Wall Street horfir til ríkisins - Einu sinni sem oftar

Auglýsing

Fjár­festar í Banda­ríkj­unum bíða nú með nokk­urri eft­ir­vænt­ingu eftir því hvenær Seðla­banki Banda­ríkj­anna byrjar að hækka vexti, eftir langt tíma­bil örv­un­ar­að­gerða þar sem vaxta­stig hefur verið við núllið. Til ein­föld­unar má segja að Seðla­banki Banda­ríkj­anna, eins og aðrir seðla­bankar, hafi séð til þess að hjól efna­hags­líf­is­ins hafi snú­ist eins og þau hafa gert, með því að auka pen­inga­magn í umferð og auka fram­boðið af ódýru láns­fé.

Atvinnu­leysi minnkarÞað sem ræður úrslitum um það hvenær vextir munu hækka eru ytri aðstæður í banda­rískum efna­hag, sem hafa farið hratt batn­andi að und­an­förnu. Tölur frá því í dag sína að atvinnu­leysi er nú komið í 5,1 pró­sent, en 173 þús­und ný störf urðu til í hag­kerf­inu í ágúst. Þetta eru tölu­vert betri aðstæður á vinnu­mark­aðnum en gert var ráð fyrir sam­kvæmt spám, en atvinnu­leysi mælist nú sam­bæri­legt við það sem það var í apríl 2008, áður en verstu and­ar­tök nið­ur­sveifl­unn­ar á fjár­mála­mark­að­i ­fóru að hafa versn­andi áhrif á heims­bú­skap­inn.

Vaxtapóli­tíkin og versn­andi heims­bú­skapurFjár­fest­inga­bank­arnir og sjóð­irnir í Banda­ríkj­un­um, sem oft eru settir undir Wall Street-hatt­inn, bíða þess nú að Seðla­banki Banda­ríkj­anna hefji vaxta­hækk­un­ar­skeiðið sem Janet Yellen, seðla­banka­stjóri Banda­ríkj­anna, boð­aði í byrjun árs að gæti haf­ist um mitt þetta ár, ef aðstæður þró­uð­ust eins og spár bank­ans gerðu ráð fyrir fyr­ir, einkum á vinnu­mark­aði. Þessi orð hjá Yellen, sem síðan hefur mátt greina í ítar­legum skrifum hennar þar sem fram­tíð­ar­horfur eru greind­ar, þykja til marks um að bank­inn muni aðeins hefja vaxta­hækk­un­ar­feril ef banda­ríska hag­kerfið er farið að sýna skýr merki um upp­sveiflu.

Alþjóða­gjald­eyr­is­sjóð­ur­inn varar við vaxta­hækk­un, sam­kvæmt umfjöllun The Economist í gær, og segir að horfur í heims­bú­skapnum hafi versnað að und­an­förnu. Óstöð­ug­leiki sé mik­ill í augna­blik­inu, og kín­verska hag­kerfið sé farið að sína merki um kóln­un. Af þessum ástæðum þurfi seðla­bankar, einkum sá áhrifa­mesti í heim­in­um, Seðla­banki Banda­ríkj­anna, að fara var­lega. Gjald­miðla­stríð milli hag­kerfa heims­ins geti ann­ars orðið „blóð­ugt“ fyrir allan almenn­ing.

Wall Street á allt undir rík­is­vald­inu - Hvar er jafn­vægis­p­unkt­ur­inn?Hér er ekk­ert nýtt á ferð­inni. Seðla­bankar hafa alltaf verið áhrifa­miklir á fjár­mála­mörk­uð­um, enda hug­myndin um að þeir séu banki bank­anna, þegar á reyn­ir, ennþá í fullu gildi og hefur lík­lega aldrei verið jafn aug­ljós og um þessar mund­ir. Talið um hina ósýni­legu hönd mark­að­ars­ins á lítið skylt við stöðu mála á Wall Street, þar sem mark­að­ur­inn bíður þess að rík­is­valdið gefi tón­inn fyrir það sem koma skal. Hönd­ina sjá allir og hún kemur frá seðla­banka skatt­greið­enda. Hin kap­ít­al­íska ver­öld hér vest­an­hafs er nú ekki frum­legri en svo.

En á meðan leik­regl­urnar eru þessar sem að framan er lýst, er ekki skrítið að ákvarð­anir um vaxta­hækk­an­ir, eft­ir næstum átta ára tíma­bil þar sem ókeypis pen­ingar hafa flætt um fjár­mála­kerf­in, sé beðið með nokk­urri spennu. Helstu spár, sem fag­tíma­rit vitna til, gera ráð fyrir því að stýri­vextir í Banda­ríkj­unum muni hækka um 0,25 pró­sentu­stig innan næstu tveggja mán­aða.

 

 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Jóhannes Stefánsson er handhafi sænsku sjálfbærniverðlaunanna WIN WIN árið 2021.
Jóhannes Stefánsson í hóp með Kofi Annan og Al Gore
Uppljóstrarinn Jóhannes Stefánsson fær tæpar 15 milljónir króna í verðlaunafé fyrir að vinna sænsku sjálfbærniverðlaunin WIN WIN Gothenburg. Heimsþekkt fólk hefur hlotið þessi verðlaun á fyrri árum.
Kjarninn 21. apríl 2021
Peningum á Íslandi er áfram sem áður stýrt af körlum
Áttunda árið í röð framkvæmdi Kjarninn úttekt á því hver kynjahlutföll séu á meðal þeirra sem stýra peningum á Íslandi. Fyrirtækjunum sem úttektin náði til fjölgaði lítillega á milli ára og samsetning þeirra breyttist aðeins.
Kjarninn 21. apríl 2021
Samtal við samfélagið – English
Samtal við samfélagið – English
Tæknivarpið - Apple kynnir skífur fyrir utangátta, nýjan iMac og iPad Pro
Kjarninn 21. apríl 2021
Stefán Jón Hafstein
Óttast um Elliðaárnar
Kjarninn 21. apríl 2021
Sigríður Á. Andersen sagði af sér sem dómsmálaráðherra vegna málsins
Enn ekki upplýst um kostnað ríkislögmanns vegna ólöglegrar skipunar dómara í Landsrétt
Kostnaður ríkissjóðs vegna þess að þáverandi dómsmálaráðherra sinnti ekki rannsóknarreglu stjórnsýslulaga þegar hún lagði fyrir Alþingi lista yfir dómara sem ætti að skipa við Landsrétt var 141 milljónir króna í lok síðasta árs. Hann er enn að aukast.
Kjarninn 21. apríl 2021
Armin Laschet og Annalena Baerbock. Telja má nánast öruggt að annað þeirra verði næsti kanslari Þýskalands.
Armin eða Annalena?
Sextugur karl og fertug kona eru talin þau einu sem möguleika eiga á að taka við af Angelu Merkel og verða næsti kanslari Þýskalands. Græningjar með Önnulenu Baerbock í fararbroddi eru á flugi í skoðanakönnunum.
Kjarninn 20. apríl 2021
Heimild verði til að skikka alla frá áhættulöndum í sóttvarnahús
Ríkisstjórnin leggur til lagabreytingu sem felur í sér að heimilt verði að skikka alla frá áhættusvæðum í sóttvarnarhús við komuna til landsins og einnig að hægt verði að banna ferðalög frá löndum þar sem faraldurinn geisar hvað mest.
Kjarninn 20. apríl 2021
Jóhann Sigmarsson
Ef það er ekki vanhæfi þá heiti ég Júdas
Kjarninn 20. apríl 2021
Meira úr sama flokkiLeiðari
None