Hátíðarhöld

Tryggvi Björnsson
Screen-Shot-2015-06-18-at-15.38.14.png
Auglýsing

Þessi fal­legi dag­ur. Hann er mitt upp­á­hald.

Fán­inn blakti tign­ar­lega í ljúfri golu er ég reis úr rekkju. Ég klæddi mig í spari­fötin eftir hvera­heita sturtu og smurði flat­köku með hangi­kjöti fyrir mig og rós­ina mína, hana Emblu litlu, áður en við skund­uðum takt­fast í átt að þjóð­há­tíð­ar­höld­unum niðri í bæ.

Emblu þykir óskap­lega vænt um að vera fín og þar af leið­andi fékk hún að klæð­ast glæ­nýjum kjól sem glitr­aði undir silf­ur­filmu veð­urguð­anna. Hún er gim­steinn­inn minn. Á leið okkar að Aust­ur­velli sagði ljúfan:

Auglýsing

„Pabbi, má ég verða fjall­konan þegar ég verð stór?“

og ég leyfði henni það.

Ég hélt í hennar litlu hönd og fann hvernig hún varð smám saman spennt­ari eftir því sem klið­ur­inn frá ólg­andi mann­líf­inu varð meiri og meiri. Ég keypti handa henni kandífloss sem hún hám­aði í sig er ég bar hana á herðum mér fyrir hornið hjá Café París en þá blasti kol­svartur raun­veru­leik­inn við mér.

Í stað fána sá ég skilti, í stað hlát­urs heyrði ég óvilda­rösk­ur,

í stað gleði ríkti glund­roði og í stað hátíðar var hat­ur.

Með tárin falin í aug­unum og grát­staf­inn bældan í kverk­unum oln­bog­aði ég mér leið í gegnum mann­þröng­ina til að bera fyrir augu mér hvað fram fór við styttu Jóns heit­ins Sig­urðs­son­ar. Að baki prúð­bú­inna lög­reglu­manna stóðu mátt­ar­stólpar þjóð­ar­innar stað­fastir sem áður og hnar­reist­ir. Ég fyllt­ist af sorg vegna illsku sam­landa minna sem smán­uðu þennan dýrð­ar­dag og særðu mína elsku­legu Emblu. Hún veit vel hverjir gegna hinum mik­il­væg­ustu hlut­verkum í landi okk­ar. Hver voru þá skila­boðin sem baul­ar­arnir sendu okkar kæru börn­um? Að sam­fé­lags­þegnar hafi rétt til að hrópa og kalla hvað sem þeim sýnist, hvenær sem er? Hugir barna eru við­kvæmir og því hélt ég þétt­ings­fast um eyru gæsk­unnar minnar litlu og varði hennar fram­tíð.

Þrátt fyrir mót­bárur skríls­ins lét for­sæt­is­ráð­herrann, sam­ein­ing­ar­tákn Íslands, engan bil­bug á sér finna og glæddi hjörtu allra lífi með áminn­ingu um ágæti vorrar þjóðar og alls þess góða sem hefur gerst. Með stjörnur í aug­unum horfðum við  Embla á mann­inn stíga úr ræðu­stól. Á því augna­bliki var sem ókyrrðin hafi horfið frá því leið­tog­inn minnti okkur á hver er við stjórn­völ­inn. Að stýra stóru skipi er eng­inn hægð­ar­leikur og í ólgu­sjó er best að treysta á skip­stjór­ann. Hann var lýð­ræð­is­lega kjör­inn til að stjórna okkar landi og við skulum gefa honum vinnu­frið til stór­virkja.

Þegar síð­hærð, mjall­hvít fjall­konan tók til síns máls sá ég von­ina í augum Emblu og varð sam­stundis hugsað til kom­andi ald­ar­af­mælis kosn­inga­réttar kvenna. Ég sagði:

„Mundu, Embla mín, að þá skalt þú fagna, unga dama, því það er þinn hátíð­ar­dag­ur. Þá skalt þú ekki voga þér að ræða um það sem slæmt er. Sam­vinnu­fús getum við byggt landið með brosi og bjart­sýni. Þú skalt líka koma fram með stolti. Fjall­konan þarf ekki að bera búk sinn til að tekið sé mark á henni. Hún er virð­ing­ar­verð í skraut­bún­ingn­um. Í þessu felst lyk­ill­inn að vel­gengni. Feg­urðin er leik­rit, Embla, brostu þegar mynda­vélar eru bornar að and­liti þínu, syngdu þjóð­söng­inn þegar stjórn­and­inn lyftir prik­inu og breiddu yfir þig þjóð­fán­ann áður en þú sofn­ar. Við erum sam­heldin þjóð sem getur státað sig af áreið­an­leika og þraut­seigju. Við þekkjum okkar regl­ur, sitjum þegar sitja skal og klöppum er fögn­uður óskast. Ég veiti þér heil­ræði þessi, Embla mín, í von um að þú gleymir aldrei að okkar verð­mætasta eign er sjálf­stæð­ið.“

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiÁlit
None