Frelsið á húsnæðismarkaði

Halldór Auðar Svansson
10191467436_223e85f3f0_b.jpg
Auglýsing

Þegar talað er um frjálsan markað missir fólk stundum sjónar á því að það eru til mis­mun­andi form mark­aða sem hafa mis­mun­andi eig­in­leika. Þetta á kannski sér­stak­lega vel við þegar talað er um svo­nefndan frjálsan mark­að, því þar missir fólk bæði sjónar á því að til eru mis­mun­andi mark­aðir og á þeirri stað­reynd að frelsi er ekki bara eitt­hvað hug­lægt grund­vall­ar­fyr­ir­bæri heldur krist­all­ast það í því hvaða svig­rúm og val fólk hefur í sínu lífi.

Frelsi eins getur þannig hæg­lega farið að skerða frelsi ann­arra og það er ekki alltaf ein­falt úrlausn­ar­efni að finna jafn­vægis­p­unkt þar sem sátt ríkir um.

Mark­aður með hús­næði er til dæmis svo­kall­aður ein­ok­un­ar­sam­keppn­is­mark­að­ur. Það þýðir að hver og ein vara á mark­aðnum er ein­stök og ein­stakir veit­endur vör­unnar hafa óveru­leg áhrif á verð­myndun á mark­aði. Þannig er heild­ar­á­bati ekki hámark­aður heldur verður til allratap vegna þess að verð á mark­aði er hærra en hámörkun ábata sam­keppn­is­að­ila. Opin­berar reglur til að draga úr allratap­inu geta því vel átt rétt á sér að mati hag­fræð­inga. Þetta á sér­stak­lega við um leigu­mark­að. Það þykir almennt ekki heppi­leg aðferð að setja fast þak á leigu­upp­hæðir en hins vegar þykja svo­kall­aðar ann­arrar kyn­slóðar leigu­reglur heppi­leg­ar. Í þeim felst við­leitni til að vernda leigj­endur fyrir hækk­unum á leigu umfram mark­aðsvirði og styrkja stöðu þeirra gagn­vart leigu­söl­um. Frelsi eins styrkt á kostnað frelsis ann­ars. Það er alla­vega við­leitnin þó deila megi um til­gang og nauð­syn.

Auglýsing

Annað sem skiptir veru­legu máli í þessu sam­hengi er hið marg­um­rædda Air­bnb  og áhrif þess á verð­myndun á hús­næði, sér í lagi mið­svæð­is. Eðli­lega er freist­andi fyrir marga að leigja út til ferða­manna sem geta borgað vel. Einnig er freist­andi fyrir þá sem eiga pen­inga að fara út í fjár­fest­ingar í hús­næði gagn­gert í þeim til­gangi að leigja út, frekar en að búa þar sjálf­ir. Þegar rætt er um reglur til að sporna við þess­ari þró­un, til dæmis að skylda fólk til að búa í því hús­næði sem það leigir út með þessum hætti, bregð­ast sumir ókvæða við og tala um frels­is­skerð­ingu. Aftur snýst málið hins vegar um að draga úr einu frelsi til að auka ann­að.

Nú hefur hús­næð­is­mark­að­ur­inn, fyrir utan það að vera ein­ok­un­ar­sam­keppn­is­mark­að­ur, líka þann eig­in­leika að hús­næði er vara sem allir þurfa á að halda, kostar mikið að búa til, og tekur langan tíma að búa til. Fram­boð dregst þannig eig­in­lega alltaf aftur úr eft­ir­spurn þar sem ekki er farið út í bygg­ingu hús­næðis fyrr en aug­ljóst er að fram­boðið mun vera til stað­ar. Íhalds­semin er því mikil á fram­boðs­hlið­inni en eft­ir­spurnin getur sveifl­ast hratt til, sér­stak­lega á milli svæða. Umfram­eft­ir­spurnin ýtir auð­vitað verð­inu upp og dregur úr frelsi hvers og eins sem þarf á hús­næði að halda til að finna sér hús­næði við hæfi á hæfi­legu verði. Kostn­aður við að eiga þak undir höf­uðið hefur síðan áhrif á frelsi fólks til að nýta pen­inga sína í allt það annað sem það þarf á að halda og því hugn­ast.

Á­sókn ferða­manna í hús­næði, frelsi til að leigja til þeirra og frelsi þeirra til að nýta sér fjár­muni sína til að gista á góðum stöðum mið­svæðis getur síðan haft veru­leg áhrif á verð­mynd­un­ina og jafn­vel getu íslensks almenn­ings til að búa mið­svæðis á annað borð.

Ásókn ferða­manna í hús­næði, frelsi til að leigja til þeirra og frelsi þeirra til að nýta sér fjár­muni sína til að gista á góðum stöðum mið­svæðis getur síðan haft veru­leg áhrif á verð­mynd­un­ina og jafn­vel getu íslensks almenn­ings til að búa mið­svæðis á annað borð. Ef flestallt góða hús­næðið mið­svæðis er upp­tekið af ferða­mönnum þarf inn­lendur almenn­ingur að leita annað – en það eru lífs­gæði í sjálfu sér að búa mið­svæðis og þétt­ing byggðar um mið­kjarna hefur marg­vís­lega kosti í för með sér.

Það að fólk sé að græða á hús­næði er auð­vitað út af fyrir sig alveg gott og bless­að, rétt eins og það er gott og blessað almennt að fólk græði á hinu og þessu. Í til­felli útleigu til ferða­manna er líka verið að koma inn með gjald­eyri sem er jákvætt í sjálfu sér. Málið er hins vegar að þó þessir pen­ingar sem græð­ast nýt­ist alveg örugg­lega í margar góðar fjár­fest­ingar er eitt sem þeir munu ekki nýt­ast í, en það er meira af nákvæm­lega eins hús­næði og því sem gróð­inn skap­að­ist út frá. Hús­næð­is­mark­aður er jú ein­ok­un­ar­sam­keppn­is­mark­aður sem þýðir að engin vara er eins. Ef við viljum meira hús­næði þegar umfram­eft­ir­spurnin er orðin það mikil að fólk bein­línis hefur ekki efni á hús­næði eða skortir það verður það hús­næði að vera ann­ars stað­ar.

Í mjög öfga­fullri mynd, til að útskýra hvað hér er átt við með smá hugs­unar­æf­ingu, gæti óheft ásókn ferða­manna í hús­næði mið­svæðis þannig rutt öllum öðrum í hús­næði á jaðri byggð­ar­inn­ar, með til­heyr­andi ókostum sem því fylgja. Við værum að græða fullt á því að leigja ferða­mönnum en borga fyrir það með hærri hús­næð­is­kostn­aði og dreifð­ari byggð. Þarna verða mjög bók­staf­leg ruðn­ings­á­hrif; íbúa­byggð­inni er rutt úr mið­bæn­um. Þetta er það sem ger­ist almennt með hækk­uðu hús­næð­is­verði, þar sem ásóknin er oft­ast mest mið­svæðis og áhrifin verða ýkt­ust þar. Verðið rýkur upp mið­svæðis og byggðin þenst út.

Í stuttu máli er hús­næði ákveðin frum­þörf og það hvaða reglur gilda um það (eða ekki) hefur afleið­ingar á getu fólks til að full­nægja þess­ari þörf og þar af leið­andi líka öðrum þörfum sín­um. Óheft gróða­hyggja er nokkuð sem sumir vilja í þessum efn­um, út frá þeim rökum að annað sé óeðli­leg skerð­ing á frelsi. Það er alveg afstaða út af fyrir sig en þá verður fólk líka að vera til­búið að taka umræð­una um hinar raun­veru­legu afleið­ingar af slíkri stefnu – hvaða áhrif hún hefur á ann­ars konar frelsi fólks.

Þegar við höfum áttað okkur almenni­lega á því er kannski hægt að svara því af viti hvað við vilj­um.

Höf­undur er borg­ar­full­trúi Pírata í Reykja­vík.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiÁlit
None