Hefurðu áhuga?

14079769422-2febf7a98d-z.jpg
Auglýsing

Alexander Briem. Alex­ander Briem lista­mað­ur­.

Ég held að flestir geti verið sam­mála um að sam­kennd sé mik­il­vægur eig­in­leiki mann­eskj­unn­ar. Samt sem áður er algeng ábend­ing að stjórn­mála­menn skorti sam­kennd. Ég spyr í ein­feldni minni hvort það gæti verið vegna þeirrar ein­földu stað­reyndar að stjórn­mál eru stjórn­mál, í orðs­ins fyllstu merk­ingu? Þau snú­ast um að stjórna. Flokkar snú­ast um sam­keppni og stjórn­un. Þegar þú vinnur kapp­hlaup­ið, færðu að stjórna.

Það er auð­vitað engin til­vilj­un, heldur afleið­ing kerf­is­ins sem mótar okk­ur. Þegar upp er staðið snýst skóla­kerfið nefni­lega um sam­keppni, rétt eins og stjórn­mál. Í skóla­kerf­inu erum við verð­launuð fyrir að vinna ein­kunna­kapp­hlaupið og í stjórn­málum keppum við í hóp­um. Ef við vinnum kapp­hlaup­ið, fáum við völd­in. Þrátt fyrir þetta skipu­lag, virð­ast margir ekki vilja láta stjórna sér og það er hvorki 100% fylgni á milli mennt­unar og rök­hugs­unar né mennt­unar og pen­inga, en samt er alltaf verið að hamra á mik­il­vægi mennt­unar til að kom­ast sem fremst í lífs­gæða­kapp­hlaup­inu. Af hverju lítum við til dæmis niður á fólk sem á minni pen­ing en við? Af því að okkur er kennt að það er á eftir okkur í kapp­hlaup­inu. Ég vinn, þú tap­ar.

Auglýsing

Getum við kennt sam­kennd?Kannski myndi sam­fé­lag manna breyt­ast til hins betra ef fólk fengi meiri áhuga á að gagn­rýna. Þá á ég ekki bara við gagn­rýni á skóla- og stjórn­kerfi, heldur mann­eskj­una í hinu víð­ara sam­hengi. Skoðun og gagn­rýni er nefni­lega tvennt ólíkt, þó gagn­rýni sé vissu­lega afleið­ing skoð­un­ar. Gagn­rýni bendir á það sem betur mætti fara og leitar leiða til að bæta það. Því spyr ég: Hvernig getum við hjálp­ast að við að bæta okk­ur, sem ein­stak­lingar og sam­fé­lag, þegar þessi kerfi, sem við reynum að þríf­ast í, brjóta sam­kennd okkar niður með stöð­ugum sam­an­burði? Mann­eskjan er breysk, en samt sem áður eiga kerfin mjög erfitt með að við­ur­kenna það; kerfi sem mað­ur­inn skap­aði. Þetta er sárs­auka­full þver­sögn. Full aðdá­unar fylgj­umst við með þeim sem eiga auð­velt með að setja sig í ann­arra manna spor, af því við heill­umst af þessum sammann­lega eig­in­leika sem kerf­is­bundið er reynt að svæfa.

Fyr­ir­myndir nem­enda eru úr hópi þeirra sem vinna kapp­hlaup­ið. Krakk­arnir hafa sjaldn­ast áhuga á því að enda eins og kenn­ar­inn þeirra, sem virð­ist oft lít­inn áhuga hafa á að kenna þeim.

Þó svo að við eigum ekki öll auð­velt með að setja okkur í spor stjórn­mála­manna og kenn­ara, getum við öll sett okkur í spor nem­enda. Fyr­ir­myndir nem­enda eru úr hópi þeirra sem vinna kapp­hlaup­ið. Krakk­arnir hafa sjaldn­ast áhuga á því að enda eins og kenn­ar­inn þeirra, sem virð­ist oft lít­inn áhuga hafa á að kenna þeim. Sár­þreyttur kenn­ari á lágum launum vann ekki lífs­gæða­kapp­hlaupið og það sést langar leið­ir. Metn­aður krakk­anna er síðan nýttur sem gul­rót til að kenna þeim að það er mik­il­væg­ara að vera þægur og muna fyr­ir­fram­gefnar stað­reynd­ir, til að fá háa ein­kunn í t.d. íslensku, heldur en að hugsa: "Af hverju er þýð­ing og staf­setn­ing orð­anna þessi? Hvers vegna segi ég og skrifa þetta og hvað meina ég með því? Hver er til­gang­ur­inn með því að vita eitt­hvað þegar maður skilur það ekki?"

Marg­föld­un­ar­á­hrif áhug­ansAf hverju ölum við börn okkar upp með það að leið­ar­ljósi að það er mik­il­væg­ara að vera þægur en gagn­rýna? Við eigum öll rétt á að vera óþæg. Óþægð er mann­leg. Fólk verður óþægt þegar því líður ekki vel og að mínu mati er göf­ugt að láta líðan sína í ljós. Engum líður vel þegar ekki er hlustað og því þarf stundum að beita óþægð. En hvers vegna er ekki hlust­að? Af hverju hlustar nem­and­inn ekki á kennarann? Vegna þess að hann skortir áhuga. Af hverju hlusta stjórn­völd ekki á almenn­ing? Af því að þau hafa ekki áhuga á því. Þetta virð­ist vera víta­hringur sem hverf­ist um áhuga­leysi.

Hvernig sköpum við þá meiri áhuga? Ég spyr af því að það virð­ist vera fátt um svör. Þeir sem fengið hafa fólk til að öðl­ast áhuga í gegnum tíð­ina, virð­ast ein­fald­lega sjálfir hafa verið áhuga­sam­ari en fólk er flest. Þeir skapa áhuga fólks með því að hafa sjálfir brenn­andi áhuga á spurn­ing­unum sem þeir spyrja. Þeir þrá upp­götv­an­ir, leita stöðugt að þeim og búast við þeim á hverri stundu.

Þegar not­endur hafa lært að greina kjarn­ann frá hism­inu, verður inter­netið að stærsta og mik­il­væg­asta skóla sem búinn hefur verið til.

Upp­götv­anir eru nefni­lega ávana­bind­andi. Inter­netið hjálpar ekki aðeins sann­leik­anum að kom­ast upp um síð­ir, heldur býður okkur stans­laust upp á að upp­götva og skapa út frá brenn­andi áhuga okkar og gagn­rýni. Þegar not­endur hafa lært að greina kjarn­ann frá hism­inu, verður inter­netið að stærsta og mik­il­væg­asta skóla sem búinn hefur verið til.

Skóla­kerfið van­nýtir hins vegar marg­föld­un­ar­á­hrif áhug­ans, með því að þvinga að mestu leyti tíma­bundnum svörum upp á nem­end­ur, í stað þess nýta áhug­ann sem tól til að spyrja spurn­inga sem munu leiða af sér marg­falt merk­ari upp­götv­anir en þær sem hingað til hafa sprottið upp. Heilar okkar eru í mestri mótun fyrstu ára­tugi lífs­ins og þann eig­in­leika þarf að virkja.

Hvað erum við að gera?Heim­ur­inn hefur ekki lengur gagn af mann­legum gagna­bönk­um, heldur þarfn­ast hann fleiri gagn­rýnenda, og hann þarfn­ast þeirra sem allra fyrst. Skilj­an­lega er þetta ekki algeng skoðun meðal vald­hafa, í ljósi þess að mun auð­veld­ara er að stjórna ógagn­rýnu fólki. En hvað ætli ger­ist ef við hættum að ein­blína á að allt gangi út á stjórnun ein­stak­linga eða flokka og byrjum að hlusta á aðra með opnum hug, sama hverjir þeir eru eða hvaðan þeir koma? Höfum við kannski ekki áhuga á því? Erum við jafn­vel hrædd við afleið­ing­arnar sem sam­kenndin gæti haft í för með sér? Fólki er sagt að flokka ruslið sitt sam­visku­sam­lega hér í Lund­ún­um, en það skiptir í raun litlu eða engu máli af því sorp­hirðu­mönnum er sagt að blanda því saman og setja það allt á sama stað. Ég hef séð þetta með berum aug­um. Það er sárt, en satt.

­Mestur árangur næst þegar fólk sam­ein­ast um að safna fyrir ein­hverju eða sinna björgunaraðgerðum.

Mestur árangur næst þegar fólk sam­ein­ast um að safna fyrir ein­hverju eða sinna björg­un­ar­að­gerð­um. Mér sýn­ist að í þau skipti sem mestur árangur hefur náð­st, hafi það gjarnan verið vegna sam­kennd­ar. Auður 85 manna er álíka mik­ill og eignir helm­ings mann­kyns. Kall­ast það árang­ur? Hvernig væri að við, rúm­lega 320.000 manna þjóð, reyndum að sýna gott for­dæmi?

Fyrst þurfum við þó að spyrja okk­ur: Hvaða mark­miðum viljum við raun­veru­lega ná með skóla­kerf­inu og hvaða mark­miðum viljum við raun­veru­lega ná með stjórn­mála­kerf­inu?

Hvað erum við að gera?

Takk fyrir áhug­ann.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Skýringarmynd af brú á Bárðardalsvegi eystri yfir frárennslisskurð við Kálfborgará miðað við virkjunartilhögun B.
Ekki hafi verið sýnt fram á brýna nauðsyn röskunar eldhrauns við Skjálfandafljót
Ljóst er að með tilkomu fyrirhugaðrar Einbúavirkjunar verður um að ræða inngrip í vatnafar Skjálfandafljóts sem hefur í för með sér neikvæð áhrif á fljótið á tilteknum kafla. Þetta kemur fram áliti Skipulagsstofnunar á matsskýrslu um virkjunina.
Kjarninn 12. ágúst 2020
Icelandair búið að ná samkomulagi við Boeing, og alla hina kröfuhafana
Icelandair Group er búið að ná samkomulagi við alla kröfuhafa sína. Félagið fær að falla frá kaupum á fjórum Boeing vélum sem það hafði skuldbundið sig til að kaupa.
Kjarninn 11. ágúst 2020
Biden velur Harris sem varaforsetaefni
Demókrataflokkurinn hefur valið varaforsetaefni sitt fyrir komandi forsetakosningar. Hún er svört kona sem er líka af asísku bergi brotin og heitir Kamala Harris.
Kjarninn 11. ágúst 2020
Þórður Snær Júlíusson
Stríðsrekstur fyrirtækis gegn nafngreindu fólki og gagnrýnum fjölmiðlum
Kjarninn 11. ágúst 2020
Höfuðstöðvar Ríkisútvarpsins í Efstaleiti.
Félag fréttamanna gagnrýnir myndband Samherja harðlega
Stjórn Félags fréttamanna, stéttarfélag fréttafólks á Ríkisútvarpinu, segir ómaklega veist að Helga Seljan fréttamanni í myndbandi sem Samherji birti í dag. Áhyggjuefni sé að reynt sé að gera fréttamann tortryggilegan í stað þess að svara spurningum.
Kjarninn 11. ágúst 2020
Víðir Reynisson á upplýsingafundi almannavarna í dag.
Víðir: Getum ekki sest í hægindastólinn og slakað á
Þrátt fyrir að útlit sé fyrir að árangur sé að nást af hertum sóttvarnaaðgerðum innanlands og tilslakanir séu framundan er ekki kominn til að hætta að huga að smitvörnum. Sá tími kemur ekki á meðan að veiran er til staðar, segir Víðir Reynisson.
Kjarninn 11. ágúst 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir á fundinum í dag.
Þórólfur segir útlit fyrir að við séum að ná tökum á stöðunni
Sóttvarnalæknir segir að lítill fjöldi nýsmita allra síðustu daga bendi til þess að faraldurinn hér innanlands sé að verða viðráðanlegur. Hann lagði til tilslakanir innanlands og reifaði valkosti um aðgerðir á landamærum í minnisblaði til ráðherra.
Kjarninn 11. ágúst 2020
Helgi Seljan var borin þungum sökum í myndbandi Samherja
RÚV og Helgi Seljan hafna ásökunum Samherja
„Ný viðmið í árásum stórfyrirtækis á fjölmiðla og einstaka fréttamenn,“ segir í yfirlýsingu frá Helga Seljan og Þóru Arnórsdóttur sem þau sendu frá sér vegna myndbands Samherja. Myndbandið var birt á YouTube rás Samherja fyrr í dag.
Kjarninn 11. ágúst 2020
Meira úr sama flokkiÁlit
None