Hjálpum í stað þess að bjarga

Gylfi Ólafsson
IMGP7221-1.jpg
Auglýsing

Hetju­sög­urnar sem ber­ast af varð­skipum Íslands á Mið­jarð­ar­hafi hafa tæp­lega farið fram hjá mörg­um. Land­helg­is­gæslan lætur enda ekki undir höfuð leggj­ast að setja af þessu fréttir inn á vef sinn sem frétta­miðlar taka upp með glöðu geði. Tæp­lega 200 manns var bjargað nú síð­ast af áhöfn­inni á Tý, en áður hefur Ægir komið að björgun 130 manns svo dæmi séu tek­in.

Áhafn­irnar sinna sínu starfi vænt­an­lega af alúð og fag­mennsku. Gott starf þeirra varpar hins­vegar ljósi á það hvernig Ísland stendur sig almennt í mót­töku og aðstoð við flótta­menn. Íslend­ingar taka við fáum flótta­mönn­um. Máls­með­ferð hæl­is­leit­enda og flótta­manna er hæg. End­ur­tekið er vísað til Dyfl­inn­ar­reglu­gerð­ar­innar og flótta­fólk sent til baka til fyrsta við­komu­lands í Evr­ópu, þrátt fyrir að Ísland geti tekið við fólk­inu.

Hetju­dáðir fjár­magn­aðar af öðrumTil að bíta höf­uðið af skömminni eru störf Land­helg­is­gæsl­unnar á Mið­jarð­ar­hafi ekki fjár­mögnuð af íslenska rík­inu. Þau eru fjár­mögnuð af Frontex , landamæra­stofnun Evr­ópu­sam­bands­ins. Verk­efnið í heild er svar Gæsl­unnar við offjár­fest­ingu í bún­aði og nið­ur­skurði í fjár­fram­lögum frá íslenska rík­inu. Með því að leigja út búnað og mann­afla er hjá því kom­ist að selja bún­að­inn áður en betur árar.

Fyrir utan það að bjarga fólki sem ræðst illa búið í sigl­ingu yfir Mið­jarð­ar­haf­ið, sinnir Land­helg­is­gæslan almennri landamæra­gæslu á haf­inu. Aukið eft­ir­lit eykur áhætt­una við að fara yfir haf­ið; bátar þurfa að vera minni til að kom­ast óséð­ir. Gæslan heldur landa­mærum Schen­gen-­svæð­is­ins lok­uðum og tryggir að fátækt fólk í þriðja heim­inum geti ekki brot­ist til betra lífs með aðstoð vest­rænna vel­ferð­ar­kerfa.

Auglýsing

Við eigum að hjálpa fólki áður en það afræður að eyða aleig­unni til að fá mögu­leika á að geta smyglað sér inn í Evrópu.

Flótta­fólkið sem bjargað er af skip­verjum Gæsl­unnar er að flýja slæmar aðstæður heima fyrir og freista þess að smygla sér til ann­arra landa. Hægt væri að minnka vand­ann á tvennan hátt; ann­ars vegar að bæta aðstæð­urnar heima fyrir og hins vegar að veita flótta­fólk­inu lög­legar leiðir til að kom­ast til landa með betri þjóð­fé­lags­að­stæð­ur.

Fréttir Gæsl­unnar eru eðli­lega fáorðar um það hvað tekur við hjá fólk­inu sem er bjarg­að. En dáðir Týs og Ægis minna á hið stærra vanda­mál. Þar er spurn­ingum ósvar­að.

Gætum gert annað og meiraÍs­land gæti sýnt mun meiri mynd­ar­skap þegar kemur að hinum verr stöddu í heim­in­um. Þannig er til dæmis auð­velt að auka fjár­magn til þró­un­ar­sam­vinnu, taka við fleiri hæl­is­leit­endum og flótta­mönn­um, eða aðstoða þær stofn­anir sem til dæmis berj­ast gegn sjúk­dómum sem auð­velt er að koma í veg fyr­ir.

Við eigum að hjálpa fólki áður en það afræður að eyða aleig­unni til að fá mögu­leika á að geta smyglað sér inn í Evr­ópu. Og ef við björgum fólki úr sjáv­ar­háska, eigum við að tryggja að lífið sem tekur við sé gott og ham­ingju­ríkt. Fyrir slíkt mann­úð­ar­starf eigum við ekki að taka greiðslu, heldur sinna á okkar eigin kostn­að.

Höf­undur er heilsu­hag­fræð­ing­ur.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Mette Frederiksen forsætisráðherra Danmerkur og formaður Sósíaldemókrataflokksins.
Kosið til þings í Danmörku 1. nóvember – Frederiksen vill mynda breiða ríkisstjórn
Mette Frederiksen forsætisráðherra Danmerkur tilkynnti á blaðamannafundi í morgun að þingkosningar yrðu haldnar í landinu 1. nóvember, eða eftir tæpar fjórar vikur.
Kjarninn 5. október 2022
Heiðrún Jónsdóttir.
Heiðrún ráðin framkvæmdastjóri Samtaka fjármálafyrirtækja
Katrín Júlíusdóttir hætti skyndilega sem framkvæmdastjóri SFF um síðustu mánaðamót. Nú hefur nýr framkvæmdastjóri verið ráðinn og hún hefur þegar hafið störf.
Kjarninn 5. október 2022
Raddir margbreytileikans
Raddir margbreytileikans
Raddir margbreytileikans – 30. þáttur: „Hnattræni þróunariðnaðurinn er mjög yfirgrípandi hugtak yfir mjög fjölbreytilegan geira“
Kjarninn 5. október 2022
Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri er formaður peningastefnunefndar.
Stýrivextir hækka í níunda skiptið í röð – Nú upp í 5,75 prósent
Stýrivextir hafa verið hækkaðir upp í 5,75 prósent. Greiðslubyrði margra heimila mun fyrir vikið þyngjast. Ákvarðanir í atvinnulífi, á vinnumarkaði og í ríkisfjármálum munu skipta miklu um þróun vaxta á næstu misserum, að sögn peningastefnunefndar.
Kjarninn 5. október 2022
Bjarni Benediktsson, Katrín Jakobsdóttir og Sigurður Ingi Jóhannsson, formenn ríkissjórnarflokkanna, sendu frá sér yfirlýsingu í apríl þar sem segir að ekki verði ráðist í frekari sölu á hlutum ríkissin í Íslandsbanka að sinni. Sú yfirlýsing stendur enn.
Standa enn við að ekki verði ráðist í frekari sölu á hlutum í Íslandsbanka
Fjármálaráðherra sagði mikilvægt að halda áfram að selja hlut ríkisins í Íslandsbanka við kynningu fjárlagafrumvarpsins. Í yfirlýsingu stjórnarflokkanna frá því í vor segir að ekki verði ráðist í sölu á frekari hlutum bankans að sinni. Hún gildir enn.
Kjarninn 5. október 2022
Eyþór Arnalds var oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.
Félag Eyþórs hagnaðist um 388,4 milljónir vegna afskriftar á láni frá Samherja
Eigið fé félags Eyþórs Arnalds fór úr því að vera neikvætt um 305 milljónir í að vera jákvætt um 83,9 milljónir í fyrra. Félag í eigu Samherja afskrifaði seljendalán sem veitt var vegna kaupa í útgáfufélagi Morgunblaðsins.
Kjarninn 4. október 2022
Neyðarúrræði en ekki neyðarástand
Fjöldahjálparstöð fyrir umsækjendur um alþjóðlega vernd hefur verið opnuð í skrifstofuhúsnæði í Borgartúni þar sem Vegagerðin var áður til húsa. Hægt verður að taka á móti 150 manns að hámarki og miðað er við að fólk dvelji ekki lengur en þrjár nætur.
Kjarninn 4. október 2022
Örn Bárður Jónsson
Um skjálífi og skjána
Kjarninn 4. október 2022
Meira úr sama flokkiÁlit
None