Game_Over.png
Auglýsing

Það er vart hægt að draga aðra ályktun en að það leik­rit sem sett var á fót í vik­unni af stjórn­ar­flokk­unum hafi verið afar vel ígrund­að. Að und­ir­búa breyt­ingar til að auka póli­tísk yfir­ráð yfir Seðla­bank­anum og að slíta við­ræðum við Evr­ópu­sam­bandið (ES­B). Það er vart hægt að kom­ast að annarri nið­ur­stöðu en að báðir for­víg­is­menn flokk­anna hafi legið yfir afleið­ingum aðgerð­anna og hafi ákveðið að þær myndu leiða íslenska þjóð inn í sam­fé­lag sem væri þeim að skapi. Ef þeir hafa ekki gert það þá er um að ræða mesta póli­tíska gáleysi sem átt hefur sér stað hér­lend­is. Nokkru sinni.

Eftir þá viku sem var að líða er nefni­lega kýr­ljóst hvert Ísland stefn­ir. Hvernig Ísland fram­tíðar verð­ur. Það verður hafta- og milli­færslu­sam­fé­lag með mik­illi póli­tískri mið­stýr­ingu helstu stofn­anna hag­kerf­is­ins og reglu­legum geng­is­fell­ingum til að rétta af hag stoða­tvinnu­greina. Þetta sam­fé­lag verður óra­fjar­lægð frá því frjálsa mark­aðs­kerfi sem þorri Íslend­inga vill vera hluti af.

Bannað að reynslu­aka

Auglýsing

Þegar hin mjög illa skrif­aða og gild­is­hlaðna þings­á­lyktun um við­ræðu­slit, sem lögð var fram í lok síð­ustu viku, verður sam­þykkt mun hún hafa ýmis konar afleið­ing­ar. Hún reynir til að mynda að binda hendur Íslend­inga fram­tíð­ar­innar með þeim hætti að ekki á að vera unnt að sækja um aðild að ESB nokkru sinni aftur án þess að þjóð­ar­at­kvæði fari fram. Það er eins og að setja það í neyt­enda­lög að fólk megi ekki kaupa bíl nema að hafa alls ekki reynslu­ekið hon­um. Bíla­kaupin eigi að grund­vall­ast á útliti bíls­ins og þeim eig­in­leikum sem sölu­mað­ur­inn segir að hann búi yfir.

Þessi þjóð­ar­at­kvæða­greiðslu­bind­ing er líka kostu­leg í ljósi þess að rík­is­stjórn­ar­flokk­arn­ir, sem báðir hafa marg­ít­rekað lofað þjóð­ar­at­kvæða­greiðslu um áfram­hald við­ræðna, eru að grípa til þess­arra slit-að­gerða núna til að forð­ast slíka. Þeir treysta ekki þjóð­inni núna þegar hluti upp­lýs­ing­anna um hvað aðild þýðir liggur fyr­ir, en vilja endi­lega treysta henni í fjar­lægri fram­tíð ef ákveðið verður að byrja allan sirkus­inn upp á nýtt.

Ég er reyndar þeirrar skoð­unar að það sé fjar­stæðu­kennt að setja hálf­bak­aðan aðild­ar­samn­ing í þjóð­ar­at­kvæði. Það á að ljúka við­ræðum og leyfa fólki að kjósa á vit­rænum nótum með raun­veru­lega nið­ur­stöðu fyrir framan sig. Ekki að láta rang­túlk­an­ir, ofsa og oft á tíðum van­þekk­ingu þeirra sem telja að ESB leysi öll okkar vanda­mál eða ein­feld­inga úr Skaga­firði sem halda að það vaxi á okkur horn við inn­göngu vera uppi­stöð­una í ákvörð­un­ar­töku þorra þjóð­ar­inn­ar.

Það er bannað að vera með höft

Skýrsla Hag­fræði­stofn­unar Háskól­ans um Evr­ópu­sam­bandið er ekki þess eðlis að hægt sé að nota hana sem grund­völl og rök­stuðn­ing slita á aðild­ar­við­ræð­um. Þetta er ekki skoð­un. Þetta er stað­reynd. Þeir sem efast um það skulu ein­fald­lega lesa skýrsl­una. Hún er fín og fræð­andi. En leiðir engan nýjan sann­leik í ljós.

En slit­in, sem munu sann­ar­lega raun­ger­ast á næst­unni í ljósi mik­ils þing­meiri­hluta stjórn­ar­flokk­anna, munu hafa fleiri beinar afdrifa­ríkar afleið­ing­ar. Íslend­ingar eru aðilar að samn­ingnum um Evr­ópska Efna­hags­svæðið (EES). Sá samn­ingur veitir okkur nokk­urs­konar auka­að­ild að mik­il­væg­asta þætti Evr­ópu­sam­bands­ins, innri mark­aði Evr­ópu, án tolla og gjalda á all flestar vör­ur. Á árinu 2012 fór rúm­lega 78 pró­sent af útfluttum vörum Íslend­inga inn á EES-­svæð­ið. Þessi samn­ingur er því, væg­ast sagt, lang­mik­il­væg­asti við­skipta­samn­ingur þjóð­ar­inn­ar.

Þegar Ísland und­ir­gengst EES-­samn­ing­inn í byrjun árs 1994 sam­þykkti landið líka að inn­leiða hið ófrá­víkj­an­lega fjór­frelsi ESB: innan svæð­is­ins sem samn­ing­ur­inn nær til gildir frjálst flæði fólks, varn­ings, þjón­ustu og fjár­magns.

Þegar Íslend­ingar inn­leiddu fjár­magns­höft í kjöl­far hruns­ins þá brutu þeir gegn einni af þessum grunn­stoð­um. Þ.e. frjáls flæðis fjár­magns. Hluti af aðild­ar­ferl­inu að ESB var að setja á fót sam­starfs­vett­vang þar sem unnið var að losun þess­arra hafta svo skil­yrðið væri upp­fyllt. ESB hefur nú dregið sig út úr því hjálp­ar­starfi og eftir að aðild­ar­við­ræð­unum verður slitið mun sann­ar­lega verða sett fram sú krafa að Íslend­ingar upp­fylli það. Vanda­málið er að meira segja kok­hraust­ustu rör­sýn­is­menn­irn­ir, sem eru að rifna úr stór­hættu­legu sjálfs­trausti eftir að Ices­a­ve-veð­málið gekk upp, við­ur­kenna að það verður ekk­ert hægt að afnema höft hér að fullu á meðan að við erum með íslenska krónu sem gjald­mið­il. Það má því alveg með réttu draga þá ályktun að EES-­samn­ing­ur­inn sé núna í upp­námi.

„Verð­mið­inn“ að EES

Tvennt annað styður þá álykt­un. Í fyrsta lagi hefur ESB breyst gríð­ar­lega á þeim 20 árum frá því að EES-­samn­ing­ur­inn var gerð­ur. Innan sam­bands­ríkj­anna ríkir hvorki þol­in­mæði né skiln­ingur gagn­vart þess­ari sér­lausn sem und­an­skilur þrjár þjóðir undan byrðum ESB að mestu en veitir þeim aðgang að stærsta ávinn­ingi þess, hinum sam­eig­in­lega innri mark­aði.

Í öðru lagi borgar Ísland fyrir EES-­samn­ing­inn með ýmsum hætti. Stærstur hluti þeirrar borg­unar fer í gegnum vett­vang sem kall­ast Þró­un­ar­sjóður EFTA.  Hann er oft nefndur verð­mið­inn inn á innri markað ESB. Frá því að Ísland og Nor­egur skrif­uðu undir EES-­samn­ing­inn hafa þau greitt í þennan sjóð.  Hann úthlutar svo fjár­magni til þeirra fimmtán aðild­ar­ríkja sem fá greiðslur úr sjóðn­um.

Samn­ingar um fram­lög í sjóð­inn eru teknir upp á fimm ára fresti. Síð­ast var samið um tíma­bilið 2009-2014. Fram­lög í hann voru áætluð um 155 millj­arðar króna á verð­lagi dags­ins í dag á því tíma­bili. Af því fram­lagi var áætlað að Ísland greiddi tæp­lega fimm pró­sent, eða allt að sjö millj­örðum króna. Á árinu 2014 greiðum við til að mynda 1,4 millj­arða króna í sjóð­inn sam­kvæmt fjár­lög­um. Liechten­stein borgar rétt yfir eitt pró­sent af kostn­að­inum og Nor­egur tæp­lega 95 pró­sent.

Auk þess er til sér­stakur Þró­un­ar­sjóður Nor­egs sem þró­un­ar­ríki ESB fá úthlutað út úr. Norð­menn borga um 125 millj­arða króna inn í hann á tíma­bil­inu. Norð­menn borga því ca. 260-270 millj­arða króna fyrir aðgöngu að innri mark­aðn­um. Ísland hangir í pils­fald­inum og fær að fylgja með.

Bæði Norð­menn og ESB í fýlu

Í ár þarf að semja upp á nýtt um „verð­mið­ann að innri mark­aðn­um“. Líkt og alltaf mun verð­mið­inn hækka. Ísland er að sigla inn í þær við­ræður í bull­andi mak­ríl­deilum við Norð­menn, sem borga uppi­stöð­una af verð­mið­an­um, og í skamma­króknum hjá ESB fyrir að hafa dregið sam­bandið á asna­eyrum árum saman ein­ungis til þess að verða fyrsta ríkið til að slíta aðil­ar­við­ræðum af því að áhrifa­miklir frekju­hundar sem eiga eyru ráða­manna þora ekki að bíða eftir nið­ur­stöðu aðild­ar­við­ræðna.

Það er ekki óvar­legt að álykta að samn­ings­að­staða Íslands verði ekki góð. Ef ekki tekst að semja þá þýðir það að EES-­samn­ing­ur­inn verður í upp­námi. En það er kannski enn eitt veð­málið sem kok­hraustu Ices­a­ve-­ban­arnir eru til­búnir að leggja þjóð­ina undir í. Það er alltaf hægt að demba sér bara í aukna frí­verslun við Kína og Rúss­land.

Sölu­ræð­urnar fyrir nýja-gamla-Ís­land eru líka byrj­aðar að heyr­ast. For­sæt­is­ráð­herra skrif­aði hressa sjálfs­hóls­grein í Morg­un­blaðið fyrir helgi þar sem hann rað­aði, enn og aft­ur, öllum sem eru honum ósam­mála í lið með erlendum vog­un­ar­sjóðum og mældi árangur sinn út frá fjölda þeirra sem sýna sam­fé­lags­breyt­ingum hans mót­þróa. Þetta er umræða sem við hér á Kjarn­anum könn­umst vel við, enda hafa aðstoð­ar­menn Fram­sókn­ar­ráð­herra borið út sögur um að starf­semi okkar sé fjár­mögnuð af slíkum vog­un­ar­sjóðum vegna þess að í skoð­ana­dálkum útgáf­unnar hafa birst aðrar skoð­anir en Fram­sókn­ar­flokks­ins. Hér skal það enn ítrekað að þetta er fjar­stæðu­kennt, rætið og háal­var­legt bull.

Í grein sinni kom for­sæt­is­ráð­herra líka inn á auk­inn hag­vöxt og minna atvinnu­leysi. Hann vildi þakka rík­is­stjórn­inni þessa fram­för, sem er að hluta til rétt­mætt. Hér verður meiri hag­vöxtur á næstu árum en áður var spáð. En hann verður ekki byggður á auk­inni fram­leiðni, heldur einka­neyslu (vegna auk­ins veð­rýmis þeirra sem fá gef­ins pen­inga í skulda­nið­ur­fell­ing­unni og eyðslu sér­eigna­líf­eyr­is­sparn­aðar fyr­ir­fram) og stór­tækra bygg­inga­fram­kvæmda. Þessu mun fylgja aukin verð­bólga og því er um að ræða klass­ískt piss í skó­inn.

Áhrifa­hópur í kast­inu

Það kemur svo sem ekk­ert á óvart að Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn hafi þá afstöðu sem nú er að raun­ger­ast gagn­vart ESB. Það kemur hins vegar meira á óvart að Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn sé að beygja sig undir hana. Birgir Ármanns­son getur vel reynt að tala niður þær sprungur sem mynd­ast hafa á milli fylk­inga í flokknum með því að segja að það hafi verið óvar­legt að lofa ein­hverju í aðdrag­anda kosn­inga sem henti flokknum ekki núna að standa við, en það kíttar ekki upp í sprung­urn­ar.

Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn er margir flokkar með mjög ólíkar stefnur sem sam­ein­ast undir þeirri regn­hlíf að vera eini hægri flokk­ur­inn á land­inu. Þarna er mjög sterkt aft­ur­haldsamt íhald sem hefur enga aðra hug­sjón en stór­tæka sér­hahags­muna­gæslu, gegn­heilir krat­ar, ein­hvers­konar jakka­fatasós­í­alist­ar, bull­andi frjáls­hyggju­menn og alþjóða­sinn­að­ir, frjál­synd­ir, hóf­samir hægri­menn.

Síð­asti hóp­ur­inn er stór. Og áhrifa­mik­ill. Á meðal þeirra sem telj­ast til hans eru Þor­steinn Páls­son, fyrrum for­maður flokks­ins, Helgi Magn­ús­son, ókrýndur líf­eyr­is­sjóða­kóngur Íslands, Björg­úlfur Jóhanns­son, for­maður Sam­taka Atvinnu­lífs­ins og for­stjóri Icelandair Group, Þor­gerður Katrín Gunn­ars­dótt­ir, Bene­dikt Jóhann­es­son, Þórður Magn­ús­son, Hregg­viður Jóns­son og fleiri áhrifa­menn innan íslensks atvinnu­lífs. Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn hefur verið flokkur atvinnu­lífs­ins í gegnum sög­una. Nú gætu orðið þátta­skil.

Við­skipta­ráð, Sam­tök Atvinnu­lífs­ins, Sam­tök versl­unar og þjón­ustu, Sam­tök Iðn­að­ar­ins og flest öll önnur hags­muna­sam­tök fyr­ir­tækja utan LÍÚ og millj­arða­nið­ur­greiddra bænda eru fjúk­andi yfir aðgerðum stjórn­valda. Þeirra afstaða er að króna í höftum sé afleittur kostur fyrir íslenskt við­skipta­líf.

Ekki van­meta aðlög­un­ar­hæfni

Það gæti því átt sér stað sögu­leg slit milli fjár­magns og Sjálf­stæð­is­flokks ef þessir aðilar ákveða að búa til nýjan frjáls­lyndan hægri vett­vang. Sá gæti orðið best fjár­magn­að­asta stjórn­mála­fram­boð allra tíma og hægt væri að kalla til fullt af fólki með mikla reynslu í herkvaðn­ing­unni sem því myndi fylgja.

En mun þessi hópur þora? Hann er voða reiður núna en maður efast ein­hvern veg­inn um að af þessu verði. Flestir innan hans eru með fálka-DNA. Sjálf­stæð­is­flokks­fylgnin og frænd­hyglin mun lík­leg­ast trompa þá stað­reynd að hóp­ur­inn á enga hug­mynda­fræði­lega sam­leið með Sjálf­stæð­is­flokknum leng­ur. Áhrifa­fólkið mun aðlag­ast hafta- og milli­færslu­sam­fé­lag­inu og koma ár sinni fyrir borð þar. Fyr­ir­tækin sem skil­greina sig sem alþjóð­leg flytja til ann­arra landa og hæfi­leika­fólk sem verður þreytt á því að fá borguð laun í mynt sem hefur ekki raun­veru­lega verð­myndun fylgir í kjöl­far­ið.

Aft­ur­hvarfið til for­tíðar blasir við. Game over skiltið er farið að snigl­ast inn á skjá­inn.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiÁlit
None