Auglýsing

Það var áhuga­vert að fylgj­ast með enda­punkti skulda­nið­ur­fell­ing­ar­veg­ferðar rík­is­stjórn­ar­innar á þriðja blaða­manna­fund­inum sem hald­inn var á einu ári vegna henn­ar. Með hverjum fund­inum hafa ábyrgð­ar­menn­irn­ir, for­menn rík­is­stjórn­ar­flokk­anna, og aðkeypt almanna­tengslateymi þeirra slíp­ast til í að fela mesta órétt­lætið sem felst í aðgerð­inni með því að draga fram valin dæmi og setja þau fram með hæpnum for­send­um. Samt er þetta alltaf sama varan sem þeir eru að selja.

Hin hressa „á-bið“ tón­list sem spiluð var áður en kynn­ingin hóf­st, og þýð kven­manns­rödd­inn sem leiddi fólk í gegnum leið­bein­ing­ar­mynd­bandið um hvernig eigi að nálg­ast pen­inga­gjöf­ina úr rík­is­sjóði, lét manni líða eins og maður væri staddur í Icelanda­ir-flug­vél og geðug flug­freyja með ská­hatt væri að selja manni Saga-­Bout­ique varn­ing.

Hall­dór Benja­mín Þor­bergs­son hag­fræð­ingur stóð sig líka vel í hálf­tíma langri kynn­ingu á því sem rík­is­stjórnin vill að við fáum að vita um Leið­rétt­ing­una. Djúp rödd hans, réttar áherslur og úthugsuð fram­setn­ing val­inna dæma gerði það að verkum að þetta hljóm­aði allt í einu ágæt­lega.

Auglýsing

En svo var glæru­pakk­inn birt­ur.

Milli­færsla milli kyn­slóðaÞví er sífellt haldið fram að skulda­nið­ur­fell­ingin sé almenn aðgerð vegna þess að fólk þurfti að sækja um hana. Það er hún ekki. Hún er sér­tæk aðgerð fyrir fólk sem var með verð­tryggð hús­næð­is­lán á árunum 2008 og 2009. Þeir sem falla í þann hóp eru 91 þús­und ein­stak­ling­ar. Það eru 28 pró­sent þjóð­ar­inn­ar. Og hluti þessa hóps fær meira að segja ekk­ert frá rík­inu. Ekki frekar en leigj­end­ur, öryrkjar, þeir sem eru skuld­lausir eða öll hin 235 þús­undin sem þurfa að horfa upp á ríkið gefa pen­inga úr rík­is­sjóði til hluta þjóð­ar­inn­ar.

Um 155 þús­und Íslend­ingar eru yngri en 33 ára. Það er tæpur helm­ingur lands­manna. Sam­kvæmt kynn­ing­unni fær þessi hópur um tíu pró­sent af stóru milli­færsl­unni, um átta millj­arða króna.

Um 155 þús­und Íslend­ingar eru yngri en 33 ára. Það er tæpur helm­ingur lands­manna. Sam­kvæmt kynn­ing­unni fær þessi hópur um tíu pró­sent af stóru milli­færsl­unni, eða um átta millj­arða króna. Það þýðir að 90 pró­sent fer til eldri kyn­slóða. Í kynn­ing­unni í gær var lögð mikil áhersla á að 68 pró­sent millj­arð­anna 80 færu til þeirra sem voru yngri en 50 ára árið 2009. En það þýðir að 32 pró­sent upp­hæð­ar­inn­ar, um 25,6 millj­arðar króna, fer til fólks sem er 56 ára eða eldra í dag.

Þegar skulda­nið­ur­fell­ing­ar­að­gerðin var kynnt í Hörpu fyrir um ári síðan var það gert undir yfir­skrift­inni „Sátt­máli kyn­slóð­anna“. Ein­hvern veg­inn er það til efs að þær kyn­slóðir sem borga pakk­ann með skattfé sínu, þær yngri, séu jafn sáttar og þær sem fá pakk­ann, þær eldri.

Blekk­ing­ar­dæminBjarni Bene­dikts­son, fjár­mála- og efna­hags­mála­ráð­herra, og Sig­mundur Davíð Gunn­laugs­son for­sæt­is­ráð­herra mættu á sitt­hvora sjón­varps­stöð­ina í gær til að verja aðgerð­ina. Báðir lögðu mikla áherslu á það í máli sínu að aðgerð­irnar gætu lækkað höf­uð­stól lána um 20 pró­sent. Á þessu var líka hamrað í kynn­ing­unni í gær.

En til að lækka höf­uð­stól lána þinna um 20 pró­sent þá þarftu að vera með lán frá árinu 1996. Þá var móðir mín jafn­gömul og ég er í dag. Og til að ná þeirri lækkun þarf að fá góða milli­færslu úr rík­is­sjóði, hluta af 20 millj­arða króna skatta­af­slætt­inum sem tekin verður af sam­neyslu barna fram­tíðar og borga sér­eign­ar­sparn­að­inn sinn í steypu í nokkur ár.

Bjarni Benediktsson og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson voru mættir í þriðja sinn á innan við ári til að kynna skuldaniðurfellingaráform sín í Hörpu í dag. Bjarni Bene­dikts­son og Sig­mundur Davíð Gunn­laugs­son á þriðja skulda­nið­ur­fell­ing­ar­blaða­manna­fund­inum á einu ári.

Tæp­lega 30 þús­und með litlar skuldir fá pen­ingaÍ fram­setn­ingu á nið­ur­stöðum milli­færsl­unnar var einnig til­greint að um 70 pró­sent sam­þykktra umsókna séu frá ein­stak­lingum sem skulda undir 15 millj­ónum króna og hjónum sem skulda undir 30 millj­ónum króna.  Þetta var sett fram eins og um frá­bærar fréttir væri að ræða.

Ef þú skuldar undir tíu millj­ónir króna íbúð­ar­hús­næði á Íslandi í dag þá ertu ekki í skulda­vand­ræð­um. Þá ertu raunar í mjög góðri stöðu.

Í glæru­kynn­ing­unni er hins vegar hægt að sjá að 17.960 aðil­ar, 8.727 ein­stak­lingar og 9.233 hjón eða sam­búð­ar­fólk, sem skulda undir tíu millj­ónum króna í hús­næð­is­lán fá nið­ur­fell­ingu. Það þýðir að 27.193 ein­stak­lingar með svo lágar skuldir fá nið­ur­fell­ingu. Ef þú skuldar undir tíu millj­ónir króna íbúð­ar­hús­næði á Íslandi í dag, þá ertu ekki í skulda­vand­ræð­um. Þá ert þú raunar í mjög góðri stöðu.

Þá fengu 3.281 aðil­ar, 539 ein­stak­lingar 2.742 hjón eða sam­búð­ar­fólk, sem skuld­uðu yfir 45 millj­ónir króna sam­þykkta leið­rétt­ingu. Ef þú skuldar yfir 45 millj­ónir króna í íbúð­ar­hús­næði, og hefur ekki nýtt þér önnur skulda­nið­ur­fell­ing­ar­úr­ræði hingað til, þá ertu vænt­an­lega í mjög dýru hús­næði og með hel­víti fínar tekjur til að þjón­usta skuld­irnar sem því fylgja.

Glær­urnar urðu síðan bara skrýtn­ari og skrýtn­ari. Þar var til að mynda sett fram sem jákvæð nið­ur­staða að um 70 pró­sent milli­færsl­unnar fari til hjóna sem eiga minna en 25 millj­ónir króna í eigið fé og ein­stak­linga sem eiga minna en ell­efu millj­ónir króna í eigið fé.

Það þýðir að 30 pró­sent fara til hjóna sem eiga meira en 25 millj­ónir króna í eigið fé og ein­stak­linga sem eiga meira en ell­efu millj­ónir króna í eigið fé. 24 millj­arðar króna af skattfé renna til þessa hóps.

Valin dæmi og raun­skipt­ingin falinMesta almanna­tengsla­snilldin var samt sú að gera áhorf­endum algjör­lega ókleift að lesa nokkra skipt­ingu á gæð­unum út úr kynn­ing­unni aðra en þá sem valið var að kynna. Flestar glær­urnar vor­u ­settar fram með ein­hvers­konar hlut­falls­bilum og ómögu­legt var að sjá skipt­ingu milli ald­ur­s-, tekju- og eigna­hópa utan þeirra dæma sem valin voru til að sykra upp nið­ur­stöð­una.

Frekara nið­ur­brot hlýtur hins vegar að vera vænt­an­legt. Ef rík­is­stjórnin sér ekki sóma sinn í að birta það fljót­lega hlýtur stjórn­ar­and­staðan að krefj­ast þess.

Gömul rang­indi ekki rök fyrir nýjumSöng­ur­inn um að þetta sé jákvæð efna­hags­að­gerð fyrir alla er löngu orð­inn mark­laus. Nán­ast allir grein­ing­ar­að­il­ar, nema þeir sem vinna sér­stak­lega fyrir Leið­rétt­ing­una, segja að 80 millj­arða króna pen­inga­gjöf til ein­hverra muni valda verð­bólgu og ruðn­ings­á­hrifum á fast­eigna­mark­aði sem geri öðrum hópum sam­fé­lags­ins mun erf­ið­ara um vik að halda í við þiggj­end­urna í lífs­gæða­kapp­hlaup­inu.

Já, það var ósann­gjarnt að þeir sem tóku geng­is­tryggð hús­næð­is­lán, að mörgu leyti áhættu­sækn­ustu lán­tak­end­urn­ir, hafi fengið rúm­lega 100 millj­arða króna nið­ur­færslu. Sú nið­ur­færsla var hins vegar vegna þess að lánin voru ólög­mæt og kom frá bönk­um, ekki rík­inu. Og já, það var ósann­gjarnt að allar inn­stæður voru tryggðar í hrun­inu á meðan að virði eigna allra þeirra sem áttu ekki inn­stæður féll eins og steinn.

En það gengur ekki að nota rang­indi for­tíðar til að rök­styðja rang­indi dags­ins í dag.

En það gengur ekki að nota rang­indi for­tíðar til að rök­styðja rang­indi dags­ins í dag.

Ný stétt­ar­skipt­ing­ar­línaNý stétt­ar­skipt­ing­ar­lína hefur verið dregin í sand­inn. Slík lína var áður dregin á níunda ára­tugnum þegar verð­trygg­ing­unni var skyndi­lega kom­ið á. Þá hafði ríkið borgað upp, í gegnum verð­bólgu, hús­næði fjöl­margra. En á þeim tíma var línan dregin með­ ­kerf­is­breyt­ingu. Allt í einu áttu ekki fleiri að fá.

Í dag er línan dregin á blaða­manna­fund­um. Nú standa jakka­fata­klæddir menn glott­andi og gefa him­in­háar fjár­hæðir úr rík­is­sjóði til hluta þjóð­ar­inn­ar. Sá hluti er nú með for­skot á hina. Og ýtt hefur verið veru­lega undir aukna mis­skipt­ingu.

Lær­dóm­ur­inn sem draga verður af þessu öllu saman er sá að stjórn­mála­menn taka nán­ast alltaf rangar ákvarð­an­ir. Til­vera þeirra snýst um að láta kjósa sig á fjög­urra ára fresti og líf­tími flestra þeirra er það stuttur að þeim er oft­ast sama um lang­tíma­á­hrif ákvarð­anna sinna.

Við hin þurfum hins vegar að lifa með þeim.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Fimm metin mjög vel hæf í stöðu varaseðlabankastjóra
Tíu sóttu upphaflega um stöðu varaseðlabankastjóra, á sviði fjármálastöðugleika.
Kjarninn 10. desember 2019
João de Barros, sonur angólska ráðherrans, Antonio, ráðgjafi sama ráðherra, Tamson Hatuikulipi, Þorsteinn Már Baldvinsson, þá forstjóri Samherja, James Hatuikulipi og Sacky Shanghala í Hafnarfjarðarhöfn í nóvember 2013.
Bankareikningar frystir í Angóla út af Samherjamálinu
Bankareikningar fyrrverandi sjávarútvegsráðherra Angóla og fjölskyldumeðlima hennar hafa verið frystir. Þau liggja undir grun um að hafa þegið mútur frá Samherja sem greiddar voru til þess að komast yfir ódýran kvóta.
Kjarninn 10. desember 2019
Svanhildur Hólm Valsdóttir ásamt Bjarna Benediktssyni.
Svanhildur Hólm vill verða útvarpsstjóri
Aðstoðarmaður fjármála- og efnahagsráðherra hefur staðfest að hún hafi sótt um að verða næsti útvarpsstjóri.
Kjarninn 10. desember 2019
Kjartan Jónsson
Hvað getur útgerðin greitt?
Kjarninn 10. desember 2019
41 sækir um útvarpsstjórastöðu RÚV
Stjórn RÚV stefnir að því að ganga frá ráðningu nýs útvarpsstjóra í lok janúar 2020.
Kjarninn 10. desember 2019
Vindorka henti vel sem þriðja stoðin í orkubúskap Íslands
Umhverfis- og auðlindaráðherra vill breyta rammaáætlun svo hún henti betur vindorkukostum og hægt verði að móta skýra stefnu í vindorkumálum. Ráðherra telur að skynsamleg uppbygging vindorku fari vel saman við vaxandi raforkuþörf samfélagsins
Kjarninn 10. desember 2019
Trump verður ákærður af Bandaríkjaþingi
Donald Trump verður ákærður af fulltrúadeild Bandaríkjaþings fyrir brot í starfi. Honum er gefið að hafa misbeitt valdi sínu og fyrir að reyna að torvelda rannsókn þeirra sem eiga að veita honum aðhald.
Kjarninn 10. desember 2019
Lilja Alfreðsdóttir er mennta- og menningarmálaráðherra.
Fjölmiðlafrumvarpið er ekki lengur á dagskrá þingsins
Til stóð að mæla fyrir frumvarpi Lilju Alfreðsdóttur um stuðningsgreiðslur til einkarekinna fjölmiðla í gær. Það komst ekki á dagskrá og er hvergi að finna á dagskrá dagsins í dag. Sjálfstæðisflokkurinn hefur verið andsnúinn frumvarpinu.
Kjarninn 10. desember 2019
Meira úr sama flokkiLeiðari
None