ms1.jpg
Auglýsing

Guðni Ágústs­son fer mik­inn í umræð­unni þessa dag­anna. Hann hefur komið fram opin­ber­lega og hnýtt fast í ákvörðun Sam­keppn­is­eft­ir­lits­ins um að sekta Mjólk­ur­sam­söl­una fyrir að mis­nota mark­aðs­ráð­andi stöðu sína til að keyra aðila, sem eru ekki hluti af rík­is­til­búna ein­ok­un­ar­kerf­inu sem er við lýði í mjólkur­iðn­að­in­um, svo nálægt þroti með ætl­uðum sam­keppn­islaga­brotum að þeir þurftu að selja fyr­ir­tækið sitt til Kaup­fé­lags Skag­firð­inga, eins eig­anda Mjólk­ur­sam­söl­unn­ar. Í stað þess að ræða hin ætl­uðu brot hefur Guðni frekar eytt púðri í að opin­bera það sem ýmsir áhrifa­miklir vinir hans hafa sagt honum um banka­mál eig­anda fyr­ir­tæk­is­ins sem Mjólk­ur­sam­salan er sökuð um að hafa kné­sett. Guðni er af þeim skóla sem fer alltaf í mann­inn. Hann nennir ekk­ert að elta bolt­ann.

Guðni var, líkt og alþjóð veit, land­bún­að­ar­ráð­herra um margra ára skeið. Ötulli varð­maður sér­hags­muna land­bún­að­ar­kerf­is­ins og þeirrar litlu klíku sem hagn­ast mest á til­urð þess er ekki til.  Á milli þess sem Guðni kyssti bola, fór með karllægt gam­an­mál og hvíldi sig á Klöru­bar á Kanarí með sól­brúnu Fram­sókn­ar­fólki gerði hann hluti eins og að lög­festa verð­sam­ráð afurða­stöðva í mjólkur­iðn­aði og und­an­skilja búvöru­lög frá sam­keppn­is­eft­ir­liti.

Guðni semur lögÁ síð­ustu dögum vor­þings 2004 lagði Guðni, þá land­bún­að­ar­ráð­herra, fram stjórn­ar­frum­varp sem gekk út á að gera „af­urða­stöðvum í mjólkur­iðn­aði heim­ilt að gera samn­inga sín á milli um verð­til­færslu milli til­tek­inna afurða“ þrátt fyrir ákvæði sam­keppn­islaga sem bönn­uðu slíkt sam­ráð. Í rök­stuðn­ingi frum­varps­ins sagði: „Frum­varp þetta er samið að til­hlutan land­bún­að­ar­ráð­herra [Guðna Ágústs­son­ar] í því skyni að lög­festa ákvæði sem ætlað er að eyða þeirri réttaró­vissu sem skap­ast hefur um gild­andi búvöru­lög, nr. 99/1993, tryggi ekki með nægj­an­legri vissu að sam­ráð, sam­runi og verð­til­færsla í mjólkur­iðn­aði sé und­an­skilið gild­is­sviði sam­keppn­islaga í sam­ræmi við ætlan lög­gjafans“.

Hvorki var haft sam­ráð við land­bún­að­ar­nefnd né fjár­laga­nefnd við und­ir­bún­ing frum­varps­ins. Það kom fyrst fyrir sjónir nefnd­ar­manna í þeim nefndum þegar því var dreift á Alþingi.

Auglýsing

Guðni keyrir lög í gegnÞegar Guðni mælti fyrir frum­varp­inu sagði hann meðal ann­ars að „á meðal mark­mið­anna er að skapa rekstr­ar­um­hverfi fyrir fram­leiðslu og vinnslu mjólk­ur­af­urða sem leiði af sér aukna hag­kvæmni, bæti afkomu­mögu­leika í mjólk­ur­fram­leiðslu og jafn­framt að viðjalda þeim stöð­ug­leika sem náðst hefur milli fram­leiðslu og eft­ir­spurn­ar.“ Aðal­á­herslan virð­ist því hafa verið sú að slá skjald­borg um hag­kvæmni rekst­ar­að­ila án þess að taka mikið til­lit til allra hinna, þ.e. neyt­enda í land­inu sem eru nauð­beygðir til að kaupa þessa fram­leiðslu.

Frum­varpið var svo keyrt í gegn og varð að lögum á loka­degi vor­þing­ings, þann 28. maí 2004. Þegar kosið var um það voru 16 þing­menn fjar­stadd­ir. Frum­varpið varð að lögum með ein­ungis 28 atkvæðum af 63 mögu­leg­um.

Það festi í sessi það sam­keppn­isund­an­skilda ein­ok­un­ar­kerfi í íslenskum mjólkur­iðn­aði sem opin­berað var með mjög svo skýrum hætti í nýlegri ákvörðun Sam­keppn­is­eft­ir­lits­ins, þar sem Mjólk­ur­sam­söl­unni var gert að greiða rík­is­sjóði 370 millj­ónir króna í sekt fyrir að mis­nota mark­aðs­ráð­andi stöðu sína með því að selja Mjólku hrá­mjólk á 17 pró­sent dýr­ara verði en fyr­ir­tækjum tengdum Mjólk­ur­sam­söl­unni.

Guðni og félagar skapa altjónGuðni var land­bún­að­ar­ráð­herra í átta ár, frá lokum maí 1999 og fram til 24. maí 2007. Hann sat því í þeim rík­is­stjórnum sem héldu um stjórn­ar­taumanna á meðan að hið íslenska banka­kerfi, sem sprakk með látum framan í alla þjóð­ina fyrir sex árum síð­an, var að þenj­ast út. Guðni varð síðar for­maður Fram­sókn­ar­flokks­ins um skeið.

Þann 17. nóv­em­ber 2008, einum og hálfum mán­uði eftir form­legt upp­haf hruns­ins, sagði hann af sér þing­mennsku og for­mennsku í Fram­sókn­ar­flokkn­um. Hann var einn þeirra stjórn­mála­manna sem áttu þátt í því að valda altjóni á íslensku sam­fé­lagi en hættu síðan þegar kom að til­tekt­inni. Slíka var að finna í öllum stjórn­mála­flokk­um.

Guðni fær sér vinnuÍ jan­úar 2010 var svo til­kynnt um að Guðni hefði verið ráð­inn fram­kvæmda­stjóri Sam­taka afurða­stöðva í mjólkur­iðn­að­i.  Það eru sömu afurða­stöðvar sem var gert „heim­ilt að gera samn­inga sín á milli um verð­til­færslu milli til­tek­inna afurða“ með lög­unum sem Guðni keyrði í gegn vorið 2004. Í árs­reikn­ingum Sam­taka afurða­stöðva í mjólkur­iðn­aði er ekki hægt að sjá hvað Guðni fær í laun hjá þeim þar sem launa­kostn­aður er ekki upp­gefin þar. En fram­kvæmda­stjórar eru nú vana­lega ágæt­lega laun­að­ir.

Eig­endur Sam­taka afurða­stöðva í Mjólkur­iðn­aði eru: Mjólk­ur­sam­salan (sem er í 90 pró­sent eigu Auð­humlu og tíu pró­sent eigu Kaup­fé­lags Skag­firð­inga), Kaup­fé­lag Skag­firð­inga og Mjólka ehf., sem er í eigu Kaup­fé­lags Skag­firð­inga. Af þess­ari upp­taln­ingu er ekki erfitt að sjá að Kaup­fé­lag Skag­firð­inga hef­ur, væg­ast sagt, nokkuð sterk ítök í mjólk­ur­vöru­bis­nessnum á Íslandi. Það hefur reyndar nokkuð sterk ítök í nokkuð mörgum stórum atvinnu­vegum sem ríkið skiptir sér að, en það er önnur og lengri saga.

Guðni og hags­mun­irnirHags­muna­gæslupóli­tíkin sem end­ur­spegl­ast svo vel í Guðna Ágústs­syni og hans verkum er ekki bundin við hann ein­an. Hún er ekk­ert sér­stak­lega bundin við Fram­sókn­ar­flokk­inn held­ur. Svona tengsl er að finna í öllum flokk­um, þótt fæstir flugu­mann­anna beri til­gang sinn á torg á sama hátt og Guðni. Guðni fær raunar prik fyrir að vera oft­ast ekk­ert að fela hann.

Og það má vera að það þyki ein­hverjum það eðli­legt að einn og sami mað­ur­inn geti sett lög sem eru bein­leiðis fjand­sam­leg neyt­end­um, vinna gegn sam­keppni, stuðla að ein­okun og mið­stýr­ingu á mik­il­vægum fæðu­mark­aði, eyði síðan mörgum árum í ráð­herra­stól að slá skjald­borg um and­sam­fé­lags­lega gímaldið sem hann tók þátt í að skapa og fari loks að vinna hjá því eftir að partýið í póli­tík­inni klárað­ist.

Ég er hins vegar ekki einn þeirra.

Kanntu vel við Kjarnann?

Við á Kjarnanum þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir
Nýsköpunarmiðstöð Íslands lögð niður um næstu áramót
Niðurstaða greiningarvinnu atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins er sú að hluta verkefna Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands megi framkvæma undir öðru rekstrarformi.
Kjarninn 25. febrúar 2020
Ríkisstjórnin vill auka gagnsæið hjá 30 óskráðum en þjóðhagslega mikilvægum fyrirtækjum
Í drögum að nýju frumvarpi, sem ríkisstjórnin hefur lagt fram til að auka traust á íslenskt atvinnulíf, er lagt til að skilgreining á „einingum tengdum almannahagsmunum“ verði víkkuð verulega út og nái meðal annars til stóriðju og sjávarútvegsrisa.
Kjarninn 25. febrúar 2020
Virkjanir undir 10 MW hafa verið kallaðar smávirkjanir.
Vilja einfalda lög og reglur um smávirkjanir
Þingmenn Framsóknarflokksins segja umsóknarferli varðandi minni virkjanir fjárfrekt og langt og að smávirkjanir séu umhverfisvænir orkugjafar þar sem þær stuðli „að minni útblæstri óæskilegra efna sem hafa áhrif á hitastig jarðar“.
Kjarninn 25. febrúar 2020
Aðalsteinn Leifsson
Aðalsteinn Leifsson nýr ríkissáttasemjari
Félags- og barnamálaráðherra hefur skipað Aðalstein Leifsson framkvæmdastjóra hjá EFTA sem ríkissáttasemjara frá og með 1.apríl næstkomandi.
Kjarninn 25. febrúar 2020
Stefán Eiríksson, sem nýverið var valinn af stjórn RÚV til að stýra fyrirtækinu til næstu fimm ára hið minnsta.
Verðandi útvarpsstjóri vill opna safn RÚV fyrir fjölmiðlum og almenningi
Stefán Eiríksson vill að allt efni sem er til staðar í safni RÚV, og er ekki bundið rétthafatakmörkunum, verði opið og aðgengilegt öllum almenningi og öðrum fjölmiðlum til frjálsra nota.
Kjarninn 25. febrúar 2020
Ástráður með það til skoðunar að stefna íslenska ríkinu ... aftur
Ástráður Haraldsson hefur fjórum sinnum sóst eftir því að komast að sem dómari við Landsrétt. Þrívegis hefur honum verið hafnað en ekki hefur verið tekin ákvörðun um eina umsókn hans. Ástráður telur sig hafa mátt þola ítrekuð réttarbrot.
Kjarninn 25. febrúar 2020
Mannréttindadómstóll Evrópu: Ríkið þarf að greiða Elínu bætur
Mannréttindadómstóll Evrópu hefur kveðið upp dóm í máli Elínar Sigfúsdóttur, fyrrverandi framkvæmdastjóra fyrirtækjasviðs Landsbankans, gegn íslenska ríkinu.
Kjarninn 25. febrúar 2020
Margar konur af erlendum uppruna vissi ekki af kvennafrídeginum 2018 og unnu á meðan íslenskar konur tóku þátt.
Konur af erlendum uppruna vinna meira, eru í einhæfari störfum og á lægri launum
Ný skýrsla unnin fyrir félagsmálaráðuneytið sýnir að líta þurfi til margra þátta þegar hugað er að því hvar kreppir að varðandi stöðu kvenna af erlendum uppruna á Íslandi.
Kjarninn 25. febrúar 2020
Meira úr sama flokkiÁlit
None