„Heldurðu að ég skíti peningum?“

Ingvar Smári Birgisson
radhus.jpg
Auglýsing

„Held­urðu að ég skíti pen­ing­um?“ sagði mamma eitt sinn við mig í Hag­kaup þegar ég bað hana í fimmta skiptið á jafn­mörgum mín­útum um pókemon­pakka. Glans­andi pökk­unum var stillt upp í augn­hæð við afgreiðslu­kass­ana og ég, ver­andi frekt óbermi, ætl­aði að sníkja eitt­hvað út úr búð­ar­ferð­inni. Helst pókemon­spil en hari­bohlaup hefði dug­að. Mér fannst samn­inga­tæknin þró­uð, en hún dugði þó skammt því mamma var harð­ari í horn að taka en þrí­eykið (troika) við samn­inga­borð­ið.

Nú eru pókemon­spilin ein­hvers staðar gleymd og grafin en fras­inn sem þessi pist­ill er nefndur eftir hefur skotið föstum rótum í huga mínum af ein­hverri ástæðu. Þegar umræðan um að reisa létt­lest­ar­kerfi á höf­uð­borg­ar­svæð­inu hófst þá hrein­lega æpti þessi frasi, sem end­ur­speglar ráð­deild heim­il­is­bók­halds­ins, á mig: „Halda þeir að skatt­greið­endur skíti pen­ing­um?“ velti ég fyrir mér.

Ef allar opin­berar áætl­anir stand­ast (sem þær gera aldrei) mun létt­lest­ar­kerfið kosta 90 millj­arða. Að fram­kvæmdum loknum mun svo þurfa að nið­ur­greiða rekstur létt­lest­ar­kerf­is­ins um ókomna fram­tíð. Stór hluti af þessum kostn­aði mun falla á sveit­ar­fé­lagið sem ég bý í, Reykja­vík­ur­borg, borg sem skuldar 64,5 millj­arða og bætti við sig tæpum þremur millj­örðum af skuldum á síð­asta ári þrátt fyrir að skattar á íbúa væru í hámarki. Og ég meina þetta ekki í retor­ískum skiln­ingi. Útsvar í Reykja­vík er í lög­bundnu hámarki og verður ekki hækkað nema með laga­breyt­ingu á Alþingi.

Auglýsing

Ég skil vel af hverju það er áhugi á létt­lest­um. Létt­lestir eru smart, módernískar, umhverf­is­vænar og hljóð­lát­ar. Svo eru þær létt­ar, eða alla­vega segir nafnið það. Ég er samt eng­inn lest­ar­sér­fræð­ing­ur. Ég veit ekki hver er mun­ur­inn á spor­vagni, létt­lest og snar­lest, en ég veit að það er deg­inum ljós­ara að þó lest­irnar séu léttar verður bagg­inn þungur fyrir skatt­greið­end­ur.

Hálf milljón á mann



Ef við gefum okkur að kostn­að­ur­inn fari ekki fram úr áætl­unum mun hver íbúi höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins þurfa að greiða 450.000 þús­und krónur í gegnum skatta til að fjár­magna fram­kvæmd­ina. Fjög­urra manna kjarna­fjöl­skylda mun því þurfa greiða 1,8 millj­ónir króna. Ofan á þetta má síðan eflaust bæta nokkrum hund­rað þús­und köll­um, því reynsla Íslend­inga af opin­berum fram­kvæmdum er sú að kostn­að­ur­inn fer nær alltaf fram úr áætl­unum upp á tugi pró­senta.

Enn­fremur má velta fyrir sér hvort létt­lest­ar­kerfi sé góð fjár­fest­ing miðað við aðra sam­göngu­kosti. Fyrir pen­ing­inn væri hægt að kaupa 4.500 stræt­is­vagna ef þeir kosta 20 millj­ónir króna stykk­ið. Strætó­kerfið gæti því loks­ins orðið sam­bæri­legt í gæðum og í Skand­in­av­íu, þar sem stræt­is­vagnar koma með stuttu milli­bili og eru áreið­an­legri. Þá má einnig hafa í huga að eftir að létt­lest­ar­kerfið er byggt verður nær ómögu­legt að end­ur­bæta það ef leiða­kerfið þjónar illa þörfum neyt­enda. Annar val­kostur væri að nota pen­ing­inn til að greiða niður skuldir borg­ar­sjóðs og gera þannig fram­tíð­ar­kyn­slóðum greiða.

Svo kemur óvin­sæl­asti kost­ur­inn hér að lok­um. Það væri auð­vitað best að leyfa skatt­greið­endum að eyða þessum pen­ingum sjálfir í það sem þeir girnast, enda sköp­uðu þeir verð­mætin en  ekki rík­is­báknið sem þeir bera á öxlum sín­um. Ef til vill mun síðan mark­að­ur­inn leysa sam­göngu­vanda­mál höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins með sjálfsak­andi bílum sem eru knúnir áfram með raf­magni.

Þá væri frekar súrt að hafa eytt yfir 100 millj­örðum í létt­lest­ar­kerfi.

Höf­undur er for­maður Heimdall­ar.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiÁlit
None