Frosti Sigurjónsson, þingmaður Framsóknarflokksins, hefur ítrekað sett fram hugmyndir um breytingar á fjármálakerfinu sem hafa vakið nokkra athygli og umræðu þegar þær koma fram. Þannig var það með hugmyndir hans og margra annarra um betra peningakerfi, og grundvallarbreytingu á peningastefnunni, og síðan nú fyrir skemmstu má segja að hann hafi aftur komið fram með hugmynd sem varðar fjármálakerfið, sem telst allrar athygliverð.
Hún miðar að því að gera Landsbankann, sem íslenska ríkið á um 98 prósent hlut í núna, að samfélagsbanka sem hafi öðru fremur hagsmuni íslenskra neytenda í fyrirrúmi, og bjóði hagstæð lánakjör á kostnað þess að hafa gróðasjónarmið að leiðarljósi.
Einn þeirra sem hefur tekið undir þessar hugmyndir er Össur Skarphéðinsson, þingmaður Samfylkingarinnar, og segir hann þær allra athygliverðar.
Augljóslega eru þessar hugmyndir Frosta, sem eru ekki nýjar af nálinni, ekki í hávegum hafðar hjá ríkisstjórninni og þeim ráðherrum sem stýra efnahagsmálunum á borði stjórnmálanna. Hugmynd Frosta byggir á þeirri grundvallarhugmynd að bankinn verði í samfélagslegri eigu og starfi öðru fremur fyrir samfélagið, og láti trausta fjárhagsstöðu koma beint fram í lánakjörum og þjónustu, fremur en að góðum afkomutölum.
Ríkisstjórnin hefur aftur á móti hug á því að selja hlut í Landsbankanum, eins og Bjarni Benediktsson, efnahags- og fjármálaráðherra, hefur raunar ítrekað í nokkur skipti. Í lögum hefur um nokkurt skeið verið heimild til að selja að allt að 30 prósent hlut í Landsbankanum, og nú er að því stefnt að selja hlut í bankanum samhliða skráningu hans á markað.
Þessar ráðagerðir fara þvert gegnum hugmyndum Frosta, sem þó hafa fengið jákvæðar undirtektir víða. Spennandi verður að sjá hvort stjórnarflokkarnir muni ganga í takt þegar þessar hugmyndir verða ræddar á komandi þingvetri, og sú stund nálgast að ákvörðun er tekin um sölu á hlut í bankanum.
Hugmynd Frosta Sigurjónssonar um að Landsbankinn verði ekki einkavæddur heldur gerður að samfélagsbanka í þágu hagsmuna...Posted by Össur Skarphéðinsson on Monday, September 7, 2015