Þ.e.a.s. þeir vilja eftirfarandi: „Blaðamannafélag Íslands segir að það skref að taka RÚV af auglýsingamarkaði sé „nauðsynlegt skref í átt til hagfelldara rekstrarumhverfis“. Þó þurfi að bæta RÚV tekjutapið úr ríkissjóði og passa upp á að niðurskurður bitni ekki á fréttastofu RÚV“.
Þetta þýðir á íslensku, að almenningur reki einkarekna fjölmiðla. Blaðamenn segja að rekstur fjölmiðla sé mikilvægur þjóðinni svo hún sé upplýst um allt það er að gerast hjá þjóðinni. Geti þar með veitt stjórnvöldum nauðsynlegt aðhald. En minnast ekki orði á stórfyrirtækin í einkaeigu og eða á hagsmunasamtök sem þurfi aðhald.
Það er greinilegt á öllu að þingheimur er mjög svag fyrir því að fyrir því að styrkja einkarekna fjölmiðla vegna þess hversu mikilvægir þeir eru. Vandamálið er bara það, að það eru ekki allir fjölmiðlar jafn mikilvægir. Margir þeirra eru bara í raun ómerkilegir og ekki reknir til að þjóna almenningi.
Helstu fjölmiðlar landsins fyrir utan RÚV eru nánast ekkert annað en verkfæri í höndum hagsmuna aðila. Fjölmiðlar er matreiða sína framleiðslu eftir hagsmunum eigenda sína þótt oft sé reynt að fela slíka ritstýringu. Það getur varla verið mikilvægt að fyrir þjóðina að styrkja slíka starfssemi.
Það er morgunljóst, að margir fjölmiðlar berjast í bökkum rekstrarlega séð. Væntanlega vegna þess að þeir eru sennilegast allt of margir. Fólk vill ekki greiða hærri gjöld til að fá þessa miðla til sín, einnig að margir landar hafa andstæðar hugmyndir en þær sem miðlarnir predika í málflutningi sínum.
Það má eiginlega ganga út frá því sem vísu, að ef það rími sem myndast við að RÚV færi af auglýsingamarkaði og að fjölmiðlar yrðu síðan styrktir enn frekar, kallar það á, að fjölmiðlum fjölgi og til framtíðar verður jafn erfitt að reka fjölmiðla í landinu.
Auðvitað getur ekki verið eðlilegt að launafólk styrki einkarekna fjölmiðla. Þ.e.a.s. launafólk borgi þeim sérstaklega fyrir heimabakaðan málflutning hagsmuna aðila ( almennt kallað áróður) með misheiðarlegum fjölmiðlum. Það er staðreynd, að RÚV hefur til þessa verið eini fjölmiðillinn sem almenningur getur treyst á. Nú vilja blaðamenn og aðrir veikja þennan fjölmiðill.
Það er ótrúlegt að stór hluti þingmanna skulu vilja styrkja einkarekna fjölmiðla án þess að setja nein skilyrði fyrir slíkum styrkjum. Það er vissulega rétt að margir fjölmiðlar eru heiðarlegir og eru ekki málpípa ákveðinna hagsmuna. Það á bara alls ekki við um alla fjölmiðla, helst þeirra sem eru í stærri kantinum.