Hvað er svona flókið?

Picture.075.jpg
Auglýsing

Heil­brigð­is­kerfi Íslend­inga er að nið­ur­lotum kom­ið. Það er ekki pláss fyrir sjúk­linga á spít­öl­um. Tækni­bún­aður er ann­ars flokks og af skornum skammti. Það eru maurabú farin að hreiðra um sig innan veggja Borg­ar­spít­al­ans. Lækn­ar, hjúkr­un­ar­konur og ljós­mæður fá hlægi­leg laun.  Á heild­ina litið er staðan væg­ast sagt tra­gedísk. Og hér um bil allir eru sam­mála um það.

Karl Ólafur Hallbjörnsson. Karl Ólafur Hall­björns­son.

Frá unga aldri hef ég tamið mér að reyna mitt besta að hugsa í lausn­um. Það er skjótasta og skil­virkasta leiðin til betrum­bóta, og ég tel það eiga vel við í til­felli heil­brigð­is­kerf­is­ins. Þegar maður hefur útli­stað vanda­málin liggur það eitt eftir að finna lausnir við þeim.

Auglýsing

Hús­næð­is­vand­kvæði



Veltum fyrir okkur hvaða lausnir eru við pláss­leysi á spít­öl­um. Það væri mögu­legt að byggja við spít­al­ana og stækka þá. Lík­ast til er ekki hægt að fækka sjúk­lingum - í öllu falli er það hæg­ara sagt en gert. Svo væri einnig hægt að ein­fald­lega byggja nýjan spít­ala.

Áform um nýjan spít­ala hafa verið til umræðu í mjög langan tíma. Engin ákvörðun hefur verið tekin enn, en bygg­ing­ar­tími nýs spít­ala er áætl­aður um 6-7 ár eftir að fram­kvæmdir hefj­ast. Svo jafn­vel ef Krist­ján Þór Júl­í­us­son heil­brigð­is­mála­ráð­herra renndi frum­varpi í gegnum þingið á morgun - ansi ólík­leg þróun mála, held ég að sé öruggt að full­yrða - yrði spít­al­inn þó ekki til­bú­inn fyrr en í fyrsta lagi um 2021. Þolum við þessa bið? Er hún ásætt­an­leg? Getum við afborið í besta falli 6-7 ár til við­bótar af óvið­un­andi þjón­ustu sökum aðgerð­ar­leys­is?

Þolum við þessa bið? Er hún ásætt­an­leg? Getum við afborið í besta falli 6-7 ár til við­bótar af óvið­un­andi þjón­ustu sökum aðgerðarleysis?

Kostn­aður við bygg­ing­una er áætl­aður rúmir 50 millj­arðar króna. Með nýjum tækjum bæt­ast 15 millj­arðar króna við og heild­ar­upp­hæðin komin upp í heila 65 millj­arða króna. Þetta er ekk­ert klink. En ekki var upp­hæðin sem rík­is­stjórn Fram­sóknar og Sjálf­stæð­is­flokks lagði í nið­ur­greiðslu hús­næð­is­lána milli­stétt­ar­innar nýverið neitt klink held­ur. Hún var rúmum fimmtán millj­örðum hærri. Og ég vil að við spyrjum okkur öll hvort sé þarfari fjár­fest­ing, nýr spít­ali í stað þess nið­urgrotna sem blasir við okkur í dag eða nið­ur­greiðsla lána sem tekin voru af frjálsum ein­stak­lingum sem ættu að standa við skuld­bind­ingar sín­ar. Hvað er svona flókið við þetta?

Land­flótti lækna



En hvers virði er nýr spít­ali ef engir eru lækn­arn­ir? Lækn­ar, eins og allir aðrir sem selja vinnu­afl sitt í skiptum fyrir fé, eru hags­muna­að­ilar á vinnu­mark­aði. Á heild­ina litið leit­ast þeir, rétt eins og tölv­un­ar­verk­fræð­ingar eða garð­sláttu­menn, eftir því að selja vinnu­afl sitt fyrir sem mestan pen­ing. Þegar staðan er eins og hún er í dag verður mjög óaðl­að­andi fyrir lækni að selja vinnu­afl sitt hér - ein­fald­lega vegna þess að vinna hans er mun minna virði hér en ann­ars stað­ar. Lækn­ir­inn hefur þann kost að flytja til útlanda þar sem honum eru greidd mikið hærri laun. Og hann hefur fulla ástæðu til. Þetta er eðli­legt. Læknar eru menn líka. Þeir eru ekki bundnir neinni skyldu til að þjóna landi og þjóð.

All­flestir lækna­nemar fara til útlanda í sér­fræði­nám eftir að hafa öðl­ast almennt lækna­leyfi. Vanda­málið er að þeir eiga það til að koma ekki aftur heim til Íslands. Það er ekk­ert í boði fyrir þá hér­lend­is. Lús­ar­laun og ömur­leg vinnu­að­staða bíða þeirra. Hver leggur á sig fjórtán ára strembið lækna­nám til að fá helm­ingi lægri laun en kolleg­arnir í útlönd­um?

Hver leggur á sig fjórtán ára strembið lækna­nám til að fá helm­ingi lægri laun en kolleg­arnir í útlöndum?

Á vef­síðu Lækna­fé­lags Íslands má finna launa­skrá lækna eftir náms­þrep­um. Laun kandídats sem hefur stundað 6 ára nám eru 340 þús­und krónur á mán­uði. Læknir með lækn­inga­leyfi er með 360 þús­und krón­ur, og læknir með sér­fræði­leyfi með 535 þús­und krón­ur. Þá er auð­veld­ara að flytja til útlanda. Í útlöndum (Sví­þjóð, Hollandi, Bret­landi, Nor­egi, Banda­ríkj­un­um) eru læknar með sér­fræði­leyfi með á bil­inu 1.000.000-1.200.000 krón­ur. Grasið er raun­veru­lega grænna hinum meg­in. Hér megin er það fölt, dautt og bragð­laust.

Hver er lausn­in? Er hún að skuld­binda alla lækna­nema til að vinna 5 ár á Íslandi eftir útskrift? Er hún að stytta lækna­nám­ið? Er hún að gefa öllum læknum frítt í bíó einu sinni á ári? Nei, lausnin er, þótt fárán­legt megi virðast, að hækka laun lækna. Það virð­ist fárán­legt vegna þess að þetta er það fyrsta sem öllum ætti að koma til hugar - þetta er óend­an­lega ein­föld lausn, en þó hefur þetta ekki verið gert. Hvað er eig­in­lega svona flókið við þetta?

Við­brögð og breyt­ingar



Þegar allt er á hvolfi þarf að rétta það við. Þegar brot­hættir hlutir brotna þarf að púsla þeim aftur sam­an. Þegar heilt þjón­ustu­kerfi byggt á skattfé lands­manna er orðið svo van­hæft sökum fjársveltis að hvert ein­asta manns­barn hrópar, æpir, gólar á breyt­ing­ar, þá þarf að laga það. Það þarf að laga heil­brigð­is­kerf­ið. Og fljót­leg­asta og skil­virkasta leiðin til þess er að hætta að setja fjár­magn í heimsku­lega hluti og byrja að setja það í gáfu­lega hluti. Gótt dæmi eru launa­hækk­anir lækna. Fjár­fest­ing í nýjum spít­ala með öllum græjum sem til þarf til að halda uppi mann­sæm­andi heil­brigð­is­þjón­ustu.

Og fljót­leg­asta og skil­virkasta leiðin til þess er að hætta að setja fjár­magn í heimsku­lega hluti og byrja að setja það í gáfu­lega hluti. Gótt dæmi eru launa­hækk­anir lækna

Það er undir stjórn­mála­mönnum komið að leið­rétta það sem brotið er innan kerf­is­ins. Lýð­ur­inn getur hrópað eins og hann vill, en hann fer ekki með fram­kvæmda­vald. Fram­kvæmda­valdið er hjá ráð­herrum og þing­mönn­um. Og það er ykk­ar, kæru ráð­herrar og þing­menn, að hafa eyrun og augun opin, hreinsa merg­inn burt og þerra tár­in, hætta að röfla um hrun­ið, bretta upp ermar og ganga til fram­kvæmda. Til hvers eruð þið þá ann­ars? Er þetta svona flók­ið?

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiÁlit
None