Sjúkdómseinkennin blasa við - breytingar á „helsjúku“ kerfi nauðsyn

leidari_magnus.jpg
Auglýsing

Íslenskir stjórn­mála­menn ættu ekki að vera hræddir við að ræða um til­lögur að grund­vall­ar­breyt­ingum á pen­inga- og fjár­mála­kerfi lands­ins eftir það sem undan er geng­ið. Í fyrsta skipti í mann­kyns­sög­unni kúvent­ist staða þró­aðs ríkis það hratt, að ekk­ert annað en beit­ing neyð­ar­réttar gat bjargað því. Í kjöl­farið komu stjórn­mála­menn síðan á ströngum hafta­bú­skap með lög­um, sem þeir hafa ekki ennþá talið sig geta fjar­lægt. Það er staðan núna.

Það var eft­ir­minni­legt í Lands­dóms­mál­inu svo­kall­aða, þegar Markús Sig­ur­björns­son, for­seti Hæsta­réttar og Lands­dóms, spurði út í þessi mál og þá sér­stak­lega hvenær það hefði verið ákveðið að breyta kröfu­röð­inni og hafa inn­lán rétt­hærri en skulda­bréfin í bú hinna föllnu banka. Það stað­fest­ist hjá vitnum að þetta algjöra grund­vall­ar­at­riði í allri neyð­ar­að­gerð íslenska rík­is­ins var ákveðið á síð­ustu stundu. Það segir sína sögu um hversu gríð­ar­lega miklum vanda­málum landið stóð frammi fyr­ir, án þess að stjórn­mála­menn­irnir hafi gert sér grein fyrir því fyrr en á síð­ustu stundu.

Kemur ekki á óvartNú er komin fram skýrsla um breyt­ingar á pen­inga- og fjár­mála­kerfi lands­ins, sem Frosti Sig­ur­jóns­son, for­maður við­skipta- og efna­hags­nefndar Alþingis og þing­maður Fram­sókn­ar­flokks­ins, tók saman og ber ábyrgð á. Hún er á ensku, en með um tíu síðna útdrætti á íslensku, og hefur verið afhent for­sæt­is­ráð­herra. Ef það stenst ekki lög að hafa skýrsl­una á ensku, þá verður Frosti bara að gefa þetta út í bóka­formi. Þá er sami sigur unn­inn, og upp­lýs­ingum komið á fram­færi við almenn­ing.

Það er alltof sjald­gæft að stjórn­mála­menn á Íslandi sýni á spilin með ítar­legum skrifum um hvað þeim finnst um mál eins og tíðkast oft erlend­is. Það er góð leið til þess að skjal­festa rök­stuðn­ing fyrir til­teknum sjón­ar­miðum og góð ­þjón­usta við almenn­ing.

Auglýsing

Frosti hefur á und­an­förnum árum haldið tugi funda um þessi mál, ýmist með stórum eða litlum hóp­um, eða einn á einn. Að grunni til koma þessar hug­myndir sem fram koma í skýrsl­unni ekki á óvart, í ljósi þess kynn­ing­ar­starfs sem hann hefur þegar unn­ið, og greina sem hann hefur skrif­að.

Pen­inga­myndun hjá seðla­bönkumÍ þeim hug­myndum sem rætt er um í skýrsl­unni felst grund­vall­ar­breyt­ing á fjár­mála­kerf­inu, þar sem inn­takið er það, að færa þurfi pen­inga­myndun frá bönkum - sem sann­ar­lega á sér stað - til Seðla­bank­ans. Grund­völlur að end­ur­bótum á pen­inga­kerf­inu, sam­kvæmt því sem rakið er í skýrsl­unni, gæti verið inn­leið­ing á svo­nefndu þjóð­pen­inga­kerfi þar sem Seðla­bank­anum væri einum heim­ilt að búa til pen­inga fyrir hag­kerf­ið. Seðla­bank­anum yrði falið að skapa pen­inga sem hag­kerfið þarf en Alþingi hefði það hlut­verk að ráð­stafa nýjum pen­ingum með fjár­lög­um.

Þetta er grund­vall­ar­hug­mynd­in. Og hún er vissu­lega rót­tæk, miðað við það kerfi sem nú  er í gildi, en hún er ekki ný. Eftir krepp­una miklu komu þessar hug­myndir fram, og var þá horft til þess, hvernig mætti vernda almanna­hags­muni og læra af því sem aflaga fór.

Dínamísk umræðaÍ sem skemmstu máli, þá hefur ekki verið unnið sam­kvæmt þessum hug­myndum í heim­inum und­an­farna ára­tugi, en umræða um þær hefur verið dínamísk á und­an­förnum árum, innan seðla­banka og á vett­vangi alþjóða­sam­starfs, meðal ann­ars Alþjóða­gjald­eyr­is­sjóðs­ins. Í þeim skiln­ingi eru þessar hug­myndir ekki á jaðr­in­um, heldur er helsta vanda­málið frekar það að erfitt er að útskýra inn­takið í þeim fyrir almenn­ingi með þeim hætti, að stjórn­mála­menn finni til ábyrgð­ar­inn­ar.

Jón Sig­urðs­son, fyrr­ver­andi for­maður Fram­sókn­ar­flokks­ins og banka­mála­ráð­herra Íslands á árunum 2006 og 2007 – þegar mesta ójafn­vægi sem sést hefur í banka­geira í mann­kyns­sög­unni var stað­reynd á Íslandi – finnur tölu­vert að þessum hug­myndum Frosta, og setur rök fram gegn þeim. Helst er að nefna það, að þessar hug­myndir eru í reynd mikil rík­i­s­væð­ing á grunn­stoðum fjár­mála­kerf­is­ins. Og síðan að erfitt er að sjá fyrir sér, hvernig það eigi að geta geng­ið, að Ísland taki upp kerfi sem er algjör­lega á skjön við það sem aðrar þjóðir eru að gera í þessum mál­um, jafn­vel þó gefið sé að það sé raun­hæf lausn.

Sjúk­dóms­ein­kennin og gagn­rýn­is­raddirEn alveg eins og reyndin var 2006 og 2007 með íslenska fjár­mála­kerfið og stöðu hag­kerf­is­ins – mitt inn í mestu efna­hags­bólu sög­unnar – þá sjást ekki alltaf sjúk­dóms­ein­kennin nema að rýnt sé í það sem mögu­lega gefur vís­bend­ingar um að eitt­hvað sé að, og hlustað á gagn­rýn­is­radd­ir.

Það sem er líka ógn­vekj­andi fyrir okkur sem telj­ast til óbreyttra leik­manna í hópi almenn­ings, sem ekki eru með hag­fræði­próf, er að stjórn­mála­menn um nær allan heim hafa ákveðið að nýta seðla­bank­anna til þess að lina þján­ing­arnar af skelfi­legum efn­hags­legum mis­tökum sín­um, og vona það besta í fram­tíð­inni. Frum­gögn frá Seðla­banka Evr­ópu og Seðla­banka Banda­ríkj­anna sýna þetta. Nær stjórn­laus skulda­söfnun í „hel­sjúku fjár­mála­kerfi“ eins og Jón Bald­vin Hanni­bals­son, fyrr­ver­andi ráð­herra, nefndi það um dag­inn, er stað­reynd. Hóp­ur­inn sem óhjá­kvæmi­lega borgar í fram­tíð­inni er ábyrgð­ar­að­il­inn, almenn­ing­ur.

Hér má sjá hvernig efnahagsreikningur Seðlabanka Evrópu hefur þanist út, í kjölfar efnahagsþrengingana 2007 til 2010. Til framtíðar er gert ráð fyrir frekari útþenslu, eins og myndin sýnir.  Mynd: The Economist. Hér má sjá hvernig efna­hags­reikn­ingur Seðla­banka Evr­ópu hefur þan­ist út, í kjöl­far efna­hags­þreng­ing­ana 2007 til 2010. Til fram­tíðar er gert ráð fyrir frek­ari útþenslu, eins og myndin sýn­ir. Mynd: The Economist.

Því miður er það svo, að ekk­ert bendir til þess að fjár­mála­kerfið sem búið er við í dag, sé sjálf­bært og þannig inn­ram­mað að almanna­hags­munir séu vel tryggð­ir. Þvert á móti virð­ast bankar enn vera alltof stórir til falla, óhag­kvæmni innan banka sem starfa í skjóli rík­is­á­byrgðar á skuldum þeirra er við­var­andi og aug­ljós, ekki bara á Íslandi, og alltof stór hluti hagn­aðar fyr­ir­tækja verður til hjá bönkum í stað þess að hann mynd­ist í raun­veru­legri verð­mæta­sköpun í hag­kerf­un­um. Síðan eru bón­us­greiðslur banka­manna til þeirra sjálfra, í þessum aðstæð­um, til þess fallnar að ­sýna almenn­ingi fing­ur­inn og brosa á eft­ir. Ósk­arsverðauna­heim­ild­ar­myndin Inside Job fangar þetta vel.

Hér má sjá hvernig efnahagsreikningur Seðlabanka Bandaríkjanna hefur þróast. Skuldbindingar hans eru skuldbindingar skattgreiðenda framtíðarinnar. Mynd:  The Economist. Hér má sjá hvernig efna­hags­reikn­ingur Seðla­banka Banda­ríkj­anna hefur þró­ast. Skuld­bind­ingar hans eru skuld­bind­ingar skatt­greið­enda fram­tíð­ar­inn­ar. Mynd: The Economist.

Skýrsla Frosta er um rót­tækar breyt­ingar á þessu „hel­sjúka“ fjár­mála­kerfi sem almenn­ingur býr við. Almenn­ing­ur hefur sjálfur horft á það ger­ast, trekk í trekk, að hagn­að­ur­inn sé einka­væddur þegar vel geng­ur, í skjóli rík­is­á­byrgðar á skuldum og stoðum hluta­forða­kerf­is­ins (fract­ional res­erve bank­ing) sjálfs, en tapið síðan þjóð­nýtt þegar illa geng­ur.

Ef ein­hvern tím­ann er tími til þess að skoða rót­tækar breyt­ingar á fjár­mála­kerf­inu, þá er hann núna, þegar við súpum seyðið af við­var­andi hafta­bú­skap og full­kominni og for­dæma­lausri óstjórn fjár­mála­kerf­is­ins sem stjórn­mála­menn skapa rammann um með lög­gjöf.

Von­andi þora stjórn­mála­menn að ræða rót­tækar breyt­ingar á kerfi sem er ekki að virka nægi­lega vel, og að því leyti virð­ast grund­vall­ar­breyt­ingar á því vera nauð­syn­legar ef sagan á ekki að end­ur­taka sig. Skýrsla Frosta er sjald­gæf og góð við­leitni til þess að ræða um þessa hluti almennni­lega, og von­andi tekst að koma þessu mik­il­væga máli sem breyt­ing á fjár­mála­kerf­inu er framar í for­gangs­röðin hjá stjórn­mála­mönn­un­um.

Seðla­bank­inn og Fjár­mála­eft­ir­litið ættu líka að nálg­ast þá umræðu af auð­mýkt, eftir það sem undan er geng­ið, og þora að taka þátt í henni mál­efna­lega, eins og Bank of Eng­land er að gera og Alþjóða­gjald­eyr­is­sjóð­ur­inn sömu­leið­is, enda er um alþjóð­leg kerf­is­læg vanda­mál að ræða.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Steingrímur J. Sigfússon
Upplýsingamengun í annarra boði!
Kjarninn 25. september 2020
Ljóst er af FinCEN-skjölunum að stórir bankar sem hafa milligöngu um fjármagnshreyfingar í dollurum vita mætavel að þeir eru að hreyfa mikið magn peninga sem eiga misjafnan uppruna
Glæpirnir sem gera aðra glæpi mögulega
Fordæmalaus gagnaleki frá bandaríska fjármálaráðuneytinu hefur vakið mikla athygli í vikunni. Hann sýnir fram á brotalamir í eftirliti bæði banka og yfirvalda þegar kemur að því að því að stöðva vafasama fjármagnsflutninga heimshorna á milli.
Kjarninn 25. september 2020
Eimskip staðfestir að félagið hafi verið kært til héraðssaksóknara
Eimskip hafnar ásökunum um að hafa brotið lög í tengslum við endurvinnslu tveggja skipa félagsins í Indlandi. Eimskip segist ekki hafa komið að ákvörðun um endurvinnslu skipanna tveggja.
Kjarninn 25. september 2020
Eftir að ferðamönnum tók að hríðfækka hérlendis vegna kórónuveirufaraldursins hefur atvinnuleysi vaxið hratt.
Almenna atvinnuleysið stefnir í að verða jafn mikið og eftir bankahrunið
Almennt atvinnuleysið verður komið í 9,3 prósent í lok október gangi spá Vinnumálastofnunar eftir. Það yrði jafn mikið atvinnuleysi og mest var snemma á árinu 2010. Heildaratvinnuleysið, að hlutabótaleiðinni meðtalinni, verður 10,2 prósent í lok október.
Kjarninn 25. september 2020
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar.
Telur rétt að skoða Félagsdómsmál ef Samtök atvinnulífsins segja upp lífskjarasamningnum
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar segir að Samtök atvinnulífsins grípi til tæknilegra útúrsnúninga þegar þau segi forsendur lífskjarasamninga brostnar og telur rétt að skoða að vísa uppsögn samninga til Félagsdóms, ef af þeim verður.
Kjarninn 25. september 2020
45 ný smit – 369 greinst með COVID-19 á tíu dögum
Fjörutíu og fimm manns greindust með COVID-19 hér á landi í gær. Nýgengi innanlandssmita er nú komið yfir 100 á hverja 100 þúsund íbúa.
Kjarninn 25. september 2020
Pottersen
Pottersen
Pottersen – 43. þáttur: Sögulok
Kjarninn 25. september 2020
Skipulagsferli virkjunar í einu yngsta árgljúfri heims er hafið
Hún er ekki stór að afli, aðeins 9,3 MW, en mun rjúfa einstaka landslagsheild sem nýtur verndar í lögum og skal ekki raska nema brýna nauðsyn beri til. Sveitarstjórn Skaftárhrepps hefur samþykkt að hefja skipulagsgerð vegna virkjunar í Hverfisfljóti.
Kjarninn 25. september 2020
Meira úr sama flokkiÁlit
None