Framtíðarsýn með sæstreng til Bretlands

Elías Elíasson
charles-hendru.jpg
Auglýsing

Sveinn Val­fells birti pistil á mbl.is hinn 15. maí 2015, þar sem hann hvetur til var­færni í töku ákvarð­ana um sæstreng til Bret­land og leggur áherslu á, skýr fram­tíð­ar­sýn þurfi að vera fyrir hendi. Þessi pist­ill er dæmi um það hvernig umræðan breyt­ist þegar fram koma gagn­legar upp­lýs­ingar um stöðu mála. Á ráð­stefnu Kjarn­ans og Íslenskra verð­bréfa um fjár­fest­ingu í sæstreng til Bret­lands hinn  20/4-2015 lýsti Charles Hendry, fyrr­ver­andi orku- og umhverf­is­ráð­herra Bret­lands miklum áhuga breskra stjórn­valda á bygg­ingu sæstrengs, sem hann taldi að end­ast mundi fram á miðjan næsta ára­tug. Hann sagði Breta fyrst og fremst hafa áhuga á grunnorku (ensk. „Base Loa­d“), en það er raf­orka sem er afhent jafnt og þétt allt árið eins og orka til stór­iðju hér á landi.

Eftir þessa ráð­stefnu, orð Lands­virkj­unar og gerðir á und­an­förnum árum blasir eft­ir­far­andi mynd við. Bretar taka þátt í lagn­ingu tveggja sæstrengja, hvor um sig 600 MW og tryggja rekst­ur­inn með ann­ars vegar föstum samn­ingum um 600 MW af grunnorku sem afhend yrði meðan annar hvor streng­ur­inn er virkur og hins­vegar með nið­ur­greiðslum á allt að 600 MW af ótryggðri orku sem gerði nýjum vind­millum og nýju vatns­afli kleyft að bjóða orku inn á breska mark­að­inn meðan báðir strengir virka. Fjár­fest­ingar hér­lendis vegna þessa yrðu gróf­lega ágiskað af eft­ir­far­andi stærð­argráðu.

Vegna grunnorku 600 MW að afli, orku­flutn­ingur 5000 GWh/ár.

Auglýsing
  • Jarð­varma­virkj­an­ir: 14 véla­sam­stæður hver 45 MW á 5 jarð­varma­svæð­um. Kostn­aður 1500 M USD.

Vegna ótryggðrar orku 500MW að afli, orku­flutn­ingur 2500 GWh/ár.

  • Vind­myll­ur: 80 myllur hver 5 MW. Kostn­aður 200 M USD.

  • Stækkun eldri virkj­ana Lands­virkj­unar um 250 MW. Kostn­aður 500 M USD.

Flutn­ings­kerfi inn­an­lands skrifað á útflutn­ing. Kostn­aður 300 M USD

Til við­bótar kemur fjár­fest­ing í sæstreng sem yrði að mestum hluta bresk.

Með því að stækka eldri vatns­orku­ver sín getur Lands­virkjun bæði unnið eitt­hvað af þeirri vatns­orku sem rennur nú ónotuð fram hjá afl­stöðv­unum og ekki borgar sig að nýta með öðrum hætti, en einnig getur fyr­ir­tækið hægt á vatns­afl­inu og nýtt í stað­inn vind­ork­una til að hækka í lónum meðan mark­aðs­verð í Bret­landi er lágt og keyrt síðan út aftur þegar verðið hækk­ar. Fyr­ir­tækið getur einnig nýtt vind­ork­una þegar vatns­skortur hrjáir orku­kerfi Lands­virkj­un­ar, en sú ráð­stöfun getur kostað sitt.

Hér yrði um ræða fram­kvæmdir upp á meira en 300 millj­arða króna og munar um minna. Áhrif þessa á þjóð­fé­lagið fara eftir því hver staða efna­hags­lífs­ins verður þegar fram­kvæmdir hefj­ast.

Umræð­unni hingað til hefur nokkuð snú­ist um áhrif sæstrengs á verð og öryggi raf­orku­not­enda á Íslandi. Ekki er ólík­legt, að Bretar muni vilja binda samn­inga sína og nið­ur­greiðslur við til­teknar nýfram­kvæmd­ir, rétt eins og þeir gera heima hjá sér, þannig að hér yrði um að ræða lok­aðan mark­að. Ekki er þá ástæða til að ótt­ast stefnu­breyt­ingu fyr­ir­tækja raf­orku­geirans meðan eign­ar­haldi þeirra er eins fyrir komið og nú er, þannig  að áhrifin á inn­lenda mark­að­inn yrðu hverf­andi að minnsta kosti meðan fyr­ir­tækin eru ekki komin á almennan hluta­bréfa­mark­að. Það verður svo í höndum stjórn­valda að stýra verð­inu, til dæmis með auð­linda­gjaldi og þá mun vænt­an­lega verða tekið til­lit til þess, hvað efna­hags­lífið þol­ir. Á þessu stigi er því rétt að beina augum til lengri fram­tíðar eins og Sveinn Val­fells bendir á.

Ljóst er, að þessir samn­ingar munu byggja á breskum nið­ur­greiðslum og Bretar munu ekki vilja horfa upp á óhóf­legan hagnað tengdra virkj­ana hér umfram það sem þarf til að greiða lánin vegna fram­kvæmd­anna. Þá er spurn­ingin hvað verður ef samn­ing­arnir renna út án end­ur­nýj­un­ar. Það þarf þá að vera þannig frá samn­ingum geng­ið, að þeir séu nógu langir og endi á fyr­ir­sjá­an­legan hátt svo tími gef­ist til að byggja upp annan markað hér inn­an­lands. Skuld­lausar virkj­anir verða þá fremur tæki­færi en byrði.

Fjár­mála­ráð­herra setti á dög­unum fram hug­mynd að áfalla­sjóði fyrir þjóð­fé­lagið til að rétta úr kútnum eftir krepp­ur. Hug­myndin var að taka þangað inn auð­lind­arentu raf­orku­geirans. Fjár­fest­ingar á borð við þær sem hér er um rætt seinka því að sú renta skili sér, en hún verður þá meiri þegar hún kem­ur. Það er helsta spurn­ingin um upp­bygg­ingu raf­orku­geirans hvað hún á að vera hröð. Eigum við að hægja á núna og hirða í sjóð þá auð­lind­arentu sem núver­andi kerfi gef­ur, eða eigum við að herða á og taka því meira þegar fram í sæk­ir.?

Ef við hægjum á raf­orku­geir­anum núna, þá er álit­legt að leggja sam­skiptakapal til Evr­ópu og auka tæki­færin á sviði fjar­skipta og gagna­vera, þannig að fjöl­breytni atvinnu­lífs­ins og áhætta raf­orku­geirans dreif­ist. Þessi kostur hefur ekki hlotið við­hlít­andi athygli í umræð­unni hingað til.

Með sæstreng herðum við á um sinn, en eigum samt eftir góðan skammt af auð­lind­inni. Þegar þeir samn­ingar renna út gefst gott færi á að byggja upp kolefna­frían bíla- og skipa­flota. Upp­bygg­ingu áfalla­sjóðs seinkar eitt­hvað.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiÁlit
None