Línuleg hamingja og hugsanaskekkjur

Nína Salvarar handritshöfundur
snjallsimi.jpg
Auglýsing
Úr­val afþrey­ingar hefur aldrei verið meira. Staf­ræna bylt­ingin er lent. Aðgengið er sömu­leiðis orðið svo ótrú­lega algert að inter­netið er lík­ast ein­hvers­konar drauma­vél sem getur fram­kallað hvað sem er, hvenær sem er. Tækja­bún­aður til áhorfs­ins, sím­inn, er alltaf til reiðu svo að þetta allt er í boði hvar sem er; á kló­inu og í ferm­ing­ar­veisl­unni. Þá er sama hvaða teg­und af drama, gríni, fræðslu eða klámi það er sem manni kann að hugnast, það er næsta víst að það er til reiðu. Tími biðar eftir dag­skrár­liðum á sjón­varps­stöðvum er lið­inn þó að mógúlar deyj­andi iðn­aðar reyni að halda öðru fram. Sjón­varp­inu hefur verið fylgt til graf­ar. Það kostar ekki mikið að fram­leiða, við getum skotið okkar eigið efni á far­sím­ann, og með smá­vegis kunn­áttu á klippi­for­rit og snefil af sköp­un­ar­gáfu verður til bíó. Þú getur lært þetta allt á Youtu­be.

Kyn­slóðir sem kunna ekki að láta sér leið­ast



Sömu­leiðis hefur þörfin á afþr­ey­ingu aldrei verið meiri. Nú vaxa úr grasi kyn­slóðir sem kunna ekki og þurfa ekki að láta sér leið­ast. Biðin eftir strætó, kart­öfl­urnar í pott­inum og röðin í Bónus eru orðin lítið annað en gluggar til þess að horfa á nokkur mynd­bönd, hlusta á tón­list, lesa fréttir eða tala við fólk. Jafn­vel daðra við ókunn­ugt fólk. Við erum búin að afþrey­ing­ar­væða allan and­skot­ann. Tími leið­ind­anna er lið­inn og allt er full­kom­ið.

Nú vaxa úr grasi kyn­slóðir sem kunna ekki og þurfa ekki að láta sér leið­ast. Biðin eftir strætó, kart­öfl­urnar í pott­inum og röðin í Bónus eru orðin lítið annað en gluggar til þess að horfa á nokkur mynd­bönd, hlusta á tón­list, lesa fréttir eða tala við fólk.

Auglýsing

Þá kemur upp sú staða að við neyð­umst til að lifa ein­hvers­konar lífi í kringum alla þessa afþr­ey­ingu. Við þurfum að mæta í vinnu og sækja börn í leik­skóla, elda kvöld­mat og moka stétt­ina. Það fylgir ekki ennþá þvag­leggur með hverjum sjón­varps­flakk­ara þannig að maður neyð­ist til þess að standa á fætur á nokk­urra klukku­stunda fresti á þung­búnum laug­ar­degi þó að engum í mynd­inni sé mál. Og allt þetta fólk í þátt­unum þarf ekki að hringja og vera númer átta í röð­inni, borga reikn­inga eða fara til tann­lækn­is. Nema það þjóni sögu­þræð­inum að sjálf­sögðu.

Við þurfum líka að vera nokkuð sam­mála sögu­manni um sann­leika, for­gangs­röðun og gild­is­mat, ann­ars hættum við að horfa. Og auð­vitað er öllum í sög­unni ætl­aður ein­hver alls­herj­artil­gang­ur, ævi­starf. Hverri per­sónu er ætluð eina rétta mann­eskjan til þess að eyða með ævinni. Og hver og ein aðal­per­sóna er mið­punktur sögu­heims­ins. Þetta verður allt svo aug­ljóst þegar maður er áhorf­andi, þó að per­són­urnar vand­ræð­ist fram og til baka á skján­um. Þetta eru nú meiri hálf­vit­arnir þarna í Downton Abbey.

Og þetta hefur að sjálf­sögðu ekki áhrif á það hvernig við hugs­um, er það nokk­uð?

Ground­hog day ei­lífrar ham­ingju



Und­ir­rituð er alls ekki svo viss um sinn eigin alls­herj­artil­gang. Vissu­lega má setja sér mark­mið, en and­spænis þessum tæpu hund­rað árum sem heil­brigðri og hepp­inni mann­eskju er úthlutað eru flest þess­ara mark­miða smá­vægi­leg og ómerki­leg. Og flest fram­kvæm­an­leg á innan við tíu árum.

Þetta sam­ræm­ist ekki þeirri heims­mynd sem við þekkjum í gegnum hina heilögu ritn­ingu afþrey­ing­ar­efn­is­ins. Sú heims­mynd sem þar er borin á borð er full­búin þriggja þátta línu­laga frá­sögn: Fyrst þarf að gera allt til­bú­ið, svo nær lífið ein­hvers­konar hámarki og síðan er upp­skeru­tími fram að enda­lokum alls sem er.

Fram­halds­skóli, háskóli, hámörk­un. Íbúð, brúð­kaup, barn­eign­ir.

Á meðan leik­ar­arnir taka af sér farð­ann er áhorf­endum ætlað að vera nokkuð saddir af sög­unni og horfa á eftir per­són­unum sigla inn í ein­hvers­konar Ground­hog day eilífrar ham­ingju og upp­fylltra drauma. Var­an­legrar lífs­fyll­ingar með lífs­tíð­ar­á­byrgð.

Stóri gall­inn er sá að þetta er bara plat. Sönn­un­ar­gögn fyrir plat­inu má til dæmis sjá í þeirri stað­reynd að allt raun­veru­leika­sjón­varp er hluti af dag­skrár­gerð, loka­af­urðin er eftir hand­riti og klippt ofan í áhorf­endur til þess að setja á tíma­línu, þjóna þess­ari frá­sagn­ar­hefð sem er okkur svo nauð­syn­leg til að við missum ekki áhug­ann. Endir­inn kemur í lok­in, gott fólk.

En ég óska engum þess að láta blekkj­ast.

Ham­ingjan er ekki verð­launa­gripur



Við þurfum að láta af hug­mynd­inni um þriggja þátta frá­sögn í eigin lífi og starfi, og í einka­líf­inu. Hættum að líta á ham­ingj­una sem verð­launa­grip.  Hug­myndin um hinn eina rétta eða réttu er ekki bara lygi heldur líka skað­leg. Hvað ef kemur til skiln­að­ar, sjúk­dóma eða dauðs­falls ást­vina, fáum við þá aðeins eitt tæki­færi á lífs­ham­ingju? Og hvað í fjand­anum á að gera eftir að enda­kall­inn er unn­inn og tjöldin falla?

Ég er ekki að biðja þig að slökkva á sím­an­um, les­andi góð­ur. Ég bið þig bara að gæta að því að lífið hendir fólk. Hendir því jafn­vel út í skurð. Og þá er gott að muna að það er til fleiri en ein rétt leið, ólíkt því sem ger­ist í bíó.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiÁlit
None