Litlir karlar eru litlum körlum bestir

boardofdirectors-1.jpg
Auglýsing

Þegar íslenskt efna­hags­líf hrundi haustið 2008 þá gerð­ist það í kjöl­far þess að hópur Íslend­inga, með fulla vasa af pen­ingum erlendra banka sem dældu fé inn í tál­mynd­ina um íslenska efna­hagsund­rið, fór væg­ast sagt ógæti­lega með þá ábyrgð sem þeim var annað hvort falin eða þeir tóku sér sjálf­ir. Þessi hópur naut, og nýtur að mörgu leyti enn, fjár­hags­legra ávaxta þess­arra gölnu tíma á meðan að restin af okkur sem hér búum fáum að axla afleið­ing­arnar af partý­inu.

Þessi hópur á margt sam­eig­in­legt. Hann var, og er, áhættu­sæk­inn, gráð­ug­ur, eig­in­gjarn, sér­hlíf­inn, á erfitt með að líta í eigin barm og hefur í ein­hverjum til­fellum ástundað glæp­sam­lega hegð­un. Og hann er nán­ast ein­vörð­ungu skip­aður körl­um.

Í kjöl­farið var ákveðið að ráð­ast í að skrifa nokkur þús­und blað­síðna rann­sókn­ar­skýrslu um hvernig þessum körlum, og körlunum sem stýrðu að mestu stjórn­mál­unum og að öllu leyti Seðla­bank­anum og Fjár­mála­eft­ir­lit­inu, tókst að skapa þessar stór­hættu­legu aðstæður og afleið­ingar þeirra, sem enn lita líf okkar meira en nokkuð annað tæpum sex árum síð­ar.

Auglýsing

Eitt af því sem við hefðum átt að læra er að inn­vinkla meiri­hluta þjóð­ar­inn­ar, kon­ur, meira í lyk­ilá­kvarð­anir sem hafa áhrif á sam­fé­lag­ið. Það hefur því miður ekki gerst. Raunar er það fjarri lagi. Þegar kemur að helstu valda­stofn­unum sam­fé­lags­ins og sér­stak­lega stýr­ingu fjár­magns þá lifir feðra­veldið ólseiga enn ótrú­lega góðu lífi.

almennt_22_05_2014

Skamm­vinnur vermir breyt­inga



Strax eftir banka­hrunið varð krafan um fleiri konur mjög sterk innan stjórn­mál­anna. Eftir kosn­ing­arnar 2009 varð hlut­fall þeirra á meðal þing­manna 43 pró­sent og Jóhanna Sig­urð­ar­dóttir varð skömmu áður fyrsta konan í sögu lýð­veld­is­ins til að setj­ast í stól for­sæt­is­ráð­herra. Í fyrsta ráðu­neyti hennar var kynja­hlut­fall ráð­herr­anna hnífjafnt og af þeim 15 sem gengdu ráð­herra­emb­ætti í öðru ráðu­neyti Jóhönnu voru sjö kon­ur. Tábú voru brot­in.

Þá er kona, Birna Ein­ars­dótt­ir, yfir einum af stóru bönk­unum og önn­ur, Unnur Gunn­ars­dótt­ir, for­stjóri Fjár­mála­eft­ir­lits­ins. Auk þess var ákveð­inn sigur unnin þegar Arion banki kaus sér nýja stjórn fyrir skemmstu þar sem konur eru í meiri­hluta. Það er í fyrsta sinn sem slíkt ger­ist í stjórn stóru bank­anna hér­lend­is.

Í sept­em­ber 2013 tóku líka gildi lög sem gerðu þær kröfur að hlut­fall hvors kyns í stjórnum fyr­ir­tækja með fleiri en 50 starfs­menn væri að minnsta kosti 40 pró­sent. Þetta leiddi til þess að ansi mörg fyr­ir­tæki og líf­eyr­is­sjóðir þurftu að ráð­ast í miklar breyt­ing­ar, enda var hlut­fall kvenna í stjórnum sem féllu undir lög­gjöf­ina ein­ungis 20 pró­sent í árs­lok 2009. Í lok árs 2013 hafði laga­setn­ingin skilað því að 31 pró­sent þeirra sem í stjórn­unum sátu voru kon­ur, en ein­ungis helm­ingur þeirra fyr­ir­tækja sem falla undir skil­yrðin hafa upp­fyllt þau.

Þurfa að spila karla­leik­inn



Maður fær það samt á til­finn­ing­una að þessum breyt­ingum fylgi ekki nægj­an­legt alvara. Að valda­karl­arnir séu að leyfa kon­unum að vera með til að þær hætti þessu röfli. Áhersl­urnar í stjórn­málum og við­skiptum eru enn mjög karllægar og harð­ar. Konur þurfa að spila karla­leik­inn til að fá að vera með.

Það var líka aft­ur­för í þessum málum í síð­ustu kosn­ing­um. Þá náðu 25 konur kjöri og hlut­fall kvenna á meðal alþing­is­manna lækk­aði í 39,7 pró­sent. Rík­is­stjórnin sem mynduð var í kjöl­farið inni­heldur sex karla og þrjár kon­ur. Leið­togar hennar eru báðir karl­ar. Í kom­andi borg­ar­stjórn­ar­kosn­ingum er þessi slag­síða slá­andi. Af þeim fram­boðum sem hafa til­kynnt að þau ætli var lengi vel ein­ungis eitt leitt af konu. Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn fjölg­aði þeim í tvö á loka­metr­un­um. Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn teflir hins vegar fram mið­aldra körlum í þremur efstu sæt­unum hjá sér.

Svo eru Seðla­banka­stjóri, aðstoð­ar­seðla­banka­stjóri og aðal­hag­fræð­ingur þess banka auð­vitað allir karl­ar.

Karlar stýra nán­ast öllum pen­ing­unum



En verst er ástandið í fjár­mála­geir­an­um. Eða, rétt­ara sagt, á meðal þeirra sem stýra íslensku fjár­fest­inga­um­hverfi og fjár­mála­kerfi. Í úttekt sem Kjarn­inn gerði í febr­ú­ar, og náði til 88 æðstu stjórn­enda slíkra fyr­ir­tækja, kom í ljós að 82 þeirra er stýrt af körl­um. Sex stjórn­end­anna, eða 6,8 pró­sent, eru kon­ur.

Einum við­skipta­banka er stýrt af konu. Tölu­verður meiri­hluti ann­arra fram­kvæmda­stjóra þeirra þriggja stærstu, sem eru með yfir 90 pró­sent mark­aðs­hlut­deild, eru karl­ar. Engu sjóðs­stýr­ing­ar- eða eign­ar­stýr­ing­ar­fyr­ir­tæki, engu orku­fyr­ir­tæki, korta­fyr­ir­tæki, öðrum minni fjár­mála­fyr­ir­tækjum eða tíu stærstu líf­eyr­is­sjóðum lands­ins, sem eiga rúm­lega 80 pró­sent af þeim 2.700 millj­örðum króna sem líf­eyr­is­kerfið á, er stýrt af konu. Af þeim 26 líf­eyr­is­sjóðum sem til eru í land­inu er ein­ungis tveimur stýrt af kon­um. Saman eiga þessir tveir sjóðir tæp­lega 3,2 pró­sent allra eigna íslenska líf­eyr­is­kerf­is­ins.

Tvær konur stýra spari­sjóði, en önnur er reyndar for­stöðu­maður spari­sjóðs sem heyrir undir ann­an. Spari­sjóðs­stjóri hans er karl. Af þeim tíu fyr­ir­tækjum sem skráð eru á markað er einu, VÍS, stýrt af konu. Þau sex félög sem hafa annað hvort til­kynnt um, eða verið orðuð við, skrán­ingu á þessu ári er ekk­ert með for­stjóra sem er kona.

Ef litið er niður fyrir fram­kvæmda­stjóra­stigíð í öllum ofan­greindum fyr­ir­tækjum og sjóð­um, og í eigna­stýr­ingar þar sem fjár­fest­ingum og þar með pen­ingum er stýrt, er kynja­hlut­fallið jafn­vel enn verra. Nið­ur­staðan er nokkuð skýr. Karlar stýra nær öllu pen­ing­unum á Íslandi.

Litlir karlar þurfa völd



Mér er meinilla við að hólfa kynin nið­ur. En mér finnst konur búa í meira mæli yfir ákveðnum eig­in­leikum sem marga karl­menn skort­ir. Þetta eru eig­in­leikar á borð við var­færni, ábyrgð, get­una til að líta í eigin barm og horfa til lengra tíma frekar en að ein­blína alltaf á skamm­tíma­á­hrif ákvarð­anna sinna.

Rann­sóknir sýna líka að fyr­ir­tæki með fleiri konum í stjórn­un­ar­stöðum skila mark­tækt betri árangri en fyr­ir­tæki með engar konur í slíkum stöð­um. Þetta má meðal ann­ars sjá í skýrslu ráð­gjafa­fyr­ir­tæk­is­ins McK­insey frá því í fyrra, sem ber heitið „Women Matter 2013: Mov­ing cor­porate cult­ure, mov­ing bound­aries“. Þar segir einnig að það sem hindri fram­gang kvenna sé fyrst og síð­ast fyr­ir­tækja­menn­ing sem sé konum óhlið­holl.

Það er því eðli­legt að spyrja hvað valdi því að karlar haldi svona þétt um alla valdatauma íslensks sam­fé­lags þegar það hefur sýnt sig að þeir eru verri stjórn­end­ur, fara verr með fé, sýna minni ábyrgð og hafa til­hneig­ingu til að haga sér á margar hátt mun óskyn­sam­legra en kon­ur?

Svarið er minni­mátt­ar­kennd. Valda­karl­arn­ir, litlu karl­arn­ir, þekkja valda­karla­heim­inn og vilja við­halda hon­um. Þeir hræð­ast breyt­ing­arnar því þær gætu opin­berað enn frekar að litlir karlar standa ekki undir þeirri ábyrgð sem þeir hafa sjálfir tekið sér. Og þeir þurfa á öðrum litlum körlum að halda til að leik­ur­inn gangi upp.

Oft er sagt að konur séu konum verst­ar. Á sama hátt má vel full­yrða að karlar séu körlum best­ir. Að minnsta kosti litlir karl­ar.

Pistill­inn birt­ist fyrst í 15 ára afmæl­is­út­gáfa FKA-­blaðs­ins sem kom út um miðjan maí.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiÁlit
None