Frekjan

4989727256_dbfc2bcce1_b.jpg
Auglýsing

Orðið frekja gæti kallað fram mynd af ein­hverjum að rífa sig í hugum sum­ra, mynd af aga­lausu barni í hugum ann­arra og mynd af ein­hverju allt öðru hjá hin­um. Ég sé frekju fyrir mér sem afstætt fyr­ir­bæri, visst hug­ar­á­stand sem lýsa mætti sem almennu aga­leysi. Að vilja fá eitt­hvað svona af því bara og helst ekki þurfa hafa of mikið fyrir því.

Valgerður Jónsdóttir. Val­gerður Jóns­dótt­ir.

Mér finnst íslenska þjóð­arsálin svo­lítið frek eftir því sem ég velti þessu meira fyrir mér. Þannig finnst mér íslenska gervi­þörfin vera viss frekja.

Auglýsing

Safna eða kaupa hluti á rað­greiðsl­um?Á dög­unum var það rætt í Síð­deg­is­út­varpi Rásar tvö að íslenska þjóðin fengi fall­ein­kunn í fjár­mála­læsi sam­an­borið við aðrar þjóð­ir. Þetta tengdi ég strax við gervi­þörf­ina og er ég ekki und­an­skilin þar. Sjálf á ég iPho­ne, Mac­book pro tölvu og ýmsa dýra inn­an­stokks­muni. Gat ég rétt­lætt þetta allt fyrir mér á þeim tíma sem fjár­út­látin áttu sér stað? Já. Er ég með yfir­drátt? Já. Er ég aga­laus? Já, greini­lega. Safna sér fyrir fal­legum hlutum eða henda þeim á Vísa-rað? Kannski bara Vísa-rað, það er næstum eins og að fá eitt­hvað gef­ins. Er nauð­syn­legt að eiga allt sam­an? Nei.

Ég tel að íslenska gervi­þörf­in, og hugs­an­lega dass af skamm­sýni, gætu verið hluti af þeim vanda sem blasir við okkur í dag.

Svona hugs­un­ar­háttur ein­kenn­ist af því sem má kalla afstæðan skort, það er að segja ég lít svo á að ég líði skort af því það eiga svo margir í kringum mig fína hluti. Ef þau eiga fína hluti, þá hef ég rétt á því líka. Þetta held ég að sé mjög sterkt í okkur og ég held þetta brengli sýn okkar á hlut­ina.

Það væri dásam­legt ef við gætum öll sem eitt breytt for­gangs­röð­un­inni okk­ar. Við viljum vera best og eiga það flottasta en við viljum eflaust líka vera krútt. Íslenska krút­t­þjóðin þarf að rísa aftur upp og vel­ferð­ar­sam­fé­laga sig í gang.

Þjóð­ar­á­tak 2015Ég tel að íslenska gervi­þörf­in, og hugs­an­lega dass af skamm­sýni, gætu verið hluti af þeim vanda sem blasir við okkur í dag. Spít­al­inn að hruni kom­inn, ójöfn skipt­ing lífs­gæða, sumir hafa það rosa gott en aðrir lifa á von­ar­völ. Við veitum því samt ekki mikla athygli fyrr en við förum að finna það á eigin skinni.

Mig langar til að það verði þjóð­ar­á­tak 2015 sem felur í sér að við horfum einu skrefi lengra, gerum grein­ar­mun á frekj­unni í okkur og alvöru þörf. Við þurfum að bæta þjóð­fé­lagið okk­ar. Mér sýn­ist stjórn­völd ekki hafa tök á því þannig að það gæti verið á okkar hönd­um. Beinum sjónum okkar að alvöru þörf­inni, heild­ar­mynd­inni. Því sem þarf að laga. Verum íslensku krúttin sem hjálp­ast að í stað­inn fyrir að vera á neyslu­fyll­eríi og í keppni með vísa rað.

Höf­undur er háskóla­nemi.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Jóhannes: Þeim er velkomið að reyna að villa um fyrir fólki
Jóhannes Stefánsson, fyrrverandi starfsmaður Samherja og uppljóstrari í málum fyrirtækisins í Namibíu, var í viðtali við Kastljós í kvöld.
Kjarninn 11. desember 2019
Molar
Molar
Molar – 2020 verði ár tollastríðsins
Kjarninn 11. desember 2019
Jóhannes Stefánsson
Rannsaka ítrekaðar tilraunir til að ráða Jóhannes af dögum
Lögreglan í Namibíu rannsakar nú ítrekaðar tilraunir til að ráða Jóhannes Stefánsson uppljóstrara í Samherjamálinu af dögum.
Kjarninn 11. desember 2019
Þórhildur Fjóla Kristjánsdóttir
Jörðum jarðefnaeldsneytið 2035 og verum fyrirmynd
Kjarninn 11. desember 2019
Oddný Harðardóttir
Vilja að embætti skattrannsóknarstjóra verði veitt ákæruvald
Lögð hefur verið fram þingsályktunartillaga þar sem lagðar eru til breyt­ingar á emb­ætti skatt­rann­sókn­ar­stjóra rík­is­ins í þá veru að emb­ætt­inu verði veitt ákæru­vald og heim­ild til sak­sóknar í þeim málum sem það rann­sak­ar.
Kjarninn 11. desember 2019
Greta Thunberg manneskja ársins hjá TIME
Tímaritið TIME Magazine hefur valið manneskju ársins frá árinu 1927 og þetta árið varð loftslagsaktívistinn Greta Thunberg fyrir valinu.
Kjarninn 11. desember 2019
Herdís sótti um að verða næsti útvarpsstjóri
Fyrrverandi forsetaframbjóðandinn Herdís Kjerulf Þorgeirsdóttir er á meðal þeirra 41 sem sóttu um stöðu útvarpsstjóra RÚV.
Kjarninn 11. desember 2019
Íslandi gert að breyta skilyrðum um búsetu framkvæmdastjóra og stjórnarmanna
Samkvæmt Eftirlitsstofnun EFTA þarf Ísland að breyta reglum sem skylda stjórnarmenn og framkvæmdastjórn félaga til þess að vera ríkisborgarar eða búsettir í EES ríki.
Kjarninn 11. desember 2019
Meira úr sama flokkiÁlit
None