Hjálpum í stað þess að bjarga

Gylfi Ólafsson
IMGP7221-1.jpg
Auglýsing

Hetju­sög­urnar sem ber­ast af varð­skipum Íslands á Mið­jarð­ar­hafi hafa tæp­lega farið fram hjá mörg­um. Land­helg­is­gæslan lætur enda ekki undir höfuð leggj­ast að setja af þessu fréttir inn á vef sinn sem frétta­miðlar taka upp með glöðu geði. Tæp­lega 200 manns var bjargað nú síð­ast af áhöfn­inni á Tý, en áður hefur Ægir komið að björgun 130 manns svo dæmi séu tek­in.

Áhafn­irnar sinna sínu starfi vænt­an­lega af alúð og fag­mennsku. Gott starf þeirra varpar hins­vegar ljósi á það hvernig Ísland stendur sig almennt í mót­töku og aðstoð við flótta­menn. Íslend­ingar taka við fáum flótta­mönn­um. Máls­með­ferð hæl­is­leit­enda og flótta­manna er hæg. End­ur­tekið er vísað til Dyfl­inn­ar­reglu­gerð­ar­innar og flótta­fólk sent til baka til fyrsta við­komu­lands í Evr­ópu, þrátt fyrir að Ísland geti tekið við fólk­inu.

Hetju­dáðir fjár­magn­aðar af öðrumTil að bíta höf­uðið af skömminni eru störf Land­helg­is­gæsl­unnar á Mið­jarð­ar­hafi ekki fjár­mögnuð af íslenska rík­inu. Þau eru fjár­mögnuð af Frontex , landamæra­stofnun Evr­ópu­sam­bands­ins. Verk­efnið í heild er svar Gæsl­unnar við offjár­fest­ingu í bún­aði og nið­ur­skurði í fjár­fram­lögum frá íslenska rík­inu. Með því að leigja út búnað og mann­afla er hjá því kom­ist að selja bún­að­inn áður en betur árar.

Fyrir utan það að bjarga fólki sem ræðst illa búið í sigl­ingu yfir Mið­jarð­ar­haf­ið, sinnir Land­helg­is­gæslan almennri landamæra­gæslu á haf­inu. Aukið eft­ir­lit eykur áhætt­una við að fara yfir haf­ið; bátar þurfa að vera minni til að kom­ast óséð­ir. Gæslan heldur landa­mærum Schen­gen-­svæð­is­ins lok­uðum og tryggir að fátækt fólk í þriðja heim­inum geti ekki brot­ist til betra lífs með aðstoð vest­rænna vel­ferð­ar­kerfa.

Auglýsing

Við eigum að hjálpa fólki áður en það afræður að eyða aleig­unni til að fá mögu­leika á að geta smyglað sér inn í Evrópu.

Flótta­fólkið sem bjargað er af skip­verjum Gæsl­unnar er að flýja slæmar aðstæður heima fyrir og freista þess að smygla sér til ann­arra landa. Hægt væri að minnka vand­ann á tvennan hátt; ann­ars vegar að bæta aðstæð­urnar heima fyrir og hins vegar að veita flótta­fólk­inu lög­legar leiðir til að kom­ast til landa með betri þjóð­fé­lags­að­stæð­ur.

Fréttir Gæsl­unnar eru eðli­lega fáorðar um það hvað tekur við hjá fólk­inu sem er bjarg­að. En dáðir Týs og Ægis minna á hið stærra vanda­mál. Þar er spurn­ingum ósvar­að.

Gætum gert annað og meiraÍs­land gæti sýnt mun meiri mynd­ar­skap þegar kemur að hinum verr stöddu í heim­in­um. Þannig er til dæmis auð­velt að auka fjár­magn til þró­un­ar­sam­vinnu, taka við fleiri hæl­is­leit­endum og flótta­mönn­um, eða aðstoða þær stofn­anir sem til dæmis berj­ast gegn sjúk­dómum sem auð­velt er að koma í veg fyr­ir.

Við eigum að hjálpa fólki áður en það afræður að eyða aleig­unni til að fá mögu­leika á að geta smyglað sér inn í Evr­ópu. Og ef við björgum fólki úr sjáv­ar­háska, eigum við að tryggja að lífið sem tekur við sé gott og ham­ingju­ríkt. Fyrir slíkt mann­úð­ar­starf eigum við ekki að taka greiðslu, heldur sinna á okkar eigin kostn­að.

Höf­undur er heilsu­hag­fræð­ing­ur.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Leikhópurinn Lotta: Bakkabræður
Bakkabræður teknir í samfélagssátt
Leiklistargagnrýnandi Kjarnans fjallar um Bakkabræður í uppsetningu Leikhópsins Lottu.
Kjarninn 6. júní 2020
Heil vika án nýrra smita
Nýgreind smit síðasta sólarhringinn: Núll. Greind smit síðustu sjö sólarhringa: Núll. Í dag eru tímamót í baráttu Íslendinga gegn COVID-19. Í baráttunni gegn litla gaddaboltanum, veirunni sem virðist ekki hafa tekist að finna líkama að sýkja í viku.
Kjarninn 6. júní 2020
Jói Sigurðsson, sem sést hér fyrir miðju á myndinni og Þorgils Sigvaldason, sem stendur lengst til hægri, fengu hugmyndina að CrankWheel árið 2014.
Hafa tekist á við vaxtarverki vegna heimsfaraldursins
CrankWheel er íslenskt nýsköpunarfyrirtæki sem hefur vaxið nokkuð að undanförnu vegna áhrifa kórónuveirufaraldursins, enda gerir tæknilausn fyrirtækisins sölufólki kleift að leysa störf sín af hendi úr fjarlægð.
Kjarninn 6. júní 2020
180⁰ Reglan
180⁰ Reglan
180° Reglan – Viðtal við Christof Wehmeier
Kjarninn 6. júní 2020
Víða í Bandaríkjunum standa yfir mótmæli í kjölfar morðsins á George Floyd.
Vöxtur Antifa í Bandaríkjunum andsvar við uppgangi öfgahægrisins
Bandarískir ráðamenn saka Antifa um að bera ábyrgð á því að mótmælin sem nú einkenna bandarískt þjóðlíf hafi brotist út í óeirðir. Trump vill að hreyfingin verði stimpluð sem hryðjuverkasamtök en það gæti reynst erfitt.
Kjarninn 6. júní 2020
Hugmyndir um að hækka vatnsborð Hagavatns með því að stífla útfall þess, Farið, eru ekki nýjar af nálinni.
Ber að fjalla um hugsanlega áfangaskiptingu Hagavatnsvirkjunar
Íslenskri vatnsorku ehf. ber að sögn Orkustofnunar að fjalla um hugsanlega áfangaskiptingu fyrirhugaðrar Hagavatnsvirkjunar í frummatsskýrslu. Þá ber fyrirtækinu einnig að bera saman 9,9 MW virkjun og fyrri áform um stærri virkjanir.
Kjarninn 6. júní 2020
Telur stjórnvöld vinna gegn eigin markmiðum með hagræðingarkröfu á Hafró
Forstjóri Hafrannsóknastofnunar segir að stjórnvöld gangi gegn eigin markmiðum um eflingu haf- og umhverfisrannsókna með því að gera sífellda hagræðingarkröfu á Hafró. Hann segir stofnunina sinna hættulega litlum grunnrannsóknum.
Kjarninn 5. júní 2020
Inga Sæland
Segir sama gamla spillingarkerfið blómstra sem aldrei fyrr
„Hvenær hættir maður að verða hissa á sérhagsmunagæslunni í pólitík?“ spyr formaður Flokks fólksins.
Kjarninn 5. júní 2020
Meira úr sama flokkiÁlit
None