Frá hommalausri hækju í útlöndum

Hrafnhildur Hauksdóttir
15377354253_c005f731b2_b.jpg
Auglýsing

Ég hef búið erlendis í 11 ár, en er afar treg til að við­ur­kenna að ég þekki hug­takið heim­þrá af eigin reynslu. Að sjálf­sögðu myndi ég vilja hafa fjöl­skyldu og vini mína á Íslandi nálægt mér, en þar sem það er ekki í boði hef ég gert samn­ing við sjálfa mig um að ein­beita mér heldur að því að njóta alls þess sem ég hef hér og hlakka bara þeim mun meira til að hitta fólkið mitt þegar ég er stödd í Gamla land­inu.

Það eru nokkrir við­burðir sem fá mig til að langa meira heim en ella. Ég iðaði í skinn­inu þegar haldið var upp á 100 ára afmæli kosn­ing­ar­réttar kvenna í sum­ar.  Eins fylgd­ist ég af ákefð með Druslug­hit öng­unni svo­kall­aðri og hefði gjarnan tekið þátt hefði ég kom­ist. Menn­ing­arnótt trónir ofar­lega á list­anum góða, en ég hef reyndar verið svo heppin að kom­ast á hana und­an­far­ið. Sá árlegi við­burður sem togar hins vegar einna mest í mig eru Hinsegin dagar í Reykja­vík. Ekki bara vegna þess hvað það gleður mitt litla hækju­hjarta að sjá hinsegin fólk fagna deg­inum sín­um; frels­inu til að fá að vera það sjálft ásamt fengnum rétt­ind­um, þó alltaf megi gera bet­ur, heldur einnig vegna gríð­ar­legrar all­mennrar þát­töku í  hátíð­ar­höld­un­um.

Nú bý ég reyndar ekki í Úganda eða Rúss­landi heldur í Ósló.  Hér er líka mikið um dýrðir í heila viku á ári eins og lík­lega í öðrum höf­uð­borgum í Norð­an­verðri Evr­ópu. Spor­vagnar skarta hinsegin fánum og borgin ber þess ýmis merki um að hér styðji all­menn­ingur hinsegin fólk, bar­áttu þeirra og frelsi. Hins vegar er ég nokkuð viss um að það sé eins­dæmi að um fjórð­ungur þjóðar taki þátt í Gleði­göngu hinsegin sam­landa sinna! Í öðrum homma­vænum löndum flykk­ist fólk að Gleði­göng­unni til að sýna hinsegin fólki  stuðn­ing, en á Íslandi er all­menn­ingur ekki ein­ungis með til að sýna hinsegin vinum og vanda­mönnum stuðn­ing, heldur er hún orðin að sam­ein­ing­ar­tákni þar sem við fögnum því öll að okkur hefur í sam­ein­ingu tek­ist að skapa þjóð­fé­lag þar sem mann­rétt­indi ákveð­ins hóps eru ekki talin þeirra einka­mál heldur hagur okkar allra.

Auglýsing

Til ham­ingju með dag­inn, Íslend­ingar all­ir.  Hvort sem þið eruð svona, hinsegin eða ein­hvern veg­inn allt öðru­vísi!

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Kristbjörn Árnason
Framlágir sperrileggir
Leslistinn 26. maí 2020
Ró hefur verið yfir í Flugstöð Leifs Eiríkssonar síðustu vikur. Það kann að breytast í sumar.
„Verðum tilbúin þegar flugfélögin koma“
Isavia segist geta brugðist hratt við þegar flugfélög vilja hefja flug til Íslands að nýju. „Við erum þegar tilbúin að taka við vélum og verðum tilbúin þegar flugfélögin koma,“ segir Guðjón Helgason, upplýsingafulltrúi Isavia.
Kjarninn 26. maí 2020
Hluti ríkisstjórnar Íslands.
Fylgisaukning ríkisstjórnarinnar að mestu gengin til baka
Ríkisstjórnarflokkarnir mælast nú sameiginlega með 40,5 prósent fylgi. Það er nánast sama fylgi og Píratar, Samfylking og Viðreisn mælast sameiginlega með. Mestu munar um lítinn stuðning við Framsóknarflokkinn.
Kjarninn 26. maí 2020
Myrka Ísland
Myrka Ísland
Myrka Ísland – Móðir mín í kví kví
Kjarninn 26. maí 2020
Borghildur Sölvey Sturludóttir
Af ást til skipulagsmála
Kjarninn 26. maí 2020
Hin flókna leið Icelandair að framhaldslífi
Þótt hluthafafundur Icelandair hafi samþykkt að leyfa félaginu að halda hlutafjárútboð eru mörg ljón í veginum að því markmiði að tryggja því rekstrarhæfi til framtíðar. Margt hefur verið gert á skömmum tíma til að gera stöðu Icelandair betri.
Kjarninn 26. maí 2020
Samtal við samfélagið – English
Samtal við samfélagið – English
Samtal við samfélagið – Does trust provide the key to changed environmental behaviour?
Kjarninn 25. maí 2020
Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra.
„Þurfum að fara varlega í vindorkuna rétt eins og annað“
Umhverfis- og auðlindaráðherra sagði á þingi í dag að Íslendingar þyrftu að skoða vindorku út frá þeim þáttum er snúa að náttúru og náttúruvernd.
Kjarninn 25. maí 2020
Meira úr sama flokkiÁlit
None