Hjálpum í stað þess að bjarga

Gylfi Ólafsson
IMGP7221-1.jpg
Auglýsing

Hetjusögurnar sem berast af varðskipum Íslands á Miðjarðarhafi hafa tæplega farið fram hjá mörgum. Landhelgisgæslan lætur enda ekki undir höfuð leggjast að setja af þessu fréttir inn á vef sinn sem fréttamiðlar taka upp með glöðu geði. Tæplega 200 manns var bjargað nú síðast af áhöfninni á Tý, en áður hefur Ægir komið að björgun 130 manns svo dæmi séu tekin.

Áhafnirnar sinna sínu starfi væntanlega af alúð og fagmennsku. Gott starf þeirra varpar hinsvegar ljósi á það hvernig Ísland stendur sig almennt í móttöku og aðstoð við flóttamenn. Íslendingar taka við fáum flóttamönnum. Málsmeðferð hælisleitenda og flóttamanna er hæg. Endurtekið er vísað til Dyflinnarreglugerðarinnar og flóttafólk sent til baka til fyrsta viðkomulands í Evrópu, þrátt fyrir að Ísland geti tekið við fólkinu.

Hetjudáðir fjármagnaðar af öðrum


Til að bíta höfuðið af skömminni eru störf Landhelgisgæslunnar á Miðjarðarhafi ekki fjármögnuð af íslenska ríkinu. Þau eru fjármögnuð af Frontex , landamærastofnun Evrópusambandsins. Verkefnið í heild er svar Gæslunnar við offjárfestingu í búnaði og niðurskurði í fjárframlögum frá íslenska ríkinu. Með því að leigja út búnað og mannafla er hjá því komist að selja búnaðinn áður en betur árar.

Fyrir utan það að bjarga fólki sem ræðst illa búið í siglingu yfir Miðjarðarhafið, sinnir Landhelgisgæslan almennri landamæragæslu á hafinu. Aukið eftirlit eykur áhættuna við að fara yfir hafið; bátar þurfa að vera minni til að komast óséðir. Gæslan heldur landamærum Schengen-svæðisins lokuðum og tryggir að fátækt fólk í þriðja heiminum geti ekki brotist til betra lífs með aðstoð vestrænna velferðarkerfa.

Auglýsing

Við eigum að hjálpa fólki áður en það afræður að eyða aleigunni til að fá möguleika á að geta smyglað sér inn í Evrópu.

Flóttafólkið sem bjargað er af skipverjum Gæslunnar er að flýja slæmar aðstæður heima fyrir og freista þess að smygla sér til annarra landa. Hægt væri að minnka vandann á tvennan hátt; annars vegar að bæta aðstæðurnar heima fyrir og hins vegar að veita flóttafólkinu löglegar leiðir til að komast til landa með betri þjóðfélagsaðstæður.

Fréttir Gæslunnar eru eðlilega fáorðar um það hvað tekur við hjá fólkinu sem er bjargað. En dáðir Týs og Ægis minna á hið stærra vandamál. Þar er spurningum ósvarað.

Gætum gert annað og meira


Ísland gæti sýnt mun meiri myndarskap þegar kemur að hinum verr stöddu í heiminum. Þannig er til dæmis auðvelt að auka fjármagn til þróunarsamvinnu, taka við fleiri hælisleitendum og flóttamönnum, eða aðstoða þær stofnanir sem til dæmis berjast gegn sjúkdómum sem auðvelt er að koma í veg fyrir.

Við eigum að hjálpa fólki áður en það afræður að eyða aleigunni til að fá möguleika á að geta smyglað sér inn í Evrópu. Og ef við björgum fólki úr sjávarháska, eigum við að tryggja að lífið sem tekur við sé gott og hamingjuríkt. Fyrir slíkt mannúðarstarf eigum við ekki að taka greiðslu, heldur sinna á okkar eigin kostnað.

Höfundur er heilsuhagfræðingur.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ari
„Vægi loftslagsmálanna minnkar ekki þessa dagana“
Þingmaður VG segir að ef Íslendingar standi við það sem þeir hafa samþykkt af áætlunum um loftslagsmál og geri aðeins betur hafi þeir að minnsta kosti staðið við sinn skerf í málaflokknum.
Kjarninn 8. maí 2021
Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Býður sig fram í 2. sæti – stefnir á að verða í framvarðasveit flokksins í Reykjavík
Brynjar Níelsson ætlar að bjóða fram krafta sína fyrir Sjálfstæðisflokkinn fyrir næstu kosningar en hann hefur verið á þingi síðan 2013.
Kjarninn 8. maí 2021
Nichole Leigh Mosty
Ég vil tala um innflytjendur.
Leslistinn 8. maí 2021
Jón Sigurðsson
Ein uppsprettulind mennskunnar
Kjarninn 8. maí 2021
Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, er einn þeirra sex sem eru með stöðu sakbornings í rannsókn héraðssaksóknara á viðskiptaháttum fyrirtækisins.
Fjallað um rannsókn á Samherja í skráningarlýsingu Síldarvinnslunnar
Hlutafjárútboð Síldarvinnslunnar hefst á mánudag. Á meðal þeirra sem ætla að selja hlut í útgerðinni í því er Samherji, sem verður þó áfram stærsti eigandi Síldarvinnslunnar. Fjallað er um rannsókn yfirvalda á Samherja í skráningarlýsingu.
Kjarninn 8. maí 2021
Nornahár og nornatár
Eigendur Icelandic Lava Show í Vík í Mýrdal skrifa reglulega hraunmola á Kjarnann. Þetta er sá fimmti. Markmiðið er að útskýra hin ýmsu fyrirbæri íslenskrar eldvirkni á einfaldan og áhugaverðan hátt.
Kjarninn 8. maí 2021
Þögnin rofin á ný
Hundruð íslenskra kvenna hafa í vikunni stigið fram opinberlega með sínar erfiðustu minningar, í kjölfar þess að stuðningsbylgja reis upp með þjóðþekktum manni sem tvær konur segja að brotið hafi á sér. Lærði samfélagið lítið af fyrri #metoo-bylgjunni?
Kjarninn 8. maí 2021
Benedikt Gíslason, bankastjóri Arion banka.
Arion banki að ná markmiðum sínum og ætlar að dæla fé til hluthafa á næstu árum
Umfram eigið fé Arion banka var 41 milljarður króna í lok mars síðastliðins. Bankinn ætlar að greiða hluthöfum sínum út um 50 milljarða króna á næstu árum. Hann hefur nú náð markmiði sínu um arðsemi tvo ársfjórðunga í röð.
Kjarninn 8. maí 2021
Meira úr sama flokkiÁlit
None