Ólafur Ragnar Grímsson forseti Íslands neitaði RÚV um viðhafnarviðtal vegna sjötíu ára afmælis lýðveldisins, sem sýna átti í heild sinni í sjónvarpinu 17. júní, því hann hafði lofað Morgunblaðinu viðtali af sama tilefni. Þetta er hins vegar ekki í fyrsta skiptið þar sem forsetinn neitar að tala við RÚV. Fréttastofan hefur ítrekað óskað eftir viðtölum við forsetann frá því í febrúar, um hin ýmsu mál. Svo sem afturköllun umsóknar Íslands að ESB, mannréttindabrot í Rússlandi vegna Vetrarólympíuleikanna í Sochi og samband hans við Pútín Rússlandsforseta.
[embed]http://issuu.com/kjarninn/docs/2014_06_26/1[/embed]
Bakherbergið birtist fyrst í nýjustu útgáfu Kjarnans. Lestu hana hér.
Auglýsing