Starfshópur Frosta skilaði minnihlutaáliti Frosta sem niðurstöðu

10054231025_e67229c172_z.jpg
Auglýsing

Frosti Sig­ur­jóns­son, þing­maður Fram­sókn­ar­flokks­ins og for­maður efna­hags- og við­skipta­nefnd­ar, afhenti Sig­mundi Davíð Gunn­laugs­syni for­sæt­is­ráð­herra skýrslu um end­ur­bætur á pen­inga­kerf­inu í gær­morg­un. Skýrslan var unnin að beiðni for­sæt­is­ráð­herra sem skip­aði sér­stakan starfs­hóp til verks­ins fyrir ári síð­an, í mars 2014.

Þegar Sig­mundur Davíð skip­aði hóp­inn var Frosti gerður að for­manni hans. Auk þess voru þau Þor­björn Atli Sveins­son, þá sér­fræð­ingur í mark­aðsvið­skiptum hjá Straumi, og Kristrún Frosta­dótt­ir, hag­fræð­ingur og þá blaða­maður á Við­skipta­blað­inu, skipuð í hóp­inn. Þor­björn Atli hætti fljót­lega og Davíð Stef­áns­son hag­fræð­ingur tók við hans starfi.

Nýtt og betra pen­inga­kerfi, þar sem bankar búa ekki til ofgnótt raf­rænna pen­inga, er mikið hug­sjón­ar­mál hjá Frosta og hann hefur eytt miklum tíma og orku í að koma þeim hug­myndum á fram­færi af ástríðu, meðal ann­ars í aðdrag­anda síð­ustu kosn­inga. Erlendis hefur hann fundið marga erlenda fag­menn sem eru á svip­uðum hug­mynda­fræði­legum slóð­um, meðal ann­ars Adair Turn­er, fyrrum stjórn­ar­for­manns breska fjár­mála­eft­ir­lits­ins sem skrif­aði inn­gang að skýrsl­unni, og Martin Wolf, aðal­hag­fræð­ingur Fin­ancial Times. Verk­efn­inu sem lauk sem skýrslu­skil­unum í gær, og sá starfs­hópur sem skip­aður var utan um það, var því ekki síst skip­aður vegna áhuga og þrýst­ings Frosta á því að fjalla gaum­gæfi­lega um mál­ið. Í raun má segja að starfs­hóp­ur­inn hafi orðið til utan um Frosta.

Auglýsing

Það vakti því athygli að íslensku hag­fræð­ing­arnir sem voru skip­aðir voru í starfs­hóp­inn neit­uðu að láta kenna skýrsl­una við sig. Í Bak­her­berg­inu hefur heyrst að það sé vegna þess að hag­fræð­ing­arnir Kristrún og Davíð séu ekki sam­mála þeim póli­tísku álykt­unum sem dregnar séu í skýrsl­unni. Kristrún sendi frá sér yfir­lýs­ingu í dag sem stað­festir það sem heyrst hefur í Bak­her­berg­inu, að Frosti gerði breyt­ingar sem þau hin gátu ekki sætt sig við, og voru ekki í sam­ræmi við þá skýrslu sem þau höfðu talið sig hafa unnið að.

Starfs­hópur Frosta, sem var skip­aður utan um Frosta, skil­aði því af sér minni­hluta­á­liti sem sam­anstendur af nið­ur­stöðu eins manns, Frosta Sig­ur­jóns­son­ar.

 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Peningum á Íslandi er áfram sem áður stýrt af körlum
Áttunda árið í röð framkvæmdi Kjarninn úttekt á því hver kynjahlutföll séu á meðal þeirra sem stýra peningum á Íslandi. Fyrirtækjunum sem úttektin náði til fjölgaði lítillega á milli ára og samsetning þeirra breyttist aðeins.
Kjarninn 21. apríl 2021
Samtal við samfélagið – English
Samtal við samfélagið – English
Tæknivarpið - Apple kynnir skífur fyrir utangátta, nýjan iMac og iPad Pro
Kjarninn 21. apríl 2021
Stefán Jón Hafstein
Óttast um Elliðaárnar
Kjarninn 21. apríl 2021
Sigríður Á. Andersen sagði af sér sem dómsmálaráðherra vegna málsins
Enn ekki upplýst um kostnað ríkislögmanns vegna ólöglegrar skipunar dómara í Landsrétt
Kostnaður ríkissjóðs vegna þess að þáverandi dómsmálaráðherra sinnti ekki rannsóknarreglu stjórnsýslulaga þegar hún lagði fyrir Alþingi lista yfir dómara sem ætti að skipa við Landsrétt var 141 milljónir króna í lok síðasta árs. Hann er enn að aukast.
Kjarninn 21. apríl 2021
Armin Laschet og Annalena Baerbock. Telja má nánast öruggt að annað þeirra verði næsti kanslari Þýskalands.
Armin eða Annalena?
Sextugur karl og fertug kona eru talin þau einu sem möguleika eiga á að taka við af Angelu Merkel og verða næsti kanslari Þýskalands. Græningjar með Önnulenu Baerbock í fararbroddi eru á flugi í skoðanakönnunum.
Kjarninn 20. apríl 2021
Heimild verði til að skikka alla frá áhættulöndum í sóttvarnahús
Ríkisstjórnin leggur til lagabreytingu sem felur í sér að heimilt verði að skikka alla frá áhættusvæðum í sóttvarnarhús við komuna til landsins og einnig að hægt verði að banna ferðalög frá löndum þar sem faraldurinn geisar hvað mest.
Kjarninn 20. apríl 2021
Jóhann Sigmarsson
Ef það er ekki vanhæfi þá heiti ég Júdas
Kjarninn 20. apríl 2021
Myndir af nokkrum fórnarlömbum þjóðarmorðsins í Rúanda.
„Franska ríkisstjórnin var hvorki blind né meðvitundarlaus“
Frönsk stjórnvöld „gerðu ekkert“ til að stöðva blóðbaðið í Rúanda á tíunda áratug síðustu aldar. Eftir voðaverkin reyndu þau svo að hylma yfir þátt sinn sem m.a. fólst í því að veita gerendum vernd.
Kjarninn 20. apríl 2021
Meira úr sama flokkiBakherbergið
None