Auglýsing

Tæp vika er nú liðin frá því að vetr­inum lauk á Alþingi. Það má lík­lega slá því föstu að þessa fyrsta þingárs undir for­sæti Sig­mundar Dav­íðs Gunn­laugs­­sonar verði í fram­tíð­inni fyrst og fremst minnst fyrir skulda­nið­ur­fell­ing­ar. Fá önnur mál verið sett í for­gang hjá stjórn­völdum á þessu fyrsta ári, nema kannski lækkun veiði­gjalda og mis­heppnuð til­raun til að draga til baka umsókn að Evr­ópu­sam­band­inu, og fá þeirra munu hafa eins miklar afleið­ing­ar.

 Aft­ast í gogg­un­ar­röð­inni



Mál­efni útlend­inga hafa verið áber­andi í almennri umræðu í vetur en það er sann­ar­lega ekki að und­ir­lagi stjórn­valda, sem hefðu lík­lega viljað sleppa tali um þau með öllu. Það er ekki skrýtið eftir heldur slaka frammi­stöðu. Reyndar fóru í gegn lög á síð­ustu dögum þings­ins sem bæta rétt­ar­stöðu útlend­inga, með skipun óháðrar úrskurð­ar­nefndar í mál­efnum þeirra og hrað­ari máls­með­ferð. Því má fagna. Það mál var fyrst lagt fram í tíð síð­ustu rík­is­stjórn­ar, sem mistókst að koma því, sem og heild­ar­end­ur­skoðun sinni á mál­efnum útlend­inga utan EES, í gegnum þing­ið. Slík heild­ar­end­ur­skoðun á lög­unum er nauð­syn­leg, því hafi það farið fram­hjá ein­hverjum eru þessi mál í ólestri á Íslandi, svo vægt sé til orða tek­ið. Útlend­inga­mál hafa ekki verið sett í for­gang. Það er ekki nóg að standa í tíma­bundnu átaki til að stytta bið­tíma hæl­is­leit­enda og lofa að skoða mál­ið. Það þarf að taka til í öllu heila batt­er­í­inu og til þess þarf vilja, en það þarf líka pen­ing. Pen­ing sem hefði til dæmis getað komið í gegnum lítið brot af banka­skatt­inum sem nú er eyrna­merktur nið­ur­­­fell­ing­unum ef hann á annað borð inn­heimt­ist.

almennt_22_05_2014

Á síð­ustu dögum þings­ins náð­ist líka í gegn þings­á­lykt­un­ar­til­laga um upp­bygg­ingu á Land­spít­al­an­um. Því má líka fagna. Sú til­laga var hins vegar ekki á vegum stjórn­valda, heldur lögð fram af stjórn­ar­and­stöðu­þing­manni, enda hefur flokk­ur­inn sem er í for­sæti áður talað fyrir því að fresta fram­kvæmdum við nýjan spít­ala. 60 millj­arða upp­bygg­ing­una sem nú er búið að sam­þykkja á að fjár­magna með því að selja eignir rík­is­ins, eignir almenn­ings. Það er nefni­lega nauð­syn­legt að fjár­mögn­unin fyrir verk­inu sé tryggð í þessu til­viki, þótt það horfi aðeins öðru­vísi við þegar kosn­inga­lof­orð Fram­sóknar á í hlut.

Auglýsing

Gall­arnir við kosn­inga­lof­orðið eru vel þekktir og óþarfi að fara mjög náið út í þá. Nóg er að nefna að fjöldi fólks sem fær nið­ur­fell­ingu getur varla talist hafa orðið fyrir for­sendu­bresti og fjöldi er ekki eða verður í neinum vand­ræðum með lánin sín. Þetta fólk þarf ekki á nið­ur­fell­ingu skulda sinna að halda, og það vita stjórn­völd alveg því fjöl­margir hafa bent á það. Einnig hefur verið sýnt fram á ósann­girn­ina í því að leigj­endur sitji eftir í súp­unni eftir þessar nið­ur­fell­ing­ar, hóp­ur­inn sem hefur farið einna verst út úr efna­hags­á­standi síð­ustu ára. Nú segir for­sæt­is­ráð­herra að til standi að gera eitt­hvað í málum þeirra á næst­unni en eftir stendur samt sem áður að sá hópur var ekki í for­gangi hjá stjórn­völd­um. Hann mætir afgangi.

Fátæka fólk­ið, veika fólkið og útlend­ing­arnir eru fólkið sem var sett aft­ast í gogg­un­ar­röð­ina hjá stjórn­völdum þetta fyrsta ár. Samt eru þetta hóp­arnir sem standa höllustum fæti. Á sama tíma og þingið var að ljúka störfum sínum kom út skýrsla á vegum Rauða kross­ins sem sýndi að for­dómar færu vax­andi, sér­stak­lega í garð inn­flytj­enda, og að næstum einn af hverjum tíu Íslend­ingum væri undir fátækt­ar­mörk­um. Þrettán pró­sent til við­bótar eiga á hættu að verða fátæk. Þessir hópar þurfa mesta hjálp.

Ekki bara kosn­inga­lof­orð



Skulda­nið­ur­fell­ing­arnar eru ekki bara kosn­inga­lof­orð Fram­sóknar um upp­risu óskil­greindrar milli­stétt­ar. Þær eru skýrt merki um for­gangs­röðun í þágu þeirra sem hafa það upp til hópa ágætt. Þær eru val stjórn­ar­innar um að setja 80 millj­arða af almannafé til að borga fólki sem að stórum hluta til þarf ekki á því að halda. Sem þýð­ir, eins og líka hefur verið bent margoft á og úr mörgum átt­um, að þessir pen­ingar fara í aukna neyslu þessa fólks, sem kemur svo niður á öllum í formi verð­bólgu. Þetta eru neyslu­lán til sumra sem allir þurfa að borga til baka.

Kannski myndu þessi mál horfa öðru­vísi við ef unnið hefði verið jöfnum höndum að aðgerðum fyrir aðra þjóð­fé­lags­­hópa og þessa óskil­greindu milli­stétt. Og kannski er bara gott að þingið er farið í langt frí. Þá má láta sig dreyma um að tím­inn fram á haust dugi til að breyta hugs­un­ar­­hætt­inum svo að þing komi saman í haust og vinni öllum til hags­bóta, ekki bara sum­um.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiLeiðari
None