Héðan er bara allt gott að frétta

Páll Friðriksson, ritstjóri Feykis, gerir upp árið 2021. Sameining sveitarfélaga var ofarlega í huga fólks en mikill uppgangur er í öllum sveitarfélögum á Norðvesturlandi og atvinnutækifæri að aukast.

Auglýsing

Hér­aðs­frétta­mið­ill­inn Feyk­ir, sem þjónar Norð­ur­landi vestra, fagn­aði fjöru­tíu ára starfs­af­mæli sínu á árinu. Þrátt fyrir erf­iða tíma í Covid-á­standi þjóð­ar­innar und­an­farin miss­eri, með nið­ur­skurði og aðhalds­semi á ýmsum svið­um, nýtur blaðið góðs af tryggum áskrif­endum sem gerir rekstur þess mögu­legan og það ber að þakka. Fyrir vikið þarf starfs­fólk þess að vera á tánum í efn­is­öflun og treysta því að les­endur taki þátt með inn­sendu efni og heil­brigðu aðhaldi. Það tekst ennþá og því lítur Feykir bjart­sýnn í fram­tíð­ina enda sam­held­inn hópur sem byggir þennan lands­hluta þó stundum virð­ist ann­að.

Þetta síð­asta er nú sagt með smá galsatón. Á Norð­ur­landi vestra eru nú sjö sveit­ar­fé­lög, tvö í Skaga­firði, fjögur í Aust­ur-Húna­vatns­sýslu og Vest­ur­-Húna­vatns­sýslan er undir einu sveit­ar­fé­lagi. Kosið var í sumar um sam­ein­ingu allra sveit­ar­fé­lag­anna fjög­urra í Aust­ur-Húna­vatns­sýslu eftir sam­ein­ing­ar­við­ræður og góða kynn­ingu um kosti og galla þess ef hér­aðið verður eitt sveit­ar­fé­lag í fram­tíð­inni. Nið­ur­staðan varð hins vegar sú að til­lagan var felld í tveimur sveit­ar­fé­lög­um, Skaga­byggð og Skaga­strönd, en sam­þykkt í Húna­vatns­hreppi og á Blöndu­ósi. Mér vit­an­lega er ekki búið að greina það á vís­inda­legan hátt hverjar ástæður hinna nei­kvæðu voru fyrir því að sam­ein­ast ekki sveit­ungum sínum í suðri en í kjöl­farið létu sveit­ar­fé­lögin Skaga­byggð og Skaga­strönd gera könnun meðal íbúa sinna um hug þeirra til þess að teknar verði upp form­legar við­ræður um sam­ein­ingu þess­ara tveggja sveit­ar­fé­laga. Nið­ur­stöður urðu afger­andi á Skaga­strönd en einu atkvæði mun­aði í Skaga­byggð. Ekki hefur enn verið ákveðið hvort kjósa skuli um sam­ein­ingu þeirra.

Fram­tíð hinna tveggja, Húna­vatns­hrepps og Blöndu­óss, ræðst lík­lega innan skamms þar sem lagt hefur verið til að atkvæða­greiðsla fari fram laug­ar­dag­inn 19. febr­úar nk. í báðum sveit­ar­fé­lög­un­um. Án þess að ætla að gerst ein­hver spá­maður sem mark er á tak­andi tel ég samt víst að af sam­ein­ingu verð­ur.

Auglýsing

Skag­firð­ingar hafa einnig boðað kosn­ingar sama dag en sam­starfs­nefnd um sam­ein­ingu Akra­hrepps og Sveit­ar­fé­lags­ins Skaga­fjarðar skil­aði af sér grein­ar­gerð í haust þar sem fram kemur það álit nefnd­ar­innar að sam­ein­ing Skag­firð­inga í eitt sveit­ar­fé­lag hafi fleiri kosti en galla.

Ég tel einnig að nið­ur­stöður þeirra kosn­inga verði á þann veg að sam­ein­ing verði að veru­leika. En það er samt ekki gott að segja. Þessi tvö sveit­ar­fé­lög hafa áður boðið íbúum sínum að sam­ein­ast en á heima­síðu sam­starfs­nefnd­ar­inn­ar, skag­fir­ding­ar.is, kemur fram að þann 8. októ­ber 2005 hafi verið kosið um sam­ein­ingu en til­lagan felld í báðum sveit­ar­fé­lög­um. Þá sam­þykktu 49,4% íbúa í Svf. Skaga­firði til­lög­una en 50,6% sem höfn­uðu henni en 16,5% sam­þykktu í Akra­hreppi en 83,5% sem höfn­uðu. Þá afþakk­aði Akra­hreppur boð um þátt­töku í sam­ein­ing­ar­við­ræðum Sveit­ar­fé­lags­ins Skaga­fjarðar og Skaga­byggðar árið 2017.

Það er athygli vert að það eru minnstu sveit­ar­fé­lögin sem eru hvað mest á móti sam­ein­ingu, sveit­ar­fé­lög án þétt­býl­is.

Aukin atvinnu­tæki­færi í þétt­býl­is­kjörnum

Þegar litið er um öxl og reynt að rýna í atvinnu­málin á Norð­ur­landi vestra sýn­ist mér þau vera í góðum mál­um. Auð­vitað má ástandið vera betra í ferða­þjón­ust­unni en flestir náðu þó að halda sjó í Covid-að­gerðum rík­is­stjórn­ar­innar og heyrst hefur að sum­arið hafi bara verið fínt þangað til bylgja núm­er, ég veit ekki hvað, tak­mark­aði frelsið á ný. Það er kannski það sem bjargar atvinnu­grein­inni á svæð­inu frá háu falli að það er ekki úr háum söðli að detta. Þá meina ég að ferða­brans­inn er ekki líkt því eins stór og hinum megin jökla og því við­ráð­an­legra að bregð­ast við fækkun ferða­manna.

Mik­inn upp­gang má greina í öllum sveit­ar­fé­lög­unum og þétt­býlin stækka og efl­ast með nýbygg­ingum og auknum atvinnu­tæki­fær­um. Það sem betur mætti fara að mínu mati er afkoma sauð­fjár­bænda en þeir eru stór hluti íbúa svæð­is­ins og ekki síður mik­il­vægir en aðrir til að láta lands­byggð­ina dafna og heil­brigð sam­fé­lög fái blómstr­að.

Og talandi um heil­brigð sam­fé­lög þá þarf að huga að fleiru en atvinnu og lög­bundnum innvið­um. Íþróttir og fjöl­breytt menn­ing­ar­líf þrífst vel á Norð­ur­landi vestra. Á Hvamms­tanga er starf­rækt eitt­hvert áhuga­verð­asta leik­hús lands­ins, Hand­bendi brúðu­leik­hús, sem fengið hefur mikið lof og við­ur­kenn­ingar fyrir verk­efni sín og sýn­ing­ar. Alþjóð­leg brúðu­lista­há­tíð var m.a. haldin í haust og vakti mikla lukku. Þá er starf­andi í sveit­ar­fé­lag­inu öfl­ugt leik­fé­lag, Leik­flokkur Húna­þings vestra, sem hefur sett upp hvert meist­ara­stykkið á fætur öðru, nú síð­ast, Pétur Pan, í des­em­ber. Leik­fé­lag Sauð­ár­króks hefur lengi starfað, fagn­aði 80 ára afmæli sínu í ár, en áður hafði leik­flokkur starfað á Sauð­ár­króki frá árinu 1888 og þess minnst á hátíð­is­dögum og því talið til elstu áhuga­manna­leik­fé­laga lands­ins. Félagið hélt sínu striki en það setur upp tvær sýn­ingar árlega og náði því einnig nú þrátt fyrir sótt­varn­ar­tak­mark­anir og ýmsar til­fær­ingar þeim tengd­um. Á Skaga­strönd hefur Lista­mið­stöðin Nes sannað gildi sitt en þar dvelst lista­fólk alls staðar að úr heim­inum og setur mark sitt á stemn­ing­una í bænum með ýmsum upp­á­komum og athygl­is­verðum gjörn­ing­um. Ekki má skauta fram­hjá Blöndu­ósi en þar er Heim­il­is­iðn­að­ar­safnið til húsa og Textíl­setur Íslands en þar hefur árið verið við­burða­ríkt. Þar er að finna eina staf­ræna TextílLa­bið á Íslandi sem leggur fyrst og fremst áherslu á textíl.

Sveit­ar­fé­lögin á Norð­ur­landi vestra aðhyll­ast heilsu­efl­andi mark­mið þar sem stefnt er að því að skapa umhverfi og aðstæður sem stuðla að heil­brigðum lifn­að­ar­hátt­um, heilsu og vellíðan allra íbúa. Fyrir utan almenna hreyf­ingu íbúa eru stund­aðar ýmsar keppn­is­í­þróttir með bæri­legum árangri. Körfu­bolt­inn á Króknum er gríðar öfl­ug­ur, þótt mörgum finn­ist árang­ur­inn mætti vera betri þar sem Íslands­meist­ara­tit­ill­inn lætur enn bíða eftir sér. Kröfur stuðn­ings­manna eru ein­fald­lega: Komið með bik­ar­inn heim! Kannski vegna þessa metn­að­ar­fulla mark­miðs eru von­brigðin árleg. Haldnir eru úti meist­ara­flokkar bæði kvenna og karla auk öfl­ugs yngraflokka­starfs. Körfu­bolta­skóli Norð­ur­lands vestra hefur boðað fagn­að­ar­er­indið og haldið nám­skeið vítt og breitt um hér­uðin og jafn­vel farið í fót­spor Sturl­unga í Dal­ina og á Strand­ir, en nú í frið­sömum til­gangi. Golf­klúbbur Skaga­fjarðar fagn­aði stóraf­mæli á síð­asta ári og er nú kom­inn á sex­tugs­ald­ur­inn og starf­semi öfl­ugri sem aldrei fyrr. Raunar er golfá­hugi mik­ill á Norð­ur­landi vestra má finna fína golf­velli, sem margir gestir sækja.

Skag­firð­ingar hafa löngum verið frægir fyrir hesta­mennsku og státa enn af öfl­ugu keppn­is­fólki í hesta­í­þrótt­um. Í Húna­vatns­sýsl­unum er ekki síður mik­ill keppn­is­hugur og margir verð­launatitlar dreifð­ust um héruð síð­asta sum­ar.

Skag­firð­ingar riðu hins vegar ekki feitum hesti í fót­bolt­an­um. Karla­lið Tinda­stóls féll með látum niður í 4. deild og kon­urnar náðu ekki að halda sér í deild hinna bestu. Það var hins vegar sam­eig­in­legt lið Húna­vatns­sýsln­anna tveggja, Kor­máks á Hvamms­tanga og Hvatar á Blöndu­ósi, sem sté upp um deild og leikur því í 3. deild næsta tíma­bil. Þá má nefna að í Skaga­firði er geysi­lega öfl­ugur frjáls­í­þrótta­hópur sem keppir undir merkjum Ung­menna­sam­bands Skaga­fjarðar og hefur náð góðum árangri í helstu keppnum lands­ins og hefur lands­lið Íslands notið góðs af.

Nú gæti ein­hverjum verið orðið bumb­ult af allri þess­ari jákvæðni sem hér er talið upp að framan og vilja fara að sjá hið nei­kvæða við Norð­ur­land vestra. Því miður finn ég ekk­ert svona í fljótu bragði nema þá helst slæma mal­ar­vegi á nokkrum stöðum sem geta á vondum degi verið alveg djöf­ul­leg­ir. Þar er ég alger­lega sam­mála íbúum sem um þá þurfa að fara að ráð­ast þarf í úrbætur strax, ekki eftir ára­tug, eins og áætl­anir Vega­gerð­ar­innar segja til um. Það er ekki einu sinni hægt að bölva veðr­inu eða slæmu sumri. Ég er nú reyndar eins og margir Íslend­ingar með veð­ur­minni sem nær vart aftur til gær­dags­ins en sum­arið er samt mjög minn­is­stætt fyrir ein­muna blíðu, sól og hlý­indi. Ef þetta er afleið­ing af hlýnun jarðar um eina og hálfa gráðu er ég sátt­ur, og þó þær fari í tvær. En hver er að telja? Ekki ég, ég bý í Norð­vest­ur­kjör­dæmi.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Eilífðarefnin finnast í regnvatni alls staðar um heiminn. Uppruni þeirra er oftast á vesturlöndum en það eru fátækari íbúar heims sem þurfa að súpa seyðið af því.
Regnvatn nánast alls staðar á jarðríki óhæft til drykkjar
Okkur finnst mörgum rigningin góð en vegna athafna mannanna er ekki lengur öruggt að drekka regnvatn víðast hvar í veröldinni, samkvæmt nýrri rannsókn.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Fleiri farþegar fóru um Flugstöð Leifs Eiríkssonar í júlí síðastliðinum en í sama mánuði árið 2019.
Flugið nær fyrri styrk
Júlí var metmánuður í farþegaflutningum hjá Play og Icelandair þokast nær þeim farþegatölum sem sáust fyrir kórónuveirufaraldur. Farþegafjöldi um Keflavíkurflugvöll var meiri í júlí síðastliðnum en í sama mánuði árið 2019.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Verðfall á mörkuðum erlendis er lykilbreyta í þróun eignarsafns íslenskra lífeyrissjóða. Myndin tengist fréttinni ekki beint.
Eignir lífeyrissjóðanna lækkuðu um 361 milljarða á fyrri hluta ársins
Fallandi hlutabréfaverð, jafn innanlands sem erlendis, og styrking krónunnar eru lykilþættir í því að eignir íslensku lífeyrissjóðanna hafa lækkað umtalsvert það sem af er ári. Eignirnar hafa vaxið mikið á síðustu árum. Í fyrra jukust þær um 36 prósent.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Uppþornað stöðuvatn í norðurhluta Ungverjalands.
Enn ein hitabylgjan og skuggalegur vatnsskortur vofir yfir
Það er ekki aðeins brennandi heitt heldur einnig gríðarlega þurrt með tilheyrandi hættu á gróðureldum víða í Evrópu. En það er þó vatnsskorturinn sem veldur mestum áhyggjum.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Þrjár af hverjum fjórum krónum umfram skuldir bundnar í steypu
Lektor í fjármálum segir ekki ólíklegt að húsnæðisverð muni lækka hérlendis. Það hafi gerst eftir bankahrunið samhliða mikilli verðbólgu. Alls hefur hækkun á fasteignaverði aukið eigið fé heimila landsins um 3.450 milljarða króna frá 2010.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Fylgistap ríkisstjórnarflokkanna minna en nær allra annarra stjórna eftir bankahrun
Einungis ein ríkisstjórn sem setið hefur frá 2009 hefur mælst með meira fylgi tíu mánuðum eftir að hún tók við völdum en hún fékk í kosningunum sem færði henni þau völd. Sú ríkisstjórn beið afhroð í kosningum rúmum þremur árum síðar.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Gylfi Zoega er annar höfundur greinar sem birtist í nýjasta tölublaði Vísbendingar.
„Hægt væri að banna Airbnb í þéttbýli þegar skortur er á íbúðarhúsnæði“
Ef fleiri flytja til landsins en frá því verður til flókið samspil hagstærða sem valda breytingum á eftirspurn og/ eða framboði á húsnæði með tilheyrandi verðhækkunum eða lækkunum. Tveir hagfræðingar leggja til að kerfinu verði breytt.
Kjarninn 7. ágúst 2022
Arnar Jónsson leikari áformar að gefa út plötu með eigin upplestri á ljóðum úr ólíkum áttum, sem hann segist vilja veita framhaldslíf.
Landskunnur leikari gefur út ljóðaplötu
„Ljóðið hefur fylgt mér frá því ég var pjakkur fyrir norðan og allar götur síðan,“ segir Arnar Jónsson leikari, sem hefur undanfarin ár safnað saman sínum uppáhaldsljóðum og hyggst nú gefa út eigin upplestur á þeim, bæði á vínyl og rafrænt.
Kjarninn 7. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiÁlit