ms1.jpg
Auglýsing

Guðni Ágústs­son fer mik­inn í umræð­unni þessa dag­anna. Hann hefur komið fram opin­ber­lega og hnýtt fast í ákvörðun Sam­keppn­is­eft­ir­lits­ins um að sekta Mjólk­ur­sam­söl­una fyrir að mis­nota mark­aðs­ráð­andi stöðu sína til að keyra aðila, sem eru ekki hluti af rík­is­til­búna ein­ok­un­ar­kerf­inu sem er við lýði í mjólkur­iðn­að­in­um, svo nálægt þroti með ætl­uðum sam­keppn­islaga­brotum að þeir þurftu að selja fyr­ir­tækið sitt til Kaup­fé­lags Skag­firð­inga, eins eig­anda Mjólk­ur­sam­söl­unn­ar. Í stað þess að ræða hin ætl­uðu brot hefur Guðni frekar eytt púðri í að opin­bera það sem ýmsir áhrifa­miklir vinir hans hafa sagt honum um banka­mál eig­anda fyr­ir­tæk­is­ins sem Mjólk­ur­sam­salan er sökuð um að hafa kné­sett. Guðni er af þeim skóla sem fer alltaf í mann­inn. Hann nennir ekk­ert að elta bolt­ann.

Guðni var, líkt og alþjóð veit, land­bún­að­ar­ráð­herra um margra ára skeið. Ötulli varð­maður sér­hags­muna land­bún­að­ar­kerf­is­ins og þeirrar litlu klíku sem hagn­ast mest á til­urð þess er ekki til.  Á milli þess sem Guðni kyssti bola, fór með karllægt gam­an­mál og hvíldi sig á Klöru­bar á Kanarí með sól­brúnu Fram­sókn­ar­fólki gerði hann hluti eins og að lög­festa verð­sam­ráð afurða­stöðva í mjólkur­iðn­aði og und­an­skilja búvöru­lög frá sam­keppn­is­eft­ir­liti.

Guðni semur lög



Á síð­ustu dögum vor­þings 2004 lagði Guðni, þá land­bún­að­ar­ráð­herra, fram stjórn­ar­frum­varp sem gekk út á að gera „af­urða­stöðvum í mjólkur­iðn­aði heim­ilt að gera samn­inga sín á milli um verð­til­færslu milli til­tek­inna afurða“ þrátt fyrir ákvæði sam­keppn­islaga sem bönn­uðu slíkt sam­ráð. Í rök­stuðn­ingi frum­varps­ins sagði: „Frum­varp þetta er samið að til­hlutan land­bún­að­ar­ráð­herra [Guðna Ágústs­son­ar] í því skyni að lög­festa ákvæði sem ætlað er að eyða þeirri réttaró­vissu sem skap­ast hefur um gild­andi búvöru­lög, nr. 99/1993, tryggi ekki með nægj­an­legri vissu að sam­ráð, sam­runi og verð­til­færsla í mjólkur­iðn­aði sé und­an­skilið gild­is­sviði sam­keppn­islaga í sam­ræmi við ætlan lög­gjafans“.

Hvorki var haft sam­ráð við land­bún­að­ar­nefnd né fjár­laga­nefnd við und­ir­bún­ing frum­varps­ins. Það kom fyrst fyrir sjónir nefnd­ar­manna í þeim nefndum þegar því var dreift á Alþingi.

Auglýsing

Guðni keyrir lög í gegn



Þegar Guðni mælti fyrir frum­varp­inu sagði hann meðal ann­ars að „á meðal mark­mið­anna er að skapa rekstr­ar­um­hverfi fyrir fram­leiðslu og vinnslu mjólk­ur­af­urða sem leiði af sér aukna hag­kvæmni, bæti afkomu­mögu­leika í mjólk­ur­fram­leiðslu og jafn­framt að viðjalda þeim stöð­ug­leika sem náðst hefur milli fram­leiðslu og eft­ir­spurn­ar.“ Aðal­á­herslan virð­ist því hafa verið sú að slá skjald­borg um hag­kvæmni rekst­ar­að­ila án þess að taka mikið til­lit til allra hinna, þ.e. neyt­enda í land­inu sem eru nauð­beygðir til að kaupa þessa fram­leiðslu.

Frum­varpið var svo keyrt í gegn og varð að lögum á loka­degi vor­þing­ings, þann 28. maí 2004. Þegar kosið var um það voru 16 þing­menn fjar­stadd­ir. Frum­varpið varð að lögum með ein­ungis 28 atkvæðum af 63 mögu­leg­um.

Það festi í sessi það sam­keppn­isund­an­skilda ein­ok­un­ar­kerfi í íslenskum mjólkur­iðn­aði sem opin­berað var með mjög svo skýrum hætti í nýlegri ákvörðun Sam­keppn­is­eft­ir­lits­ins, þar sem Mjólk­ur­sam­söl­unni var gert að greiða rík­is­sjóði 370 millj­ónir króna í sekt fyrir að mis­nota mark­aðs­ráð­andi stöðu sína með því að selja Mjólku hrá­mjólk á 17 pró­sent dýr­ara verði en fyr­ir­tækjum tengdum Mjólk­ur­sam­söl­unni.

Guðni og félagar skapa altjón



Guðni var land­bún­að­ar­ráð­herra í átta ár, frá lokum maí 1999 og fram til 24. maí 2007. Hann sat því í þeim rík­is­stjórnum sem héldu um stjórn­ar­taumanna á meðan að hið íslenska banka­kerfi, sem sprakk með látum framan í alla þjóð­ina fyrir sex árum síð­an, var að þenj­ast út. Guðni varð síðar for­maður Fram­sókn­ar­flokks­ins um skeið.

Þann 17. nóv­em­ber 2008, einum og hálfum mán­uði eftir form­legt upp­haf hruns­ins, sagði hann af sér þing­mennsku og for­mennsku í Fram­sókn­ar­flokkn­um. Hann var einn þeirra stjórn­mála­manna sem áttu þátt í því að valda altjóni á íslensku sam­fé­lagi en hættu síðan þegar kom að til­tekt­inni. Slíka var að finna í öllum stjórn­mála­flokk­um.

Guðni fær sér vinnu



Í jan­úar 2010 var svo til­kynnt um að Guðni hefði verið ráð­inn fram­kvæmda­stjóri Sam­taka afurða­stöðva í mjólkur­iðn­að­i.  Það eru sömu afurða­stöðvar sem var gert „heim­ilt að gera samn­inga sín á milli um verð­til­færslu milli til­tek­inna afurða“ með lög­unum sem Guðni keyrði í gegn vorið 2004. Í árs­reikn­ingum Sam­taka afurða­stöðva í mjólkur­iðn­aði er ekki hægt að sjá hvað Guðni fær í laun hjá þeim þar sem launa­kostn­aður er ekki upp­gefin þar. En fram­kvæmda­stjórar eru nú vana­lega ágæt­lega laun­að­ir.

Eig­endur Sam­taka afurða­stöðva í Mjólkur­iðn­aði eru: Mjólk­ur­sam­salan (sem er í 90 pró­sent eigu Auð­humlu og tíu pró­sent eigu Kaup­fé­lags Skag­firð­inga), Kaup­fé­lag Skag­firð­inga og Mjólka ehf., sem er í eigu Kaup­fé­lags Skag­firð­inga. Af þess­ari upp­taln­ingu er ekki erfitt að sjá að Kaup­fé­lag Skag­firð­inga hef­ur, væg­ast sagt, nokkuð sterk ítök í mjólk­ur­vöru­bis­nessnum á Íslandi. Það hefur reyndar nokkuð sterk ítök í nokkuð mörgum stórum atvinnu­vegum sem ríkið skiptir sér að, en það er önnur og lengri saga.

Guðni og hags­mun­irnir



Hags­muna­gæslupóli­tíkin sem end­ur­spegl­ast svo vel í Guðna Ágústs­syni og hans verkum er ekki bundin við hann ein­an. Hún er ekk­ert sér­stak­lega bundin við Fram­sókn­ar­flokk­inn held­ur. Svona tengsl er að finna í öllum flokk­um, þótt fæstir flugu­mann­anna beri til­gang sinn á torg á sama hátt og Guðni. Guðni fær raunar prik fyrir að vera oft­ast ekk­ert að fela hann.

Og það má vera að það þyki ein­hverjum það eðli­legt að einn og sami mað­ur­inn geti sett lög sem eru bein­leiðis fjand­sam­leg neyt­end­um, vinna gegn sam­keppni, stuðla að ein­okun og mið­stýr­ingu á mik­il­vægum fæðu­mark­aði, eyði síðan mörgum árum í ráð­herra­stól að slá skjald­borg um and­sam­fé­lags­lega gímaldið sem hann tók þátt í að skapa og fari loks að vinna hjá því eftir að partýið í póli­tík­inni klárað­ist.

Ég er hins vegar ekki einn þeirra.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiÁlit
None