Auglýsing

Met­unum rignir á Kefla­vík­ur­flug­velli þessa dag­ana. Í júlí var þar enn eitt metið slegið í fjölda far­þega, en þá fóru tæp­lega 550 þús­und far­þegar um flug­völl­inn og var það í fyrsta skiptið sem fjöld­inn í einum mán­uði fer yfir hálfa millj­ón. Fjölg­unin nemur 17,8 pró­sentum miðað við sama mánuð í fyrra, en það sem af er árinu hafa 2,2 millj­ónir far­þega stungið nef­inu inn á Kefla­vík­ur­flug­völl. Það er fjölgun upp á ríf­lega tutt­ugu pró­sent á milli ára.

Athygli skal vakin á því að um er að ræða far­þega um Kefla­vík­ur­flug­völl, bæði þá sem eru að koma og fara, en fjölg­unin í júlí­mán­uði rennir óneit­an­lega stoðum undir spár sér­fræð­inga sem telja að fjöldi ferða­manna á Íslandi á þessu ári muni fara yfir eina millj­ón, í fyrsta skipti síðan mæl­ingar hófust.

Þess­ari miklu far­þega­fjölgun síð­ustu ár fylgir aukið álag á inn­viði flug­stöðv­ar­inn­ar, eð því er fram kom í frétta­til­kynn­ingu frá Isa­via á dög­un­um. Til þess að bregð­ast við spreng­ing­unni hefur Isa­via ráð­ist í ýmsar fram­kvæmdir und­an­far­ið. Nýverið var lokið við tvö­földun á afkasta­getu far­ang­urs­flokk­un­ar­kerf­is­ins og þessi dægrin er unnið að því að steypa sökkul að fimm þús­und fer­metra við­bygg­ingu við suð­ur­hluta flug­stöðv­ar­innar sem gert er ráð fyrir að taka í notkun árið 2016.

Auglýsing

[em­bed]htt­p://issu­u.com/kjarn­inn/docs/2014_08_07/4[/em­bed]

Við­rekstrar og oln­boga­skot



Á sama tíma og alþjóða­flug­völl­ur­inn okkar er svo gott sem sprung­inn ríkir kraðaks­á­stand á helstu ferða­manna­stöðum lands­ins, með til­heyr­andi við­rekstrum og oln­boga­skot­um, sam­fara ört hækk­andi verði á súkkulaði­tertu­sneið­um, vondu kaffi og snakk­pok­um. Á meðan brugð­ist er við vegna hrikt­andi inn­viða á Kefla­vík­ur­flug­velli eru aðrir inn­viðir látnir reka á reið­an­um. Það blasir við að stór­auk­inn fjöldi ferða­manna hefur sömu­leiðis áhrif á aðra inn­viði sam­fé­lags­ins, svo sem vega­kerfið og heil­brigð­is­kerf­ið. Þar hlýtur óneit­an­lega að hrikta líka í stoð­um.

Biðraðir við helstu ferða­manna­staði lands­ins eru orðnar dag­legt brauð og á þeim er farið að sjá. Algjört stefnu­leysi virð­ist ríkja varð­andi ágang á íslenskar nátt­úruperl­ur.

Spreng­ing í komu ferða­manna til lands­ins hefur margar afleið­ing­ar, og alls ekki bara slæm­ar. Versl­un­ar­rekstur blómstrar til að mynda við Lauga­veg­inn, litlar búðir með sér­hæfðan varn­ing spretta upp eins og gorkúlur og tölu­vert líf hefur færst í minni bæj­ar­fé­lög úti á landi, sem áður máttu muna sinn fífil feg­urri. Á sama tíma hlað­ast ný hótel upp, sem margir efast um að muni nokkurn tím­ann standa undir sér. Gullæðið er í algleym­ingi.

Tjaldað til einnar nætur eins og venju­lega



Þó svo að ferða­þjón­ustan sé nú orðin ein helsta tekju­stoð þjóð­ar­bús­ins má gera miklu bet­ur. Í tengslum við boð­aðan nátt­úrupassa hefur verið um það rætt að koma á sér­stöku komu­gjaldi á alla far­þega sem hingað koma. Komu­gjaldið myndi að sjálf­sögðu leggj­ast á íslenska far­þega líka, enda óheim­ilt að mis­muna fólki eftir þjóð­erni. Tekjur af nátt­úru­pass­anum myndu skila millj­örðum króna, en patt­staða pass­ans skýrist að mörgu leyti af því að hags­muna­að­ilar í ferða­þjón­ust­unni geta ekki komið sér saman um tvennt; hver eigi að halda utan um fjár­magnið sem safn­ast og hver og hvernig skuli útdeila því. Þá getur ferða­þjón­ustu­geir­inn ekki hugsað sér fyrir sitt litla líf að stjórn­völd fái að festa klær sínar í sjóð­inn, enda rök­studdur grunur fyrir hendi að stjórn­völd muni verja fénu í annað en því er ætl­að.

Á meðan hóp­ast yfir milljón ferða­menn til lands­ins með til­heyr­andi ágangi og nátt­úru­spjöll­um. Á meðan stjórn­völd og hags­muna­að­ilar geta ekki komið sér saman um hvert skuli stefna er hætta á að landið glati sér­stöðu sinni. Sem fyrr er tjaldað til einnar nætur á Íslandi.

Stórri spurn­ingu er þar að auki ósvar­að, varð­andi það hvernig við viljum mark­aðs­setja Ísland. Viljum við að Ísland verði eins og heild­sölu­versl­un, með mal­bik­aða vegi fyrir Yaris-bíla­leigu­bíla með ótak­markað fram­boð af vörum fyrir alla? Eða viljum við að Ísland verði dýr lúx­usversl­un, þar sem fjöldi ferða­manna er ef til vill tak­mark­aður og róm­an­tík lands­ins felst fyrst og síð­ast í mal­ar­vega­sveita­róm­an­tík­inni?

Rík­is­sjóður þarf að fá stærri sneið af kök­unni



Fyrir ekki svo löngu eyddu Íslend­ingar meira af pen­ingum á ferðum sínum erlendis en ferða­menn eyddu hér á landi. Er það ekki hagur okkar allra, fyrst við erum að opna dyr lands­ins upp á gátt þó að við séum engan veg­inn í stakk búin að taka við þeim öllum svo gott sé, að við högn­umst vel í leið­inni? Gistin­átta­skatt­ur­inn, sem hefði skilað rík­is­sjóði umtals­verðum fjár­mun­um, var tal­aður niður og ferða­­þjón­ust­una hryllir við óhjá­kvæmi­legri far­gjalda­hækkun sem sér­stakt komu­gjald myndi hafa í för með sér.

Væri ekki ráð að við lærðum af reynsl­unni og krefð­umst þess að við græddum svo­lítið á auð­lindum okkar svona til til­breyt­ing­ar?

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiLeiðari
None