Frekjan

4989727256_dbfc2bcce1_b.jpg
Auglýsing

Orðið frekja gæti kallað fram mynd af ein­hverjum að rífa sig í hugum sum­ra, mynd af aga­lausu barni í hugum ann­arra og mynd af ein­hverju allt öðru hjá hin­um. Ég sé frekju fyrir mér sem afstætt fyr­ir­bæri, visst hug­ar­á­stand sem lýsa mætti sem almennu aga­leysi. Að vilja fá eitt­hvað svona af því bara og helst ekki þurfa hafa of mikið fyrir því.

Valgerður Jónsdóttir. Val­gerður Jóns­dótt­ir.

Mér finnst íslenska þjóð­arsálin svo­lítið frek eftir því sem ég velti þessu meira fyrir mér. Þannig finnst mér íslenska gervi­þörfin vera viss frekja.

Auglýsing

Safna eða kaupa hluti á rað­greiðsl­um?Á dög­unum var það rætt í Síð­deg­is­út­varpi Rásar tvö að íslenska þjóðin fengi fall­ein­kunn í fjár­mála­læsi sam­an­borið við aðrar þjóð­ir. Þetta tengdi ég strax við gervi­þörf­ina og er ég ekki und­an­skilin þar. Sjálf á ég iPho­ne, Mac­book pro tölvu og ýmsa dýra inn­an­stokks­muni. Gat ég rétt­lætt þetta allt fyrir mér á þeim tíma sem fjár­út­látin áttu sér stað? Já. Er ég með yfir­drátt? Já. Er ég aga­laus? Já, greini­lega. Safna sér fyrir fal­legum hlutum eða henda þeim á Vísa-rað? Kannski bara Vísa-rað, það er næstum eins og að fá eitt­hvað gef­ins. Er nauð­syn­legt að eiga allt sam­an? Nei.

Ég tel að íslenska gervi­þörf­in, og hugs­an­lega dass af skamm­sýni, gætu verið hluti af þeim vanda sem blasir við okkur í dag.

Svona hugs­un­ar­háttur ein­kenn­ist af því sem má kalla afstæðan skort, það er að segja ég lít svo á að ég líði skort af því það eiga svo margir í kringum mig fína hluti. Ef þau eiga fína hluti, þá hef ég rétt á því líka. Þetta held ég að sé mjög sterkt í okkur og ég held þetta brengli sýn okkar á hlut­ina.

Það væri dásam­legt ef við gætum öll sem eitt breytt for­gangs­röð­un­inni okk­ar. Við viljum vera best og eiga það flottasta en við viljum eflaust líka vera krútt. Íslenska krút­t­þjóðin þarf að rísa aftur upp og vel­ferð­ar­sam­fé­laga sig í gang.

Þjóð­ar­á­tak 2015Ég tel að íslenska gervi­þörf­in, og hugs­an­lega dass af skamm­sýni, gætu verið hluti af þeim vanda sem blasir við okkur í dag. Spít­al­inn að hruni kom­inn, ójöfn skipt­ing lífs­gæða, sumir hafa það rosa gott en aðrir lifa á von­ar­völ. Við veitum því samt ekki mikla athygli fyrr en við förum að finna það á eigin skinni.

Mig langar til að það verði þjóð­ar­á­tak 2015 sem felur í sér að við horfum einu skrefi lengra, gerum grein­ar­mun á frekj­unni í okkur og alvöru þörf. Við þurfum að bæta þjóð­fé­lagið okk­ar. Mér sýn­ist stjórn­völd ekki hafa tök á því þannig að það gæti verið á okkar hönd­um. Beinum sjónum okkar að alvöru þörf­inni, heild­ar­mynd­inni. Því sem þarf að laga. Verum íslensku krúttin sem hjálp­ast að í stað­inn fyrir að vera á neyslu­fyll­eríi og í keppni með vísa rað.

Höf­undur er háskóla­nemi.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Eggert Þór Kristófersson er forstjóri Festi.
Festi ætlar að greiða út 657 milljóna króna arðinn í september
Festi hagnaðist um 525 milljónir króna á síðasta ársfjórðungi þrátt fyrir þær takmarkanir sem voru í gildi vegna COVID-19. Félagið frestaði arðgreiðslu vegna síðasta árs í apríl, en ætlar nú að greiða hana í næsta mánuði.
Kjarninn 7. ágúst 2020
Útgáfufélag Fréttablaðsins tapaði 212 milljónum í fyrra
Rekstrartekjur útgáfélagsins sem á Fréttblaðið, Hringbraut, DV og tengda miðla drógust saman á síðasta ári og tap varð á rekstrinum.
Kjarninn 7. ágúst 2020
Trump sagði öruggt að opna bandaríska skóla því börn væru „næstum ónæm“ fyrir COVID-19.
Trump fer enn og aftur á svig við skilmála samfélagsmiðla
Donald Trump sagði í símaviðtali við Fox and Friends í gær að börn væru „næstum ónæm“ fyrir kórónuveirunni. Facebook-færslu frá forsetanum með ummælunum var eytt og Twitter frysti aðgang tengdan forsetanum.
Kjarninn 6. ágúst 2020
Þórólfur Matthíasson
Af sykurpúðum
Kjarninn 6. ágúst 2020
Alma Möller, landlæknir.
Alma: Tækifærið er núna
Hópsýkingar munu halda áfram að koma upp hér á landi. „Við verðum að vera undir það búin að horfa upp á þetta næstu mánuði alla vega,“ segir sóttvarnalæknir. Landlæknir sagði að núna væri tækifærið til að kveða niður það smit sem hér er í gangi.
Kjarninn 6. ágúst 2020
Þórólfur Guðnason og Alma Möller.
„Þannig mun okkur takast að koma okkur út úr þessu COVID-fári“
Sóttvarnalæknir hefur sent heilbrigðisráðherra minnisblað þar sem hann leggur til að landamæraskimun verði haldið áfram með sama hætti og verið hefur. Hann ítrekar mikilvægi persónulegra sóttvarna, skimunar og að beita einangrun og sóttkví.
Kjarninn 6. ágúst 2020
Fordæma aðgerðir Icelandair í kjaraviðræðum
Norræna flutningamannasambandið sendi frá sér tilkynningu í gær þar sem það fordæmir aðgerðir Icelandair í nýlegum kjarasamningaviðræðum. Samtökin segja þrýsting á stéttarfélög í formi hótana ekki leysa rekstrarvandann sem upp er kominn vegna COVID-19.
Kjarninn 6. ágúst 2020
Rannsóknir hafa sýnt, án nokkurs vafa, að andlitsgrímur geta komið í veg fyrir COVID-19-smit á milli einstaklinga. Grímurnar gera þó mest gagn við ákveðnar aðstæður og þær þarf að nota á réttan hátt.
„Stutta svarið er já“ – grímur geta komið í veg fyrir smit
Rannsóknir hafa sýnt, án nokkurs vafa, að andlitsgrímur geta komið í veg fyrir COVID-19-smit á milli einstaklinga. Þetta skrifar Jón Magnús Jóhannesson, deildarlæknir á Landspítala, í nýju svari á Vísindavefnum.
Kjarninn 6. ágúst 2020
Meira úr sama flokkiÁlit
None