Síðbúið svar við pungsparki

kjarninn_david_vef.jpg
Auglýsing

Á vor­mán­uðum 2009 fékk ég (ásamt flestum fund­ar­mönnum á lands­fundi Sjálf­stæð­is­flokks­ins) pungspark frá Davíð Odds­syni, fyrr­ver­andi for­manni flokks­ins og rit­stjóra. Nú ætla ég að gera til­raun til að rétta minn hlut.

Nú kann ein­hverjum að finn­ast ég vera óvana­lega seinn til svars eftir þetta pungspark Dav­íðs, en það vita þeir sem hafa fengið spark í pung, að það tekur tíma að jafna sig. Svo er hitt, að ég áleit sem svo að kannski væri þetta bara rétt hjá Dav­íð, lands­fund­ar­full­trúar og breið­fylk­ing sjálf­stæð­is­manna hefði gert rangt í að sam­þykkja skýrslu End­ur­reisn­ar­­nefndar flokks­ins á lands­fundi. En nú sé ég að svo var ekki.

Sigurður Örn Ágústsson, varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins og forstjóri. Sig­urður Örn Ágústs­son, vara­þing­maður Sjálf­stæð­is­flokks­ins og for­stjóri.

Auglýsing

Það sem ég veit en Davíð ekkiÞegar ég var lít­ill drengur fannst mér bæði gaman og snið­ugt að segja óspurður að við pabbi vissum allt í heim­in­um. Þá var ég gjarnan spurður um eitt­hvað, og ef ég vissi ekki svarið sagði ég hróð­ug­ur: „Pabbi veit svarið við þessu.“ Nú vill þannig til að ég og Davíð Odds­son, fyrrum lands­faðir og núver­andi rit­stjóri, vitum allt – það sem ég ekki veit (og það er margt) virð­ist hann vita. Hann er með svar við flestu. Til að flýta fyrir ætla ég að tína til það helsta sem ég veit en ekki hann.

Við Davíð höfum aldrei ræðst við þó að ég hafi kosið hann á sínum tíma og við stutt sömu stjórn­mála­stefn­una, hann í fram­varð­ar­sveit en ég sem atkvæði. Ég hóf afskipti af stjórn­málum í jan­úar 2009 því að mér fann­st, eins og mörgum sjálf­stæð­is­mönnum þá, með ólík­indum að for­ystu­sveit flokks­ins tæpti hvergi á því einu orði að hugs­an­lega hefði flokk­ur­inn gert mis­tök sem hefðu stuðlað að, leitt til eða aukið við þann mikla vanda sem hrunið var. Á fundi sjálf­stæð­is­manna í lok jan­úar 2009, sem boðað var til á Grand Hotel í kjöl­far stjórn­ar­slita, var ekki mikla auð­mýkt að finna hjá for­ystu­sveit flokks­ins. Mér fannst þessi nálgun vera röng og taldi að ef ekki yrði beygt af þess­ari „við gerðum ekki neitt vit­laust“ leið myndi flokk­ur­inn og sú stefna sem hann á að túlka fá lítið fylgi í kosn­ingum og við myndum vinna okkur hægar en efni stæðu til úr vand­an­um. Sú varð og raun­in.

Á fyrr­nefndum fundi setti Geir H. Haarde á lagg­irnar End­ur­reisn­ar­nefnd og fékk Vil­hjálm Egils­son til for­ystu. Þetta veit Davíð Odds­son. En hitt veit hann kannski ekki að ég hitti Vil­hjálm á þessum fundi og sendi honum í tölvu­pósti sex síðna sam­an­tekt atriða sem ég taldi að flokk­ur­inn þyrfti að við­ur­kenna opin­ber­lega að gera hefði mátt bet­ur. Horfa inn á við. Að það væri frum­for­senda til að öðl­ast traust fólks í land­inu að nýju að mæta í kosn­ingar með upp­gerða for­tíð í fartesk­inu, sýna auð­mýkt og læra af reynsl­unni. Þetta skrif­aði ég Vil­hjálmi meðal ann­ars:

„Ég er þeirrar skoð­unar að nú verði að fara fram upp­gjör við for­tíð­ina. Ísland er svo gott sem gjald­þrota og við sjálf­stæð­is­menn vorum skip­stjór­ar, svo notað sé vin­sælt mynd­lík­inga­mál úr sjó­mennsk­unni. Ég trúi því að það sé af hinu góða fyrir flokk­inn að fara þessa leið. Getur þá engu skipt hvern eða hverja þau atriði sem hér að neðan eru nefnd snerta. Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn verður að vera haf­inn yfir per­sónur og leik­end­ur, hann er til fyrir fólkið í land­inu en ekki fyrir fólkið sem um stund er í fram­varð­ar­sveit hans.“

Nýr tónn: gagn­rýniÉg bauð fram krafta mína. Vil­hjálmur tók mér vel og fól mér, sem aldrei hafði starfað innan Sjálf­stæð­is­flokks­ins, að stýra þeim hópi sem fjall­aði um „upp­gjör og lær­dóm“. Hinir hóp­arnir þrír voru: „Hag­vöxtur fram­tíð­ar“, „At­vinnu­líf og fjöl­skyld­ur“ og „Sam­keppn­is­hæfn­i“. Þessir þrír kaflar fengu ekki jafn­mikla umfjöllun og sá fyrsti. Enda kvað þar við nýjan tón: gagn­rýni.

Í þeim hópi sem ég fór fyrir tóku þátt um 50 sjálf­stæð­is­­menn, sem höfðu allir verið virkir í starfi flokks­ins. Við nálg­uð­umst verkið þannig að bréf mitt til Vil­hjálms varð beina­grind okkar fram­lags. Eftir að hafa setið um 20 fundi, þar sem til voru kall­aðir aðilar sem höfðu inn­sýn eða sér­fræð­i­þekk­ingu á þessum mál­um, og reynt að sann­reyna full­yrð­ingar sem við töldum nauð­syn­legt að kæmu fram var ágrein­ingur um hve ber­ort fram­lag okkar ætti að vera. Engin ástæða væri til að færa póli­tískum and­stæð­ingum okkar vopn í hend­ur, auk þess sem við kynnum að styggja fyrr­ver­andi for­ystu­sveit flokks­ins með skrifum okk­ar. En sú skoðun varð ofan á að segja hlut­ina bara eins og þeir eru. Til dæmis að segja berum orðum að það hafi verið póli­tísk mis­tök að einka­væða bank­ana með þeim hætti sem gert var. Ég held að meira að segja fram­sókn­ar­menn séu sam­mála því, flest­ir.

Fólk brást, ekki stefnanHeild­ar­nið­ur­staðan var að fólk hefði brugð­ist en ekki stefn­an. Enda er ekk­ert í stefnu Sjálf­stæð­is­flokks­ins né lands­fund­ar­á­lykt­unum um að afhenda beri eftir flokkslínum sér­völdum gæð­ingum rík­is­eignir fyrir lít­inn pen­ing – þvert á sam­þykkt ferli. Ég er sann­færður um að þessi nið­ur­staða okkar stenst skoð­un. Ég var sér­stak­lega ánægður með að Vil­hjálmur reyndi ekki að hafa áhrif á nið­ur­stöður okkar eða efn­is­tök, og það efldi mig í þeirri trú að hugs­an­lega væri hægt að hafa áhrif þótt maður hefði ekki farið í hund­rað partí með ungum sjálf­stæð­is­­mönnum eða unnið fyrir og með atvinn­u­póli­tíkusum flokks­ins.

Þessi skýrsla fékk meiri athygli en margur hugði, og þá sér­stak­lega kafl­inn um upp­gjör og lær­dóm. Fyrstu við­brögð Geirs H. Haarde við skýrsl­unni og inni­haldi hennar voru að spyrja hver þessi maður (ég) væri eig­in­lega – hann þekkti mig ekki neitt. Mað­ur­inn, ekki bolt­inn. Við­brögð Dav­íðs voru þau að gera hana að umtals­efni í skemmti­dag­skrá á lands­fundi Sjálf­stæð­is­­flokks­ins 2009. Pungspark í alla þá sem höfðu lagt á sig mikla vinnu til að gera flokknum gagn, rétta af kúr­sinn, leið­rétta aug­ljóst rugl og reyna að marka flokknum stefnu til fram­tíð­ar.

Þetta voru kaldar kveðj­ur, en kannski að ein­hverju leyti skilj­an­leg­ar, frá manni sem bar ábyrgð á mörgum þeirra ákvarð­ana sem ann­að­hvort voru teknar eða voru ekki tekn­ar.

Flokk­ur­inn verður að við­ur­kenna mis­tökEn eitt af því sem Davíð veit ekki, eða skilur ekki, er að til að hann og Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn fái notið sann­mælis og fái við­ur­kenn­ingu á því að í stjórn­ar­tíð hans varð mikil og góð upp­bygg­ing grunn­þjón­ustu, inn­viða sam­fé­lags­ins, rík­is­­­sjóður varð skuld­laus að kalla, á margan hátt ríkti vel­megun og vel­sæld – þá verður líka að tala hreint út um mis­tök og rangar ákvarð­an­ir.

Því það er rétt að það var margt mjög gott gert í 18 ára sam­felldri stjórn­ar­tíð Sjálf­stæð­is­flokks­ins. Ef við sjálf­stæð­is­­menn tölum ekki skýrar og hærra um þessi mál, þá fáum við ekki að njóta þess góða sem flokk­ur­inn gerði fyrir landið og getur gert fyrir land­ið. Flokk­ur­inn mun ekki fá meira en 24-28 pró­sent í kosn­ingum og áhrifin til að móta sam­fé­lagið eftir sjálf­stæð­is­­stefn­unni verða því lít­il. Sjálf­stæð­is­menn eru langtum fleiri en 28 pró­sent þjóð­ar­inn­ar, en þá er nú búið að hrekja í aðra flokka – þeir hafa misst (von­andi tíma­bund­ið) trúna á fram­varð­ar­­­sveit Sjálf­stæð­is­flokks­ins. Í síð­ustu alþing­is­­kosn­ingum galt flokk­ur­inn afhroð, fékk 26,7 pró­sent atkvæða, og það í kjöl­far einnar óvin­sæl­ustu rík­is­stjórnar á byggðu bóli. Afhroð.

„Gjör rétt, þol ei órétt“Nú­ver­andi for­ysta flokks­ins verður líka að hafa kjark til að horfast í augu við raun­veru­leik­ann. Vera til­búin að tala um hann umbúða­laust. Það mun verða erfitt að heyra fyrir Dav­íð, Kjartan Gunn­ars­son og marga, marga fleiri. Ekki bara þá sem stóðu í brúnni, heldur líka hina sem fylgdu. Líka mig, sem kaus þessa menn. En satt er satt og þrátt fyrir allt er eitt af grunn­gildum Sjálf­stæð­is­flokks­ins. „Gjör rétt, þol ei órétt“.

Sam­an­dregnar helstu nið­ur­stöður hóps um upp­gjör og lær­dóm um hvar sjálf­stæð­is­menn hefðu getað gert betur

> Einka­væð­ing bank­anna. Óum­deilt er að rétt hafi verið að einka­væða þá banka sem voru í eigu rík­is­ins árið 2002. Með því leyst­ist úr læð­ingi kraftur sem var atvinnu­líf­inu nauð­syn­­leg­ur. Póli­tísk fyr­ir­greiðsla skyldi líða undir lok og skil­virkni mark­að­ar­ins ráða. … Mjög er hins vegar gagn­rýnt hvernig var staðið að einka­væð­ingu þess­ara tveggja banka. Ferlið var ógagn­sætt og hag­stæð­ari til­boð fyrir rík­is­sjóð á alla hefð­bundna mæli­kvarða voru snið­geng­in. Ekki var fylgt upp­haf­legri aðferða­fræði, svo sem um dreifða eign­ar­að­ild. Bank­arnir lentu, að ein­hverju marki eftir póli­tískum lín­um, í höndum aðila sem voru reynslu­litlir í banka­starf­semi (al­þjóð­legri sér­stak­lega).

> Pen­inga­mála­stefn­an. Verð­bólg­u­­mark­mið SÍ, frá 2001, hefur aldrei náðst. Hag­kerfið er lítið og opið og gjald­mið­ill­inn örsmár í alþjóð­legum sam­an­burði. Verð­bólgan hefur oftar en ekki verið í tveggja stafa tölu. Verð­bólga mikið vanda­mál frá lána­þensl­unni þegar árin 2004-5.

> Upp­gangur fjár­mála­geirans. Stjórn­völd og Seðla­bank­inn brugð­ust of seint við mik­illi stækkun banka­kerf­is­ins – leyfðu óheftan vöxt án þess að auka eigið fé SÍ – og stækka vara­gjald­eyr­is­sjóð­inn.

> Ábyrgðir rík­is­ins í reynd. Almenn­ingi var ekki gerð grein fyrir þeim mögu­leika að ábyrgð á hund­ruðum millj­arða króna, í formi inn­stæðna í Bret­landi, lægi hjá íslenska rík­inu – sem for­víg­is­menn rík­is­­­stjórn­ar­innar vissu um.

> Útgjalda­stefna rík­is­ins og sveit­ar­fé­laga studdi ekki yfir­lýst mark­mið stjórn­valda og Seðla­bank­ans um efna­hags­legan stöð­ug­leika og hjálp­aði ekki nóg til í við­leitni bank­ans að ná til­ætl­uðum árangri. Eftir á að hyggja var afgangur af rekstri hins opin­bera ekki nægi­lega mik­ill, ekki síst vegna þess að skatt­tekj­urnar hvíldu ekki á nægi­lega traustum grunni, hvorki hjá ríki eða sveit­ar­fé­lög­um.

> Þenslu­á­hrif Íbúða­lána­sjóðs. Þrátt fyrir að það hafi verið kosn­inga­lof­orð Fram­sókn­ar­flokks­ins að Íbúða­lána­sjóður veitti 90% hús­næð­is­lán og stór­hækk­aði láns­há­mörk lagði Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn blessun sína yfir þau lof­orð og upp­fyllti með Fram­sókn. Þessi gjörn­ingur var van­hugs­aður og óheilla­skref.

> Ófull­komnar upp­lýs­ing­ar. Talna­efni um tekjur og gjöld af eignum og skuldum Íslend­inga voru afar ófull­komnar í hag­skýrsl­um. Þannig kom það fram í þjóð­hags­reikn­ingum ár eftir ár að ávöxtun á eignir Íslend­inga erlendis væri lægri en vaxta­kostn­aður af erlendum skuld­um. Á sama tíma marg­föld­uð­ust eign­irnar og skuld­irnar og því ljóst að ekk­ert eðli­legt sam­hengi var í þessum tölum og þær gáfu afar vill­andi mynd af því sem var raun­veru­­lega að ger­ast. Samt voru þessar ófull­komnu upp­lýs­ingar grund­völlur ákvarð­ana­töku og settar fram sem opin­ber lýs­ing á stöðu hag­kerf­is­ins.

> Póli­tísk ábyrgð. Það skýtur skökku við að á ríf­lega 100 dögum eftir eitt mesta efna­hags­hrun vest­ræns ríkis á frið­ar­tímum var eng­inn kall­aður til ábyrgðar af hálfu Sjálf­stæð­is­­flokks­ins. Þau skila­boð til þjóð­ar­inn­ar, að eng­inn beri póli­tíska ábyrgð, eru röng. Hér dugir sér­ís­lensk skil­grein­ing á póli­tískri ábyrgð ekki. Póli­tísk ábyrgð snýst ekki um að kjör­inn full­trúi eigi að sitja sem fast­ast þrátt fyrir mis­tök hans sjálfs eða und­ir­manna, heldur hið gagn­stæða. Að standa upp og fara þegar áföll verða þótt engin lög hafi verið brotin af við­kom­andi þarf að kom­ast inn í íslenska stjórn­mála­hefð. Menn þurfa að láta fram­tíð­ar­hags­muni njóta vafans og ekki láta sína per­sónu vera fyr­ir.

> Póli­tískar stöðu­veit­ing­ar. Sjálf­stæð­is­flokknum hefur verið legið á hálsi að hafa staðið fyrir póli­tískum stöðu­veit­ing­um. Hér verður Sjálf­stæð­is­­flokk­ur­inn að taka af skarið og heita því og sjá til þess að opin­berar stöðu­veit­ingar verði ákveðnar á fag­legum og hlut­lægum grund­velli. Sjálf­stæð­is­­flokk­ur­inn hefði átt að beita sér fyrir því að skera á tengsl stjórn­mála­flokka, rík­is­stofn­ana og við­skipta­banka.

Það sem Davíð veit en ég ekkiFram­varð­ar­sveit Sjálf­stæð­is­flokk­ins fyrir „hið svo­kall­aða hrun“ var fram­kvæmdaglöð, tók af málum af festu og gerði margt. Eins gildir um þá og alla aðra sem gera margt, að þeir gera líka mis­tök. Það er ekki aug­ljóst að allt af því sem við nefndum þá og ég tíni til hér að neðan hafi verið fyr­ir­sjá­an­leg mis­tök. En það er best að kalla hlut­ina sínu rétta nafni.

Ég veit að Davíð Odds­son er ekki bara ein­hver maður og það sem hann segir hefur enn áhrif, en merkj­an­lega dvín­andi. Það var ekki bara ein­hver maður sem sagði alla mína vinnu, og fjölda ann­arra sjálf­stæð­is­manna, vera einskis virði. Það var fyrr­ver­andi for­maður flokks­ins. Var það vegna þess að ein­hverjir vog­uðu sér að gagn­rýna hann? Þetta er eitt af því sem Davíð veit en ég ekki.

Í stuttu máli held ég að Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn hefði unnið glæsi­legan sigur í síð­ustu alþing­is­kosn­ingum þó ekki hefði verið nema fyrir að tala hærra og skýrar um okkar eigin mis­tök – reiðu­búin að læra af þeim og gera bet­ur. Það skiptir litlu hvað for­ystu flokks­ins finnst – kjós­endur ráða.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Icelandair búið að ná samkomulagi við Boeing, og alla hina kröfuhafana
Icelandair Group er búið að ná samkomulagi við alla kröfuhafa sína. Félagið fær að falla frá kaupum á fjórum Boeing vélum sem það hafði skuldbundið sig til að kaupa.
Kjarninn 11. ágúst 2020
Biden velur Harris sem varaforsetaefni
Demókrataflokkurinn hefur valið varaforsetaefni sitt fyrir komandi forsetakosningar. Hún er svört kona sem er líka af asísku bergi brotin og heitir Kamala Harris.
Kjarninn 11. ágúst 2020
Þórður Snær Júlíusson
Stríðsrekstur fyrirtækis gegn nafngreindu fólki og gagnrýnum fjölmiðlum
Kjarninn 11. ágúst 2020
Höfuðstöðvar Ríkisútvarpsins í Efstaleiti.
Félag fréttamanna gagnrýnir myndband Samherja harðlega
Stjórn Félags fréttamanna, stéttarfélag fréttafólks á Ríkisútvarpinu, segir ómaklega veist að Helga Seljan fréttamanni í myndbandi sem Samherji birti í dag. Áhyggjuefni sé að reynt sé að gera fréttamann tortryggilegan í stað þess að svara spurningum.
Kjarninn 11. ágúst 2020
Víðir Reynisson á upplýsingafundi almannavarna í dag.
Víðir: Getum ekki sest í hægindastólinn og slakað á
Þrátt fyrir að útlit sé fyrir að árangur sé að nást af hertum sóttvarnaaðgerðum innanlands og tilslakanir séu framundan er ekki kominn til að hætta að huga að smitvörnum. Sá tími kemur ekki á meðan að veiran er til staðar, segir Víðir Reynisson.
Kjarninn 11. ágúst 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir á fundinum í dag.
Þórólfur segir útlit fyrir að við séum að ná tökum á stöðunni
Sóttvarnalæknir segir að lítill fjöldi nýsmita allra síðustu daga bendi til þess að faraldurinn hér innanlands sé að verða viðráðanlegur. Hann lagði til tilslakanir innanlands og reifaði valkosti um aðgerðir á landamærum í minnisblaði til ráðherra.
Kjarninn 11. ágúst 2020
Helgi Seljan var borin þungum sökum í myndbandi Samherja
RÚV og Helgi Seljan hafna ásökunum Samherja
„Ný viðmið í árásum stórfyrirtækis á fjölmiðla og einstaka fréttamenn,“ segir í yfirlýsingu frá Helga Seljan og Þóru Arnórsdóttur sem þau sendu frá sér vegna myndbands Samherja. Myndbandið var birt á YouTube rás Samherja fyrr í dag.
Kjarninn 11. ágúst 2020
Logi Einarsson
Vöndum okkur
Kjarninn 11. ágúst 2020
Meira úr sama flokkiÁlit
None