Hinn fársjúki farsi Hönnu Birnu

15084009557-d9dcb8c409-z.jpg
Auglýsing

Kristján Hrannar Pálsson. Krist­ján Hrannar Páls­son.

Ég var nýorð­inn 27 ára þegar ég loks­ins fór að taka ábyrgð á sjálfum mér. Ég var fár­veikur af alkó­hól­isma og með­virkni og var nokkurn veg­inn sama um allt nema sjálfan mig og hvernig ég gæti deyft sárs­auk­ann og van­líð­an­ina sem heltók mig á hverjum degi. Ég laug þegar nauð­syn bar til, skellti skuld­inni á aðra, vor­kenndi sjálfum mér óskap­lega fyrir að vera næstum því kom­inn á göt­una og lék fórn­ar­lamb af stakri snilld. Þegar ég hafði stungið af og drukkið mig blind­fullan kom ég með skottið milli lapp­anna heim aft­ur. Annað hvort kenndi ég öllu öðru um en sjálfum mér, eða þótt­ist hafa breyst og lof­aði öllu fögru. Alltaf fékk ég annan séns. Síðan end­ur­tók ég rús­sí­ban­ann nokkrum dögum eða vikum seinna með óheyri­legri þján­ingu fyrir mig og mína nán­ustu.

En leik­ritið sem okkur almenn­ingi hefur verið boðið upp á síð­asta árið er hel­sjúkt og þar þekki ég per­sónur og leik­endur ansi vel.

Auglýsing

Hvað kemur þetta póli­tík við? Nýj­ustu emb­ætt­is­af­glöp Hönnu Birnu Krist­jáns­dóttur og Gísla Freys  Val­dórs­sonar voru áreið­an­lega ekki framin undir áhrif­um, og ekki eru þau veikir alkó­hólist­ar. En leik­ritið sem okkur almenn­ingi hefur verið boðið upp á síð­asta árið er hel­sjúkt og þar þekki ég per­sónur og leik­endur ansi vel. Sjálfur hafði ég sett mína upp­færslu á svið við lít­inn fögnuð gagn­rýnenda. Og eins og alltaf þá falla tjöldin ekki fyrr en ein­hver afhjúpar far­s­ann.

Ábyrgð ráð­herra á Íslandi er mik­il. Þeir eru með putt­ana í öllum þremur greinum rík­is­valds­ins, nokkuð sem þætti óhugs­andi t.d. í Banda­ríkj­un­um. Sjálf­sagt hafa allir ráð­herrar á Íslandi gert mis­tök, mis­al­var­leg, en ekki nærri því öll kom­ist upp. Hanna Birna er vand­virk kona, en þegar upp kemst um alvar­leg mis­tök sem hún þver­neitar fyrir þrátt fyrir hið aug­ljósa, skín ótt­inn í gegn. Ótt­inn við að gera mis­tök. Ég þekki þennan ótta vel, allt frá smá­vægi­legum hlutum eins og hvort kjötið í ofn­inum sé á of háum hita, yfir í sjúk­legan kvíða sem gegn­sýrir stærstu þætti lífs­ins.

Lang­ræknin nær í báðar áttir - Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn man alltaf eftir að verð­launa þá sem hafa þjónað honum dyggi­lega, en fyr­ir­gefur aldrei þeim sem hafa svikið hann.

Þessi ótti birt­ist oft í afneitun á eigin mis­tök­um. Selji maður sér þá hug­mynd að þetta hafi verið öðrum að kenna þá gerir maður aldrei mis­tök! Hanna Birna er í stjórn­mála­flokki sem á erfitt með að fyr­ir­gefa. Lang­ræknin nær í báðar áttir - Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn man alltaf eftir að verð­launa þá sem hafa þjónað honum dyggi­lega, en fyr­ir­gefur aldrei þeim sem hafa svikið hann.

Ég átti mjög erfitt með að fyr­ir­gefa öðrum - og ekki síst sjálfum mér. Þess vegna var svo miklu þægi­legra að kenna öðrum um og neita alltaf sök. Hvers vegna drakkstu þig svona fullan Krist­ján og öskr­aðir á vin þinn og stakkst svo af? Vá úff, þetta ger­ist bara þegar ég drekk tequila mað­ur! Það má bara ekki bjóða mér sterkt áfengi, þá fer allt í rugl. Hann hellti mig fullan mað­ur, sástu það ekki?

Afneit­unin er svo sterk að þau sem ásökuð eru eiga það síst skilið - vin­ur­inn sem ætl­aði að bjóða gest­unum tequila, ræst­inga­fólk í ráðu­neyt­inu, hæl­is­leit­endur eða blaða­menn sem afhjúpa ógeð­ið.

Hanna Birna gerir ráð fyrir að þjóð­fé­lagið sé jafn mis­kunn­ar­laust við hana og hún sjálf, eða flokk­ur­inn. Að henni verði ekki fyr­ir­gefið þótt hún játi mis­tök sín ein­læg­lega. En við erum ekki þannig.

Hanna Birna gerir ráð fyrir að þjóð­fé­lagið sé jafn mis­kunn­ar­laust við hana og hún sjálf, eða flokk­ur­inn. Að henni verði ekki fyr­ir­gefið þótt hún játi mis­tök sín ein­læg­lega. En við erum ekki þannig. Við sjáum mun­inn á fölskum játn­ingum og þegar fólk meinar það í alvöru og sýnir það með breytni sinni. Ég var búinn að segj­ast ætla að hætta að drekka milljón sinn­um, en eng­inn trúði mér fyrr en ég fór að sýna árangur og breytti hegðun minni.

Hvers vegna breytt­ist ég? Ég vakn­aði ekki einn góðan veð­ur­dag og ákvað af ein­skæru göf­ug­lyndi að hætta að vera lúsa­blesi sem not­færði fólk til að við­halda eigin fíkn. Nei, það var ekki fyrr en allir voru búnir að loka á mig og ég kom­inn á göt­una. Fólk var komið með nóg af far­s­an­um. Ég hafði alltaf getað komið vælandi aftur og fengið að gista ein­hvers stað­ar. Ég þráði ekk­ert heitar en að geta hætt, þráði að breytast, en eftir nokkra daga voru rang­hug­mynd­irnar komnar á flug og ég far­inn að plana næsta fyll­erí.

Og á meðan það fyr­ir­finn­ast Gíslar sem eru til­búnir að láta fórna sér í hel­sjúkri með­virkni þá breyt­ist ekk­ert þrátt fyrir fögur fyr­ir­heit.  

Og nákvæm­lega þannig er hinn fár­sjúki farsi inn­an­rík­is­ráðu­neyt­is­ins. Og hann mun verða sýndur áfram og áfram og áfram þangað til fólk hættir að kaupa miða. Hönnu Birnu er skít­sama þótt lang­flestir vilji hana burt úr ráðu­neyt­inu, það er nóg að ein­hverj­ir, bara ein­hverjir vilji hlusta. Þetta leik­hús þarf bara örfáa miða til að rekst­ur­inn gangi. Allir hinir sem mættu ekki eru bara fífl og vita ekki hverju þau missa af. Og á meðan það fyr­ir­finn­ast Gíslar sem eru til­búnir að láta fórna sér í hel­sjúkri með­virkni þá breyt­ist ekk­ert þrátt fyrir fögur fyr­ir­heit.

Hættum að kaupa miða. Við höfum beðið nógu lengi í góðri trú eftir að eitt­hvað göf­ug­lyndi muni spretta fram af sjálfu sér, en það er naí­vismi af verstu sort. Það mun ekk­ert breyt­ast nema við lokum á Hönnu Birnu. Munum að við almenn­ingur erum yfir­menn hennar en ekki öfugt. Sýn­ingin er búin!

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiÁlit
None