Frekjan

4989727256_dbfc2bcce1_b.jpg
Auglýsing

Orðið frekja gæti kallað fram mynd af ein­hverjum að rífa sig í hugum sum­ra, mynd af aga­lausu barni í hugum ann­arra og mynd af ein­hverju allt öðru hjá hin­um. Ég sé frekju fyrir mér sem afstætt fyr­ir­bæri, visst hug­ar­á­stand sem lýsa mætti sem almennu aga­leysi. Að vilja fá eitt­hvað svona af því bara og helst ekki þurfa hafa of mikið fyrir því.

Valgerður Jónsdóttir. Val­gerður Jóns­dótt­ir.

Mér finnst íslenska þjóð­arsálin svo­lítið frek eftir því sem ég velti þessu meira fyrir mér. Þannig finnst mér íslenska gervi­þörfin vera viss frekja.

Auglýsing

Safna eða kaupa hluti á rað­greiðsl­um?Á dög­unum var það rætt í Síð­deg­is­út­varpi Rásar tvö að íslenska þjóðin fengi fall­ein­kunn í fjár­mála­læsi sam­an­borið við aðrar þjóð­ir. Þetta tengdi ég strax við gervi­þörf­ina og er ég ekki und­an­skilin þar. Sjálf á ég iPho­ne, Mac­book pro tölvu og ýmsa dýra inn­an­stokks­muni. Gat ég rétt­lætt þetta allt fyrir mér á þeim tíma sem fjár­út­látin áttu sér stað? Já. Er ég með yfir­drátt? Já. Er ég aga­laus? Já, greini­lega. Safna sér fyrir fal­legum hlutum eða henda þeim á Vísa-rað? Kannski bara Vísa-rað, það er næstum eins og að fá eitt­hvað gef­ins. Er nauð­syn­legt að eiga allt sam­an? Nei.

Ég tel að íslenska gervi­þörf­in, og hugs­an­lega dass af skamm­sýni, gætu verið hluti af þeim vanda sem blasir við okkur í dag.

Svona hugs­un­ar­háttur ein­kenn­ist af því sem má kalla afstæðan skort, það er að segja ég lít svo á að ég líði skort af því það eiga svo margir í kringum mig fína hluti. Ef þau eiga fína hluti, þá hef ég rétt á því líka. Þetta held ég að sé mjög sterkt í okkur og ég held þetta brengli sýn okkar á hlut­ina.

Það væri dásam­legt ef við gætum öll sem eitt breytt for­gangs­röð­un­inni okk­ar. Við viljum vera best og eiga það flottasta en við viljum eflaust líka vera krútt. Íslenska krút­t­þjóðin þarf að rísa aftur upp og vel­ferð­ar­sam­fé­laga sig í gang.

Þjóð­ar­á­tak 2015Ég tel að íslenska gervi­þörf­in, og hugs­an­lega dass af skamm­sýni, gætu verið hluti af þeim vanda sem blasir við okkur í dag. Spít­al­inn að hruni kom­inn, ójöfn skipt­ing lífs­gæða, sumir hafa það rosa gott en aðrir lifa á von­ar­völ. Við veitum því samt ekki mikla athygli fyrr en við förum að finna það á eigin skinni.

Mig langar til að það verði þjóð­ar­á­tak 2015 sem felur í sér að við horfum einu skrefi lengra, gerum grein­ar­mun á frekj­unni í okkur og alvöru þörf. Við þurfum að bæta þjóð­fé­lagið okk­ar. Mér sýn­ist stjórn­völd ekki hafa tök á því þannig að það gæti verið á okkar hönd­um. Beinum sjónum okkar að alvöru þörf­inni, heild­ar­mynd­inni. Því sem þarf að laga. Verum íslensku krúttin sem hjálp­ast að í stað­inn fyrir að vera á neyslu­fyll­eríi og í keppni með vísa rað.

Höf­undur er háskóla­nemi.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Bjarni Benediktsson er fjármála- og efnahagsráðherra.
Frumvarp um Þjóðarsjóð lagt aftur fram – Yrði stofnaður um áramót
Frumvarp um stofnun Þjóðarsjóðs, sem á að taka við arðgreiðslum frá orkufyrirtækjum ríkisins, hefur verið lagt aftur fram. Ekki hefur verið einhugur um hvort að um sé að ræða góða nýtingu á fjármagninu, sem getur hlaupið á hundruð milljörðum á fáum árum.
Kjarninn 16. október 2019
Þjóðlegir þræðir
Þjóðlegir þræðir
Þjóðlegir þræðir - Þjóðbúningamafían
Kjarninn 16. október 2019
Þórður Snær Júlíusson
Ofurstéttin sem er að eignast Ísland
Kjarninn 16. október 2019
Samningar sagðir vera að nást milli Breta og Evrópusambandsins
Fundað hefur verið stíft í Brussel og einnig í London, síðustu daga. Reynt er til þrautar að ná samningi um forsendur útgöngu Breta úr Evrópusambandinu.
Kjarninn 16. október 2019
Flokkar Bjarna Benediktssonar og Loga Einarssonar mælast nánast jafn stórir í nýrri könnun Zenter.
Samfylkingin mælist næstum jafn stór og Sjálfstæðisflokkur
Frjálslyndu miðjuflokkarnir þrír í stjórnarandstöðu mælast með meira samanlagt fylgi en ríkisstjórnarflokkarnir þrír í nýrri könnun. Fylgisaukning Miðflokksins, sem mældist í könnun MMR í síðustu viku, er hvergi sjáanleg.
Kjarninn 16. október 2019
AGS segir hættumerkin hrannast upp í heimsbúskapnum
Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn segir að nú séu hagvaxtarhorfur í heimsbúskapnum svipaðar og voru fyrir fjármálakreppuna 2007 til 2009.
Kjarninn 15. október 2019
Rauður dagur á markaði - Arion banki fellur enn í verði
Rauður dagur var í kauphöll Íslands í dag. Öll félögin lækkuðu nema eitt, Origo. Virði þess félags hækkaði um tæplega 2 prósent í dag, í viðskiptum upp á 677 þúsund.
Kjarninn 15. október 2019
Landsvirkjun hækkar raforkuverð um 2,5 prósent
Heildsöluverð á raforku hjá Landsvirkjun mun hækka um 2,5 prósent um næstu áramót.
Kjarninn 15. október 2019
Meira úr sama flokkiÁlit
None