Samgöngurnar eilífðarbarátta

Tryggvi Már Sæmundsson, ritstjóri Eyjar.net, gerir upp árið 2021. Samgöngumál halda áfram að vera helsta baráttumál íbúa í Eyjum. ÍBV hefur orðið fyrir miklum tekjumissi enda var Þjóðhátíð aflýst og svör vantar um hvernig bæta eigi tekjutapið.

Auglýsing

Líð­andi ár hefur verið líkt og síð­asta ár all­sér­stakt vegna heims­far­ald­urs­ins sem sett hefur líf okkar flestra alls konar skorð­ur.

Til að mynda var stórt skarð höggið í rekstur ÍBV annað árið í röð þegar ekki tókst að halda Þjóð­há­tíð. Lang mik­il­væg­ustu og stærstu fjár­öflun félags­ins. Þar að auki er hátíðin sem slík gríð­ar­lega mik­il­væg allri verslun og þjón­ustu í Eyj­um, enda þre­fald­ast fólks­fjöld­inn þessa daga miðað við venju­bundna helgi að sum­ar­lagi.

Bjarni Bene­dikts­son, fjár­mála­ráð­herra sagði í aðdrag­anda þing­kosn­inga á árinu að hann hygð­ist setja á lagg­irnar sjóð sem ætti að koma til móts við tjón á borð við það sem ÍBV varð fyr­ir. Enn er beðið eftir nán­ari upp­lýs­ingum um sjóð­inn frá ráð­herra.

Auglýsing

Gott atvinnustig

Óhætt er að segja að atvinnu­lífið sé í góðum málum á Heima­ey. Í októ­ber síð­ast­lið­inn var til að mynda 3,1% atvinnu­leysi í Eyj­um.

Sjáv­ar­út­veg­ur­inn hefur verið blóm­legur og horfa margir fram á upp­grip í tengslum við stóra loðnu­ver­tíð sem nú er að hefjast, eftir of mörg mögur ár í loðnu­veið­um.

Einnig hefur verið líf­legt í ört stækk­andi ferða­þjón­ustu í Eyj­um, en ferða­mála­sam­tökin í sam­vinnu við bæj­ar­yf­ir­völd hafa und­an­farin miss­eri unnið að því að koma Vest­manna­eyjum betur á kortið með mark­aðs­setn­ingu sem virð­ist vera að skila sér.

Mikið byggt

Annað sem vekur athygli er kraft­ur­inn í hús­bygg­ingum í Eyj­um. Mikið er byggt – bæði af atvinnu­hús­næði og ekki síður af íbúð­ar­hús­næði. Þannig hefur það verið um nokkuð langt skeið og vekur það athygli að þrátt fyrir allt þetta bygg­ing­ar­magn fjölgar bæj­ar­búum því miður ekki í takti við fjölgun íbúða. Í ár komu 45 nýjar íbúðir inná mark­að­inn en á sama tíma má nefna að á kjör­skrá fækk­aði um 90 manns á milli alþing­is­kosn­inga.

En svo öllu sé til haga haldið hefur fjölgað um 64 í bæj­ar­fé­lag­inu á árinu. Það er vel, en mis­mun­ur­inn á kjör­skránni og fjölgun bæj­ar­búa helg­ast af því að erlendu vinnu­afli hefur fjölg­að.

Og áfram verður byggt upp. Bæj­ar­yf­ir­völd sam­þykktu á dög­unum fjár­hags­á­ætlun fyrir næsta ár þar sem millj­arður verður settur í fram­kvæmd­ir. Þá á að setja tölu­verða fjár­muni á kom­andi árum í upp­bygg­ingu íþrótta­mann­virkja, en sam­þykkt var í fyrstu atrennu að flóð­lýsa Hásteins­völl og setja á hann gervi­gras.

Ekki virð­ist þó ein­hugur innan hreyf­ing­ar­innar í Eyjum um for­gangs­röðun fram­kvæmda þar sem margir telja Hásteins­völl vel boð­legan með hefð­bundnu grasi, og hefðu frekar viljað sjá fjár­mun­ina nýtta til stækk­unar á fjöl­nota íþrótta­húsi við Hástein.

Fjögra daga utan­lands­ferð tók sam­an­lagt ell­efu daga

Um fátt er meira rætt í Vest­manna­eyjum en sam­göngur milli lands og Eyja. Í vor hóf Icelandair áætl­un­ar­flug til Eyja. Miklar vonir voru bundnar við að hægt væri að halda úti áætl­un­ar­flugi á mark­aðs­legum for­send­um. Það rætt­ist því miður ekki og hætti Icelandair flugi til Eyja í lok ágúst og gaf það í leið­inni út að ekki væri mögu­legt að sinna þess­ari flug­leið án rík­is­styrks.

Ekk­ert hefur verið flogið milli lands og Eyja síð­an, en nýverið kynnti sam­göngu­ráðu­neytið að samið hafi verið um lág­marks­flug­á­ætlun milli lands og Eyja, sem þýðir að farnar verða tvær ferðir á viku. Á mánu­dögum er ein ferð og önnur á föstu­dög­um. Eru þessar ferðir rík­is­styrkt­ar, en það sem sann­ar­lega vantar upp á í slíkri aðstoð er að not­endur kom­ist á milli sam­dæg­urs eða dag­inn eft­ir. Við­búið er að með þess­ari áætlun verði sæta­nýt­ing áfram lít­il.

Það er stað­reynd að heima­menn nýta flugið meira á vet­urna en á sumr­in, þegar Herj­ólfur gengur oftar í Þor­láks­höfn. Þ.e.a.s ef að flug­á­ætlun er með eðli­legu móti, með ferðum kvölds og morgna 4-5 daga vik­unn­ar.

Nýja ferjan hefur að mörgu leyti reynst ágæt­lega í þjón­ustu á sigl­inga­leið­inni, en óhætt er að full­yrða að aðbún­að­ur­inn er verri á lengri sigl­inga­leið, eins og í Þor­láks­höfn. Þá vilja sjó­far­endur geta lagt sig í koju. Þær eru bæði færri og flestar í hóp­klefum í nýju ferj­unni.

Sjálfur lenti skrif­ari í því, þegar hann fór erlendis í síð­asta mán­uði að fjögra daga utan­lands­ferð tók sam­an­lagt ell­efu daga. Fara þurfti fyrr þar sem allt stefndi í að Land­eyja­höfn myndi lok­ast degi fyrir áætl­aða utan­ferð. Þegar heim var komið brast á aftur með Þor­láks­hafn­ar­sigl­ingum og var þá ákveðið að bíða þar til storm­inn lægði og spari­höfnin opn­að­ist. Það gerð­ist fimm dögum eftir kom­una til lands­ins.

Á lands­vísu

Ann­ars finnst mér standa uppúr á lands­vísu þetta endemis kosn­inga­klúður í norð-vestur kjör­dæmi og þær ótrú­legu skýr­ingar sem for­maður kjör­stjórnar kom fram með til að reyna að breiða yfir klúðr­ið. Það er einnig með ólík­indum að seinni taln­ingin hafi verið látin gilda þar sem atkvæðin höfðu legið á glám­bekk í nokkrar klukku­stund­ir.

Í þessu máli má segja að dóm­ar­inn hafi flautað leik­inn af undir morg­un, og til­kynnti hann alþjóð úrslit­in. Leik­menn og aðstoð­ar­dóm­arar fóru heim til hvíldar eftir langan leik. Dóm­ar­inn mætti svo til leiks á ný fyrstur manna morg­un­inn eftir og flaut­aði leik­inn á að nýju, en nú að fjar­stöddum aðstoð­ar­dóm­urum og leik­mönn­um. Við það breytt­ust úrslit leiks­ins svo eftir var tekið á heims­vísu! Svona klúður hefði ekki einu sinni gerst hjá KSÍ.

Talandi um KSÍ. Und­ir­rit­aður hefur fylgst með óförum Knatt­spyrnu­sam­bands­ins und­an­farnar vikur eins og þorri lands­manna. Sam­band sem KSÍ á að vera fyr­ir­mynd íþrótta­fé­laga í land­inu. Ljóst er að sam­bandið hefur beðið hnekki og mun það taka tíma að vinna aftur traust lands­manna.

2022...

Á kom­andi ári ganga lands­menn til sveit­ar­stjórn­ar­kosn­inga. Hér í Eyjum eiga í dag þrjú fram­boð full­trúa í bæj­ar­stjórn. Á þessu kjör­tíma­bili var sam­þykkt að fjölga bæj­ar­full­trúum úr sjö í níu, sem tekur gildi við næstu kosn­ing­ar.

Það þýðir að nær ógjörn­ingur verður fyrir eitt fram­boð að ná hreinum meiri­hluta, eins og tíðk­að­ist oft þegar full­trú­arnir voru sjö. Stóra spurn­ingin er hvort Íris Róberts­dóttir gefi kost á sér áfram eða hvort að Páll Magn­ús­son verði nýtt bæj­ar­stjóra­efni H-list­ans!

Einnig verður fróð­legt að sjá hvort Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn bjóði loks upp á próf­kjör í Vest­manna­eyjum en slíkt hefur ekki verið haldið í fjórða ára­tug. Það er merki­leg stað­reynd hjá flokki sem segir það almenna reglu að halda skuli próf­kjör við val á lista.

Ég færi lands­mönnum hátíð­ar­kveðjur og óskir um far­sælt kom­andi ár.

Höf­undur er rit­stjóri Eyj­ar.­net

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Eilífðarefnin finnast í regnvatni alls staðar um heiminn. Uppruni þeirra er oftast á vesturlöndum en það eru fátækari íbúar heims sem þurfa að súpa seyðið af því.
Regnvatn nánast alls staðar á jarðríki óhæft til drykkjar
Okkur finnst mörgum rigningin góð en vegna athafna mannanna er ekki lengur öruggt að drekka regnvatn víðast hvar í veröldinni, samkvæmt nýrri rannsókn.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Fleiri farþegar fóru um Flugstöð Leifs Eiríkssonar í júlí síðastliðinum en í sama mánuði árið 2019.
Flugið nær fyrri styrk
Júlí var metmánuður í farþegaflutningum hjá Play og Icelandair þokast nær þeim farþegatölum sem sáust fyrir kórónuveirufaraldur. Farþegafjöldi um Keflavíkurflugvöll var meiri í júlí síðastliðnum en í sama mánuði árið 2019.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Verðfall á mörkuðum erlendis er lykilbreyta í þróun eignarsafns íslenskra lífeyrissjóða. Myndin tengist fréttinni ekki beint.
Eignir lífeyrissjóðanna lækkuðu um 361 milljarða á fyrri hluta ársins
Fallandi hlutabréfaverð, jafn innanlands sem erlendis, og styrking krónunnar eru lykilþættir í því að eignir íslensku lífeyrissjóðanna hafa lækkað umtalsvert það sem af er ári. Eignirnar hafa vaxið mikið á síðustu árum. Í fyrra jukust þær um 36 prósent.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Uppþornað stöðuvatn í norðurhluta Ungverjalands.
Enn ein hitabylgjan og skuggalegur vatnsskortur vofir yfir
Það er ekki aðeins brennandi heitt heldur einnig gríðarlega þurrt með tilheyrandi hættu á gróðureldum víða í Evrópu. En það er þó vatnsskorturinn sem veldur mestum áhyggjum.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Þrjár af hverjum fjórum krónum umfram skuldir bundnar í steypu
Lektor í fjármálum segir ekki ólíklegt að húsnæðisverð muni lækka hérlendis. Það hafi gerst eftir bankahrunið samhliða mikilli verðbólgu. Alls hefur hækkun á fasteignaverði aukið eigið fé heimila landsins um 3.450 milljarða króna frá 2010.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Fylgistap ríkisstjórnarflokkanna minna en nær allra annarra stjórna eftir bankahrun
Einungis ein ríkisstjórn sem setið hefur frá 2009 hefur mælst með meira fylgi tíu mánuðum eftir að hún tók við völdum en hún fékk í kosningunum sem færði henni þau völd. Sú ríkisstjórn beið afhroð í kosningum rúmum þremur árum síðar.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Gylfi Zoega er annar höfundur greinar sem birtist í nýjasta tölublaði Vísbendingar.
„Hægt væri að banna Airbnb í þéttbýli þegar skortur er á íbúðarhúsnæði“
Ef fleiri flytja til landsins en frá því verður til flókið samspil hagstærða sem valda breytingum á eftirspurn og/ eða framboði á húsnæði með tilheyrandi verðhækkunum eða lækkunum. Tveir hagfræðingar leggja til að kerfinu verði breytt.
Kjarninn 7. ágúst 2022
Arnar Jónsson leikari áformar að gefa út plötu með eigin upplestri á ljóðum úr ólíkum áttum, sem hann segist vilja veita framhaldslíf.
Landskunnur leikari gefur út ljóðaplötu
„Ljóðið hefur fylgt mér frá því ég var pjakkur fyrir norðan og allar götur síðan,“ segir Arnar Jónsson leikari, sem hefur undanfarin ár safnað saman sínum uppáhaldsljóðum og hyggst nú gefa út eigin upplestur á þeim, bæði á vínyl og rafrænt.
Kjarninn 7. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiÁlit