Það er galið að láta ASÍ og SA semja fyrir opinbera starfsmenn

Aðalbjörn Sigurðsson
13896306809_c632936fbd_z.jpg
Auglýsing

Síð­ustu daga hafa fréttir um kjara­mál og kjara­samn­inga verið áber­andi í fjöl­miðl­um. Fréttin er yfir­leitt sú sama – for­sendur kjara­samn­inga á almennum vinnu­mark­aði eru brostnar vegna þess að starfs­menn ríkis og sveit­ar­fé­laga fengu hækk­anir sem eru langt umfram það sem ASÍ og SA sömdu um sín á milli. Í fram­haldi hafa for­menn ýmissa stétt­ar­fé­laga, svo sem Efl­ingar og VR, auk for­seta ASÍ og fram­kvæmda­stjóra SA stigið ábúða­fullir fram og lýst því yfir að for­svars­menn stétt­ar­fé­laga opin­berra starfs­manna, meðal ann­ars innan Kenn­ara­sam­bands Íslands, hafi gert óábyrga samn­inga og með því stefnt efna­hags­legum stöð­ug­leika í upp­nám. Nið­ur­staða gerð­ar­dóms hafi síðan virkað sem olía á eld­inn.

Ég ætla að leyfa mér að full­yrða að þetta er rugl. Eða í besta falli útúr­snún­ing­ur.

Síð­ustu ára­tugi hefur skap­ast sú hefð að samn­ingar stétt­ar­fé­laga innan Alþýðu­sam­bands­ins við Sam­tök atvinnu­lífs­ins hafa orðið fyr­ir­mynd allra ann­arra kjara­samn­inga. Þar er yfir­leitt samið um „hóf­legar almennar hækk­an­ir“ sem oft eru á bil­inu 1,5 til 3,5%. Í samn­ing­unum er nán­ast kveðið á um að það verði að vera nið­ur­staða samn­inga ann­arra stétt­ar­fé­laga. Þeir sem skrifa undir þessa samn­inga vita að á almennum vinnu­mark­aði getur meiri­hluti starfs­manna sótt sér per­sónu­legar launa­hækk­anir til við­bót­ar. Það á þó síst við þá sem eru á lægstu laun­un­um, og því er yfir­leitt samið um að þeir fái meiri hækk­anir en aðr­ir. Það tryggir að meiri­hluti almennra starfs­manna er að fá hækk­anir sem eru umfram þær „hóf­legu hækk­an­ir“ sem nán­ast eru dæmdar á aðrar stétt­ir. Þetta býr til mis­ræmi sem auð­velt er að sýna fram á með til­búnu dæmi um tíu ára launa­þróun tveggja starfs­manna.

Auglýsing

Opin­ber starfs­maður var árið 2005 með 300.000 krónur í mán­að­ar­laun. Hann hefur að með­al­tali fengið 3,5% samn­ings­bundna hækkun á ári síð­ustu tíu árin.

2005 - 300.000
2006 - 310.500
2007 - 321.368
2008 - 332.615
2009 - 344.257
2010 - 356.306
2011 - 368.777
2012 - 381.684
2013 - 395.043
2014 - 408.869
2015 - 423.180


 

Félags­maður VR var með sömu laun árið 2005. Hann hefur fengið sömu samn­ings­bundnu hækk­un­ina en til við­bótar að með­al­tali 1,5% til við­bótar vegna góðrar frammi­stöðu og fram­gangs í starfi. Laun hans hafa þró­ast svona:

2005 - 300.000
2006 - 315.000
2007 - 330.750
2008 - 347.288
2009 - 364.652
2010 - 382.884
2011 - 402.029
2012 - 422.130
2013 - 443.237
2014 - 465.398
2015 - 488.668


Mun­ur­inn á launum þess­ara tveggja starfs­manna tíu árum síðar er rúm 13%. Það sýnir vand­ann, sem er að það kerfi við samn­inga­gerð sem SA og ASÍ hafa byggt upp síð­ustu ára­tugi verður til þess að nán­ast þeir einu sem fá aðeins þær lámarks kjara­bætur sem samið er um í kjara­samn­ingum eru opin­berir starfs­menn. Þetta vita for­svars­menn opin­berra stétt­ar­fé­laga og samn­inga­nefndir ríkis og sveit­ar­fé­laga sem fara í það öðru hvoru, segjum á tíu ára fresti, að stoppa upp í það gat sem kerf­is­villan hefur skap­að. Og semja þá um til dæmis hefð­bundna 3,5% hækkun en bæta við þeim 13% sem uppá vantar – sam­tal 16,5% hækk­un. Þá lítur út fyrir að þessar stéttir séu að bera gríð­ar­lega mikið úr být­um, sem er ein­fald­lega ekki satt. Þær hafa síð­ustu níu ár mátt þola að vera á lægri launum en sam­an­burð­ar­stéttir á almennum vinnu­mark­aði. Því til við­bótar ger­ist það oftar en ekki að þessir starfs­menn þurfa að hluta að greiða fyrir þessar „gríð­ar­legu“ og „stór­hættu­legu“ hækk­anir úr eigin vasa, til dæmis með breyttu vinnu­fram­lagi og auknu álagi.

Að kalla þessar leið­rétt­ingar nú for­sendu­brest og ógn við stöð­ug­leik­ann er því útúr­snún­ingur og mér finnst furðu­legt að virtir for­svars­menn félaga atvinnu­rek­enda og laun­þega komi nú fram með svo ódýran mála­til­bún­að. Verk­efni næstu ára eiga ekki að vera að benda á söku­dólga innan verka­lýðs­hreyf­ing­ar­innar heldur að búa til kerfi þar sem mis­mun­andi launa­þróun er tekin til greina þegar unnið er að því að end­ur­nýja kjara­samn­inga. Þangað til er galið að nota samn­inga Sam­taka atvinnu­lífs­ins við félög innan Alþýðu­sam­bands­ins sem for­sendu við gerð kjara­samn­inga fyrir opin­bera starfs­menn.

Höf­undur er útgáfu- og kynn­ing­ar­stjóri Kenn­ara­sam­bands Íslands.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Víðir Reynisson, Þórólfur Guðnason og Kamilla Rut Jósefsdóttir á upplýsingafundi dagsins.
Aukið bóluefnaframboð mun auka hraða bólusetninga á næstunni
Bóluefni Janssen verður dreift í næstu viku og 16 þúsund skammtar af AstraZeneca bóluefni eru á leiðinni frá Norðmönnum. Óljóst hvernig frumvarp um aðgerðir á landamærum verður endanlega afgreitt að sögn sóttvarnalæknis.
Kjarninn 21. apríl 2021
Skúli Skúlason og félagar hans eru áfram stærstu eigendur Play.
Hluthafalisti Play birtur – Hópur Skúla enn stærsti eigandinn
Í nýjum hluthafahópi flugfélagsins Play er að finna umsvifamikla einkafjárfesta, lífeyrissjóði og fagfjárfestingasjóði. Til stendur að skrá félagið á First North og gefa almenningi tækifæri á að kaupa.
Kjarninn 21. apríl 2021
Jóhannes Stefánsson er handhafi sænsku sjálfbærniverðlaunanna WIN WIN árið 2021.
Jóhannes Stefánsson í hóp með Kofi Annan og Al Gore
Uppljóstrarinn Jóhannes Stefánsson fær tæpar 15 milljónir króna í verðlaunafé fyrir að vinna sænsku sjálfbærniverðlaunin WIN WIN Gothenburg. Heimsþekkt fólk hefur hlotið þessi verðlaun á fyrri árum.
Kjarninn 21. apríl 2021
Peningum á Íslandi er áfram sem áður stýrt af körlum
Áttunda árið í röð framkvæmdi Kjarninn úttekt á því hver kynjahlutföll séu á meðal þeirra sem stýra peningum á Íslandi. Fyrirtækjunum sem úttektin náði til fjölgaði lítillega á milli ára og samsetning þeirra breyttist aðeins.
Kjarninn 21. apríl 2021
Samtal við samfélagið – English
Samtal við samfélagið – English
Tæknivarpið - Apple kynnir skífur fyrir utangátta, nýjan iMac og iPad Pro
Kjarninn 21. apríl 2021
Stefán Jón Hafstein
Óttast um Elliðaárnar
Kjarninn 21. apríl 2021
Sigríður Á. Andersen sagði af sér sem dómsmálaráðherra vegna málsins
Enn ekki upplýst um kostnað ríkislögmanns vegna ólöglegrar skipunar dómara í Landsrétt
Kostnaður ríkissjóðs vegna þess að þáverandi dómsmálaráðherra sinnti ekki rannsóknarreglu stjórnsýslulaga þegar hún lagði fyrir Alþingi lista yfir dómara sem ætti að skipa við Landsrétt var 141 milljónir króna í lok síðasta árs. Hann er enn að aukast.
Kjarninn 21. apríl 2021
Armin Laschet og Annalena Baerbock. Telja má nánast öruggt að annað þeirra verði næsti kanslari Þýskalands.
Armin eða Annalena?
Sextugur karl og fertug kona eru talin þau einu sem möguleika eiga á að taka við af Angelu Merkel og verða næsti kanslari Þýskalands. Græningjar með Önnulenu Baerbock í fararbroddi eru á flugi í skoðanakönnunum.
Kjarninn 20. apríl 2021
Meira úr sama flokkiÁlit
None