Héðan er bara allt gott að frétta

Páll Friðriksson, ritstjóri Feykis, gerir upp árið 2021. Sameining sveitarfélaga var ofarlega í huga fólks en mikill uppgangur er í öllum sveitarfélögum á Norðvesturlandi og atvinnutækifæri að aukast.

Auglýsing

Hér­aðs­frétta­mið­ill­inn Feyk­ir, sem þjónar Norð­ur­landi vestra, fagn­aði fjöru­tíu ára starfs­af­mæli sínu á árinu. Þrátt fyrir erf­iða tíma í Covid-á­standi þjóð­ar­innar und­an­farin miss­eri, með nið­ur­skurði og aðhalds­semi á ýmsum svið­um, nýtur blaðið góðs af tryggum áskrif­endum sem gerir rekstur þess mögu­legan og það ber að þakka. Fyrir vikið þarf starfs­fólk þess að vera á tánum í efn­is­öflun og treysta því að les­endur taki þátt með inn­sendu efni og heil­brigðu aðhaldi. Það tekst ennþá og því lítur Feykir bjart­sýnn í fram­tíð­ina enda sam­held­inn hópur sem byggir þennan lands­hluta þó stundum virð­ist ann­að.

Þetta síð­asta er nú sagt með smá galsatón. Á Norð­ur­landi vestra eru nú sjö sveit­ar­fé­lög, tvö í Skaga­firði, fjögur í Aust­ur-Húna­vatns­sýslu og Vest­ur­-Húna­vatns­sýslan er undir einu sveit­ar­fé­lagi. Kosið var í sumar um sam­ein­ingu allra sveit­ar­fé­lag­anna fjög­urra í Aust­ur-Húna­vatns­sýslu eftir sam­ein­ing­ar­við­ræður og góða kynn­ingu um kosti og galla þess ef hér­aðið verður eitt sveit­ar­fé­lag í fram­tíð­inni. Nið­ur­staðan varð hins vegar sú að til­lagan var felld í tveimur sveit­ar­fé­lög­um, Skaga­byggð og Skaga­strönd, en sam­þykkt í Húna­vatns­hreppi og á Blöndu­ósi. Mér vit­an­lega er ekki búið að greina það á vís­inda­legan hátt hverjar ástæður hinna nei­kvæðu voru fyrir því að sam­ein­ast ekki sveit­ungum sínum í suðri en í kjöl­farið létu sveit­ar­fé­lögin Skaga­byggð og Skaga­strönd gera könnun meðal íbúa sinna um hug þeirra til þess að teknar verði upp form­legar við­ræður um sam­ein­ingu þess­ara tveggja sveit­ar­fé­laga. Nið­ur­stöður urðu afger­andi á Skaga­strönd en einu atkvæði mun­aði í Skaga­byggð. Ekki hefur enn verið ákveðið hvort kjósa skuli um sam­ein­ingu þeirra.

Fram­tíð hinna tveggja, Húna­vatns­hrepps og Blöndu­óss, ræðst lík­lega innan skamms þar sem lagt hefur verið til að atkvæða­greiðsla fari fram laug­ar­dag­inn 19. febr­úar nk. í báðum sveit­ar­fé­lög­un­um. Án þess að ætla að gerst ein­hver spá­maður sem mark er á tak­andi tel ég samt víst að af sam­ein­ingu verð­ur.

Auglýsing

Skag­firð­ingar hafa einnig boðað kosn­ingar sama dag en sam­starfs­nefnd um sam­ein­ingu Akra­hrepps og Sveit­ar­fé­lags­ins Skaga­fjarðar skil­aði af sér grein­ar­gerð í haust þar sem fram kemur það álit nefnd­ar­innar að sam­ein­ing Skag­firð­inga í eitt sveit­ar­fé­lag hafi fleiri kosti en galla.

Ég tel einnig að nið­ur­stöður þeirra kosn­inga verði á þann veg að sam­ein­ing verði að veru­leika. En það er samt ekki gott að segja. Þessi tvö sveit­ar­fé­lög hafa áður boðið íbúum sínum að sam­ein­ast en á heima­síðu sam­starfs­nefnd­ar­inn­ar, skag­fir­ding­ar.is, kemur fram að þann 8. októ­ber 2005 hafi verið kosið um sam­ein­ingu en til­lagan felld í báðum sveit­ar­fé­lög­um. Þá sam­þykktu 49,4% íbúa í Svf. Skaga­firði til­lög­una en 50,6% sem höfn­uðu henni en 16,5% sam­þykktu í Akra­hreppi en 83,5% sem höfn­uðu. Þá afþakk­aði Akra­hreppur boð um þátt­töku í sam­ein­ing­ar­við­ræðum Sveit­ar­fé­lags­ins Skaga­fjarðar og Skaga­byggðar árið 2017.

Það er athygli vert að það eru minnstu sveit­ar­fé­lögin sem eru hvað mest á móti sam­ein­ingu, sveit­ar­fé­lög án þétt­býl­is.

Aukin atvinnu­tæki­færi í þétt­býl­is­kjörnum

Þegar litið er um öxl og reynt að rýna í atvinnu­málin á Norð­ur­landi vestra sýn­ist mér þau vera í góðum mál­um. Auð­vitað má ástandið vera betra í ferða­þjón­ust­unni en flestir náðu þó að halda sjó í Covid-að­gerðum rík­is­stjórn­ar­innar og heyrst hefur að sum­arið hafi bara verið fínt þangað til bylgja núm­er, ég veit ekki hvað, tak­mark­aði frelsið á ný. Það er kannski það sem bjargar atvinnu­grein­inni á svæð­inu frá háu falli að það er ekki úr háum söðli að detta. Þá meina ég að ferða­brans­inn er ekki líkt því eins stór og hinum megin jökla og því við­ráð­an­legra að bregð­ast við fækkun ferða­manna.

Mik­inn upp­gang má greina í öllum sveit­ar­fé­lög­unum og þétt­býlin stækka og efl­ast með nýbygg­ingum og auknum atvinnu­tæki­fær­um. Það sem betur mætti fara að mínu mati er afkoma sauð­fjár­bænda en þeir eru stór hluti íbúa svæð­is­ins og ekki síður mik­il­vægir en aðrir til að láta lands­byggð­ina dafna og heil­brigð sam­fé­lög fái blómstr­að.

Og talandi um heil­brigð sam­fé­lög þá þarf að huga að fleiru en atvinnu og lög­bundnum innvið­um. Íþróttir og fjöl­breytt menn­ing­ar­líf þrífst vel á Norð­ur­landi vestra. Á Hvamms­tanga er starf­rækt eitt­hvert áhuga­verð­asta leik­hús lands­ins, Hand­bendi brúðu­leik­hús, sem fengið hefur mikið lof og við­ur­kenn­ingar fyrir verk­efni sín og sýn­ing­ar. Alþjóð­leg brúðu­lista­há­tíð var m.a. haldin í haust og vakti mikla lukku. Þá er starf­andi í sveit­ar­fé­lag­inu öfl­ugt leik­fé­lag, Leik­flokkur Húna­þings vestra, sem hefur sett upp hvert meist­ara­stykkið á fætur öðru, nú síð­ast, Pétur Pan, í des­em­ber. Leik­fé­lag Sauð­ár­króks hefur lengi starfað, fagn­aði 80 ára afmæli sínu í ár, en áður hafði leik­flokkur starfað á Sauð­ár­króki frá árinu 1888 og þess minnst á hátíð­is­dögum og því talið til elstu áhuga­manna­leik­fé­laga lands­ins. Félagið hélt sínu striki en það setur upp tvær sýn­ingar árlega og náði því einnig nú þrátt fyrir sótt­varn­ar­tak­mark­anir og ýmsar til­fær­ingar þeim tengd­um. Á Skaga­strönd hefur Lista­mið­stöðin Nes sannað gildi sitt en þar dvelst lista­fólk alls staðar að úr heim­inum og setur mark sitt á stemn­ing­una í bænum með ýmsum upp­á­komum og athygl­is­verðum gjörn­ing­um. Ekki má skauta fram­hjá Blöndu­ósi en þar er Heim­il­is­iðn­að­ar­safnið til húsa og Textíl­setur Íslands en þar hefur árið verið við­burða­ríkt. Þar er að finna eina staf­ræna TextílLa­bið á Íslandi sem leggur fyrst og fremst áherslu á textíl.

Sveit­ar­fé­lögin á Norð­ur­landi vestra aðhyll­ast heilsu­efl­andi mark­mið þar sem stefnt er að því að skapa umhverfi og aðstæður sem stuðla að heil­brigðum lifn­að­ar­hátt­um, heilsu og vellíðan allra íbúa. Fyrir utan almenna hreyf­ingu íbúa eru stund­aðar ýmsar keppn­is­í­þróttir með bæri­legum árangri. Körfu­bolt­inn á Króknum er gríðar öfl­ug­ur, þótt mörgum finn­ist árang­ur­inn mætti vera betri þar sem Íslands­meist­ara­tit­ill­inn lætur enn bíða eftir sér. Kröfur stuðn­ings­manna eru ein­fald­lega: Komið með bik­ar­inn heim! Kannski vegna þessa metn­að­ar­fulla mark­miðs eru von­brigðin árleg. Haldnir eru úti meist­ara­flokkar bæði kvenna og karla auk öfl­ugs yngraflokka­starfs. Körfu­bolta­skóli Norð­ur­lands vestra hefur boðað fagn­að­ar­er­indið og haldið nám­skeið vítt og breitt um hér­uðin og jafn­vel farið í fót­spor Sturl­unga í Dal­ina og á Strand­ir, en nú í frið­sömum til­gangi. Golf­klúbbur Skaga­fjarðar fagn­aði stóraf­mæli á síð­asta ári og er nú kom­inn á sex­tugs­ald­ur­inn og starf­semi öfl­ugri sem aldrei fyrr. Raunar er golfá­hugi mik­ill á Norð­ur­landi vestra má finna fína golf­velli, sem margir gestir sækja.

Skag­firð­ingar hafa löngum verið frægir fyrir hesta­mennsku og státa enn af öfl­ugu keppn­is­fólki í hesta­í­þrótt­um. Í Húna­vatns­sýsl­unum er ekki síður mik­ill keppn­is­hugur og margir verð­launatitlar dreifð­ust um héruð síð­asta sum­ar.

Skag­firð­ingar riðu hins vegar ekki feitum hesti í fót­bolt­an­um. Karla­lið Tinda­stóls féll með látum niður í 4. deild og kon­urnar náðu ekki að halda sér í deild hinna bestu. Það var hins vegar sam­eig­in­legt lið Húna­vatns­sýsln­anna tveggja, Kor­máks á Hvamms­tanga og Hvatar á Blöndu­ósi, sem sté upp um deild og leikur því í 3. deild næsta tíma­bil. Þá má nefna að í Skaga­firði er geysi­lega öfl­ugur frjáls­í­þrótta­hópur sem keppir undir merkjum Ung­menna­sam­bands Skaga­fjarðar og hefur náð góðum árangri í helstu keppnum lands­ins og hefur lands­lið Íslands notið góðs af.

Nú gæti ein­hverjum verið orðið bumb­ult af allri þess­ari jákvæðni sem hér er talið upp að framan og vilja fara að sjá hið nei­kvæða við Norð­ur­land vestra. Því miður finn ég ekk­ert svona í fljótu bragði nema þá helst slæma mal­ar­vegi á nokkrum stöðum sem geta á vondum degi verið alveg djöf­ul­leg­ir. Þar er ég alger­lega sam­mála íbúum sem um þá þurfa að fara að ráð­ast þarf í úrbætur strax, ekki eftir ára­tug, eins og áætl­anir Vega­gerð­ar­innar segja til um. Það er ekki einu sinni hægt að bölva veðr­inu eða slæmu sumri. Ég er nú reyndar eins og margir Íslend­ingar með veð­ur­minni sem nær vart aftur til gær­dags­ins en sum­arið er samt mjög minn­is­stætt fyrir ein­muna blíðu, sól og hlý­indi. Ef þetta er afleið­ing af hlýnun jarðar um eina og hálfa gráðu er ég sátt­ur, og þó þær fari í tvær. En hver er að telja? Ekki ég, ég bý í Norð­vest­ur­kjör­dæmi.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiÁlit