Frekjan

4989727256_dbfc2bcce1_b.jpg
Auglýsing

Orðið frekja gæti kallað fram mynd af ein­hverjum að rífa sig í hugum sum­ra, mynd af aga­lausu barni í hugum ann­arra og mynd af ein­hverju allt öðru hjá hin­um. Ég sé frekju fyrir mér sem afstætt fyr­ir­bæri, visst hug­ar­á­stand sem lýsa mætti sem almennu aga­leysi. Að vilja fá eitt­hvað svona af því bara og helst ekki þurfa hafa of mikið fyrir því.

Valgerður Jónsdóttir. Val­gerður Jóns­dótt­ir.

Mér finnst íslenska þjóð­arsálin svo­lítið frek eftir því sem ég velti þessu meira fyrir mér. Þannig finnst mér íslenska gervi­þörfin vera viss frekja.

Auglýsing

Safna eða kaupa hluti á rað­greiðsl­um?Á dög­unum var það rætt í Síð­deg­is­út­varpi Rásar tvö að íslenska þjóðin fengi fall­ein­kunn í fjár­mála­læsi sam­an­borið við aðrar þjóð­ir. Þetta tengdi ég strax við gervi­þörf­ina og er ég ekki und­an­skilin þar. Sjálf á ég iPho­ne, Mac­book pro tölvu og ýmsa dýra inn­an­stokks­muni. Gat ég rétt­lætt þetta allt fyrir mér á þeim tíma sem fjár­út­látin áttu sér stað? Já. Er ég með yfir­drátt? Já. Er ég aga­laus? Já, greini­lega. Safna sér fyrir fal­legum hlutum eða henda þeim á Vísa-rað? Kannski bara Vísa-rað, það er næstum eins og að fá eitt­hvað gef­ins. Er nauð­syn­legt að eiga allt sam­an? Nei.

Ég tel að íslenska gervi­þörf­in, og hugs­an­lega dass af skamm­sýni, gætu verið hluti af þeim vanda sem blasir við okkur í dag.

Svona hugs­un­ar­háttur ein­kenn­ist af því sem má kalla afstæðan skort, það er að segja ég lít svo á að ég líði skort af því það eiga svo margir í kringum mig fína hluti. Ef þau eiga fína hluti, þá hef ég rétt á því líka. Þetta held ég að sé mjög sterkt í okkur og ég held þetta brengli sýn okkar á hlut­ina.

Það væri dásam­legt ef við gætum öll sem eitt breytt for­gangs­röð­un­inni okk­ar. Við viljum vera best og eiga það flottasta en við viljum eflaust líka vera krútt. Íslenska krút­t­þjóðin þarf að rísa aftur upp og vel­ferð­ar­sam­fé­laga sig í gang.

Þjóð­ar­á­tak 2015Ég tel að íslenska gervi­þörf­in, og hugs­an­lega dass af skamm­sýni, gætu verið hluti af þeim vanda sem blasir við okkur í dag. Spít­al­inn að hruni kom­inn, ójöfn skipt­ing lífs­gæða, sumir hafa það rosa gott en aðrir lifa á von­ar­völ. Við veitum því samt ekki mikla athygli fyrr en við förum að finna það á eigin skinni.

Mig langar til að það verði þjóð­ar­á­tak 2015 sem felur í sér að við horfum einu skrefi lengra, gerum grein­ar­mun á frekj­unni í okkur og alvöru þörf. Við þurfum að bæta þjóð­fé­lagið okk­ar. Mér sýn­ist stjórn­völd ekki hafa tök á því þannig að það gæti verið á okkar hönd­um. Beinum sjónum okkar að alvöru þörf­inni, heild­ar­mynd­inni. Því sem þarf að laga. Verum íslensku krúttin sem hjálp­ast að í stað­inn fyrir að vera á neyslu­fyll­eríi og í keppni með vísa rað.

Höf­undur er háskóla­nemi.

Íslendingar eyddu minna erlendis
Í júlí var mesti samdráttur í kortaveltu Íslendinga erlendis síðan í október 2009, alls dróst veltan saman um 5,3 prósent. Færri brottfarir Íslendinga í kjölfar falls WOW air skýra að hluta til samdráttinn.
Kjarninn 22. ágúst 2019
Stefán Ólafsson
Verðbólguskot gengur yfir
Kjarninn 22. ágúst 2019
Pólverjar rjúfa 20 þúsund íbúa múrinn á Íslandi
Pólskum ríkisborgurum fjölgaði hér á landi um 5 prósent á átta mánuðum.
Kjarninn 22. ágúst 2019
Hörður Arnarson
Hið rétta um raforkuverð til stórnotenda
Kjarninn 22. ágúst 2019
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins.
Leggur til að Bretland gerist tímabundið aðili að EES-samningnum
Formaður Miðflokksins og fyrrverandi forsætisráðherra telur að Bretar muni blómstra eftir útgöngu úr Evrópusambandinu.
Kjarninn 22. ágúst 2019
Vilja koma í veg fyrir að almannaheillafélög verði misnotuð
Nýr fræðslubæklingur hefur verið gefinn út sem beinist að því að fræða almannaheillafélög um góða stjórnarhætti til að koma í veg fyrir að starfsemi þeirra sé misnotuð.
Kjarninn 22. ágúst 2019
Raunlækkun á fasteignaverði síðustu 12 mánuði
Tólf mánaða hækkun vísitölu íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu náði rúmlega átta ára lágmarki í júlí þegar hún mældist einungis 2,93 prósent. Á sama tíma mældist tólf mánaða verðbólga 3,1 prósent.
Kjarninn 22. ágúst 2019
Hreiðar Már Sigurðsson við meðferð CLN-málsins í héraði í sumar. Þar voru allir sakborningar sýknaðir.
CLN-málinu áfrýjað til Landsréttar
Hinu svokallaða CLN-máli gegn æðstu stjórnendum Kaupþings hefur verið áfrýjað til Landsréttar. Málið hefur flækst fram og til baka í dómskerfinu árum saman og búið er að greiða til baka hluta þeirra fjármuna sem taldir voru tapaðir.
Kjarninn 22. ágúst 2019
Meira úr sama flokkiÁlit
None