Hjálpum í stað þess að bjarga

Gylfi Ólafsson
IMGP7221-1.jpg
Auglýsing

Hetju­sög­urnar sem ber­ast af varð­skipum Íslands á Mið­jarð­ar­hafi hafa tæp­lega farið fram hjá mörg­um. Land­helg­is­gæslan lætur enda ekki undir höfuð leggj­ast að setja af þessu fréttir inn á vef sinn sem frétta­miðlar taka upp með glöðu geði. Tæp­lega 200 manns var bjargað nú síð­ast af áhöfn­inni á Tý, en áður hefur Ægir komið að björgun 130 manns svo dæmi séu tek­in.

Áhafn­irnar sinna sínu starfi vænt­an­lega af alúð og fag­mennsku. Gott starf þeirra varpar hins­vegar ljósi á það hvernig Ísland stendur sig almennt í mót­töku og aðstoð við flótta­menn. Íslend­ingar taka við fáum flótta­mönn­um. Máls­með­ferð hæl­is­leit­enda og flótta­manna er hæg. End­ur­tekið er vísað til Dyfl­inn­ar­reglu­gerð­ar­innar og flótta­fólk sent til baka til fyrsta við­komu­lands í Evr­ópu, þrátt fyrir að Ísland geti tekið við fólk­inu.

Hetju­dáðir fjár­magn­aðar af öðrumTil að bíta höf­uðið af skömminni eru störf Land­helg­is­gæsl­unnar á Mið­jarð­ar­hafi ekki fjár­mögnuð af íslenska rík­inu. Þau eru fjár­mögnuð af Frontex , landamæra­stofnun Evr­ópu­sam­bands­ins. Verk­efnið í heild er svar Gæsl­unnar við offjár­fest­ingu í bún­aði og nið­ur­skurði í fjár­fram­lögum frá íslenska rík­inu. Með því að leigja út búnað og mann­afla er hjá því kom­ist að selja bún­að­inn áður en betur árar.

Fyrir utan það að bjarga fólki sem ræðst illa búið í sigl­ingu yfir Mið­jarð­ar­haf­ið, sinnir Land­helg­is­gæslan almennri landamæra­gæslu á haf­inu. Aukið eft­ir­lit eykur áhætt­una við að fara yfir haf­ið; bátar þurfa að vera minni til að kom­ast óséð­ir. Gæslan heldur landa­mærum Schen­gen-­svæð­is­ins lok­uðum og tryggir að fátækt fólk í þriðja heim­inum geti ekki brot­ist til betra lífs með aðstoð vest­rænna vel­ferð­ar­kerfa.

Auglýsing

Við eigum að hjálpa fólki áður en það afræður að eyða aleig­unni til að fá mögu­leika á að geta smyglað sér inn í Evrópu.

Flótta­fólkið sem bjargað er af skip­verjum Gæsl­unnar er að flýja slæmar aðstæður heima fyrir og freista þess að smygla sér til ann­arra landa. Hægt væri að minnka vand­ann á tvennan hátt; ann­ars vegar að bæta aðstæð­urnar heima fyrir og hins vegar að veita flótta­fólk­inu lög­legar leiðir til að kom­ast til landa með betri þjóð­fé­lags­að­stæð­ur.

Fréttir Gæsl­unnar eru eðli­lega fáorðar um það hvað tekur við hjá fólk­inu sem er bjarg­að. En dáðir Týs og Ægis minna á hið stærra vanda­mál. Þar er spurn­ingum ósvar­að.

Gætum gert annað og meiraÍs­land gæti sýnt mun meiri mynd­ar­skap þegar kemur að hinum verr stöddu í heim­in­um. Þannig er til dæmis auð­velt að auka fjár­magn til þró­un­ar­sam­vinnu, taka við fleiri hæl­is­leit­endum og flótta­mönn­um, eða aðstoða þær stofn­anir sem til dæmis berj­ast gegn sjúk­dómum sem auð­velt er að koma í veg fyr­ir.

Við eigum að hjálpa fólki áður en það afræður að eyða aleig­unni til að fá mögu­leika á að geta smyglað sér inn í Evr­ópu. Og ef við björgum fólki úr sjáv­ar­háska, eigum við að tryggja að lífið sem tekur við sé gott og ham­ingju­ríkt. Fyrir slíkt mann­úð­ar­starf eigum við ekki að taka greiðslu, heldur sinna á okkar eigin kostn­að.

Höf­undur er heilsu­hag­fræð­ing­ur.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Nýtt merki þjóðkirkjunnar sem var komið fyrir á nýjum húsakynnum Biskupsstofu að Katrínatúni 4 síðastliðinn miðvikudag.
Um 132 þúsund landsmenn standa utan þjóðkirkjunnar
Þeim landsmönnum sem skráðir eru í þjóðkirkjuna hefur fækkað umtalsvert síðastliðinn áratug. Auk þess hefur henni ekki tekist að ná inn þeim tæplega 44 þúsund nýju Íslendingum sem hafa anna hvort fæðst eða flutt hafa til landsins á tímabilinu.
Kjarninn 7. desember 2019
Samfélag Namibíumanna í Bandaríkjunum afhendir sendiherra Íslands þar í landi yfirlýsingu sína.
Vilja að Samherji skili peningunum til namibísku þjóðarinnar
Samfélag Namibíumanna í Bandaríkjunum gera verulega athugasemd við ummæli Bjarna Benediktssonar um hver ástæðan fyrir Samherjamálinu sé. Þau vilja að Ísland biðji Namibíu afsökunar og að Samherji skili peningum til namibísku þjóðarinnar.
Kjarninn 7. desember 2019
Matthildur Björnsdóttir
Of mikil rómantík í kringum barneignir
Kjarninn 7. desember 2019
Mótmælendur á Möltu í lok nóvember 2019
„Við megum ekki hægja á okkur“
Íslensk kona búsett á Möltu til margra ára segir að ekki megi hægja á mótmælum þar í landi en margir krefjast þess að forsætisráherrann segi af sér nú þegar vegna spillingar.
Kjarninn 7. desember 2019
Þrír flokkar leggja til þrjár leiðir sem brjóta upp tangarhald á sjávarútvegi
Verði nýtt frumvarp að lögum verður tangarhald nokkurra hópa á íslenskum sjávarútvegi brotið upp. Allar útgerðir sem halda á meira en eitt prósent kvóta verða að skrá sig á markað og skilyrði um hvað teljist tengdir aðilar þrengd mjög.
Kjarninn 7. desember 2019
Þórður Snær Júlíusson
Það hagnast enginn á ógagnsæi nema sá sem hefur eitthvað að fela
Kjarninn 7. desember 2019
Zúistar til rannsóknar hjá héraðssaksóknara
Fjárreiður Zuism, trúfélags sem ríkið telur að sé málamyndafélagsskapur með þann tilgang að komast yfir skattfé, eru til rannsóknar hjá embætti sem rannsakar efnahagsbrot. Félagsmenn eru nú um helmingi færri en þeir voru 2016.
Kjarninn 7. desember 2019
Mikill samdráttur í innflutningi milli ára
Vöruviðskipti þjóðarbússins við útlönd eru hagstæðari nú en fyrir ári. Sé rýnt í tölurnar, sést að ástæðan er einfaldlega minni neysla heima fyrir.
Kjarninn 7. desember 2019
Meira úr sama flokkiÁlit
None