Línuleg hamingja og hugsanaskekkjur

Nína Salvarar handritshöfundur
snjallsimi.jpg
Auglýsing
Úr­val afþrey­ingar hefur aldrei verið meira. Staf­ræna bylt­ingin er lent. Aðgengið er sömu­leiðis orðið svo ótrú­lega algert að inter­netið er lík­ast ein­hvers­konar drauma­vél sem getur fram­kallað hvað sem er, hvenær sem er. Tækja­bún­aður til áhorfs­ins, sím­inn, er alltaf til reiðu svo að þetta allt er í boði hvar sem er; á kló­inu og í ferm­ing­ar­veisl­unni. Þá er sama hvaða teg­und af drama, gríni, fræðslu eða klámi það er sem manni kann að hugnast, það er næsta víst að það er til reiðu. Tími biðar eftir dag­skrár­liðum á sjón­varps­stöðvum er lið­inn þó að mógúlar deyj­andi iðn­aðar reyni að halda öðru fram. Sjón­varp­inu hefur verið fylgt til graf­ar. Það kostar ekki mikið að fram­leiða, við getum skotið okkar eigið efni á far­sím­ann, og með smá­vegis kunn­áttu á klippi­for­rit og snefil af sköp­un­ar­gáfu verður til bíó. Þú getur lært þetta allt á Youtu­be.

Kyn­slóðir sem kunna ekki að láta sér leið­astSömu­leiðis hefur þörfin á afþr­ey­ingu aldrei verið meiri. Nú vaxa úr grasi kyn­slóðir sem kunna ekki og þurfa ekki að láta sér leið­ast. Biðin eftir strætó, kart­öfl­urnar í pott­inum og röðin í Bónus eru orðin lítið annað en gluggar til þess að horfa á nokkur mynd­bönd, hlusta á tón­list, lesa fréttir eða tala við fólk. Jafn­vel daðra við ókunn­ugt fólk. Við erum búin að afþrey­ing­ar­væða allan and­skot­ann. Tími leið­ind­anna er lið­inn og allt er full­kom­ið.

Nú vaxa úr grasi kyn­slóðir sem kunna ekki og þurfa ekki að láta sér leið­ast. Biðin eftir strætó, kart­öfl­urnar í pott­inum og röðin í Bónus eru orðin lítið annað en gluggar til þess að horfa á nokkur mynd­bönd, hlusta á tón­list, lesa fréttir eða tala við fólk.

Auglýsing

Þá kemur upp sú staða að við neyð­umst til að lifa ein­hvers­konar lífi í kringum alla þessa afþr­ey­ingu. Við þurfum að mæta í vinnu og sækja börn í leik­skóla, elda kvöld­mat og moka stétt­ina. Það fylgir ekki ennþá þvag­leggur með hverjum sjón­varps­flakk­ara þannig að maður neyð­ist til þess að standa á fætur á nokk­urra klukku­stunda fresti á þung­búnum laug­ar­degi þó að engum í mynd­inni sé mál. Og allt þetta fólk í þátt­unum þarf ekki að hringja og vera númer átta í röð­inni, borga reikn­inga eða fara til tann­lækn­is. Nema það þjóni sögu­þræð­inum að sjálf­sögðu.

Við þurfum líka að vera nokkuð sam­mála sögu­manni um sann­leika, for­gangs­röðun og gild­is­mat, ann­ars hættum við að horfa. Og auð­vitað er öllum í sög­unni ætl­aður ein­hver alls­herj­artil­gang­ur, ævi­starf. Hverri per­sónu er ætluð eina rétta mann­eskjan til þess að eyða með ævinni. Og hver og ein aðal­per­sóna er mið­punktur sögu­heims­ins. Þetta verður allt svo aug­ljóst þegar maður er áhorf­andi, þó að per­són­urnar vand­ræð­ist fram og til baka á skján­um. Þetta eru nú meiri hálf­vit­arnir þarna í Downton Abbey.

Og þetta hefur að sjálf­sögðu ekki áhrif á það hvernig við hugs­um, er það nokk­uð?

Ground­hog day ei­lífrar ham­ingjuUnd­ir­rituð er alls ekki svo viss um sinn eigin alls­herj­artil­gang. Vissu­lega má setja sér mark­mið, en and­spænis þessum tæpu hund­rað árum sem heil­brigðri og hepp­inni mann­eskju er úthlutað eru flest þess­ara mark­miða smá­vægi­leg og ómerki­leg. Og flest fram­kvæm­an­leg á innan við tíu árum.

Þetta sam­ræm­ist ekki þeirri heims­mynd sem við þekkjum í gegnum hina heilögu ritn­ingu afþrey­ing­ar­efn­is­ins. Sú heims­mynd sem þar er borin á borð er full­búin þriggja þátta línu­laga frá­sögn: Fyrst þarf að gera allt til­bú­ið, svo nær lífið ein­hvers­konar hámarki og síðan er upp­skeru­tími fram að enda­lokum alls sem er.

Fram­halds­skóli, háskóli, hámörk­un. Íbúð, brúð­kaup, barn­eign­ir.

Á meðan leik­ar­arnir taka af sér farð­ann er áhorf­endum ætlað að vera nokkuð saddir af sög­unni og horfa á eftir per­són­unum sigla inn í ein­hvers­konar Ground­hog day eilífrar ham­ingju og upp­fylltra drauma. Var­an­legrar lífs­fyll­ingar með lífs­tíð­ar­á­byrgð.

Stóri gall­inn er sá að þetta er bara plat. Sönn­un­ar­gögn fyrir plat­inu má til dæmis sjá í þeirri stað­reynd að allt raun­veru­leika­sjón­varp er hluti af dag­skrár­gerð, loka­af­urðin er eftir hand­riti og klippt ofan í áhorf­endur til þess að setja á tíma­línu, þjóna þess­ari frá­sagn­ar­hefð sem er okkur svo nauð­syn­leg til að við missum ekki áhug­ann. Endir­inn kemur í lok­in, gott fólk.

En ég óska engum þess að láta blekkj­ast.

Ham­ingjan er ekki verð­launa­gripurVið þurfum að láta af hug­mynd­inni um þriggja þátta frá­sögn í eigin lífi og starfi, og í einka­líf­inu. Hættum að líta á ham­ingj­una sem verð­launa­grip.  Hug­myndin um hinn eina rétta eða réttu er ekki bara lygi heldur líka skað­leg. Hvað ef kemur til skiln­að­ar, sjúk­dóma eða dauðs­falls ást­vina, fáum við þá aðeins eitt tæki­færi á lífs­ham­ingju? Og hvað í fjand­anum á að gera eftir að enda­kall­inn er unn­inn og tjöldin falla?

Ég er ekki að biðja þig að slökkva á sím­an­um, les­andi góð­ur. Ég bið þig bara að gæta að því að lífið hendir fólk. Hendir því jafn­vel út í skurð. Og þá er gott að muna að það er til fleiri en ein rétt leið, ólíkt því sem ger­ist í bíó.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Kristbjörn Árnason
Framlágir sperrileggir
Leslistinn 26. maí 2020
Ró hefur verið yfir í Flugstöð Leifs Eiríkssonar síðustu vikur. Það kann að breytast í sumar.
„Verðum tilbúin þegar flugfélögin koma“
Isavia segist geta brugðist hratt við þegar flugfélög vilja hefja flug til Íslands að nýju. „Við erum þegar tilbúin að taka við vélum og verðum tilbúin þegar flugfélögin koma,“ segir Guðjón Helgason, upplýsingafulltrúi Isavia.
Kjarninn 26. maí 2020
Hluti ríkisstjórnar Íslands.
Fylgisaukning ríkisstjórnarinnar að mestu gengin til baka
Ríkisstjórnarflokkarnir mælast nú sameiginlega með 40,5 prósent fylgi. Það er nánast sama fylgi og Píratar, Samfylking og Viðreisn mælast sameiginlega með. Mestu munar um lítinn stuðning við Framsóknarflokkinn.
Kjarninn 26. maí 2020
Myrka Ísland
Myrka Ísland
Myrka Ísland – Móðir mín í kví kví
Kjarninn 26. maí 2020
Borghildur Sölvey Sturludóttir
Af ást til skipulagsmála
Kjarninn 26. maí 2020
Hin flókna leið Icelandair að framhaldslífi
Þótt hluthafafundur Icelandair hafi samþykkt að leyfa félaginu að halda hlutafjárútboð eru mörg ljón í veginum að því markmiði að tryggja því rekstrarhæfi til framtíðar. Margt hefur verið gert á skömmum tíma til að gera stöðu Icelandair betri.
Kjarninn 26. maí 2020
Samtal við samfélagið – English
Samtal við samfélagið – English
Samtal við samfélagið – Does trust provide the key to changed environmental behaviour?
Kjarninn 25. maí 2020
Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra.
„Þurfum að fara varlega í vindorkuna rétt eins og annað“
Umhverfis- og auðlindaráðherra sagði á þingi í dag að Íslendingar þyrftu að skoða vindorku út frá þeim þáttum er snúa að náttúru og náttúruvernd.
Kjarninn 25. maí 2020
Meira úr sama flokkiÁlit
None