Hvað orsakar þunglyndi? Um blekkingar og hagsmuni

Steindór J. Erlingsson
medications-257344_640.jpg
Auglýsing

„Þung­lyndi orsakast af ójafn­vægi í boð­efna­kerfi heil­ans“, tjáði geð­lækn­ir­inn mér árið 2001. „Þung­lynd­is­lyfið kemur aftur á jafn­væg­i“, hélt hann áfram, „og verður þú að taka lyfið það sem eftir er ævinn­ar“. Ég hafði auð­vitað enga ástæðu til ann­ars en að trúa þessu. Jafn­vægið lét hins vegar á sér standa því þung­lyndið hélt áfram af miklum krafti næstu árin. Ég tók ýmsar gerðir geð­lyfja sam­visku­sam­lega í þeirri trú að jafn­vægi kæm­ist loks á. Svo kom áfall­ið. Árið 2006 breytti þung­lynd­is­lyf lífi mínu í martröð um margra mán­uða skeið. Leik­ur­inn end­ur­tók sig árið 2007, þá með tveimur öðrum gerðum þung­lynd­is­lyfja.

Tals­verður ótti kvikn­aði innra með mér þegar ég sá fram á að geta lík­lega ekki aftur tekið þung­lynd­is­lyf.  „Hvernig get ég losnað við þung­lynd­ið“, hugs­aði ég,  „ef lík­am­inn er búinn að hafna lyfja­flokknum sem ræðst beint á orsök­ina“? Þá vissi ég auð­vitað ekki að bæði ég og geð­lækn­ir­inn minn höfðum verið blekkt­ir. Stað­reyndin er nefni­lega sú að hug­myndin „um ‚efna­ó­jafn­vægi‘ í manns­heil­anum er ein ótrú­leg­asta ofurein­föld­unin í vís­indum og ein versta arf­leifð lyfja­iðn­að­ar­ins“. Hún hefur líka haft skað­legar afleið­ing­ar. Lítum nánar á mál­ið.

Lyfja­iðn­að­ur­inn og geð­lyfGeð­lækn­is­fræðin er, eins og aðrar sér­greinar lækn­is­fræð­inn­ar, mjög háð lyfja­iðn­að­in­um. Iðn­að­ur­inn fram­kvæmir og fjár­magnar megnið af þeim lyfja­rann­sóknum sem gerðar eru. Lyfja­aug­lýs­ingar standa að stórum hluta undir útgáfu lækna­tíma­rita og styður iðn­að­ur­inn einnig fjár­hags­lega sjúk­linga- og aðstand­enda­fé­lög í hinum vest­ræna heimi sem eru höll undir lyfja­á­hersl­una. Lækna­fé­lög eru undir sömu sök­ina seld. Til að mynda voru fræðslu­fundir hjá Geð­lækna­fé­lagi Íslands, síð­ast þegar ég vissi, alltaf haldnir í sam­starfi við lyfja­fyr­ir­tæki og þurftu geð­læknar að til­kynna þátt­töku til full­trúa lyfja­fyr­ir­tæk­is­ins.

Hér er um var­huga­vert ástand að ræða enda hafa end­ur­teknar rann­sóknir sýnt fram á að sam­skipti lækna við full­trúa lyfja­iðn­að­ar­ins geta haft nei­kvæð áhrif á ávís­ana­venjur þeirra.

Auglýsing

Hér er um var­huga­vert ástand að ræða enda hafa end­ur­teknar rann­sóknir sýnt fram á að sam­skipti lækna við full­trúa lyfja­iðn­að­ar­ins geta haft nei­kvæð áhrif á ávís­ana­venjur þeirra. Eins og sagn­fræð­ing­ur­inn Edward Shorter hefur bent á verður þessi mynd enn dekkri þegar horft er til geð­lækn­is­fræð­innar því geð­læknar eru „lík­legri til að stjórn­ast af hjarð­hegðun en læknar í öðrum greinum lækn­is­fræð­inn­ar, þar sem raun­veru­leg þekk­ing á orsökum sjúk­dóma auð­veldar mönnum að halda með­ferð­ar­tísku­bólum í skefj­u­m“. Hneykslin sem fylgt hafa mark­að­setn­ingu og gríð­ar­legri útbreiðslu nýrra gerða þung­lynd­is- og geð­rofslyfja á und­an­förnum tæpum þremur ára­tug­um, sem ekki hafa skilað til­ætl­uðum árangri, er góð áminn­ing um þessa stað­reynd.

Í þessu sam­bandi er rétt að benda á harð­orðan leið­ara, sem birt­ist árið 2011 í The Brit­ish Journal of Psychi­atry. Þar segir þáver­andi rit­stjóri tíma­rits­ins að til­koma nýju geð­rofslyfj­anna (s.s Risper­dal, Ser­oquel og Zyprexa) upp úr 1990 sé „ekki saga klíniskra upp­götv­ana og fram­fara, heldur saga fals­ana, fjár­magns og mark­að­setn­ing­ar“. Rit­stjór­inn segir afleið­ing­una þá að það muni þurfa mikið til þess að sann­færa geð­lækna um að ný lyf eða lyfja­flokkar séu ekk­ert annað en kald­hæð­is­leg leið til þess að búa til gróða. Að baki þessum þungu orðum liggur önnur saga fals­ana, fjár­magns og mark­að­setn­ing­ar.

Lyfja­iðn­að­ur­inn og boð­efna­ó­jafn­vægiLyfja­iðn­að­ur­inn hefur í rúm þrjá­tíu ár eytt miklu púðri í að sann­færa almenn­ing í hinum vest­ræna heimi um að and­leg og til­finn­inga­leg vanda­mál stafi af ójafn­vægi í tauga­boð­efnum í heil­an­um, s.s. serótón­ini, noraderna­líni eða dópamíni. Ef þú ert dapur eða kvíð­inn þá stafar það af tauga­boð­efna­ó­jafn­vægi í heil­an­um. Hér á landi hefur efna­ó­jafn­vægistil­gát­unni m.a. verði haldið að almenn­ingi í bæk­lingum sem lyfja­fyr­ir­tækin fjár­magna.

Besta dæmið um þetta er þung­lynd­is­bæk­lingur sem GlaxoSmit­hKline (GSK) dreifði hér á landi á árunum 1999-2009. Þar segir að lyfja­gjöf sé „eitt mik­il­væg­asta og lang­virkasta með­höndl­un­ar­úr­ræðið sem til er við þung­lyndi“ og að henni sé „ætlað að koma aftur á serótónín­jafn­vægi í heil­an­um“. Í bæk­lingnum segir enn fremur að sam­tals­með­ferð hafi „lítil áhrif á þá röskun í efna­jafn­vægi heil­ans sem orsakar sjúk­dóminn“.

­Mark­aðs­vél lyfja­iðn­að­ar­ins tókst ekki einugis að sann­færa almenn­ing um að efna­ó­jafn­vægistil­gátan skýri orsakir geð­rask­ana því lækna­stéttin kok­gleypti einnig til­gát­una.  Hér var á ferð­inni full­komið mark­aðstæki því fátt hljómar eins vel og eitt boð­efni veldur einum sjúk­dómi. Því­lík blekking!

Mark­aðs­vél lyfja­iðn­að­ar­ins tókst ekki einugis að sann­færa almenn­ing um að efna­ó­jafn­vægistil­gátan skýri orsakir geð­rask­ana því lækna­stéttin kok­gleypti einnig til­gát­una.  Hér var á ferð­inni full­komið mark­aðstæki því fátt hljómar eins vel og eitt boð­efni veldur einum sjúk­dómi. Því­lík blekk­ing! Það vill nefn­is­lega svo til að þessi til­gáta hefur alltaf staðið á algjörum brauð­fót­um. Það þarf því ekki að koma á óvart að nokkrum mán­uðum eftir að ég kærði til land­læknis rang­færsl­urnar í GSK bæk­lingn­um, þ.e. að þung­lyndi orsak­ist af serótónínójafn­vægi í heil­anum og að sam­tals­með­ferð hafi því lítil sem engin áhrif á þung­lyndi, var hann tek­inn úr dreif­ingu.

Það sem gerir upp­gang efna­ó­jafn­vægistil­gát­unnar sér­stak­lega merki­legan er að hún byggir í raun á hringrök­um: Lyf hefur áhrif á ákveðið tauga­boð­efni í heil­anum og virð­ist lækna ákveðna geð­rösk­un, því hlýtur skortur eða ofgnógt af þessu boð­efni að orsaka geð­rösk­un­ina. Pró­fess­or­arnir Kenn­eth S. Kendler og Kenn­eth F. Schaffner ræddu þetta vanda­mál í grein fyrir fjórum árum. Þar gera þeir að umtals­efni til­gát­una um að ójafn­vægi í dópamín­bú­skap heil­ans orsaki geð­klofa. Hér er um að ræða einn af horn­steinum geð­lækn­is­fræð­innar und­an­farna ára­tugi. Til­gát­unni hefur verið hampað af helstu tals­mönnum líf­fræði­legrar geð­lækn­is­fræði og er hún enn fyr­ir­ferð­ar­mikil í mörgum kennslu­bók­um. En viti menn, hún virð­ist eftir allt saman standa á brauð­fót­um. Kendler og Schaffner eyða nokkru púðri í að ræða hringrök­in: Við vitum að geð­rofslyf hafa áhrif á dópamín­magn í heil­anum og því hlýtur dópamínójafn­vægi að orsaka geð­klofa.

Kendler og Schaffner rekja þessa stöðu mála til heim­speki­legs van­þroska geð­lækn­is­fræð­innar en með auknum þroska verði greinin að til­einka sér meiri sjálfs­gagn­rýni gagn­vart þeim til­gátum sem hún setur fram. Hinn kunni banda­ríski geð­læknir Allen Frances, rit­stjóri DSM IV, tekur undir þetta sjón­ar­mið í grein frá árinu 2012. Þar segir Frances vænt­ingar geð­lækn­is­fræð­innar um ein­faldar gena-, tauga­boð­efna- og tauga­teng­inga­út­skýr­ingar á hinum ýmsu geð­rösk­unum hafi reynst barna­legur sýnd­ar­heim­ur.

Líf­fræði­legar skýr­ingar og for­dómarLengi vel var gert ráð fyrir að með því að leggja áherslu á mögu­legar líf­fræði­legar orsakir geð­raskana, eins og efna­ó­jafn­vægistil­gát­una, væri hægt að draga úr for­dómum almenn­ings gegn geð­rösk­un­um. Ef hægt er að leggja geð­rask­anir að jöfnu við t.d. syk­ur­sýki þá var talið að hægt væri að normalisera geð­rask­anir í hugum almenn­ings. End­ur­teknar rann­sóknir hafa hins vegar sýnt fram á að þetta er rangt, enda virð­ast líf­fræði­legu skýr­ing­arnar frekar auka for­dóma.  En hvað með sjúk­ling­ana, fólk eins og mig, sem sann­fært er um að orsakir þung­lyndis liggi í boð­efna­ó­jafn­vægi í heil­an­um. Eykur til­gátan lífs­gæði okk­ar.

Ný rann­sókn, sú fyrsta sinnar teg­und­ar, varpar skýru ljósi þetta. Nið­ur­stöð­urnar gefa til kynna að ein­stak­lingur sem sann­færður er um að þung­lynd­is­ein­kenni hans orsak­ist af efna­ó­jafn­vægi upp­lifi í fyrsta lagi ekki minnk­aða for­dóma gegn eigin veik­indum og í öðru lagi virkj­ast í huga hans ýmsar nei­kvæðar hug­myndir sem geta mögu­lega stuðlað að versnun þung­lynd­is­ins og dregið úr svörun með­ferða, sér­stak­lega sálfræðimeðferða.

Ný rann­sókn, sú fyrsta sinnar teg­und­ar, varpar skýru ljósi þetta. Nið­ur­stöð­urnar gefa til kynna að ein­stak­lingur sem sann­færður er um að þung­lynd­is­ein­kenni hans orsak­ist af efna­ó­jafn­vægi upp­lifi í fyrsta lagi ekki minnk­aða for­dóma gegn eigin veik­indum og í öðru lagi virkj­ast í huga hans ýmsar nei­kvæðar hug­myndir sem geta mögu­lega stuðlað að versnun þung­lynd­is­ins og dregið úr svörun með­ferða, sér­stak­lega sál­fræði­með­ferða. Með þetta í huga leggja höf­und­arnir áherslu á að læknar og aðrir með­ferð­ar­að­ilar haldi að skjól­stæð­ingum sínum blöndu af líf-, sál- og félags­fræði­legum skýr­ingum á orsök þung­lynd­is, enda er grunnor­sök þess ekki þekkt.

Ekki veit ég hvort geð­læknar og heim­il­is­lækn­ar, sem ávísa bróð­ur­part­inum af þung­lynd­is­lyfjum hér á landi, halda efna­ó­jafn­vægitil­gát­unni enn að skjól­stæð­ingum sín­um. Ef svo er ættu þeir að hætta því strax!

Höf­undur er líf­fræð­ing­ur, með meist­ara- og dokt­ors­gráður í vís­inda­sagn­fræði.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Jeff Bezos forstjóri Amazon
Metfjórðungur hjá Amazon
Tekjur Amazon á síðustu þremur mánuðum voru rúmlega fjórum sinnum meiri en landsframleiðsla Íslands í fyrra.
Kjarninn 30. október 2020
Guðni Bergsson er formaður KSÍ.
Íslandsmótið í knattspyrnu flautað af – efstu liðin krýnd Íslandsmeistarar
Valur er Íslandsmeistari í knattspyrnu karla og Breiðablik Íslandsmeistari kvenna.
Kjarninn 30. október 2020
Þríeykið og aðrir sérfróðir viðbragðsaðilar njóta yfirburðatrausts hjá Íslendingum – en á bilinu 94-96 prósenst segjast treysta því að fá áreiðanlegar upplýsingar um veirufjárann þaðan.
Íslendingar treysta sérfróðum yfirvöldum og fjölmiðlum vel í tengslum við COVID-19
Vinnuhópur þjóðaröryggisráðs um upplýsingaóreiðu í tengslum við COVID-19 hefur skilað af sér skýrslu. Þar kemur m.a. fram að traust til þríeykisins og annarra sérfróðra yfirvalda er afgerandi og traust til innlendra fjölmiðla sömuleiðis mjög mikið.
Kjarninn 30. október 2020
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra kynnti hertar aðgerðir vegna útbreiðslu kórónuveirufaraldursins á blaðamannafundi fyrr í dag. Efnahagsaðgerðirnar eru afleiðing af þeirri stöðu.
Tekjufallsstyrkir útvíkkaðir, viðspyrnustyrkir kynntir og rætt um áframhald hlutabótaleiðar
Ríkisstjórn Íslands boðar enn einn efnahagspakkann. Sá nýjasti er sniðinn að mestu að þeim minni fyrirtækjum og einyrkjum sem þurfa að loka vegna kórónuveirufaraldursins.
Kjarninn 30. október 2020
Höfuðstöðvar Arion banka í Borgartúni
Segir umfram eigið fé ekki hafa tengingu við úrræði stjórnvalda
Bankastjóri Arion banka segir viðskiptavini sína hafið notið góðs af minni álagningum stjórnvalda á bankakerfið og litla tengingu vera á milli þess og umfram eigin fé bankans.
Kjarninn 30. október 2020
Frá aðalmeðferð málanna í Héraðsdómi Reykjavíkur í haust.
Seðlabankinn sýknaður af kröfum Samherja en þarf að borga Þorsteini Má persónulega
Héraðsdómur Reykjavíkur kvað í dag upp dóm í skaðabótamálum Samherja og Þorsteins Más Baldvinssonar forstjóra fyrirtækisins á hendur bankanum. Seðlabankinn var sýknaður af kröfu fyrirtækisins, en þarf að borga forstjóranum skaðabætur.
Kjarninn 30. október 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Þetta eru áhyggjur Þórólfs
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir tínir til margvísleg áhyggjuefni sín í minnisblaðinu sem liggur til grundvallar hertum samkomutakmörkunum sem eru þær ströngustu í faraldrinum hingað til.
Kjarninn 30. október 2020
Frá blaðamannafundi ríkisstjórnarinnar í dag.
Tíu manna fjöldatakmarkanir næstu vikur
Hertar sóttvarnaráðstafanir taka gildi strax á miðnætti og eiga að gilda til 17. nóvember. Einungis 10 mega koma saman, nema í útförum, matvöruverslunum, apótekum og almenningssamgöngum. Skólar verða áfram opnir.
Kjarninn 30. október 2020
Meira úr sama flokkiÁlit
None