Hugmynd Bjarna Ben er góð og áhugaverð

bjarni-ben-vef.jpg
Auglýsing

Bjarni Benediktsson, efnahags- og fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, nefndi það á aðalfundi Landsvirkjunar á dögunum að það gæti komið til greina að ríkið myndi selja 10 til 20 prósent hlut í Landsvirkjun til íslenskra lífeyrissjóða. Framsóknarflokkurinn fór strax í stellingar, sá tækifæri til þess að ná til almennings og mótmælti þessum hugmyndum Bjarna. Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra, tók að sér að mótmæla þessu fyrir hönd Framsóknarflokksins og sagði að Framsóknarflokkurinn myndi aldrei styðja einkavæðingu orkufyrirtækja.

Um hvað snýst þessi hugmynd Bjarna?

Í stuttu máli þá fengju lífeyrissjóðirnir, sem þurfa að fjárfesta fyrir um 13 milljarða á mánuði fyrir sjóðfélaga, tækifæri til þess að fjárfesta í „erlendri eign“ þar sem efnahagur Landsvirkjunar er bundinn í erlendum eignum að mestu, tekjur og skuldir. Þó alltaf megi deila um arðsemi Landsvirkjunar þá er hún þó þannig, að miklu betra væri fyrir lífeyrissjóðina að binda fé sitt í hlut í Landsvirkjun en að kaupa húsnæðisskuldir almennings, ríkisins eða hlutabréfin í Kauphöll Íslands út í hið óendanlega. Svo ekki sé talað um að geyma féð á næstum ávöxtunarlausum innlánsreikningum, en tæplega 200 milljarðar af fé lífeyrissjóðanna er oft talið með hinni svokölluðu snjóhengju þegar greinendur eru teikna upp kvikar krónueignir í hagkerfinu. Það er að tæplega 200 milljarðar króna eru líklegar til þess að leita úr hagkerfinu við afnám fjármagnshafta. Með öðrum orðum; þetta væri mjög kærkomið fyrir lífeyrissjóðina, myndi létta á þrýstingi í haftahagkerfinu og myndi þar að auki ekki breyta neinu um að eignarhald á Landsvirkjun væri ennþá að öllu leyti í eigu almennings.

Auglýsing

Ríkið á í miklum vandræðum vegna mikilla opinberra skulda og þarna gæti ríkið fengið fé til að greiða niður skuldir. Auðvitað óttast maður um að skammsýnir stjórnmálamenn myndu fara að nota féð í gæluverkefni, eins og að gefa fólki fé í gegnum vefsíður sem þarf ekkert á því að halda. Þó það sé ævintýralegt og fjarstæðukennt rugl, sem almenningur hefur reyndar blessunarlega séð í gegnum samkvæmt könnunum á fylgi flokkanna, þá vitum við nú að allt getur gerst. Stjórnmálamenn eru alltaf vísir með að fara vinsældarbröltsleiðina, maður getur lítið annað en vonað það besta og að heilbrigð skynsemi ráði för við eyðslu fjármagns úr ríkissjóði.

Í ljósi þess hve mikið fé gæti komið til ríkisins við þessi viðskipti, gæti þetta verið skynsamleg ráðstöfðun, aðgerð sem bæði kaupandi og seljandi – sem er almenningur beggja megin við borðið – myndi hagnast á. Eigið fé Landsvirkjunar var 185 milljarðar króna í lok árs í fyrra. Búast má við því að verðbil á hlut ríkisins í þessum viðskiptum væri á bilinu 1,5 til 2,5 sinnum eigið fé. Það gerir verðmiða á bilinu 278 til 462 milljarðar fyrir heildarhlutafé félagsins. Hluturinn sem Bjarni nefndi að gæti verið seldur væri á bilinu 27,8 til 55,6 milljarðar (10 til 20 prósent á bilinu 1,5 sinnum eigið fé), eða 46,2 til 92,4 milljarðar (10 til 20 prósent á bilinu 2,5 sinnum eigið fé).

Annað sem vitað er að myndi ávinnast við þessa breytingu á eignarhaldi er að lánshæfi Landsvirkjunar yrði betra og ekki eins háð ríkinu eins og nú. Þetta hafa lánshæfismatsfyrirtæki, sem hafa því miður mikil áhrif ennþá á alþjóðamörkuðum hvað sem líður mistökum þeirra áður fyrr, gefið í skyn í skýrslum sínum.

Framsókn hefur bæði verið með og á móti

Það hefur reyndar ekki verið gott að meta hvernig Framsóknarflokkurinn hefur horft á eignarhald í Landsvirkjun í gegnum tíðina. Fyrir innan við áratug töluðu fulltrúar Framsóknarflokksins í stjórn félagsins, meðal annars stjórnarformaður Jóhannes Geir Sigurgeirsson, um að það gæti verið æskilegt fyrir Landsvirkjun til framtíðar litið að lífeyrissjóðir væru í eigandahópi fyrirtækisins. Þannig hefur flokkurinn verið bæði með og á móti breytingum á eignarhaldi fyrirtækisins, sé bara horft til undanfarinna ára.

Fer að miklu leyti úr landi

Til einföldunar þá er rekstur Landsvirkjunar, eins og hann er núna, ágætur fyrir erlenda fjárfesta. Það átta sig kannski ekki allir á því, en umræða á það til á snúast á hvolf og éta sig síðan innan frá upp til agna þegar erlendir fjárfestar blandast inn í málið. Til einföldunar þá er rekstur Landsvirkjunar þannig, að fyrir hverjar 10 krónur í tekjur, þá fara fjórar til fimm strax beint úr landi til erlendra fjárfesta (lánveitendur). Restin fer í annan kostnað og svo er eitthvað eftir í rekstrarhagnað. Ástæðan fyrir þessu er sú að rekstrarmódel fyrirtækisins hefur til þessa byggt á því að félagið hafi gott aðgengi að erlendu lánsfé á hagstæðum kjörum. Þannig gæti fyrirtækið tryggt lágan fjármagnskostnað á öllum tímum og viðhaldið ásættanlegri arðsemi. Þessum tíma – þar sem vextir voru mjög lágir, einkum 2001 til 2007 – er lokið og ekki fyrirsjáanlegt í nánustu framtíð að góð kjör bjóðist á erlendum lánsfjármörkuðum í nánustu framtíð. Einkum og sér í lagi fyrirtæki sem miða lánskjör sín alveg við íslenska ríkið. Með því að dreifa formlegu eignarhaldi milli ríkisins og lífeyrissjóða gæti rekstur fyrirtækisins einfaldlega batnað og möguleikar til þess að fá góð vaxtakjör gætu auk þess orðið meiri.

Af þessum sökum finnst mér hugmynd Bjarna Ben um breytingar á eignarhaldi Landsvirkjunar góð og áhugaverð, alveg óháð stefnu og straumum þegar kemur að hægri og vinstri í stjórnmálum.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ljóð til styrktar Konukoti og Frú Ragnheiði
Safnar er fyrir ljóðabókinni „Skugga mæra – skjáskot af jaðrinum“ á Karolina Fund.
Kjarninn 13. júní 2021
Róbert Wessman er forstjóri Alvogen og Alvotech.
Alvotech tapaði ellefu milljörðum króna í fyrra
Lyfjafyrirtækið Alvotech dró verulega úr tapi sínu í fyrra með að nýta yfirfæranlegt skattalegt tap. Eiginfjárstaða félagsins batnaði mikið, aðallega vegna breytinga á skuldum við tengda aðila.
Kjarninn 13. júní 2021
Jón Ormur Halldórsson
Stóra skákin – Átökin í kringum Kína
Kjarninn 13. júní 2021
Vladímír Pútín, forseti Rússlands, tekur í höndina á Joe Biden, þáverandi varaforseta Bandaríkjanna, í Moskvu fyrir tíu árum síðan.
Af hverju vilja Rússar alltaf vera í vörn?
Bandaríkjamenn og Rússar reyna nú að koma samskiptum ríkjanna í samt lag. Rússnesk stjórnvöld hafa þó lítinn áhuga á því að Rússland verði lýðræðissamfélag eftir höfði Vesturlanda – styrkur þess liggi í að vera óútreiknanlegt herveldi.
Kjarninn 13. júní 2021
Pigekoret, stúlknakór danska ríkisútvarpsins, með núverandi kórstjóra.
Skuggar fortíðar í stúlknakórnum
Michael Bojesen, einn þekktasti hljómsveitarstjóri Danmerkur og núverandi forstjóri Malmö óperunnar er kominn í ótímabundið leyfi. Ástæðan er frásagnir stúlkna sem voru í Stúlknakór danska útvarpsins undir hans stjórn frá 2001 – 2010.
Kjarninn 13. júní 2021
Jón Gunnarsson og Bryndís Haraldsdóttir.
Jón og Bryndís í öðru og þriðja sæti
Jón Gunnarsson endaði í öðru sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi og Bryndís Haraldsdóttir í því þriðja. 80 prósent kjósenda settu Bjarna Benediktsson í fyrsta sætið.
Kjarninn 13. júní 2021
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra fékk 82 prósent atkvæða í fyrsta sætið í prófkjörinu, samkvæmt fyrstu tölum.
Bjarni, Jón og Bryndís efst samkvæmt fyrstu tölum
Kjörstöðum hefur nú verið lokað í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi. Bjarni Benediktsson, Jón Gunnarsson og Bryndís Haraldsdóttir skipa þrjú efstu sætin nú þegar tæpur þriðjungur atkvæða hefur verið talinn.
Kjarninn 12. júní 2021
Kári Árnason
Einkareknar forvarnir
Kjarninn 12. júní 2021
Meira úr sama flokkiÁlit
None