Glórulausar hugmyndir um að greiða sjávarútvegsfyrirtækjum bætur

13223647734_9b7d6a5fec_k-1.jpg
Auglýsing

José Ángel Gur­ría, fram­kvæmda­stjóri Efna­hags- og fram­fara­stofn­un­ar­inn­ar, OECD, gerði það að umtals­efni þegar stofn­unin var hér á dög­un­um, að vinna að stöðu­mati sínu á stöðu hag­kerf­is­ins, að svo kynni að fara að rík­is­sjóður Íslend­inga yrði not­aður til þess að greiða sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækj­unum í land­inu bætur vegna við­skipta­banns Rúss­lands.

Pist­ill Frétta­blaðs­ins fjallar um þetta í gær, og segir að hugs­an­lega kunni bætur til sjáv­ar­út­vegsyr­ir­tækj­anna að vera rétt­læt­an­leg­ar.

Það er ekki hægt að segja ann­að, en að þessi sjón­ar­mið, að sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækin á Íslandi, einkum þau sem selja mak­ríl á Rúss­lands­mark­að, kunni að eiga rétt á bótum úr rík­is­sjóði vegna þeirrar ákvörð­unar stjórn­valda í Rúss­landi að setja við­skipta­bann á íslensk fyr­ir­tæki, séu stór­und­ar­leg og vafasöm.

Auglýsing

Rök­in ­gegn því, að rík­is­sjóður Íslands verði not­aður til þess að greiða bætur til sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækja vegna við­skipta­banns Rúss­land, eru yfir­þyrm­andi, svo ekki sé fastar að orði kveð­ið. Mörg má nefna, meðal ann­ars að Rússar eigi ekki að geta þvingað fram rík­is­á­byrgð á íslenskum sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækj­um, en hér eru fáein önnur nefnd.

Í fyrsta lagi eru íslensk sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tæki starf­andi á einka­rétt­ar­legum grunni, eins og þau hafa marg­ít­rekað sjálf, og reyndar túlkað oft svo vítt að það hefur orðið upp­spretta póli­tískra deilna á Alþingi, einkum og sér í lagi þegar afla­heim­ildir eru til umræðu. Bara þessi staða ein og sér þýðir að rík­is­sjóður ber enga ábyrgð á vand­ræðum íslenskra sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækja við að selja afurðir sín­ar.

Í öðru lagi er ekki hægt að segja það um leið og við­skipta­bannið hefur verið sett á, að íslensk sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tæki hafi orðið fyrir það miklu tjóni að rík­is­sjóð Íslend­inga eigi að nota til að greiða bætur til sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækj­anna, einkum og sér í lagi vegna þess að ekki er fyrir hendi sam­hengi milli ábyrgðar rík­is­sjóðs og rekstrar sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækj­anna. Á und­an­förnum árum hefur mesta góð­æri í sögu sjáv­ar­út­vegs á Íslandi átt sér stað, ekki síst vegna þess hve vel hefur gengið að skapa verð­mæti með veið­um, vinnslu og sölu á mak­ríl til Rúss­lands.

Hlut­haf­arnir hafa notið góðs af þessu, eðli­lega, og greitt tugi millj­arða í arð, sé mið tekið af árinu 2009 og fram á þetta ár. En undir niðri, þegar kom að mak­ríln­um, var alltaf póli­tísk áhætta, meðal ann­ars vegna milli­ríkja­deilna um mak­ríl­veið­arn­ar. Bara af þeirri ástæðu einni og sér hefðu hlut­hafar hugs­an­lega átt að fara var­lega við að greiða arð úr félög­un­um, og halda fjár­hag fyr­ir­tækj­anna eins sterkum og mögu­legt var til að mæta áföll­um, sem alltaf gat komið upp.

Það er ekki hægt að setja hend­urnar ofan í rík­is­sjóð til að styrkja fyr­ir­tækin þegar illa árar, hvort sem vand­ræðin eru vegna breyt­inga á leik­reglum erlendis eða ein­hverju öðru. Gjald­eyr­is­þurrð í Rúss­landi er áhættu­at­riði í rekstri sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækja og rík­is­sjóður ber bless­un­ar­lega enga fjár­hags­lega ábyrgð á henni.

Í þriðja lagi er það síðan staða rík­is­sjóðs, og hin póli­tíska hlið máls­ins. Það að taka fé úr skuld­settum rík­is­sjóði, og gefa sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækj­um, í þeim aðstæðum sem uppi eru í land­inu, þar sem fjöl­margar krefj­andi áskor­anir bíða stjórn­mála­manna við hag­stjórn, væri for­dæma­laus spill­ing. Nóg ætti að vera komið af glóru­lausum gjöfum úr rík­is­sjóði til fólks sem þarf ekk­ert á því að halda, eftir hina svo­nefndu leið­rétt­ingu á verð­tryggðum hús­næð­is­skuldum sum­ra, en bóta­greiðslur til útgerð­ar­fyr­ir­tækja sem hafa verið að selja afurðir til Rúss­lands myndi skapa alveg ný við­mið í heimsku.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Víðir Reynisson, Þórólfur Guðnason og Kamilla Rut Jósefsdóttir á upplýsingafundi dagsins.
Aukið bóluefnaframboð mun auka hraða bólusetninga á næstunni
Bóluefni Janssen verður dreift í næstu viku og 16 þúsund skammtar af AstraZeneca bóluefni eru á leiðinni frá Norðmönnum. Óljóst hvernig frumvarp um aðgerðir á landamærum verður endanlega afgreitt að sögn sóttvarnalæknis.
Kjarninn 21. apríl 2021
Skúli Skúlason og félagar hans eru áfram stærstu eigendur Play.
Hluthafalisti Play birtur – Hópur Skúla enn stærsti eigandinn
Í nýjum hluthafahópi flugfélagsins Play er að finna umsvifamikla einkafjárfesta, lífeyrissjóði og fagfjárfestingasjóði. Til stendur að skrá félagið á First North og gefa almenningi tækifæri á að kaupa.
Kjarninn 21. apríl 2021
Jóhannes Stefánsson er handhafi sænsku sjálfbærniverðlaunanna WIN WIN árið 2021.
Jóhannes Stefánsson í hóp með Kofi Annan og Al Gore
Uppljóstrarinn Jóhannes Stefánsson fær tæpar 15 milljónir króna í verðlaunafé fyrir að vinna sænsku sjálfbærniverðlaunin WIN WIN Gothenburg. Heimsþekkt fólk hefur hlotið þessi verðlaun á fyrri árum.
Kjarninn 21. apríl 2021
Peningum á Íslandi er áfram sem áður stýrt af körlum
Áttunda árið í röð framkvæmdi Kjarninn úttekt á því hver kynjahlutföll séu á meðal þeirra sem stýra peningum á Íslandi. Fyrirtækjunum sem úttektin náði til fjölgaði lítillega á milli ára og samsetning þeirra breyttist aðeins.
Kjarninn 21. apríl 2021
Samtal við samfélagið – English
Samtal við samfélagið – English
Tæknivarpið - Apple kynnir skífur fyrir utangátta, nýjan iMac og iPad Pro
Kjarninn 21. apríl 2021
Stefán Jón Hafstein
Óttast um Elliðaárnar
Kjarninn 21. apríl 2021
Sigríður Á. Andersen sagði af sér sem dómsmálaráðherra vegna málsins
Enn ekki upplýst um kostnað ríkislögmanns vegna ólöglegrar skipunar dómara í Landsrétt
Kostnaður ríkissjóðs vegna þess að þáverandi dómsmálaráðherra sinnti ekki rannsóknarreglu stjórnsýslulaga þegar hún lagði fyrir Alþingi lista yfir dómara sem ætti að skipa við Landsrétt var 141 milljónir króna í lok síðasta árs. Hann er enn að aukast.
Kjarninn 21. apríl 2021
Armin Laschet og Annalena Baerbock. Telja má nánast öruggt að annað þeirra verði næsti kanslari Þýskalands.
Armin eða Annalena?
Sextugur karl og fertug kona eru talin þau einu sem möguleika eiga á að taka við af Angelu Merkel og verða næsti kanslari Þýskalands. Græningjar með Önnulenu Baerbock í fararbroddi eru á flugi í skoðanakönnunum.
Kjarninn 20. apríl 2021
Meira úr sama flokkiBakherbergið
None