Hugmynd Bjarna Ben er góð og áhugaverð

bjarni-ben-vef.jpg
Auglýsing

Bjarni Bene­dikts­son, efna­hags- og fjár­mála­ráð­herra og for­maður Sjálf­stæð­is­flokks­ins, nefndi það á aðal­fundi Lands­virkj­unar á dög­unum að það gæti komið til greina að ríkið myndi selja 10 til 20 pró­sent hlut í Lands­virkjun til íslenskra líf­eyr­is­sjóða. Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn fór strax í stell­ing­ar, sá tæki­færi til þess að ná til almenn­ings og mót­mælti þessum hug­myndum Bjarna. Eygló Harð­ar­dótt­ir, félags- og hús­næð­is­mála­ráð­herra, tók að sér að mót­mæla þessu fyrir hönd Fram­sókn­ar­flokks­ins og sagði að Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn myndi aldrei styðja einka­væð­ingu orku­fyr­ir­tækja.

Um hvað snýst þessi hug­mynd Bjarna?

Í stuttu máli þá fengju líf­eyr­is­sjóð­irn­ir, sem þurfa að fjár­festa fyrir um 13 millj­arða á mán­uði fyrir sjóð­fé­laga, tæki­færi til þess að fjár­festa í „er­lendri eign“ þar sem efna­hagur Lands­virkj­unar er bund­inn í erlendum eignum að mestu, tekjur og skuld­ir. Þó alltaf megi deila um arð­semi Lands­virkj­unar þá er hún þó þannig, að miklu betra væri fyrir líf­eyr­is­sjóð­ina að binda fé sitt í hlut í Lands­virkjun en að kaupa hús­næð­is­skuldir almenn­ings, rík­is­ins eða hluta­bréfin í Kaup­höll Íslands út í hið óend­an­lega. Svo ekki sé talað um að geyma féð á næstum ávöxt­un­ar­lausum inn­láns­reikn­ing­um, en tæp­lega 200 millj­arðar af fé líf­eyr­is­sjóð­anna er oft talið með hinni svoköll­uðu snjó­hengju þegar grein­endur eru teikna upp kvikar krónu­eignir í hag­kerf­inu. Það er að tæp­lega 200 millj­arðar króna eru lík­legar til þess að leita úr hag­kerf­inu við afnám fjár­magns­hafta. Með öðrum orð­um; þetta væri mjög kærkomið fyrir líf­eyr­is­sjóð­ina, myndi létta á þrýst­ingi í hafta­hag­kerf­inu og myndi þar að auki ekki breyta neinu um að eign­ar­hald á Lands­virkjun væri ennþá að öllu leyti í eigu almenn­ings.

Auglýsing

Ríkið á í miklum vand­ræðum vegna mik­illa opin­berra skulda og þarna gæti ríkið fengið fé til að greiða niður skuld­ir. Auð­vitað ótt­ast maður um að skamm­sýnir stjórn­mála­menn myndu fara að nota féð í gælu­verk­efni, eins og að gefa fólki fé í gegnum vef­síður sem þarf ekk­ert á því að halda. Þó það sé ævin­týra­legt og fjar­stæðu­kennt rugl, sem almenn­ingur hefur reyndar bless­un­ar­lega séð í gegnum sam­kvæmt könn­unum á fylgi flokk­anna, þá vitum við nú að allt getur gerst. Stjórn­mála­menn eru alltaf vísir með að fara vin­sæld­ar­brölts­leið­ina, maður getur lítið annað en vonað það besta og að heil­brigð skyn­semi ráði för við eyðslu fjár­magns úr rík­is­sjóði.

Í ljósi þess hve mikið fé gæti komið til rík­is­ins við þessi við­skipti, gæti þetta verið skyn­sam­leg ráð­stöfð­un, aðgerð sem bæði kaup­andi og selj­andi – sem er almenn­ingur beggja megin við borðið – myndi hagn­ast á. Eigið fé Lands­virkj­unar var 185 millj­arðar króna í lok árs í fyrra. Búast má við því að verð­bil á hlut rík­is­ins í þessum við­skiptum væri á bil­inu 1,5 til 2,5 sinnum eigið fé. Það gerir verð­miða á bil­inu 278 til 462 millj­arðar fyrir heild­ar­hlutafé félags­ins. Hlut­ur­inn sem Bjarni nefndi að gæti verið seldur væri á bil­inu 27,8 til 55,6 millj­arðar (10 til 20 pró­sent á bil­inu 1,5 sinnum eigið fé), eða 46,2 til 92,4 millj­arðar (10 til 20 pró­sent á bil­inu 2,5 sinnum eigið fé).

Annað sem vitað er að myndi ávinn­ast við þessa breyt­ingu á eign­ar­haldi er að láns­hæfi Lands­virkj­unar yrði betra og ekki eins háð rík­inu eins og nú. Þetta hafa láns­hæf­is­mats­fyr­ir­tæki, sem hafa því miður mikil áhrif ennþá á alþjóða­mörk­uðum hvað sem líður mis­tökum þeirra áður fyrr, gefið í skyn í skýrslum sín­um.

Fram­sókn hefur bæði verið með og á móti

Það hefur reyndar ekki verið gott að meta hvernig Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn hefur horft á eign­ar­hald í Lands­virkjun í gegnum tíð­ina. Fyrir innan við ára­tug töl­uðu full­trúar Fram­sókn­ar­flokks­ins í stjórn félags­ins, meðal ann­ars stjórn­ar­for­maður Jóhannes Geir Sig­ur­geirs­son, um að það gæti verið æski­legt fyrir Lands­virkjun til fram­tíðar litið að líf­eyr­is­sjóðir væru í eig­anda­hópi fyr­ir­tæk­is­ins. Þannig hefur flokk­ur­inn verið bæði með og á móti breyt­ingum á eign­ar­haldi fyr­ir­tæk­is­ins, sé bara horft til und­an­far­inna ára.

Fer að miklu leyti úr landi

Til ein­föld­unar þá er rekstur Lands­virkj­un­ar, eins og hann er núna, ágætur fyrir erlenda fjár­festa. Það átta sig kannski ekki allir á því, en umræða á það til á snú­ast á hvolf og éta sig síðan innan frá upp til agna þegar erlendir fjár­festar bland­ast inn í mál­ið. Til ein­föld­unar þá er rekstur Lands­virkj­unar þannig, að fyrir hverjar 10 krónur í tekj­ur, þá fara fjórar til fimm strax beint úr landi til erlendra fjár­festa (lán­veit­end­ur). Restin fer í annan kostnað og svo er eitt­hvað eftir í rekstr­ar­hagn­að. Ástæðan fyrir þessu er sú að rekstr­ar­módel fyr­ir­tæk­is­ins hefur til þessa byggt á því að félagið hafi gott aðgengi að erlendu lánsfé á hag­stæðum kjör­um. Þannig gæti fyr­ir­tækið tryggt lágan fjár­magns­kostnað á öllum tímum og við­haldið ásætt­an­legri arð­semi. Þessum tíma – þar sem vextir voru mjög lágir, einkum 2001 til 2007 – er lokið og ekki fyr­ir­sjá­an­legt í nán­ustu fram­tíð að góð kjör bjóðist á erlendum láns­fjár­mörk­uðum í nán­ustu fram­tíð. Einkum og sér í lagi fyr­ir­tæki sem miða láns­kjör sín alveg við íslenska rík­ið. Með því að dreifa form­legu eign­ar­haldi milli rík­is­ins og líf­eyr­is­sjóða gæti rekstur fyr­ir­tæk­is­ins ein­fald­lega batnað og mögu­leikar til þess að fá góð vaxta­kjör gætu auk þess orðið meiri.

Af þessum sökum finnst mér hug­mynd Bjarna Ben um breyt­ingar á eign­ar­haldi Lands­virkj­unar góð og áhuga­verð, alveg óháð stefnu og straumum þegar kemur að hægri og vinstri í stjórn­mál­um.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiÁlit
None