Hefurðu áhuga?

14079769422-2febf7a98d-z.jpg
Auglýsing

Alexander Briem. Alex­ander Briem lista­mað­ur­.

Ég held að flestir geti verið sam­mála um að sam­kennd sé mik­il­vægur eig­in­leiki mann­eskj­unn­ar. Samt sem áður er algeng ábend­ing að stjórn­mála­menn skorti sam­kennd. Ég spyr í ein­feldni minni hvort það gæti verið vegna þeirrar ein­földu stað­reyndar að stjórn­mál eru stjórn­mál, í orðs­ins fyllstu merk­ingu? Þau snú­ast um að stjórna. Flokkar snú­ast um sam­keppni og stjórn­un. Þegar þú vinnur kapp­hlaup­ið, færðu að stjórna.

Það er auð­vitað engin til­vilj­un, heldur afleið­ing kerf­is­ins sem mótar okk­ur. Þegar upp er staðið snýst skóla­kerfið nefni­lega um sam­keppni, rétt eins og stjórn­mál. Í skóla­kerf­inu erum við verð­launuð fyrir að vinna ein­kunna­kapp­hlaupið og í stjórn­málum keppum við í hóp­um. Ef við vinnum kapp­hlaup­ið, fáum við völd­in. Þrátt fyrir þetta skipu­lag, virð­ast margir ekki vilja láta stjórna sér og það er hvorki 100% fylgni á milli mennt­unar og rök­hugs­unar né mennt­unar og pen­inga, en samt er alltaf verið að hamra á mik­il­vægi mennt­unar til að kom­ast sem fremst í lífs­gæða­kapp­hlaup­inu. Af hverju lítum við til dæmis niður á fólk sem á minni pen­ing en við? Af því að okkur er kennt að það er á eftir okkur í kapp­hlaup­inu. Ég vinn, þú tap­ar.

Auglýsing

Getum við kennt sam­kennd?



Kannski myndi sam­fé­lag manna breyt­ast til hins betra ef fólk fengi meiri áhuga á að gagn­rýna. Þá á ég ekki bara við gagn­rýni á skóla- og stjórn­kerfi, heldur mann­eskj­una í hinu víð­ara sam­hengi. Skoðun og gagn­rýni er nefni­lega tvennt ólíkt, þó gagn­rýni sé vissu­lega afleið­ing skoð­un­ar. Gagn­rýni bendir á það sem betur mætti fara og leitar leiða til að bæta það. Því spyr ég: Hvernig getum við hjálp­ast að við að bæta okk­ur, sem ein­stak­lingar og sam­fé­lag, þegar þessi kerfi, sem við reynum að þríf­ast í, brjóta sam­kennd okkar niður með stöð­ugum sam­an­burði? Mann­eskjan er breysk, en samt sem áður eiga kerfin mjög erfitt með að við­ur­kenna það; kerfi sem mað­ur­inn skap­aði. Þetta er sárs­auka­full þver­sögn. Full aðdá­unar fylgj­umst við með þeim sem eiga auð­velt með að setja sig í ann­arra manna spor, af því við heill­umst af þessum sammann­lega eig­in­leika sem kerf­is­bundið er reynt að svæfa.

Fyr­ir­myndir nem­enda eru úr hópi þeirra sem vinna kapp­hlaup­ið. Krakk­arnir hafa sjaldn­ast áhuga á því að enda eins og kenn­ar­inn þeirra, sem virð­ist oft lít­inn áhuga hafa á að kenna þeim.

Þó svo að við eigum ekki öll auð­velt með að setja okkur í spor stjórn­mála­manna og kenn­ara, getum við öll sett okkur í spor nem­enda. Fyr­ir­myndir nem­enda eru úr hópi þeirra sem vinna kapp­hlaup­ið. Krakk­arnir hafa sjaldn­ast áhuga á því að enda eins og kenn­ar­inn þeirra, sem virð­ist oft lít­inn áhuga hafa á að kenna þeim. Sár­þreyttur kenn­ari á lágum launum vann ekki lífs­gæða­kapp­hlaupið og það sést langar leið­ir. Metn­aður krakk­anna er síðan nýttur sem gul­rót til að kenna þeim að það er mik­il­væg­ara að vera þægur og muna fyr­ir­fram­gefnar stað­reynd­ir, til að fá háa ein­kunn í t.d. íslensku, heldur en að hugsa: "Af hverju er þýð­ing og staf­setn­ing orð­anna þessi? Hvers vegna segi ég og skrifa þetta og hvað meina ég með því? Hver er til­gang­ur­inn með því að vita eitt­hvað þegar maður skilur það ekki?"

Marg­föld­un­ar­á­hrif áhug­ans



Af hverju ölum við börn okkar upp með það að leið­ar­ljósi að það er mik­il­væg­ara að vera þægur en gagn­rýna? Við eigum öll rétt á að vera óþæg. Óþægð er mann­leg. Fólk verður óþægt þegar því líður ekki vel og að mínu mati er göf­ugt að láta líðan sína í ljós. Engum líður vel þegar ekki er hlustað og því þarf stundum að beita óþægð. En hvers vegna er ekki hlust­að? Af hverju hlustar nem­and­inn ekki á kennarann? Vegna þess að hann skortir áhuga. Af hverju hlusta stjórn­völd ekki á almenn­ing? Af því að þau hafa ekki áhuga á því. Þetta virð­ist vera víta­hringur sem hverf­ist um áhuga­leysi.

Hvernig sköpum við þá meiri áhuga? Ég spyr af því að það virð­ist vera fátt um svör. Þeir sem fengið hafa fólk til að öðl­ast áhuga í gegnum tíð­ina, virð­ast ein­fald­lega sjálfir hafa verið áhuga­sam­ari en fólk er flest. Þeir skapa áhuga fólks með því að hafa sjálfir brenn­andi áhuga á spurn­ing­unum sem þeir spyrja. Þeir þrá upp­götv­an­ir, leita stöðugt að þeim og búast við þeim á hverri stundu.

Þegar not­endur hafa lært að greina kjarn­ann frá hism­inu, verður inter­netið að stærsta og mik­il­væg­asta skóla sem búinn hefur verið til.

Upp­götv­anir eru nefni­lega ávana­bind­andi. Inter­netið hjálpar ekki aðeins sann­leik­anum að kom­ast upp um síð­ir, heldur býður okkur stans­laust upp á að upp­götva og skapa út frá brenn­andi áhuga okkar og gagn­rýni. Þegar not­endur hafa lært að greina kjarn­ann frá hism­inu, verður inter­netið að stærsta og mik­il­væg­asta skóla sem búinn hefur verið til.

Skóla­kerfið van­nýtir hins vegar marg­föld­un­ar­á­hrif áhug­ans, með því að þvinga að mestu leyti tíma­bundnum svörum upp á nem­end­ur, í stað þess nýta áhug­ann sem tól til að spyrja spurn­inga sem munu leiða af sér marg­falt merk­ari upp­götv­anir en þær sem hingað til hafa sprottið upp. Heilar okkar eru í mestri mótun fyrstu ára­tugi lífs­ins og þann eig­in­leika þarf að virkja.

Hvað erum við að gera?



Heim­ur­inn hefur ekki lengur gagn af mann­legum gagna­bönk­um, heldur þarfn­ast hann fleiri gagn­rýnenda, og hann þarfn­ast þeirra sem allra fyrst. Skilj­an­lega er þetta ekki algeng skoðun meðal vald­hafa, í ljósi þess að mun auð­veld­ara er að stjórna ógagn­rýnu fólki. En hvað ætli ger­ist ef við hættum að ein­blína á að allt gangi út á stjórnun ein­stak­linga eða flokka og byrjum að hlusta á aðra með opnum hug, sama hverjir þeir eru eða hvaðan þeir koma? Höfum við kannski ekki áhuga á því? Erum við jafn­vel hrædd við afleið­ing­arnar sem sam­kenndin gæti haft í för með sér? Fólki er sagt að flokka ruslið sitt sam­visku­sam­lega hér í Lund­ún­um, en það skiptir í raun litlu eða engu máli af því sorp­hirðu­mönnum er sagt að blanda því saman og setja það allt á sama stað. Ég hef séð þetta með berum aug­um. Það er sárt, en satt.

­Mestur árangur næst þegar fólk sam­ein­ast um að safna fyrir ein­hverju eða sinna björgunaraðgerðum.

Mestur árangur næst þegar fólk sam­ein­ast um að safna fyrir ein­hverju eða sinna björg­un­ar­að­gerð­um. Mér sýn­ist að í þau skipti sem mestur árangur hefur náð­st, hafi það gjarnan verið vegna sam­kennd­ar. Auður 85 manna er álíka mik­ill og eignir helm­ings mann­kyns. Kall­ast það árang­ur? Hvernig væri að við, rúm­lega 320.000 manna þjóð, reyndum að sýna gott for­dæmi?

Fyrst þurfum við þó að spyrja okk­ur: Hvaða mark­miðum viljum við raun­veru­lega ná með skóla­kerf­inu og hvaða mark­miðum viljum við raun­veru­lega ná með stjórn­mála­kerf­inu?

Hvað erum við að gera?

Takk fyrir áhug­ann.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiÁlit
None