­stig. Af þessu má ráða að ef almenn­ings­sam­göngur verða ekki bættar frá því sem er í dag myndi bíla­um­ferð árið 2034 verða 1,4 pró­sentu­stigum meiri en ella. Það sam­svarar = (1,4/90,3) x 100 = 1,6 % hlut­falls­legri aukn­ingu. M.ö.o., ef almenn­ings­sam­göngur verða ekki bættar frá því sem er í dag myndi bíla­um­ferð árið 2034 verða 1,6 % meiri en ella. Aukn­ing upp á 1,6 % á 15 ára tíma­bili jafn­gildir um 0,1 % aukn­ingu á ári. Ef við fram­reiknum til árs­ins 2040 myndi nið­ur­staðan verða um 2 %, sem er svo sann­ar­lega í sam­ræmi við fyrr­greint mat mitt um að Borg­ar­línan muni í besta falli leiða til þess að bíla­um­ferð árið 2040 verði 4 – 5 % minni en ella (sjá fyrr­greinda grein í Kjarn­anum 17.03.2019).

Eins og áður hefur verið greint frá eru ferðir gang­andi ekki með í nýja sam­göngu­lík­an­inu. Ef við gefum okkur að ferðir gang­andi séu 10 % af öllum ferðum árið 2019 þá lækkar hlut­deild hinna ferða­mát­anna. Við skulum jafn­framt bera leið­réttar nið­ur­stöður saman við nið­ur­stöður ferða­venjukönn­unar á höf­uð­borg­ar­svæð­inu 2019:

Við fyrstu sýn virð­ist ekki vera nægi­lega góð sam­svörun milli sam­göngu­lík­ans­ins og ferða­venjukönn­unar 2019, einkum í ljósi þess að í sam­göngu­lík­an­inu er tekið til­lit til nið­ur­stöðu ferða­venjukönn­unar 2017 (sjá bls. 46 í fyrr­greindri skýrslu Vega­gerð­ar­innar frá sept­em­ber 2020). Ég tel að frá­vikið frá nið­ur­stöðum ferða­venjukönn­unar skýrist einkum af eft­ir­far­andi:

  • Ferða­venjukönnun nær ein­göngu til þeirra ferða íbúa á höf­uð­borg­ar­svæð­inu þar sem einka­er­indum er sinnt. Dæmi: Leigu­bíl­stjóri ekur til vinnu á leigu­bíla­stöð á bíl sín­um. Sú ferð er skráð í ferða­venjukönn­un. Hins vegar eru atvinnu­ferðir leigu­bíl­stjór­ans þar sem hann ekur með far­þega gegn gjaldi ekki skráðar í ferða­venjukönn­un. Stór hluti ferða á höf­uð­borg­ar­svæð­inu eru atvinnu­ferðir á fólks­bíl­um, ferðir með sendi- og vöru­bíl­um, ferðir útlend­inga, ferðir íbúa utan af landi, o.s.frv.
  • Nið­ur­stöður ferða­venjukann­ana eru ekki gefnar upp með aukastaf. Það skiptir tölu­verðu máli fyrir ferðir með almenn­ings­vögn­um. Í ferða­venjukönnun 2017 er hlutur ferða með almenn­ings­vögnum gef­inn upp sem 4 %. Hækkun úr 4 % 2017 upp í 5 % 2019 er 25 % aukn­ing hlut­falls­lega sem er langt frá því að vera í sam­ræmi við aukn­ingu á far­þega­fjölda skv. árs­skýrslum Strætó bs. Lík­lega hefur hlutur ferða með strætó verið tæp­lega 4,5 % árið 2017 og því gef­inn upp sem 4 % þegar aukastaf er sleppt. Með sama hætti hefur hlutur ferða með strætó árið 2019 verið yfir 4,5 % og því gef­inn upp sem 5 % þegar aukastaf er sleppt. Eðli­legra hefði verið að gefa upp hlut ferða með strætó og ferða hjólandi með einum aukastaf og gefa jafn­framt upp töl­fræði­leg skekkju­mörk.    
  • Töl­fræði­leg óvissa í sam­göngu­lík­ani og ferða­venjukönn­un.

Skipu­lags- og sam­göngu­yf­ir­völd hafa ekki haft fyrir því að gera almenn­ingi grein fyrir því að ferða­venjukann­anir ofmeta stór­lega hlut ferða með almenn­ings­vögnum þegar allar ferðir á höf­uð­borg­ar­svæð­inu eru teknar með í reikn­ing­inn. Þetta er mjög alvar­legt mál. Það að gera ekki neina grein fyrir þessu flokk­ast undir vill­andi upp­lýs­ingar eða hálf­sann­leik. Það að draga álykt­anir út frá kol­röngum for­sendum flokk­ast undir hreinar rang­færsl­ur. Málið er sér­stak­lega alvar­legt vegna þess að sam­göngu- og skipu­lags­yf­ir­völd hafa ekki gefið nein við­hlít­andi svör við athuga­semdum SFA og fleiri um að umferð­ar­spár í nýju sam­göngu­lík­ani gefi allt aðra og mun lak­ari nið­ur­stöðu um fýsi­leika þungu Borg­ar­lín­unnar heldur en eldri spár. Þvert á móti hefur fram­kvæmda­stjóri Betri sam­gangna ohf. vitnað í fyrr­nefnda félags­lega ábata­grein­ingu frá árinu 2014 á þremur sam­göngu­sviðs­myndum máli sínu til stuðn­ings. Af hálfu stjórn­valda ríkir furðu­leg þöggun um þessi mál. Hví skyldi svo ver­a? 

Áhrif bíla­eignar á sam­keppn­is­hæfni almenn­ings­sam­gangna

Það er vel þekkt að í litlum bíla­borgum með háa bíla­eign er mjög erfitt fyrir almenn­ings­sam­göngur að keppa við einka­bíl­inn. Á fyrr­greindri mál­stofu Vega­gerð­ar­innar í októ­ber s.l. hélt Albert Skarp­héð­ins­son, verk­fræð­ingur hjá Mann­vit, erindi um nýja sam­göngu­líkan­ið. Hann greindi frá því að skoðað hafi verið hvaða áhrif það myndi hafa á umferð­ar­spána 2034 ef bíla­eign væri aðeins 550 bílar pr. 1.000 íbúa. Nið­ur­stöð­urnar urðu þær að hlutur ferða með bílum lækk­aði úr u.þ.b. 90 % niður í um 80 % og hlutur ferða með almenn­ings­vögnum hækk­aði úr 4,7 % upp í u.þ.b. 10 %. Hlutur ferða á reið­hjóli hækk­aði úr 5,3 % upp í u.þ.b. 10 %. 

Það eru nokkur ár síðan það kom fram að vænt­an­legt BRT-­kerfi í Stavan­ger, „Bus­sveien“, er ein helsta fyr­ir­myndin að Borg­ar­lín­unn­i. 

Myndin sýnir framkvæmdir við Bussveien í Stavanger. Heimild: Facebooksíða Bussveien, hlaðið niður 3. maí af slóðinni: https://www.facebook.com/Bussveien/photos/4940957245992171

Um er að ræða 50 km hrað­vagna­kerfi í hæsta gæða­flokki og verður lokið við kerfið á næstu árum. Umfang hrað­vagna­kerf­is­ins verður Evr­ópu­met. Bíla­eign hér á höf­uð­borg­ar­svæð­inu er ein sú mesta í heim­inum og miklu hærri en á Stavan­ger­svæð­inu. Þess vegna er fárán­legt að nota Stavan­ger­svæðið sem fyr­ir­mynd. En skipu­lags- og sam­göngu­yf­ir­völd hér ætla samt að toppa frændur okkar í Stavan­ger og byggja 60 km hrað­vagna­kerfi í hæsta gæða­flokki. Það yrði þá lík­lega nýtt Evr­ópu­met og örugg­lega heims­met ef miðað er við höfða­tölu. 

Höf­undur er sam­göngu­verk­fræð­ing­ur.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar