Það er kominn tími til að tala um kynþáttafordóma á Íslandi!

Ingvar Örn Sighvatsson segir að kynþáttafordómar séu samfélagslegt vandamál sem varði okkur öll og lita allt samfélagið.

Auglýsing

Milli lög­reglu og almenn­ings á Íslandi hefur lengi ríkt gott traust og lýsir það sé ekki síst í þátt­töku almenn­ings þegar lög­reglan leitar aðstoðar við störf sín. Ég er þakk­látur fyrir að búa í sam­fé­lagi þar sem slíkt traust rík­ir. En nú ber skugga á og ég vil að við notum það tæki­færi til að gera betur og fyr­ir­byggja það að hópur Íslend­inga alist upp við það að treysta ekki lög­regl­unni.

­Fyrir rétt um tveimur vikum síðan missti lög­reglan úr haldi tví­tugan íslenskan karl­mann og var aug­lýst eftir honum á öllum miðlum með áber­andi hætti og til­heyr­andi mynd­birt­ing­um. 

Næstu tveir dagar áttu eftir að verða örlaga­ríkir fyrir ungan íslenskan dreng. Ungan dreng sem er 4-5 árum yngri en stroku­fang­inn og höfð­inu lægri, en með sama húð­lit og hár. Önnur sýni­leg lík­indi eru ekki með þeim.

Þann 20. apríl s.l., degi eftir að fang­inn slapp úr haldi lög­reglu, var ungi dreng­ur­inn ásamt nokkrum jafn­öldrum á ferð í stræt­is­vagni, eins og aðra daga. Skyndi­lega birt­ast blikk­andi blá ljós og a.m.k. þrjár lög­reglu­bif­reiðar umkringja vagn­inn, inn í vagn­inn hlaupa nokkrir sér­sveit­ar­menn, með vopn á lofti. Dreng­ur­inn vissi strax hvað var að fara að ger­ast þegar hann sá bláu ljósin blikka, aðrir far­þegar sátu hins vegar áhyggju­laus­ir.

Stöldrum aðeins við hérna. Dreng­ur­inn er 16 ára gam­all og hefur ekk­ert sér til sakar unn­ið. Hann er með jafn­öldrum og vinum inn í stræt­is­vagni. Einu lík­indi með honum og stroku­fang­anum eru húð­litur og hárstíll. Setjum okkur aðeins í spor hans, setjum okkur í spor for­eldra hans. Hvernig liði okkur ef að lög­reglan sæti fyrir barn­inu okkar með vopn á lofti? Hvernig liði okkur ef eina sýni­lega skýr­ingin á fyr­ir­sát­inni væri sú að hann væri ljós­hærður með blá augu? Skoðum hvað ger­ist ef að ungi dreng­ur­inn verður hræddur og bregst óskyn­sam­lega við, reynir t.d. að hlaupa? Hvað gerir lög­reglan með vopn á lofti þá? Hvað gerir lög­reglan ef dreng­ur­inn stingur hendi í vasa til að ná í sím­ann sinn, til að hringja í mömmu og pabba? Þessi ungi drengur var settur í stór­hættu­legar og alger­lega van­hugs­aðar aðstæð­ur. Ef að við horfum fram­hjá því að dreng­ur­inn varð fyrir þessu ein­göngu fyrir sakir húð­lit­ar. Spyrjum okkur þá, hversu ígrunduð var sú aðgerð lög­regl­unnar að vaða inn í stræt­is­vagn, fullan af far­þeg­um, með vopn á lofti. Hvað ætl­aði lög­reglan að gera ef hinn „stór­hættu­legi“ stroku­fangi hefði verið í vagn­in­um? Hvað ætl­aði lög­reglan að gera innan um sak­lausa far­þega ef stroku­fang­inn hefði reynt að leggja á flótta eða berj­ast á mót­i? Mun­ið, lög­reglan er með vopn inni í stræt­is­vagni, í þröngu rými innan um almenna borg­ara! Dreng­ur­inn komst þó að lokum til síns heima og í faðm fjöl­skyld­unnar sem hlúði að hon­um.

Auglýsing
En raunum unga drengs­ins lauk ekki þar. Dag­inn eftir treysti hann sér ekki til vinnu og fékk leyfi. Móðir hans bauð honum með sér í bak­arí til að slaka á og njóta gæða­stund­ar. Sú stund átti eftir að reyn­ast þeim þung­bær. Þau eru varla sest í sætin þegar skyndi­lega birt­ast lög­reglu­menn á hlaup­um. Lög­reglan, þrátt fyrir aug­ljós og skammar­leg mis­tök deg­inum áður, er aftur mætt til að grípa stroku­fang­ann, sem aldrei var á staðn­um. Þar var 16 ára gam­all drengur sem ætl­aði að njóta morg­un­verð­ar­stundar með móður sinni. Lög­reglan var þó ekki með vopn á lofti í þetta skipt­ið, kannski má þakka fyrir það. 

Öllum geta orðið á mis­tök og ég hef skiln­ing á því að hinn almenni borg­ari telji sig gera gagn með því að hringja inn ábend­ingu til lög­regl­unn­ar. Ég er með­vit­aður um það að úti í sam­fé­lag­inu er for­dóm­ar. Ég er með­vit­aður um það að hinn almenni borg­ari gat farið manna­villt, en það er þekkt að fólk á oft erf­iðar með að greina á milli ein­stak­linga þegar um ræð­ir ­fólk með önnur upp­runa ein­kenni, t.d. annan húð­lit. Ég hef hins vegar engan skiln­ing og enga samúð með þeim vinnu­brögðum sem lög­reglan við­hafði í ofan­greindum til­vik­um. Það er alger­lega ófyr­ir­gef­an­legt að bregð­ast við með þeim hætti sem lög­reglan gerði í fyrra til­vik­inu. Lög­reglan rauk inn í stræt­is­vagn með vopn á lofti til þess að áreita ungan íslenskan dreng, án þess að, að því er virð­ist, gera nokkra grein­ingu á upp­lýs­ing­unum sem lágu að baki.

Hvað átti lög­reglan að skoða? Hvernig átti lög­reglan að bregð­ast við?

Skoðum mál­ið. Stroku­fang­inn er tví­tugur mað­ur, áber­andi hávax­inn (192 sm skv. aug­lýs­ingu lög­regl­unn­ar). Birtar eru af honum áber­andi and­lits­myndir og það tekið fram að hann sé hættu­leg­ur. Dreng­ur­inn í stræt­is­vagn­inum er 16 ára gam­all og á ferð með jafn­öldrum sín­um. Einu lík­indin með honum og stroku­fang­anum eru húð­litur og hár­lokk­ar, það eru engin önnur lík­ind­i! Við verðum sjálf­sagt að sætta okkur við að þau lík­indi eru því miður nóg til þess að ein­hver „ár­vök­ull“ borg­ari hringi inn ábend­ingu. Spurn­ing mín er til lög­regl­unn­ar. Var það talið lík­legt að fangi á flótta, með jafn áber­andi sér­kenni og um ræð­ir, tæki sér far með stræt­is­vagni á milli borg­ar­hluta? Að mínu mati er það þegar til­efni til að slá varnagla við til­kynn­ing­unni. Dreng­ur­inn var í hópi jafn­aldra, taldi lög­reglan líkur á því að hinn tví­tugi stroku­fangi væri á ferð með hópi 16 ára barna? Var dreng­ur­inn í stræt­is­vagn­inum áberandi hávax­inn? ­At­hugið að mað­ur­inn sem lýst var eftir er 192 sm að hæð, er sýni­lega höfð­inu hærri en flestir aðr­ir, eða vel yfir meðal hæð. Skoð­aði lög­reglan þessi atriði áður en vopn­aðir lög­reglu­menn voru sendir inn í vagn­inn til að áreita ungan íslenskan dreng og skapa þar með óþarf­lega hættu­legar aðstæður innan í lok­uðu rými fullu af almennum borg­ur­um?

Átti lög­reglan ekki að bregð­ast við? Jú, lög­reglan átti að bregð­ast við. En, lög­reglan átti, að mínu mati og að teknu til­liti til þess sem að ofan grein­ir, að beita með­al­hófs­reglu. Ef að lög­reglan hefði fram­kvæmt lág­marks grein­ingu á upp­lýs­ing­un­um, hefði lög­reglan mátt vita að hverf­andi líkur væru á að þarna færi stroku­fang­inn. Lög­reglan átti vissu­lega að fylgja eftir ábend­ing­unni, til þess að stað­festa hið aug­ljósa, þetta var ekki stroku­fang­inn. Þetta var hægt að gera með mun mild­ari aðgerð, aðgerð sem að væri ekki til þess fallin að áreita ungan sak­lausan dreng og valda honum ótta og enn einni stað­fest­ingu þess að hann er ekki „venju­leg­ur“ Íslend­ing­ur. Þetta var hægt að gera með aðgerð sem væri ekki til þess fallin að skapa óþarfa hættu í lok­uðu almanna­rým­i. 

Þangað til annað kemur í ljós, tel ég að lög­regl­unni hafi ein­fald­lega nægt að heyra að þarna væri brúnn drengur með lokka og vopnin fóru á loft. Þarna er vanda­mál­ið. Ég geri meiri kröfur til lög­regl­unn­ar, en til borg­ar­ans sem hringdi inn ábend­ing­una. Ég ætl­ast til þess að lög­reglan hafi fengið fræðslu um kyn­þátta­for­dóma og þá kyn­þátta­mið­uðu grein­ingu (e. Racial Profil­ing) sem þekkt er að litar lög­gæslu­störf víða um heim. Ég ætl­ast til að lög­reglan geri bet­ur.

Auglýsing
En lög­reglan gerði ekki bet­ur. Lög­reglan mætti í bak­arí­ið. Aftur var lög­reglan að fylgja eftir ábend­ingu hins almenna „góð­borg­ara“. Sá sem til­kynnti dreng­inn í þetta skiptið fylgd­ist með drengnum og móður hans stíga út úr bíl sínum og ganga inn í bak­arí­ið. Hann fékk ábend­ingu móð­ur­innar sem varð hans vör og reyndi að sýna honum með lát­bragði að þetta væri ekki stroku­fang­inn. Allt kom fyrir ekki og lög­reglan mæt­ir, lætur læsa bak­arí­inu og í stað þess að skamm­ast sín þegar hið aug­ljósa kom í ljós þá fer lög­reglan fram á kenni­tölur móður og barns. 

Hér, alveg eins og í fyrra til­vik­inu, verður ekki annað ráðið en að engin grein­ing fari fram á ábend­ing­unni. Mað­ur­inn sem til­kynnti sat inn í bif­reið sinni og horfði á mæðgin­in, hann sá bíl­inn sem þau komu á, hann fylgd­ist með þeim ganga inn í bak­aríið á meðan hann tal­aði í sím­ann. Hvernig gat lög­reglan greint ábend­ing­una? Hvaða spurn­inga hefði mátt spyrj­a? Lög­reglan gat spurt með hverjum hann væri. Lög­reglan gat spurt sig, er stroku­fang­inn lík­legur til að dóla sér inn í næsta bak­ari með mömmu? Lög­reglan gat spurt þann sem hringdi inn ábend­ing­una hvort að þessi drengur væri áber­andi hávax­inn? Lög­reglan gat spurt um bíl­númer á bílnum sem mæðginin komu á (og hefði þá kom­ist að því að þar færi móðir drengs­ins sem þeir áreittu deg­inum áður­)? 

Átti lög­reglan ekki að fylgja eftir ábend­ing­unni í bak­arí­inu? Jú, en lög­reglan átti að greina ábend­ing­una. Lög­reglan átti að spyrja ofan­greindra spurn­inga og í ljósi þess að aug­ljóst mætti telja, að fengnum svörum við þessum spurn­ing­um, að þar færi ekki stroku­fang­inn, átti lög­reglan að senda inn óein­kenn­is­klæddan mann til að stað­festa að ábend­ingin væri röng, í stað þess að áreita með ólög­mætum hætti ungan dreng sem situr í bak­arí með móður sinni að reyna að ná áttum eftir ólög­mæta vopn­aða fyr­ir­sát lög­regl­unnar deg­inum áður.

Ég vil að lög­reglan birti eft­ir­rit sam­tala, þegar þessar ábend­ingar komu inn, og sem leiddu til þeirra atburða sem hér um ræð­ir. Ég vil fá að sjá svart á hvítu hvað þarf til þess að sér­sveit lög­regl­unnar er send vopnuð inn í stræt­is­vagn til þess að áreita og hræða 16 ára barn. 

Hvaða reglur gilda um vopna­burð lög­regl­unn­ar? Hvaða reglur segja til um það hvenær sér­sveitin er send umfram hefð­bundna fyrstu svör­un? Ég vil fá að vita hvort lög­reglu­menn hafa fengið fræðslu um kyn­þátta­for­dóma? Ég vil fá að vita hvort lög­reglu­menn hafa fengið fræðslu um hættur kyn­þátta­mið­aðrar grein­ingar (e. Racial Profil­ing)?

Ég er nefni­lega hrædd­ur. Ég er hræddur fyrir hönd barn­anna minna. Ég er hræddur fyrir hönd frændsystk­ina þeirra. Ég er hræddur fyrir hönd allra barna sem bera annan húð­lit en við sem rekjum ættir okkar til vík­inga. Ég á ungan fal­legan dreng með brúna húð og dredda (lokka). Ég veit að börnin mín, eins og önnur börn með dökkan húð­lit, munu mæta for­dómum í sam­fé­lag­inu. Það er bar­átta okkar og þeirra að breyta því og sú bar­átta er lýj­andi. Ég mun hins vegar aldrei sætta mig við að börnin þurfi að alast upp til að ótt­ast lög­regl­una (sem margir gera í dag, og kannski með rétt­u).

Ég vil búa í sam­fé­lagi þar sem dreng­ur­inn minn getur setið óhræddur og ááreittur í strætó með jafn­öldrum sín­um, þó hann sé brúnn. Sönn saga.

Ég vil búa í sam­fé­lagi þar sem dreng­ur­inn minn getur óhræddur og óáreittur farið í bak­aríið með móður sinni, þó hann sé brúnn. Sönn saga.

Ég vil búa í sam­fé­lagi þar sem dreng­ur­inn minn getur staðið í strætó­skýli með vin­konu sinni án þess að lög­reglan stöðvi, taki vin­konu hans til hliðar og spyrji hana hvort þessi „mað­ur“ sé að ógna henni. Af því að hann er brúnn. Sönn saga.

Ég vil búa í sam­fé­lagi þar sem dreng­ur­inn minn getur gengið um götur með vini sínum án þess að út úr nær­liggj­andi bíl fljúgi lög­reglu­menn og setji hann í hand­járn. Af því að hann er brúnn. Sönn saga.

Ég vil búa í sam­fé­lagi þar sem dreng­ur­inn minn getur leikið sér með leik­fanga­byssu (e. Replica) án þess að sér­sveit lög­regl­unnar mæti með vopn á lofti og hand­járni hann. Af því að hann er brúnn. Sönn saga.

Svona gæti ég haldið lengi áfram. Sögur af áreiti íslensku lög­regl­unnar í garð hör­unds­dökkra eru margar og mis­mun­andi og það er kom­inn tími til að við trúum þessum sög­um. Það er kom­inn tími til að gera rann­sókn á störfum lög­regl­unn­ar, alvöru rann­sókn. Ég treysti ekki lög­regl­unni til að ann­ast það sem sjálfs­skoð­un. Ég treysti ekki dóms­mála­ráð­herra og hans aðstoð­ar­mönn­um, að gefnu til­efni. Ég vil rann­sókn­ar­nefnd með víð­tækar heim­ildir til að taka út störf lög­regl­unnar með til­liti til und­ir­liggj­andi kyn­þátta­for­dóma. Ég vil töl­fræði­lega grein­ingu. Ég vil áætl­anir um úrbæt­ur. Ég vil að brugð­ist verði við strax áður en óaft­ur­kræf mis­tök verða gerð, mis­tök sem verða ekki tek­in til baka.

Kyn­þátta­for­dómar eru sam­fé­lags­legt vanda­mál sem varðar okkur öll og lita allt sam­fé­lag­ið. Við verðum að spyrja okkur hvort að við viljum búa í sam­fé­lagi sem er í afneitun um vand­ann eða hvort við viljum búa í sam­fé­lagi sem við­ur­kennir vand­ann og leggur sig fram um að gera bet­ur? Ég hef enga trú á að slíkir for­dómar séu í rík­ara mæli innan lög­regl­unnar en ann­ars stað­ar. Hins vegar geri ég rík­ari kröfur til lög­regl­unnar en ég geri til hins almenna borg­ara. Ég ætl­ast til að lög­reglan við­ur­kenni og sé með­vituð um þá for­dóma sem þríf­ast í sam­fé­lag­inu og taki til­liti til þess við úrvinnslu ábend­inga frá almenn­ingi. Lög­regl­unni er fært vald og hefur „einka­rétt“ á vald­beit­ingu. Þess vegna eru for­dómar hættu­legri þegar þeir þríf­ast innan raða lög­regl­unn­ar. 

Höf­undur er faðir barna með brúna húð og lokka í hári.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Mette Frederiksen, Ursula van der Leyen forseti framkvæmdastjórnar ESB, Olaf Scholz kanslari Þýskalands, Mark Rutte forsætisráðherra Hollands og Alexander De Croo forsætisráðherra Belgíu hittust í Esbjerg.
Tíu þúsund risastórar vindmyllur
Á næstu árum og áratugum verða reistar 10 þúsund vindmyllur, til raforkuframleiðslu, í Norðursjónum. Samkomulag um þessa risaframkvæmd, sem fjórar þjóðir standa að, var undirritað í Danmörku sl. miðvikudag.
Kjarninn 22. maí 2022
Jódís Skúladóttir þingmaður VG.
Segir náin tengsl á milli hatursglæpa, vændis, kvenhaturs og útlendingahaturs
Þingmaður Vinstri grænna segir að hinsegin fólk sem fellur undir hatt fleiri minnihlutahópa sé útsettara fyrir ofbeldi en annað hinsegin fólk og því sé aldrei hægt að gefa afslátt í málaflokkum sem viðkoma þessum hópum.
Kjarninn 21. maí 2022
Hanna Katrín Friðriksson þingmaður Viðreisnar.
„Hvernig stendur á þessari vitleysu?“
Þingflokksformaður Viðreisnar telur að líta þurfi á heilbrigðiskerfið í heild sinni og spyr hvort það sé „í alvöru til of mikils ætlast að stjórnvöld ráði við það verkefni án þess að það bitni á heilsu og líðan fólks“.
Kjarninn 21. maí 2022
Framsóknarflokkurinn í Mosfellsbæ er í lykilstöðu um myndun meirihluta bæjarstjórnar.
Viðræðum Framsóknarflokksins og Vina Mosfellsbæjar slitið
Framsóknarflokkurinn í Mosfellsbæ tilkynnti Vinum Mosfellsbæjar skömmu fyrir áætlaðan fund þeirra í morgun að ákveðið hefði verið að slíta viðræðum. Líklegast er að Framsókn horfi til þess að mynda meirihluta með Samfylkingunni og Viðreisn.
Kjarninn 21. maí 2022
Gísli Pálsson
„Svartur undir stýri“: Tungutak á tímum kynþáttafordóma
Kjarninn 21. maí 2022
Horft frá toppi Úlfarsfells yfir Blikastaði
Blikastaðir eru „fallegasta byggingarland við innanverðan Faxaflóa“
„Notaleg“ laxveiði, æðardúnn í eina sæng á ári og næstu nágrannar huldufólk í hóli og kerling í bæjarfjallinu. Blikastaðir, ein fyrsta jörðin sem Viðeyjarklaustur eignaðist á 13. öld, á sér merka sögu.
Kjarninn 21. maí 2022
Selur í sínu náttúrulega umhverfi.
Ætla að gelda selina í garðinum með lyfjum
Borgaryfirvöld fundu enga lausn á óviðunandi aðstöðu selanna í Húsdýragarðinum aðra en að stækka laugina. Þeir yngstu gætu átt 3-4 áratugi eftir ólifaða. 20-30 kópum sem fæðst hafa í garðinum hefur verið lógað frá opnun hans.
Kjarninn 21. maí 2022
Í ávarpi sínu fór Katrín yfir þann lærdóm sem hægt er að draga af kórónuveirufaraldrinum, meðal annars að samheldni samfélagsins hafi reynst okkar mestu verðmæti.
Ekki einungis hægt að vísa ábyrgð á launafólk
Katrín Jakobsdóttir segir atvinnulíf og stjórnvöld bera mikla ábyrgð á bráttunni við verðbólguna og að ekki sé hægt að vísa ábyrgðinni eingöngu á launafólk í komandi kjarasamningum.
Kjarninn 20. maí 2022
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar