Húsnæðispólitík og arkitektúr

Hildur Gunnarsdóttir arkitekt fjallar um stefnu stjórnmálaflokkanna í húsnæðismálum.

Auglýsing

Hús­næð­is­mál hafa oft verið meira áber­andi fyrir alþing­is­kosn­ingar en þau eru nú. Flestir flokkar sem bjóða sig fram hafa þó sett sér stefnu í hús­næð­is­málum sem lesa má um á heima­síðum þeirra. Stefnur flokk­anna bera keim af klass­ískri skipt­ingu í meiri eða minni afskipti rík­is­valds­ins af hús­næð­is­mark­aði, eftir stað­setn­ingu flokk­anna á vinstri eða hægri væng stjórn­mál­anna.

Íslenskur hús­næð­is­mark­aður ein­kenn­ist af mjög háu hlut­falli eignar­í­búða, vax­andi fjölda leigu­í­búða en litlu fram­boði af hús­næði sem byggt er og rekið með stuðn­ingi hins opin­bera. Félags­legar leigu­í­búðir eru fáar og til­raun til að end­ur­reisa verka­manna­bú­staða­kerfið frá grunni, sem lagt var niður um alda­mót­in, er rétt nýhafin með gild­is­töku laga um almennar íbúðir og reglu­gerð um stofn­fram­lög til upp­bygg­ingar leigu­í­búða á vegum óhagn­að­ar­drif­inna leigu­fé­laga árið 2016. Á síð­asta ári bætt­ust svo við lög um hlut­deild­ar­lán, þar sem fólki undir tekju og eigna­mörkum er veitt aðstoð inn á eigna­mark­að­inn.

Auglýsing

Stefna um hús­næð­is­markað með stuðn­ingi hins opin­bera hefur hingað til ein­skorð­ast við áætl­anir um skil­grein­ingar á þjóð­fé­lags­hópum þeirra sem fá að leigja eða kaupa innan kerf­is­ins, fjár­mögnun upp­bygg­ing­ar­inn­ar, hag­kvæmni íbúð­anna í stærð og gerð og leigu­verð. Lítið hefur farið fyrir mark­miðs­setn­ingu um æski­lega hlut­falls­lega sam­setn­ingu hús­næð­is­mark­að­ar­ins, hvernig gæði hús­næðis sem byggt er fyrir opin­bert fé er tryggt, hvernig hús­næðið þjóni hlut­verki sínu til lengri tíma og þar með hvort að þróun hús­næð­is­mark­að­ar­ins verði í átt að social susta­ina­bility eða félags­legri sjálf­bærni.

Hvað vilja flokk­arnir gera?

Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn, sem hefur á kjör­tíma­bil­inu stýrt hús­næð­is­málum frá félags­mála­ráðu­neyt­inu vill sam­eina skipu­lags- og hús­næð­is­mál undir sama ráðu­neyti, fái flokk­ur­inn umboð til þess. Fram­sókn vill enn fremur auka fram­boð á almennum íbúðum fyrir öryrkja og fatl­aða og útfæra hlut­deild­ar­lán fyrir fleiri hópa en fyrstu kaup­end­ur. Flokkur for­sæt­is­ráð­herra, Vinstri græn, vill tryggja öllum aðgang að hús­næði og auka stöð­ug­leika á hús­næð­is­mark­aði með því að auka enn frekar stuðn­ing við félags­legt hús­næði og fjölga íbúðum í almenna íbúða­kerf­inu. Sjálf­stæð­is­flokkur vill fjar­lægja hindr­anir og auð­velda ungu fólki að eign­ast eigið hús­næði en líka stuðla að virkum leigu­mark­aði eins og þekk­ist víð­ast hvar í nágranna­löndum. Ekki er farið nánar út í hvernig þeim mark­miðum verður náð.

Af stefnu­málum ann­arra flokka í hús­næð­is­málum tala Mið­flokkur og Flokkur fólks­ins fyrir eigna­stefnu. Frjáls­lyndi lýð­ræð­is­flokk­ur­inn vill beita sér fyrir því að líf­eyr­is­sjóðir fjár­festi í hús­næði fyrir aldr­aða og Við­reisn vill að öll sveit­ar­fé­lög taki þátt í lausn hús­næð­is­vanda þeirra sem aðstoð þurfa.

Pírat­ar, Sam­fylk­ing og Sós­í­alista­flokk­ur­inn setja fram ítar­lega hús­næð­is­stefnu m.t.t. aðkomu hins opin­bera til stýr­ingar á hús­næð­is­mark­að­in­um. Píratar telja að stjórn­völd eigi að beita sér af krafti í hús­næð­is­málum og vilja þeir tryggja fólki raun­veru­legt val um búsetu sína; hvort sem það er í gegnum eign, leigu eða úrræði á vegum hins opin­bera. Því þarf að stór­efla stöðu leigj­enda, byggja ódýrar íbúðir fyrir ungt fólk og aðra utan hús­næð­is­mark­aðar og tryggja hvata fyrir fólk til að setj­ast að í dreifð­ari byggðum lands­ins. Píratar ætla m.a. að vinna að því að fjölga búsetu­úr­ræðum sem koma til móts við þarfir mis­mun­andi hópa sem á þurfa að halda og vinna að fjölgun almennra íbúða.

Auglýsing

Sam­fylk­ingin vill að hið opin­bera beiti sér fyrir fjöl­breyttu fram­boði á hús­næð­is­mark­aði til að tempra verð og tryggja hús­næð­is­ör­yggi fyrir alla. Flokk­ur­inn vill beina fram­lögum hins opin­bera í auknum mæli til upp­bygg­ingar í sam­starfi við verka­lýðs­hreyf­ing­una og bygg­ing­ar­fé­lög á vegum stúd­enta og eldri borg­ara, auka stofn­fram­lög til upp­bygg­ingar í sam­starfi við hús­næð­is­fé­lög án hagn­að­ar­sjón­ar­miða og hækka tekju- og eigna­mörk.

Sós­í­alistar boða Stóru hús­næð­is­bylt­ing­una, bygg­ingu 30.000 íbúða á tíu árum. Til þess að hrinda bylt­ing­unni í fram­kvæmd vill flokk­ur­inn stofna Hús­næð­is­sjóð almenn­ings, Bygg­inga­fé­lag rík­is­ins og stuðla að stofnun bygg­inga­fé­laga sveit­ar­fé­laga og sam­vinnu­fé­laga bygg­inga­verka­fólks. Hlut­verk Hús­næð­is­sjóðs almenn­ings verður að afla fjár­magns með útgáfu skulda­bréfa sem seld verða líf­eyr­is­sjóðum og öðrum fjár­festum auk stuðn­ings frá sveit­ar­fé­lögum og láni frá rík­is­sjóði. Fjár­mögnun verður stillt af miðað við líf­tíma hús­anna, við­haldi þeirra og rekstr­ar­kostn­aði leigu­fé­lag­anna. Sós­í­alistar reikna út kostnað hverrar með­al­í­búðar í kerf­inu og bæta við 20% ofan á fyrir sam­eign og 10% í hönn­un, þar sem mark­miðið er að byggja góðar íbúðir sem henta fólki og end­ast vel.

Stefnu­skrár flokk­anna sýna að stór hluti þeirra vilja halda áfram upp­bygg­ingu óhagn­að­ar­drif­inna leigu­í­búða í almenna íbúða­kerf­inu, í mis­miklu miklu mæli þó og fyrir mis­mun­andi þjóð­fé­lags­hópa. Sumir boða hækkun eigna- og tekju­marka á meðan aðrir boða lækk­aða húsa­leigu með leng­ingu láns­tíma. Eng­inn flokkur setur fram áætlun um end­ur­skoðun við­miða laga og reglu­gerða til að tryggja gæði upp­bygg­ing­ar­innar eða mark­mið um félags­lega sjálf­bærni, ef frá er talin stefna sós­í­alista um að byggja góðar íbúðir sem henta fólki og end­ast vel.

Evr­ópskir straumar

Víða í Evr­ópu er mikil reynsla af rekstri hús­næðis með opin­berum stuðn­ingi. Danska rík­ið, með Kaup­manna­höfn í far­ar­broddi, stuðlar að bygg­ingu óhagn­að­ar­drif­ins leigu­hús­næðis fyrir alla og þess er gætt að ekki séu minni kröfur gerðar til gæða þess konar íbúð­ar­hús­næðis en ann­ars sem byggt er í borg­inni. Mark­miðið er félags­leg sjálf­bærni þar sem fólk með mis­mun­andi bak­grunn og tekjur býr saman og við sams konar íbúða­gæði, bæði nú og í fram­tíð­inni.

Mikil vakn­ing hefur orðið í mála­flokknum á und­an­förnum árum og hafa nýlega stærstu alþjóð­legu verð­laun í arki­tektúr farið til franskra arki­tekta, Lacaton og Vassal, sem vöktu alþjóð­lega athygli fyrir umbreyt­ingu á félags­legu leigu­hús­næði í Bor­deaux í átt að meiri gæðum fyrir íbúa og sjálf­bærni sem og m.t.t. end­ur­nýt­ingar og efn­is­notk­un­ar.

Í upp­hafi skal end­inn skoða

Evr­ópskir arki­tektar hafa sýnt fram á að hægt er ná fram mark­miðum um sjálf­bærni, jöfnuð og heil­brigð­ari hús­næð­is­markað ef rétt er haldið á spil­um. Laga og reglu­gerð­ara­mmi íbúð­ar­hús­næðis sem byggt er með opin­berum stuðn­ingi þarf að und­ir­byggja þessa nálgun fremur en að vinna á móti henni með þröng­sýnum kröfum um hag­kvæmni og leigu­verð hér og nú, enda er upp­bygg­ing hús­næð­is­kerfis lang­hlaup.

Afleið­ingar ákvarð­ana dags­ins í dag í mann­virkja­gerð móta umgjörð um dag­legt líf okkar og kyn­slóð­anna sem á eftir koma. Hvað svo sem kemur upp úr kjör­köss­unum um næstu helgi, eru íslenskir arki­tektar til­búnir að bjóða fram aðstoð við að byggja upp félags­lega sjálf­bæran hús­næð­is­markað til lengri tíma. Meðal ann­ars með því að koma að end­ur­skoðun mark­miðs­setn­ing­ar, við­miða, laga og reglu­verks, sem mótar for­sendur hús­næð­is­upp­bygg­ing­ar­innar og hefur bein áhrif á gæði hús­næð­is­ins og þró­unar þess til lengri tíma. Þannig þjónum við líka best máli mál­anna fyrir þessar kosn­ing­ar, lofts­lags­mál­un­um.

Höf­undur er arki­tekt og situr í laga­nefnd Arki­tekta­fé­lags Íslands.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar