Hafnarfjörð úr viðjum refsistefnu íhaldsins og Framsóknarafturhalds

Árni Stefán Árnason fjallar um komandi sveitarstjórnarkosningar í Hafnarfirði í aðsendri grein.

Auglýsing

Í þess­ari grein skrifa ég um af hverju ég tel mjög mik­il­vægt að Hafn­firð­ingar taki bæj­ar­stjórn­ar­meiri­hlut­ann úr höndum Sjálf­stæð­is- og Fram­sókn­ar­flokks­ins í Hafn­ar­firði og færi að nýju í hendur jafn­að­ar­manna. Til Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, hins gamla Alþýðu­flokks, sem nú býður fram undir for­ystu eins öfl­ug­asta stjórn­mála­manns, sem Ísland hefur alið, Guð­mundar Árna Stef­áns­son­ar. Það er óum­deil­an­legt af minni hálfu að Guð­mundur er það. Svo öfl­ugur þótti hann, sem heil­brigð­is­ráð­herra að for­ystu­menn Alþýðu­flokks­ins, þá er hann var ráð­herra, hröktu hann burt í hræðslu­kast með sví­virði­legum aðferðum þegar þeim stóð ógn við eigin til­veru vegna styrk­leika Guð­mund­ar. Þetta vita all­ir, sem vita vilja og er gott að rifja upp til að átta sig á stjórn­mála­manns kali­beri Guð­mundar Árna.

Ég fjalla um dulin atriði við stjórn bæj­ar­ins, refsi­stefnu núver­andi sjálf­skip­aðs bæj­ar­stjóra íhalds­ins í inn­heimtu van­skila til bæj­ar­sjóðs, hvað aðstand­endur með sjúka for­eldra heima hjá sér mega þola vegna rík­is­stjórn­ar­flokka­stefn­unnar og smitar beint inn á heim­ili sumra Hafn­firð­inga, van­rækslu í dýra­vernd­ar- og umhverf­is­málum og loks drep ég á atriðum sem eru mér hug­leikin og varða Tón­list­ar­skól­ann og með­höndlun á mál­efnum St. Jós­efs­spít­ala, Sól­vangs o.fl.

Á morgun er kosið í Hafn­ar­firði

Ein­hver hvim­leið­asta kosn­inga­bar­átta, síð­ari tíma, hefur átt sér stað í bænum und­an­farnar vikur að und­an­skildum áherslu­at­riðum Sam­fylk­ing­ar­inn­ar. Þröng­sýni flestra fram­bjóð­enda gagn­vart verk­efnum bæj­ar­ins er bók­staf­lega þrúg­andi fyrir þann sem hlustar á þá og les skrif þeirra. Það er eins og þeir hafi ekki nokkra inn­sýn í það hvað ein­kenndi Hafn­ar­fjörð hér á árum áður t.d. í menn­ingu, listum og öðru sem ein­kenndi hafn­firskt sam­fé­lag. Kosn­inga­bar­átta, sem virð­ist, af hálfu flestra flokka, ein­ungis snú­ast um steypu steypu og aftur steypu. Ein­ungis einn leið­togi hefur með áber­andi hætti komið inn á að það er meira en bygg­ing­ar­efni og leik­skóla­pláss, sem þarfn­ast athygli. Það er Guð­mundur Árni Stef­áns­son odd­viti jafn­að­ar­manna, Sam­fylk­ing­ar­innar í Hafn­ar­firði. Þá hefur Árni Rúnar Þor­valds­son, sem vermir þriðja sæti jafn­að­ar­manna, auk þess drepið á mál­efnum mik­il­vægs hóps í grein á vis­ir.is og bent á að Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn er jafnt og ég held fram um Sjálf­stæð­is­flokk­inn, lítt mark­tækur á lands­vísu og það smit­ast klár­lega að mínu mati í bæj­arpóli­tík­ina í Hafn­ar­firði. Það er bara þannig að for­menn rík­is­stjórn­ar­flokk­anna eru með putt­ana í mál­efnum sveit­ar­stjórna þó sjálf­stæði sveit­ar­fé­laga eigi að heita varið að lög­um.

Auglýsing

Til þeirra, sem lagt hafa þann feril að baka, sem lýtur að steypu og leik­skóla­plássum, er vart talað af öðrum en jafn­að­ar­mönnum og því er valið auð­velt í sönnum krata­bæ. Hafn­ar­fjörður er krata­bær, bær alþýðu­fólks, sem á að mínu mati ekk­ert erindi lengur undir stjórn aft­ur­hald Fram­sóknar og íhalds. Ekk­ert. Því er þetta skrifað því á meðal fram­bjóð­enda eru sann­ar­lega árvökulir ein­stak­ling­ar, sem þekkja hvernig hjörtu Hafn­firð­inga slá og lesa örugg­lega greinar eins og þess­ar, hlusta á raddir Hafn­firð­inga, fyrir kosn­ingar og halda áfram að hlusta eftir kosn­ing­ar. Það hefur íhaldið og Fram­sókn aldrei getið sér gott orð fyrir á síð­ustu árum! Þessa fram­bjóð­endur er að mínu mati að finna í Sam­fylk­ing­ar­liði Guð­mundar Árna og vel niður þann fram­boðs­lista og hjá for­ystu­manni Mið­flokks­ins Sig­urð­uri Þ. Ragn­ars­syni. Aðra fram­bjóð­endur þar þekki ég ekki.

Guð­mundur Árni og Sig­urður eru með púlsinn, til­finn­ing­una og skiln­ing­inn á þörfum allra ald­urs­hópa í Hafn­ar­firði. Guð­mundur er auð­vitað með ein­staka leið­toga­hæfi­leika, sem smellpassa fyrir Hafn­ar­fjörð og Hafn­firð­inga. Jafn­vel fyrir Sam­fylk­ing­una á lands­vísu, sem ég vona að verði, fyrr en seinna. Alþýðu­flokk­inn þarf að end­ur­reisa að nýju, það yrði best gert með Guð­mundi Árna, sem fyr­ir­liða jafn­að­ar­manna á Íslandi. Betri val­kost kem ég ekki auga á. Kjós­endur þurfa hans for­ystu í Hafn­ar­firði og helst á lands­vísu.

Sig­urður hefur fyrir löngu sannað sam­skipta­yf­ir­burði, áheyrn­ar­hæfi­leika og ein­staka vel­vild sína. Hann er vin­sæll og hann er vand­aður stjórn­mála­mað­ur. Það þekki ég per­sónu­lega.

Tvö kjör­tíma­bil fyrir tæki­fær­is­sinnað íhaldið

Íhaldið í Hafn­ar­firði hefur haft tæki­færi í tvö kjör­tíma­bil án lífs­gæða­upp­skeru fyrir Hafn­firð­inga, að mínu mati, og rík­is­stjórn­ar­flokk­arnir eru svo sann­ar­lega ekki að gefa bæj­ar­búum til­efni til að íhuga þá, sem val­kosti í sveit­ar­stjórn­ar­kosn­ing­un­um. Allt snýst um að hlýða íhald­inu, sem í Hafn­ar­firði hefur að mínu mati ekk­ert fært þeim, sem ég krefst nú að talað verði til af fleirum en Sam­fylk­ing­unni fyrir kosn­ing­arnar því ólík­legt er að flokk­ur­inn nái hreinum meiri­hluta. Því þarf hann áreið­an­legan sam­starfs­flokk.

Ég tel það bein­línis hættu­legt fyrir Hafn­ar­fjörð að veita Sjálf­stæð­is­flokknum áfram­hald­andi braut­ar­gengi. Flokki, sem ger­nýtir alla mögu­leika til að halda völd­um, nú síð­ast í síð­ustu kosn­ingum í Hafn­ar­firði þegar íhaldið öngl­aði til sín einn mann úr Fram­sókn­ar­geir­anum til að halda meiri­hluta. Fram­sókn er alltaf til í að selja sig í slíkt, líkt og virð­ist með Vinstri græna. Valda­græðgi eins og hún ger­ist aug­ljósust til að fylla í skarð víg­t­anna Sjálf­stæð­is­flokks­ins. Fram­sókn­ar­mað­ur­inn beit á agn­ið, tryggði sér vænan launa­seðil og situr meira að segja á þing­far­ar­kaups-­launa­seðli frá síð­ustu þing­kosn­ing­um. Afrakst­ur­inn fyrir launa­greið­end­ur, kjós­end­ur, er lítt sjá­an­leg­ur!

Hafnarfjörður upp úr 1960 þegar flest var í ólestri og afrakstur bæjarstjórnarinna engin. Vegamál voru t.d. algerlega vanrækt. Minnir á aðgerðaleysi núverandi bæjarstjórnar þó með allt öðrum hætti sé. Mynd: Árni Gunnlaugsson

Lífs­gæði ákveð­inna ald­urs­hópa í Hafn­ar­firði þ. á m. þess, sem þetta skrif­ar, hafa ekk­ert auk­ist fyrir til­stuðlan núver­andi bæj­ar­stjórnar Hafna­fjarðar á sl. tveimur kjör­tíma­bil­um. Það er zeró að ger­ast. Alger stöðn­un. Ég geri ráð fyrir að eldri kyn­slóðir taki undir orð mín.

Tökum nokkur dæmi sem ég tæki á ef ég sæti í bæj­ar­stjórn­ar­meiri­hlut­an­um.

Inn­heimtu­að­ferðir bæj­ar­ins

Sú var tíðin að Hafn­firð­ingar áttu bæj­ar­gjald­kera. Í fjár­hags­legum hremm­ingum ræddu bæj­ar­búar við bæj­ar­stjór­ann og bæj­ar­gjald­ker­ann. Þeir tóku bæj­ar­ráðs­menn jafn­vel á tal á Strand­göt­unni eða þegar þeir hittu þá í Spari­sjóðn­um, sem þá var og hét, Ásmund­ar- eða Snorra­bak­ar­íum eða í laug­inni. Allir voru þeir þekktir fyrir lip­urð eina á árum áður. Leyst var úr mál­um.

Undir for­ystu Rósu Guð­bjarts­dótt­ur, sem mund­aði bros­andi penn­ann þegar hún skrif­aði undir samn­ing við inn­heimtu­fyr­ir­tækið Gjald­heimt­una á þessu kjör­tíma­bili, hefur orðið mikil aft­ur­för í inn­heimtu­málum bæj­ar­ins. Það hallar á gjald­endur í van­skil­um, sem sumir hverjir eiga erfitt með að festa svefn.

Refsi­stefna hefur verið tekin upp við þá sem lenda í fjár­hags­legum hremm­ing­um. Engu er skeytt um ástæð­ur. Lög­menn Gjald­heimt­unnar ganga hart að bæj­ar­búum en skeyta engu um Codex Ethicus, siða­reglur lög­manna. Þeir hika ekki við að draga hús­næð­is­eig­endur í nauð­ung­ar­sölu­ferli inn­heimt­ast ekki fast­eigna­gjöld. Þeir skeyta engu um aldur og aðrar aðstæð­ur, sem t.d. öldrun getur fylgt. Þetta tekst þeim í góðri sam­vinnu við Sýslu­mann­inn á höf­uð­borg­ar­svæð­inu, sem þó er Hafn­firð­ingur en skeytir heldur engu varð­andi mót­bárur hinna öldruðu, þó á sé bent. Færi­banda­vinnsla hans í lög­fræði­legum álita­efnum á ekk­ert skylt við vand­aða lög­fræði þar sem jafn mikil virð­ing er borin fyrir rétt­ar­stöðu gerð­ar­þola og gerð­ar­beið­anda. Þetta eru í raun vinnu­brögð sem eiga heima á borði umboðs­manns Alþing­is.

Þetta er ömur­leg þróun og ég spyr mig af hverju í ósköp­unum þessi mál eru ekki í höndum lög­manns bæj­ar­ins í sam­starfi við bæj­ar­stjóra og bæj­ar­ráð. Af hverju eru svona mál ekki í for­gangi, á for­ræði og á mála­skrá innsta kjarna bæj­ar­stjórnar bæj­ar­ins? Af hverju er þeim úthýst til inn­heimtu­fyr­ir­tækja, sem að lokum hafa aðeins eitt mark­mið, að hagn­ast á óförum ann­arra án nokk­urs til­lits til af hverju þær kunna að vera? Ég þekki mál þar sem gengið var svo hart að aldr­aðri dömu vegna van­skila að að lokum end­aði 60. þús. króna höf­uð­stóll í hund­ruðum þús­unda, sem átti að inn­heimta með nauð­ung­ar­sölu. Daman hafði verið fyrir löngu greind með elli­glöp og yfir­s­ást að greiða á réttum gjald­daga.

Þetta vill Rósa Guð­bjarts­dóttir leið­togi Sjálf­stæð­is­flokks­ins í Hafn­ar­firði, sem bros­andi og vel til höfð skrif­aði undir samn­ing við inn­heimtu­fyr­ir­tæki svo fjár­streymið í bæj­ar­sjóð, þ. á m. laun henn­ar, væri nú tryggt! Samt er bæj­ar­sjóður í bull­andi halla eins og rök­stutt hefur verið í þess­ari kosn­inga­bar­áttu.

Sanna Magda­lena Mörtu­dóttir borg­ar­full­trúi Sós­í­alista í Reykja­vík og fram­bjóð­andi fyrir flokk­inn í höf­uð­borg­inni vakti athygli á áþekku vanda­máli að hennar mati í Reykja­vík. Í Hafn­ar­firði, hvar bæj­ar­gjald­keri hafði áður sam­bandi við þegna bæj­ar­ins í þreng­ing­um, er nú engin mis­kunn sýnd. Skiptir þar engu þó bæj­ar­búar séu komnir á háan ald­ur, hafi misst heilsu o.fl. sem kann að hafa leitt til van­skila. Grimm­ustu inn­heimtu­að­ferðum sem lög heim­ila er engu að síðar beitt á þá og dæmi eru um það eins og ég hef get­ið.

Þessu þarf að breyta og það taf­ar­laust. Ég treysti engum betur en Guð­mundi til þess að nota strokleðrið á þennan inn­heimtu­samn­ing.

Hinir öldr­uðu og aðstand­endur

Nú fjasar Bjarni Bene­dikts­son, for­ingi Rósu Guð­bjarts­dóttur bæj­ar­stjóra, um að það eigi að koma til móts við þá tekju­lægstu. Óvin­sældir íhalds­ins hafa aldrei verið meiri, flokk­ur­inn er að hrynja í höf­uð­borg­inni og á lands­vísu og því þarf að hann að búa til nýja sókn­ar­leið með þeim blekk­ing­ar­tækj­um, sem tæk eru til að gabba kjós­end­ur.

Tökum dæmi um það hvernig við­horfið er á þeim bæ gagn­vart öldruðum og aðstand­endum þeirra, þá skoðun hlýtur nefni­lega íhaldið í Hafn­ar­firði að styðja. Aldr­aður ein­stak­ling­ur, sem getur verið heima hjá sér þrátt fyrir að vera sjúkur og er svo hepp­inn að búa á sama lög­heim­ili og niðjar sem ann­ast hann, á rétt á því að niðjar hans hljóti umönn­un­ar­bætur fyrir að sinna honum 24/7, svo fremi sem ætt­ing­inn hefur enga aðra vinnu. Fyrir þetta fram­lag greiðir rík­is­sjóður undir for­ystu leið­toga Rósu Guð­bjarts­dóttur og Bjarna Bene­dikts­sonar fjár­mála­ráð­herra við­kom­andi rúmar 137 þús­und krónur á mán­uði. Á sama tíma er talið að legu­pláss á spít­ala kosti vel yfir hund­rað þús­und kall á dag og eitt­hvað minna á hjúkr­un­ar­heim­ili. Þessi fram­koma við aðstand­endur er ótæk og væri brýnt fyrir kom­andi bæj­ar­stjórn að skoða hvort ekki sé svig­rúm fyrir bæj­ar­sjóð til að hlaupa þarna undir bagga.

St. Jós­efs­spít­ali

Þó ég hafi farið fögrum orðum um leið­toga Sam­fylk­ing­ar­innar og Mið­flokks­ins hér á undan er ég þó ósam­mála þeim um eitt og það er um ráð­stöfun St. Jós­efs­spít­ala í núver­andi mynd. Sú ráð­stöfun er þvert á vilja systr­anna þá er þær seldu spít­al­ann og þvert á þau mark­mið, sem ýmsir sem börð­ust fyrir að sjúkra­hús­starf­semi yrði tekin þar upp aftur – mark­mið, sem Holl­vina­sam­tökin tóku undir þegar spít­al­inn hafði verið lok­aður í langan tíma.

Gríð­ar­leg þörf er fyrir leg­u­rými. Bær­inn var sam­kvæmt upp­lýs­ingum frá bæj­ar­full­trúa Mið­flokks­ins neyddur til að lúta ákveðnum skil­málum við sölu hans. Gerði hann það ekki hefði sölu­verð hans verið miklu hærra og gert Hafn­firð­ingum miklu erf­ið­ara fyrir að ná sjúkra­hús­inu til baka. Þetta var ekk­ert annað en kúgun af hálfu íhalds­ins í rík­is­stjórn. Einka­væð­inga­mark­mið Sjálf­stæð­is­flokks­ins þvert á vilja St. Jós­efs­systra um fram­tíð­ar­notkun spít­al­ans náði fram. Lof­orð var brot­ið.

St. Jósefsspítali var undir dyggri stjórn St. Jósefssystra sem voru sívakandi. Mynd: Árni Gunnlaugsson kringum 1960

Um þetta er fullt af heim­ildum og ég undr­ast satt best að segja að núver­andi fram­bjóð­endur hafi ekki vakið máls á þessu en kjósa þess í stað að lofa nýja starf­semi á umræddum stað. Sú starf­semi er eflaust nauð­syn­leg og af hinum góða en það er mín skoðun að bær­inn hefði átt að beita sér fyrir hýs­ingu á henni ann­ars staðar af prinsipp ástæð­um, virð­ingu við syst­urnar og öskr­andi kalli á leg­u­rými í öllu þjóð­fé­lag­inu. Það stað­festi frétta­skýr­inga­þátt­ur­inn Kveikur nýlega. Sjúkum er bók­staf­lega mokað út af sjúkra­húsum fyrir ennþá veik­ari. Af því hef ég sem aðstand­andi nýlega reynslu. Ógeðs­legt ástand er eina orð­ið. Af hverju er lok lok og læs fyrir þetta, sem áður þótti sjálf­sagt varð­andi St. Jós­efs­spít­ala en er nú allt í einu ekki lengur til umræðu?

Væri ekki rétt að steypa nýjan stað fyrir núver­andi starf­semi og hýsa af mynd­ar­skap. Kran­arnir segja allir að séu út um allt. Rétt­ast væri, að mínu mati, að kalla eftir því við St. Jós­efs­regl­una að hún yfir­tæki að nýju starf­semi sjúkra­húss á Suð­ur­göt­unni og bær/­ríki styddi hana við það, væri það kost­ur. Nálægð kristi­legrar starf­semi í Hafn­ar­firði er óum­deild og þykir Kar­melklaustrið löngu orðið ómissandi hluti af hjarta Hafn­ar­fjarðar enda rekið af því­líkum mynd­ar­skap að undrun sætir og eflaust þvert á öll nútíma hag­stjórn­ar­fræði ef ég þekki mínar nunn­ur, kæru nágranna og vini rétt.

Hið glæsilega og andríka Karmelklaustur er löngu orðið eitt af staðareinkennum bæjarins. Mynd: Árni Stefán Árnason

Umhverf­is­mál

Í umhverf­is­málum er lítið aðhafst. Ein mesta nátt­úruperla bæj­ar­ins, Hval­eyr­ar­vatn og umhverfi þess, er í engu sinnt m.t.t. þess ágangs sem þar er á góðum sum­ar­degi. Á vetrum er dögum saman ófært fyrir flesta vegna þess að snjór er ekki rudd­ur. Um þetta skrif­aði ég í Kjarna­grein skömmu eftir að Guð­mundur Árni Stef­áns­son til­kynnti end­ur­komu sína og líkti því við að allir þeir túristar sem koma til lands­ins í dag þyrftu að fara í gegnum gömlu flug­stöð­ina á Kefla­vík­ur­flug­velli – öng­þveitið er slíkt. Ekk­ert hefur verið fjallað um málið af fram­bjóð­endum utan Guð­mundar Árna. Vega­málin í kringum vatnið og upp í Kald­ár­sel hafa þó ekki ennþá borið á góma. Þau eru í skralli. Fær­ey­ingar eru miklu lengra komnir í sínu nærum­hverfi. Búið er, af óskilj­an­legum ástæð­um, að loka fyrir bíla­um­ferð að Kald­ár­seli, nema fyrir útvalda. Þá mætti örugg­lega gefa í í fram­lagi til Skóg­rækt­ar­inn­ar, sem er rekin af ástríðu og hug­sjón af miklum mynd­ar­skap.

Hvaleyrarvatn á fallegum degi. Ljósmynd: Árni Stefán Árnason

Dýra­vernd

Aðeins einn flokk­ur, eftir því sem ég best veit í núver­andi slag, hefur lagt lín­urnar í dýra­vernd í sínu sveit­ar­fé­lagi, Píratar í Reykja­vík. Hafn­firskir Píratar hafa ekki minnst orði á hana. Hvort sem það er til­viljun eður ei þá eru Píratar leið­andi fram­boðs­afl í Reykja­vík nú um stund­ir. Dýra­vernd í Hafn­ar­firði er sam­tvinnuð vernd Lækj­ar­ins í Hafn­ar­firði hvar ömur­legt ástand hefur ríkt í ára­tugi að því leyti að dýra­líf er þar orðið afar fábrotið vegna varg­fugla. Sjötta manni á fram­boðs­lista Fram­sóknar í Firð­in­um, sem gjarnan skreytir sig af því að hafa tekið fugla­líf Lækj­ar­ins í sinn faðm, hefur lítið orðið ágengt í þeim efnum við núver­andi leið­toga sinn, sem þó er for­maður bæj­ar­ráðs – enda er sá lík­lega of upp­tek­inn núna við þing­störf en hangir samt áfram sem for­maður bæj­ar­ráðs.

End­urnar sem áður höfðu prýtt Læk­inn með ung­viði sínu eiga engan séns leng­ur. Afkvæmin eru étinn af Varg­inum fyrir framan við­kvæmar sálir barna að ég tali nú ekki um hryll­ing­inn fyrir unga­mömm­urnar og pabbana. Við skulum ekki van­meta þær til­finn­ingar sem eru á köflum miklu næm­ari hjá dýr­unum en okk­ur. Um þetta hefur verið talað árum saman en engin sýnir þessu mik­il­væga við­fangs­efni áhuga, að koma þar á jafn­vægi í líf­ríki. Það er engin dýra­vernd­ar­stefna í Hafn­ar­firði.

Auglýsing

Dýra­vernd­ar­um­fjöll­unin gæti verið umfangs­meiri hvað varðar Hafn­ar­fjörð en stór hluti Hafn­firð­inga hefur kosið að halda gælu­dýra þ. á m. ketti sem eru orðnir áber­andi hluti af mann­lífi bæj­ar­ins ef svo má að orði kom­ast. Úreltar sam­þykktir um katta- og hunda­hald, á mörgum stöðum með ákvæði þvert á lög um vel­ferð dýra og almenn mann­rétt­indi, eru í gildi.

Síð­asta frí­stunda­fjár­bónd­anum er búið að útrýma í þágu bíla. Á sama tíma er öllu þessu og sér­stak­lega búfjár­eldi gert hátt undir höfði innan bæj­ar­marka í Fær­eyjum og þykir sjálf­sagt a.m.k. síð­ast þegar ég vissi og hægt var að horfa á sauðfé innan girð­ingar í Þórs­höfn.

Sól­vangur

Breyt­ingar inn­an­vert í gamla Sól­vangi eru nútíma­legt hönn­un­ar­slys að mínu mati. Ekk­ert er þar upp­runa­legt að finna á þeirri hæð sem ég hef heim­sótt. Aðkoman er kulda­leg og nútíma­vædd í skiln­ingi íslensks modern­is­ma, sem ég tel veru­lega umdeil­an­legan og þar þekkir engin sitt gamla öldr­un­ar­heim­ili eins og áður var. Engin við­leitni virð­ist hafa verið að halda í þann gamla anda og þokka, sem var inn­an­vert and­lit Sól­vangs á árum áður. Jú, gamli tím­inn prýðir nýja Sól­vang en þar hafa verið hengdar upp ljós­myndir af 900 hund­ruð Hafn­firð­ingum eftir föður minn Árna Gunn­laugs­son og fyrr­ver­andi stjórn­mála­leið­toga í Hafn­ar­firði undir merkjum Félags óháðra borg­ara. Mynd­irnar eru úr hinni frægu hafn­firsku bóka­röð Fólkið í Firð­in­um. Hann ásamt leið­toga Sjálf­stæð­is­flokks­ins þá Árna Grét­ari Finns­syni á árunum 1960-80 lagði grunn­inn að end­ur­nýj­aðri vel­sæld í Hafn­ar­firði á árunum 1960-80 – grunn­inn að því sem byggt var á fram að þeirri stöðnun sem hefur verið áber­andi síð­ustu ár.

Máski mættu núver­andi fram­bjóð­endur allir líta til þeirra heim­ilda sem til eru um störf Árn­anna! Þær er að finna í bæj­ar­blöð­unum Hamar og Borg­ar­anum og í máls­gögnum Sjálf­stæð­is­flokks­ins og Félags óháðra borg­ara. Það síð­ar­nefnda er hægt að glugga í, inn­bundið á Bæj­ar- og hér­aðs­bóka­safni Hafn­ar­fjarð­ar, fyrir framan ráð­hús­ið.

Tón­list­ar­skóli Hafn­ar­fjarðar – margra mán­aða/ára bið­tími

„Tón­listin er mitt sál­ar­vítamín,“ sagði einn kunn­asti sveit­ar­stjórn­ar­maður í Hafn­ar­firði fyrr og síð­ar, nefni­lega Árni Gunn­laugs­son faðir minn sem var virkur í karla­kórnum Þröst­um, þekkt tón­skáld og vin­sæll for­söngv­ari í kirkjum bæj­ar­ins og á mörgum sam­kundum í bænum og utan hans auk þess að hafa stofnað kór­inn Geð­bót í laug­unum hvar sá kór ein­ungis söng. Bið­tími eftir námi á hljóð­færi og söng­námi í Tón­list­ar­skól­anum er fjar­stæðu­kennd­ur. Sjálfur sótti ég um nám fyrir mörgum mán­uðum á slag­verk, sem lík­lega er ekki vin­sælasta hljóð­færið, en að mínu mati eitt það merki­leg­ast og grunn­ur­inn að allri tón­list. Engin merki eru um það í dag að mér gef­ist kostur á slíku námi. Þarna þarf að taka til hend­inni hverjar svo sem ástæður kunna að vera fyrir því að svo langan tíma tekur að kom­ast í nám í skól­an­um. Menn renna bók­staf­lega sjálf­krafa inn í grunn­skól­ana og Flens­borg en þegar kemur að þessu námi þá er ein­hver flösku­háls sem nauð­syn­legt er að útrýma.

Náms­flokk­arnir

Einu sinni voru starf­ræktir í Hafn­ar­firði svo­kall­aðir Náms­flokk­ar. Þar var hægt að sækja ýmis­konar gagn­leg nám­skeið sem lutu t.d. að ýmsu sem varð­aði heim­il­is­hald (líkt og hinn stór­merki­legi Hús­mæðra­skóli kenn­ir) tungu­mál, ljós­myndun og grunn­at­riði hljóð­færa­kennslu o.m.fl. Afbragðs náms­flokkar að mínu mati. Horf­ið. Á heima­síðu Náms­flokk­anna stendur nú: „Ekk­ert nám­skeið til­búið fyrir bókun að svo stödd­u.“ Þetta nær auð­vitað ekki nokk­urri átt nú þegar sum­arið er að detta inn og marga langar t.d. á garð­yrkju­nám­skeið eða eitt­hvað ferða­laga­tengt.

Farnir frí­stunda­fjár­bændur

­Síð­ustu frí­stunda­fjár­bænd­urnir hafa verið reknir með iðju sína og henni fórnað fyrir hring­torg. Það virð­ist ekki þykja nógu fínt lengur að leyfa kindur í Hafn­ar­firði. Menn dirfast ekki að snerta hesta­mennsk­una sem betur fer. Sú var tíðin að margir fylgd­ust af miklum áhuga með einum merkasta Hafn­firð­ingi fyrr og síð­ar, oft­ast kall­aður Ingi sót­ari, ganga kvölds og morgna til fjár síns fyrir ofan kirkju­garð­inn frá heim­ili sínu neðst á Sel­vogs­göt­unni. Þetta auðg­aði mann­líf­ið. Hund­ruð Hafn­firð­inga gerðu sér far um að fylgj­ast með sauð­burði hjá hon­um. Fær­ey­ingar halda í svona hefðir enda má halda því fram með nokkuð góðum rökum að þeir séu okkur fremri í ýmis­konar menn­ingu. Sjálfur ólst ég upp við að heim­sækja afa minn og hann Markús gamla en þeir voru báðir með sauð­fjár­bú­skap innan bæj­ar­markanna og þóttu ómissandi.

Markús frístundafjárbóndi við einn af sínum hrútum um 1960. Mynd: Árni Gunnlaugsson

Það er hell­ingur af öðrum verk­efnum í Hafn­ar­firði sem til þessa hefur ekki verið drepið á af neinum fram­bjóð­anda og gerði Hafn­ar­fjörð ein­stakan hér á árum áður en ég sleppi frek­ari upp­taln­ingu og bíður hún síð­ari tíma.

Höf­undur er áhuga­maður um bætt lífs­gæði í Hafn­ar­firði og lög­fræð­ing­ur.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar